Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
45
Minning:
Gunnar Sigurjóns-
son loftskeytamaður
Fæddur 29. nóvember 1909
Dáinn 23. febrúar 1985
Hans, sem nú er sárt saknað og
í dag er til moldar borinn, var einn
þeirra manna, sem þjóðinni er
mikill missir að. Eftirfarandi eig-
inkona Gunnars er Gertrud fædd
Abelmann frá Wesermiinde í
Þýskalandi. Þau eiga þrjá upp-
komna syni, sem allir eru kvæntir
og búandi.
Ég kynntist Gunnari fyrst árið
1935 er við störfuðum samskipa
um þriggja ára skeið á bv. Garðari
frá Hafnarfirði. Það skip var þá
fyrir fáum árum komið til lands-
ins í eigu Einars Þorgilssonar sem
flaggskip togaraflotans, ef svo má
segja. Gunnar starfaði þar sem
loftskeytamaður og gerði það með
þeirri alúð og prýði sem litið var
upp til af öllum, sem með honum
voru og starfa hans nutu.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þeim manndómi og þeirri
hugarfró, sem Gunnar bjó yfir á
þeim tíma, er ég þurfti þess með.
Allar áhyggjur, misfellur og ann-
an vanda mildaði Gunnar og færði
í það lífsform, sem tíminn getur
annars einn mildað. Gunnar mat
list mikils, svo sem mörgum mun
kunnugt. Hann var og sjálfur
listamaður af Guðs náð, enda hef-
ur hann fært þjóðinni og einkum
Hafnfirðingum ljóst vitni þess
með húsa- og hverfismyndum
þeim, sem hann hefur fest á spjöld
eða léreft af Hafnarfirði og húsum
þaðan.
Prúðmennska og vandvirkni
voru skapgerð Gunnars svo sam-
gróin, að hvað sem hann gerði,
gerði hann vel og vandaði til þess.
Jafnvel verk, sem voru honum á
móti skapi en hann varð samt að
gera, framkvæmdi hann með
hinni mestu prýði, drenglund og
stillingu. Þannig skapaði Gunnar
sér hamingju við hvaðeina og um-
hverfi sínu góðan lærdóm. Iðnin
og eljan voru þær meginstoðir í
öllu hans lífi og umsvifum, sem
báru uppi afkastagetu hans allt til
hins síðasta.
Þótt Gunnar væri í fjöldamörg
ár starfsmaður loftskeytastöðvar-
innar að Gufunesi, dró sjórinn
ávallt hug hans. Þangað leitaði
hann oft í fríum frá stöðvar-
starfinu og nú síðustu árin því
meir eftir að hann fékk lausn frá
störfum fyrir aldurssakir.
Gott var að sækja Gunnar og
hans elskulegu eiginkonu, Ger-
trud, heim. Heima í þeirra fagra
og hlýlega ranni nutum við hjónin
og aðrir vinir þeirra oft vinsemdar
og góðra veitinga. Þegar við þrír
vinirnir, Gunnar, Karl Sæmunds-
son og ég, ræddum saman um
hugðarefni, sem okkur voru öllum
sameiginleg, var eins og björgin
opnuðust. Maður varð hugfanginn
af skoðunum Gunnars, sem voru
ávallt lausar við fagurgala eða yf-
irborðshátt, en bundnar við hinn
áþreifanlega raunveruleika meira
en hið yfirnáttúrulega. Samt vakti
þessi lífsstefna hans hvatningu
því hún bar eindreginn vott um
hreinlyndi og heiðarleik.
Gertrud mín. Guð styrki þig og
ykkar nánustu á þessari þrauta-
stundu. Þér sé þökk fyrir þinn
stóra hlut í gæfusömu lífi ykkar
Gunnars. Við vinirnir og vensl-
afólk kveðjum Gunnar okkar með
vinsemd og virðingu. Við þökkum
fyrir hið prúðmannlega fordæmi
og ástúðlegu viðkynningu í hví-
vetna.
