Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
ari og hnyttnari umsagnir um
samtíðarviðburði? Hvar fundu
þeir sem áttu um sárt að binda
meiri hughreystingu? Hvar voru
bókmenntir og listir betur krufn-
ar? Um sumt er komist þannig að
orði að það sé auðveldara sagt en
gjört. Hér á við hið gagnstæða.
Það er erfið tilhugsun að eiga
ekki Gunnar ólafsson lengur að
en það er á hinn bóginn fjársjóður
sem aldrei verður frá manni tek-
inn að hafa átt hann að, vináttu
hans og drenglyndi.
Ég og fjölskylda mín sendum
fjölskyldu Gunnars og aðstand-
endum innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Matthías Eggertsson
Skyndilegt fráfall Gunnars
ólafssonar kom eins og reiðarslag
yfir okkur samstarfsfólk hans á
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins. Gunnar var við vinnu sína
fram yfir hádegi, en fáeinum
stundum síðar var hann fallinn.
Gunnar var ekki afskiptasamur i
daglegum störfum, en hann var
hin styrka stoð sem við gátum sett
traust okkar á og því finnum við
mikið fyrir því skarði sem er kom-
ið í raðir okkar.
Þegar að því kom árið 1976 að
ráðinn var aðstoðarforstjóri
stofnunarinnar mun flestum hafa
þótt Gunnar ólafsson sjálfsagður
í starfið. Það var því í samræmi
við óskir starfsmanna að hann
skyldi sem aðstoðarforstjóri taka
við þegar Björn Sigurbjörnsson
forstjóri var fenginn til að taka
við forstjórastörfum í alþjóða-
stofnun um þriggja ára skeið. Það
traust, sem Gunnar ólafsson naut
umfram flesta aðra menn, stafaði
af mikilli réttsýni og því hve auð-
velt hann átti með að hafa yfirsýn
yfir alla þætti mála. Gott var til
hans að leita, málavextir voru
kynntir og ræddir án allra útúr-
dúra og það sem eitt sinn hafði
verið sagt þurfti að jafnaði ekki að
endurtaka. Orð hans stóðu. Á hinn
bóginn var hann viðkvæmur fyrir
þeim árekstrum sem óhjákvæmi-
lega fylgja stöðu yfirmanns, eink-
um vegna þess hve einlægur hann
var.
Eins og ráða má af framan-
sögðu var Gunnar farsæll í dag-
legri afgreiðslu mála. Honum var
einnig umhugað um að halda
áfram þeirri uppbyggingu, sem
orðið hefur á stofnuninni. Á þeim
nær 20 árum, sem hún hefur starf-
að, hafa orðið miklar breytingar,
bæði á stofnuninni sjálfri og þeim
atvinnuvegi sem hún á að þjóna.
Það var því orðið tímabært að
huga að því, með hvaða hætti
starfsemin yrði aðlöguð breyttum
tímum. Gunnar hafði mótað sér
hugmyndir um, hvaða skipu-
lagsbreytingar væru æskilegar og
beitti sér fyrir myndun starfshóps
til að vinna að endurskoöun og út-
tekt á landbúnaðarrannsóknum.
Hér hefur verið farið nokkrum
orðum um störf Gunnars ólafs-
sonar í þágu stofnunarinnar og
starfsmanna hennar og það traust
sem við samstarfsfólkið bárum til
hans. Efst í huga er þó söknuður
eftir góðan félaga og vin. Við sam-
hryggjumst eftirlifandi móður og
fjölskyldu hans sem var honum
svo náin og við höfum átt margar
góðar stundir með fyrr og síðar.
Valdís Helgadóttir, Unna Maja,
Anna, Skúli, Vala og óli, við vott-
um ykkur innilega hluttekningu
okkar.
Samstarfsfólk
ólafur heitinn Hansson, síðar
prófessor við Háskóla íslands, var
á skólaárum mínum í Menntaskól-
anum í Reykjavík kennari við
skólann. Úr kennarahópnum er
mér hann sérstaklega minnis-
stæður. Höfðingleg og háttvís
framkoma hans verkaði sterkt á
nemendur hans og hann átti at-
hygli nemenda sinna óskipta með-
an hann dvaldi með þeim. Ólafur
var talinn með margfróðustu ís-
lendingum, jafnvel svo, að hann
ætti sér ekki jafningja.
Einkabarn ólafs og konu hans,
Valdísar Helgadóttur, var Gunnar
Ólafsson, sem hér er kvaddur.
Við Gunnar höfum síðastliðinn
áratug átt samstarf um margvís-
leg viðfangsefni, sem tengjast
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins og landbúnaðarráðuneytinu.
