Morgunblaðið - 01.03.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
59
i
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu .. .
Rás 2 með í
helgarkálfinn
Guðný hringdi:
Mig langar til að spyrja for-
ráðamenn Morgunblaðsins að
því hvort að ekki sé hægt að
hafa dagskrá rásar 2 með í
kálfinum um sjónvarp/útvarp
næstu viku sem fylgir föstu-
dagsblaðinu?
Eg er ákaflega ánægð með
þennan dagskrárkálf, sem er
afar þægilegur fyrir þá sem
vilja fylgjast með dagskrá út-
varps og sjónvarps. En nú hef-
ur rás 2 bæst í hópinn og því
ekki úr vegi að spyrja hvort
hægt sé að hafa dagskrá
hennar með.
Svar:
Eins og sjá má í dagskrár-
kálfinum í Morgunblaðinu í
dag höfum við þegar orðið við
óskum Guðnýjar.
Ritstj.
í gallabuxum
og íþróttaskóm
D.G. hringdi:
Mig langar til að spyrja
hvort að snyrtilegur klæðnað-
ur gildi ekki fyrir alla
skemmtistaðina hér í Reykja-
vík?
Ég fór í Klúbbinn um dag-
inn og þar voru strákar í
iþróttaskóm, gallabuxum og
háskólabolum. Þá er það
hvimleitt hve sömu lögin eru
leikin aftur og aftur í Klúbbn-
um, maður fer að fá leið á
þeim svona hvað og hverju.
Óhagstæðar
ferðir
strætisvagna
Þorsteinn Guðmundsson
hringdi:
Mig langar að vekja athygli
á því hve strætisvagnaverðir
um Seljahverfi í Breiðholtinu
eru óhagstæðar um helgar. Ég
tek t.d. leið 14 til vinnu minn-
ar en þarf að skipta einu sinni
um vagn. Hins vegar missi ég
iðulega af honum þar sem leið
14 kemur á svo óhagstæðum
tímum og þarf ég oft að bíða í
25 mínútur eftir næsta vagni.
Kona mín er í skóla við
Hlemmtorg en hún er öryrki.
Sjaldan eða aldrei er staðað
upp fyrir henni í strætisvögn-
um og er ferðalagið því afar
óhentugt fyrir hana þar sem
hún þarf að taka tvo vagna á
ákvörðunarstað.
Þeim ber að
kenna áfram
Jósep hringdi:
Ég undrast mjög þegar
raddir frá kennurum heyrast
um það að þeir ætli ekki að
hlíta lögum heldur leggja
niður vinnu 1. marz. Því að
kennurum ber að vera fyrir-
mynd þeirra nemenda sem
þeir kenna.
ósköp finnst mér það nei-
kvætt að hlýða ekki lögum
þjóðarinnar.
Bréfritari er ósáttur við verð bensíns og olíu f landinu og telur að við hljótum
að geta gert hagkvæm innkaup á þessum vörum.
UPPHtV
SAMfAtð
tÍT«AR
VERC
Af Kastljósi
Ólafur Sigurðsson fréttamaður
tekur oft vel á málum og gengur
beint til verks í þáttum sínum,
spyr vel, er einarður og kurteis.
Vel hefði hann samt getað veitt
áhorfendum lengri tíma til þess að
hlusta á samræður Kristjáns
Ragnarssonar og Vilhjálms Jóns-
sonar fulltrúa olíufélaganna.
Ég þykist vita að Kristján hafi
átt samúð þjóðarinnar það kvöldið
enda er þjóðin orðin langþreytt á
sífelldum hækkunum á olíuvörum
meðan horft er uppá að þessar
lífsnauðsynlegu vörur lækka allt í
kringum okkar. Aldrei lækka þær
hér, nema þá helst í Hvalfirði.