Friðg. G.
Að morgni sunnudagsins 24.
febrúar sl. hringdi síminn. Þar var
mér tilkynnt að einn af fáum eft-
irlifandi æskuvinum væri látinn,
Gunnar Halldór Sigurjónsson,
loftskeytamaður í Hafnarfirði.
Það var sonur hans, Sigurjón, sem
hringdi.
Gunnar lést á Jefferson-sjúkra-
húsinu í New Orleans í Bandaríkj-
unum laugardaginn 23. febr.
Gunnar var búinn að starfa sem
loftskeytamaður lengst af ævinn-
ar. Hann starfaði mikið á togurum
á yngri árum, meðal annars á tog-
aranum Garðari. Á seinni árum
vann hann á loftskeytastöðinni i
Gufunesi, þar til hann hætti störf-
um fyrir aldurs sakir. Eftir að
hann hætti störfum urðu tengsl
okkar meiri og fann ég að hugur
hans þráði sjóinn, þar sem hann
hafði alið mest af ævinni. Leysti
hann því oft af loftskeytamenn á
öðrum skipum í fríum þeirra og
margar ferðirnar fór hann á Foss-
unum sem slíkur. En á þessari
hinstu siglingu var hann loft-
skeytamaður á es. Hvalvík sem
búin var að sigla til Grikklands en
var nú komin til Mexíkóflóans og
var á heimleið er Gunnar veiktist.
Það var ánægja þeirra hjóna,
Gertrudar og Gunnars, að fá að
vera saman í þessari síðustu ferð
hans, þar sem hún gat annast
hann þessa siðustu daga, sem
hann var á sjúkrahúsinu.
Kynni okkar Gunnars hófust
Listamiðstöð-
in hf. eins árs
LISTAMIÐSTÓÐIN opnar sýningu
laugardaginn 2. mars kl. 15.00 í til-
efni þess að fyrirtækið er eins árs.
Fjölmargir listamenn koma við
sögu, bæði inniendir og erlendir.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00 til 18.00 og lýkur henni
sunnudaginn 10. mars nk.
Listamiðstöðin hefur nú full-
mótað hugmynd um að stofnaður
verði menningarsjóður sem veiti
listamönnum starfslaun. Einnig
er Listamiðstöðin að hefja starf-
semi myndleigu. Erlend samskipti
hafa sett svip sinn á starfsemi
Listamiðstöðvarinnar og er gert
ráð fyrir að það haldi áfram þar
sem Listamiðstöðinni hefur verið
boðið að gangast fyrir sýningu ís-
ienskra listamanna í viðurkenndu
galleríi í Zagreb í Júgóslavíu
næsta haust og áhugi er meðal ít-
alskra listamanna að hafa vinnu-
stofuskipti við íslenska listamenn.
Auk þess hafa möguleikar opnast
á kynningu íslenskrar myndlistar
í Frakklandi og Noregi.
Tónabíó:
Með ástarkveðju
frá Rússlandi
í DAG hefjast sýningar í Tónabíói á
kvikmyndinni „Meó ástarkveðju frá
Rússlandi.“ Mynd þessi var áður
sýnd hér á landi 1966—1967 og er
önnur í röðinni af þeim kvikmynd-
um sem gerðar hafa verið um njósn-
arann fræga, James Bond.
Alþjóðlegi glæpahringurinn
„Spectre" hefur komið sér upp
þjálfunarstöð, þar sem starfsfólk-
inu er kennt að myrða. Red Grant
skarar framúr fyrir fantaskap og
er hann fenginn til að myrða
hættulegasta andstæðing
„Spectre", 007, öðru nafni James
Bond.
Með aðalhlutverk fara Sean
Connery og Daniela Bianchi. Leik-
stjóri er Terence Young.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN af fjöltefli Vlastimils
Hort í Sjómannaskólanum var
rangt skýrt frá nafni Benedikts
Bjarnarsonar, sem ^erði jafntefli
við Hort. Mbl. biðst velvirðingar á
jíessum mistökum.