Hann minnti mig, þegar við
fyrstu kynni, um margt á föður
sinn, — háttvísin og höfðingleg
framgangan var hin sama, í um-
PÁLS MAGNUSSONAR.
ræðum og umfjöllun viðfangsefna
fannst mér ég einnig oft kenna
minn gamla læriföður.
Gunnar lagði stund á búvísindi
eftir stúdentspróf. Hann stundaði
nám sitt í Noregi en jók einnig við
þekkingu sína með námi i Eng-
landi. Hann lauk doktorsprófi í
næringarlífeðlisfræði og fóður-
fræðum frá landbúnaðarháskólan-
um að Ási.
Gunnar starfaði alla starfsævi
sína í þágu íslensks landbúnaðar.
Hann starfaði frá 1960 við At-
vinnudeild Háskólans, landbúnað-
ardeild, síðar Rannsóknastofnun
landbúnaðarins (RALA), og var
lengi deildarstjóri fóðurrann-
sóknadeildar stofnunarinnar.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins er ein þýðingarmesta stofn-
un íslensks landbúnaðar. í þeirri
stofnun hafa lengi staðið í stafni
afbragðs menn, sem hafa gefið sig
alla í starf sitt og leitað lags og
leiða í aukinni þekkingaröflun til
að auka hag atvinnuvegarins, en
um leið að vernda þann höfuðstól,
sem afkoman byggist á, jarðveg og
gróður landsins okkar.
Gunnar stóð í stafni þá hann
féll, löngu fyrir aldur fram, fullur
starfsgleði og vilja til að ná sem
skilamestum árangri í stofnun
sinni. Hann horfði gagnrýnum
augum á það, sem unnið var að,
þakklátur fyrir það sem vel tókst
til, en taldi að í ýmsu mætti betur
gera. Hann staðnaði ekki yfir því
sem gert var eða hafði verið gert,
stöðugt leitaði á hann spurningin,
Einarsson og Pálsson hf.
Bitstál hf.
Ármúla 26.
hvort hægt væri að gera meira og
betur. Gunnar átti mikinn metnað
fyrir hönd stofnunar sinnar og
þegar honum þótti skorta á skiln-
ing á þeim störfum, sem unnin eru
á stofnuninni eða fjárveitingar
ófullnægjandi til þýðingarmikilla
viðfangsefna, særði það hans við-
kvæmu lund. Hann leitaði þá lag-
færinga af einurð, en aldrei brást
honum meðfædd háttvísi við slík-
an erindisrekstur.
Síðustu mánuði beitti Gunnar
sér fyrir því að öll rannsókna-
starfsemi í þágu íslensks landbún-
aðar yrði endurskoðuð, í því skyni
að tryggja svo sem frekast er
hægt, hagkvæmni hennar í þágu
atvinnuvegarins. Hann kom þessu
hugðarefni sínu af stað. Það var
rétt hafið þegar hann féll, og síð-
ustu verk hans voru í þágu þessa
verkefnis.
Utan aðalstarfsvettvangs voru
Gunnari falin margvísleg trúnað-
arstörf, flest tengd menntun hans
og störfum. Hann sat m.a. í stjórn
félags náttúrufræðinga og var um
sinn formaður þess félags, í stjórn
Vísindasjóðs raunvísindadeildar, í
Tilraunaráði landbúnaðarins og
hann tók virkan þátt i samstarfi
norrænna búvísindamanna.
Samstarf okkar Gunnars í verk-
efnum, sem við völdumst saman í,
var á þann veg að ég finn hjá mér
hvöt til þess að þakka dugnað
hans og drengskap. Vinátta vakn-
aði af samstarfi okkar. Fyrir þá
sök áttum við fleiri stundir saman
en ella, sem nú er þakkað fyrir.
Hugurinn leitar til þeirra sem
mest hafa misst, Unnar Maju,
barna hans og aldraðrar móður.
Megi þeim vera styrkur í hversu
mikils góðs er að minnast.
Heiðríkja minninganna geymi
öðlingsdrenginn.
Sveinbjörn Dagfinnsson
Það er erfitt að trúa því né
sætta sig við að kveðja hinsta sinn
minn ástkæra félaga Gunnar
ólafsson sem nú hverfur af sjón-
arsviðinu á miðri starfsævi.
Er ég hóf störf hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins sem að-
stoðarmaður Gunnars var ég
nokkuð óráðinn eins og gengur.
Það breyttist fljótt eftir að sam-
starf okkar hófst. Unnum við síð-
an saman næstu árin þar til
stjórnun stofnunarinnar tók æ
meira af hans tíma. Þetta tímabil
í starfi mínu fannst mér bæði
þroskandi og skemmtilegt. Þar
sem Gunnar gekk fór drengur góð-
ur.