Það er ansi erfitt að hlusta
þegjandi á rök olíufurstanna, full-
trúa sjoppanna, matsölustaðanna,
varahlutaverslananna o.fl. úti um
allt land. Ekki eru þær verslanir
ódýrari en gengur og gerist, en
spyr sá sem ekki veit: Hvað eru
þessi olíufélög að gumsast í
sjoppurekstri, rekstri á spilavít-
um, þ.e. fjárhættuspilum reknum
af Rauðakrossinum (gegn ísl. lög-
um). Hvurslags fyrirtæki eru
þetta eiginlega að verða? Eiga
bensínkaupendur kannski að
hjálpa olíufélögunum til þess að
útiloka alla aðra frá sjoppu- og
matsölurekstri, gera þau fær um
að einoka alla greiðasölu á lands-
byggðinni með óheyrilega háu
bensín- og olíuverði? Svo má einn-
ig spyrja. Hvar er hin frjálsa sam-
keppni í þessari verslun? Hvers
vegna biðja öll olíufélögin sem eitt
um hækkanir? Er þetta auðhring-
ur, sem ríkisvaldið ræður ekkert
við? Ég held að það sé kominn
tími til að rannsaka allan rekstur
þessara aðila og reyna að haga
þannig innkaupum að við séum
ekki múlbundin við dollarann ein-
göngu. Við hljótum að geta gert
hagkvæm innkaup í olíuvörum,
a.m.k. öðru hverju, rétt eins og að-
rir eða erum við bara hreinir aul-
ar? Það virðist blasa við, því að
aldrei man ég eftir að bensín og
olíur hafi lækkað í verði á íslandi.
Um Keflavíkurútvarp og -sjón-
varp er það að segja, að það hlýtur
að vekja til umhugsunar hvort
báknið okkar, höfuðsóttakindin
nýbyggða undir þessa starfsemi á
íslandi, væri ekki betur nýtt undir
annað, t.d. aldraðarheimili, eða í
raun hvað sem er og okkur van-
hagar um. Báknið virðist vera með
öllu óþarft og starfsfólkið, ja,
hamingjan hjálpi okkur, því
mætti fækka um % og myndi þá
þjónustan varla verða verri að
hún er í dag. Það getur varla verið
að ráðamenn þjóðarinnar vakni
ekki við að horfa á annað eins og
við fengum að sjá frá Keflavík.
Þetta óhemju bákn okkar og
mannsöfnuður í kringum það virð-
ist vera gamaldags og óþarft með
öllu. Hafi Ólafur þökk fyrir þátt-
inn.
Starri.
„Björgun-
armaður“
Sigmundur Jónsson, Grímshaga 5,
kom að máli við Velvakanda:
Mér barst svo undarlegt bréf
um daginn og get engan veginn
áttað mig á því við hvað er átt í
því.
í umslaginu var blað sem á stóð
eitt orð innan gæsalappa, „björg-
unarmaður".
Ég er hræddur um að þarna sé
um einhver mistök að ræða og
vona ég að sá eða sú sem sendi
mér þessa orðsendingu hafi við
mig samband og beri upp rétta er-
indið.
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra:
„Bankarnir draga
lappirnar í flestu“
Segist reiðubúinn aö beita sér fyrir aukinni banka-
fyrirgreiðslu til þess að styðja við innlendan iðnað
„ÉG GET aúöviUA ekki svarað fjrrir bankana. Þeir draga lappirnar í flestu,
og það er alvéí sérstakt rannsóknarverkefni í sjálfu sér að kanna hvernig
bankaþjónustanvcr oröin, þegar svörin sem fist eru öll á þann veg að ekki
séu til peningar, og-.siðan'qyða bankarnir allri sinni orku i að keppast um
K»s«»r fáu krónur senT falla til hjá sparifjáreigendum," sagói Sverrir Her-
VÍSA
VIKUNNAR
Enn er bankinn auralaus,
opið niður úr vösum.
Dregur lappir, hengir haus,
með hor í báðum nösum.
Hákur.
Nýr heimurkínverskra kræsinga
ÁShanghai framreidum vid fleira en steikt hrísgrjón og vorrúllur.
Shanghai veitingastaðurinn í kjallaranum á Laugavegi 28.
26. leikvika — leikir 23. febrúar 1985
Vinningsröð: 22X — 1 1 1 — 22X — XX1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 131.965,-
976 38717(4/11) 42281(4/11)
2. vinningur: 11 réttir, kr. 3.029,-
221 19258 36079 49123+ 85354 90504*
227 19285 36340 49153+ 87127 90573
1691 35366 38612 57092+ 87390 92946
6621 35624 39733 57096+ 87392 93482+
6862 35708 39833 57583 87780* 95051
9985 35713 42229 58524 88381 95375
10844+ 35716 45380 62000+ 88515
11092 35721 48638+ 62839 90166+
• =2/11
Kærufrestur er til 18. mars 1985 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kserufrests
GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni REYKJAVÍK
Ath.: 27. leikvika — 2. mars 1985
Leikurinn Arsenal — West Ham hefst kl. 11.30.
Útfylltir seðlar verða aö hafa borist fyrir þann
tíma.
GETRAUNIR
... og ennþá ein
Ný Gázella
tízkukápa
Falleg og vönduð
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22 Næg bílastæði.
SÍMI 23509