Akranes:
Stofnfundur hlutafé-
lags um ferðaþjónustu
AkraneNÍ, 28. febrúar.
Laugardaginn 2. mars nk. verður
stofnað hlutafélag um ferðaþjónustu
á Akranesi. Meðal verkefna hins
Leiðrétting
ÞAU mistök áttu sér stað í frá-
sögn af árekstri og bílbruna á
Kringlumýrarbraut, að skýrt var
frá því, að ökumaður Allegro-bif-
reiðar, sem kviknaði í, hefði ekið
aftan á kyrrstæða bifreið. Það er
ekki rétt. Ekið var aftan á All-
egro-bifreiðina, sem við höggið
kastaðist tftan á bifreið fyrir
í'raman. Mbl. i>iðst velvirðingar ú
(æssum mistökum.
nýja hlutafélags verður að opna upp-
lýsingaskrifstofu fyrir ferðamenn,
útbúa nýtt tjaldstæði, koma á næt-
urgistingu og efla útimarkaðinn á
Akratorgi.
Þegar er hafin undirbúnings-
vinna fyrir næsta sumar og hefur
ferðamálahópurinn, sem starfað
hefur að undanförnu að þessum
málum, ráðið sér starfsmann til
að sjá um framkvæmdir. Áætlað
er að hlutafé félagsins verði 500
þúsund til ein milljón kr. og verða
hlutabréfin að upphæð 5, 10 og 50
þúsund kr. hvert.
Stofnfundurinn verður haldinn i
veitingahúsinu Stillholti, eins og
;iður segir, augardaginn 2. nars
og hefst klukkan 14. J.G.
þegar við vorum 9 ára gamlir og
sátum saman í gamla barnaskól-
anum í Hafnarfirði. Síðan hafa
vináttuböndin haldist, þrátt fyrir
aðskilnað, lengri eða skemmri
tíma.
Það voru margar ánægjustundir
sem 9 ára pollar áttu saman í
Hafnarfirði þeirra tíma eins og
gengur. Margt hefir breyst á þess-
um árum, ekki síst Hafnarfjörður
sjálfur.
Gunnar var alltaf sannur Hafn-
firðingur og kunni vel að meta það
listræna, sem umvafði og fyllti
byggð Hafnarfjarðar þeirra tíma,
en sem er óðum að hverfa, Hraun-
ið. Þar áttum við margar ánægju-
stundir í æsku sem hafa endurtek-
ið sig á undanförnum árum í sam-
veru á góðviðrisdögum. Gunnar
var mjög listrænn maður og
stundaði málaralistina í frístund-
um. Hann hefir haldið margar
sjálfstæðar málverkasýningar og
eftir hann liggja margar myndir
frá Hafnarfirði sem vernda minn-
ingu gamalla húsa, sem nú eru
horfin.
Þau Gertrud og Gunnar áttu
indælt og hlýlegt heimili og þakka
ég allar ánægjustundir og vináttu
sem ég hefi notið þar.
Með elliárunum fækkar vinum
og samferðamönnum, sem eru á
líku reki. Þau traustu bönd, sem
myndast í vináttu æskuáranna,
verða trauðla bætt á elliárunum.
Ég sakna Gunnars vinar míns
ogþakka honum samfylgdina.
Eg færi Gertrud, sonum þeirra
og fjölskyidum, ásamt ættingjum
þeirra, mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Karl T. Sæmundsson
LEGUKOPAR
Legukopar og fóðringar-
efni í hólkum og heilum
stöngum.
Vestur-þýzkt úrvals efni.
Atlas hf
Borgartúni 24 — Sími 26755.
Póathólf 493, Raykjavík.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Nýjung
Hefuröu séö ávaxta- og grænmet
istorgiö í Ármúlanum?
Viö erum búnir aö stækka.