Hann hafi það geðslag og mann-
kosti sem orkað hvetjandi og bæt-
andi á umhverfið. Ég minnist þess
ekki að hafa fengið orð í eyra fyrir
það sem miður fór, en þakkir og
uppörvunarorð voru ekki spöruð ef
honum þótti við eiga.
Eftir að Gunnar settist í for-
stjórastól reyndist hann starfs-
fólki vel og leysti hvers manns
vanda einsog best hann gat.
Reyndust hans ákvarðanir oftast
farsælar, enda naut hann mikils
trausts meðal starfsmanna. En
því er ekki aö leyna að hann gat
sviðið undan ef honum fannst
ómaklega að sér vegið, en lét
sjaldan á því bera. Það var ekki
venja hans að bera tilfinningar
sínar á torg.
Enginn fær víst umflúið örlög
sín, nú skilja leiðir og i dag er
drengskaparmaðurinn Gunnar
ólafsson kvaddur.
Að leiðarlokum minnist ég vin-
ar míns og vegferðarmanns með
hlýhug og þakklæti og votta fjöl-
skyldunni mína dýpstu samúð þó
orö mín séu lítilvæg i þessari
miklu sorg.
Tryggvi Eiríksson
Wterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöill!
t
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GUÐNI ÞORSTEINSSON,
múrarameistarí,
Selfossi,
lóst á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum aö morgni miövikudagsins
27. febrúar sl.
Eggert Guönason,
Emma Guönadóttir,
Guömundur Guönason,
Guöfinna Guönadóttir,
Ásdis Guönadóttir,
Benedikta Guönadóttir,
Hulda Guönadóttir,
Ásgeir Guðnason,
barnabörn og
Valborg Gísladóttir,
Ágúst Eíriksson,
Fjóla Guömundsdóttir,
Eövarö Torfason,
Leífur Eyjólfsson,
Páll Árnason,
Pólmi Jónsson,
Þyrí Axelsdóttir,
barnabarnabörn.
t
Móöir okkar, amma og langamma,
sigrIður sigtryggsoóttir
fré Flatey é Skjélfanda,
Grænutungu 8, Kópavogi,
andaöist fimmtudaginn 28. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö
í Kópavogi.
Börn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir, sonur og bróöir,
SVEINN BEN AÐALSTEINSSON,
fórst meö fiskibát viö Kodiak-eyju i Alaska þann 12. febrúar.
Ólafia Jónsdóttir og börn,
Svava Stefénsdóttir og systkini.
t
Eiginkona min, móöir, tengdamóöir og amma,
ÞÓRA SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR,
Bústaöavegi 57,
Reykjavfk,
andaöist i Landspitalanum 21. febrúar sl.
Utförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Brynjólfur G. Ársælsson,
Brynjólfur Þór Brynjólfsson,
Ragnheióur Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn. faöir okkar, tengdafaöir og afi,
MARTEINN M. SKAFTFELLS,
v kennari,
Hamrahlíö 5,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. mars kl.
10.30.
Astrid Vik Skaftfells,
Hékon M. Skaftfells,
Heiöar Marteinsson, Brynja Pélsdóttir,
Venný Keith, William Keith
og barnabörnin.
Lokaö
i dag fyrir hádegi, vegna jaröarfarar GUNNARS
ÓLAFSSONAR, forstjóra Rannsóknastofnunar landbún-
aöarins.
Rannsóknaráð ríkisins.
t
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNAR HALLDÓR SIGURJÓNSSON
loftskeytamaöur,
Álfaskeiöi 57, Hafnarfirói,
veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi i dag, föstudaginn
1. mars, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á Hjartavernd.
Gertrud M. Sigurjónsson,
Þór Gunnarsson, Ásdis Valdimarsdóttir,
Sigurjón Gunnarsson, Þorbjörg Bernhard,
Ludwig H. Gunnarsson, Guörún Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Sendum okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem sýndu okkkur
samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför dóttur okkar og systur,
HAFDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Tjarnargötu 33,
Keflavik,
með minningargjöfum og blómum.
Sérstakar þakkir færum viö Fjölbrautaskóla Suöurnesja og St.
Georgsgildi i Keflavik og öllum öörum þeim sem vottuöu minningu
hennar viröingu meö nærveru sinni viö jaröarför hennar 22. febrúar
sl.
Guö blessi ykkur öil.
Elfsabet Ólafsdóttir,
Halldór A. Brynjólfsson
og systkini.
t
Alúöarþakkir fyrir samúö og hlýhug vegna andláts eiginkonu
minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDU ÁMUNDADÓTTUR,
Laugarésvegi 67.
Sigurjón Gfslason,
Gísli Sigurjónsson, Gunnhildur Guöjónsdóttir,
Jón Sigurjónsson, Sjöfn Hékonardóttir,
Kristrún Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
e.h. í dag, föstudaginn 1. mars, vegna jarðarfarar