Morgunblaðið - 01.03.1985, Qupperneq 64
HLEKKURIHBMSKEÐJU
apíd w.OQ'Z.oo
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
SamiÖ við yfirmenn, en
undirmenn skelltu hurðum
Að lokinni langri og strangri
samningalotu takast þeir í hendur
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, og Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands
íslenzkra útvegsmanna. Guðlaug-
ur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari,
stendur fyrir aftan þá.
Morgunblaðið/Júlíus
- Fiskiskip frá Vestfjörðum væntanlega til veiða í
dag — kauptrygging hækkar í 27.000 krónur
FISKISKIPAFLOTINN leggur ekki úr höfn í dag — nema
væntanlega á Vestfjörðum — þótt samkomulag hafi tekist við
yfirmenn í sjómannadeilunni í gærkvöld. Samningar tókust með
Landssambandi íslenskra útvegsmanna annars vegar og Far-
manna- og fiskimannasambandinu og Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Bylgjunni á ísafirði hinsvegar en samningavið-
ræður útvegsmanna og Sjómannasambands Islands fóru út um
þúfur. Gengu fulltrúar Sjómannasambandsins af fundi laust
fyrir kl. 21 í gærkvöld og skelltu hurðum á eftir sér. Nýr fundur
í þeim hluta deilunnar veröur ákveðinn um hádegisbil í dag.
Samningurinn, sem undirritað-
ur var undir miðnætti í gær, er
byggður á innanhússtillögu, sem
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari lagði fram laust
fyrir kl. 5 í gærmorgun, og yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar sem lögð
var fram skömmu síðar. Samning-
urinn gildir til ársloka 1986. Sam-
kvæmt upplýsingum Mbl. hefur
kauptrygging nú hækkað úr rúm-
lega 19.400 krónum í 27.000 krónur
á mánuði frá 1. janúar sl. Sú
trygging hækkar um 2,4% frá og
með deginum í dag og um önnur
2,4% 1. maí næstkomandi, eins og
gert er ráð fyrir í samningi ASÍ og
VSÍ frá í haust. Á þetta féllust
yfirmenn en undirmenn gerðu
kröfu um að kauptryggingin
hækkaði upp í rúmlega 30 þúsund
krónur á samningstímabilinu, að
því er Óskar Vigfússon, forseti
Sjómannasambandsins, sagði í
samtali við blaðamann Mbl. í gær-
kvöld.
Ríkisstjórnin tryggir fyrir sitt
leyti, skv. heimildum Mbl., auknar
fæðispeningagreiðslur, að skatta-
afsláttur sjómanna hækkar úr
10% af brúttótekjum í 12%, og að
um 80 milljónir króna verði
greiddar í lífeyrissjóð sjómanna
(það fé kemur af uppsöfnuðum
söluskatti í aflatryggingasjóði)..
Auk þess mun ríkisstjórnin nú
vera reiðubúin að auka kostnaðar-
hlutdeild um 2%. á árinu frá því
sem nú er en upphafleg krafa sjó-
Mjólkur-
lítrinn
í 28,60
manna var að afli kæmi allur til
skipta. Sem stendur koma um 70%
afla til skipta. Samkvæmt upplýs-
ingum Mbl. hækka fæðispeningar
um 10% frá undirskrift samnings-
ins en upphafleg krafa var að
hækkunin yrði 13% frá 1. janúar
og 10% frá 1. mars. Sjómanna-
sambandið stendur enn fast á
þeirri kröfu.
Að öðru leyti vörðust samnings-
aðilar allra frétta af samkomulag-
inu í gærkvöld. Aðildarfélög Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins halda fundi í dag þar sem sam-
komulagið verður kynnt. Verkfalí-
inu verður ekki aflýst fyrr en að
þeim fundum loknum. Þá munu
fiskiskip á Vestfjörðum geta hald-
ið á veiðar á'nýjan leik eftir 12
daga verkfall en sjómenn í öðrum
iandshlutum munu bíða eftir að
samningar takist milli Sjómanna-
sambands íslands og Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna. Á
Vestfjörðum eru undirmenn á
fiskiskipum með bundna samn-
inga fram á vor. Sjá bls. 2.
Kennarar sem sögðu upp hlíta ekki framlengingu uppsagnarfrests:
Starf í framhalds-
skólum úr skorðum
Á FUNDI Hins íslenska kennarafé-
lags í gærkveldi var samþykkt tillaga
þess efnis að kennarar í félaginu,
sem sagt hafa störfum sínum lausum
frá og með deginum í dag, myndu
standa fast við þá ákvörðun sína að
leggja niður kennslu og hlíta ekki 3
mánaða framlengingu uppsagnar-
frests. Tillagan var samþykkt með
229 atkvæðum gegn 49. Starf í fram-
haldsskólum mun því fara úr skorð-
um næstu daga og sums staðar leggj-
ast niður samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, sagðist hafa vonast
til að þessi kjarabarátta færi fram
á málefnalegum grundvelli. „Ráðu-
neytið hefur lagt mikið af mörkum
til að svo gæti orðið, m.a. með
endurmatsskýrslu um störf kenn-
ara, sem gat orðið kennurum nýtt
tæki til að ná betri kjörum," sagði
ráðherra. „Það er augljóst að þessi
staða málsins gerir lausn deilunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Illuti hins fjölmenna hóps kennara, sem sótti fund í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í gærkvöld.
mun erfiðari. Ég vona að umhyggja
kennara fyrir nemendum breyti
þessari niðurstöðu, en hver og einn
kennari hlýtur að gera upp við eig-
in samvisku hvort hann mætir til
skyldustarfa sinna eða ekki.“
Fjölmargir tóku til máls á fund-
inum í gærkvöldi og var t.d. reifuð
sú hugmynd að fresta aðgerðum
um eina viku. Hugmynd þessi
mætti mikilli andstöðu kennara og
sögðu sumir að kennarar yrðu að
sýna að þeim væri alvara og öll
frestun væri af hinu illa. Kristján
Thorlacius, formaður HÍK, sagði,
að vonandi héldist samstaða kenn-
ara áfram. Hann kvaðst einnig
vonast til að kennarar stæðust
þann áróður, sem yrði gegn þeim
næstu daga, en þegar því létti
myndi komast skriður á samninga-
málin. Hann kvaðst ánægður með
skýrslu nefndar, sem vann að
endurmati á kennarastarfinu og
kvað hana styrkja stöðu kennara í
samningunum.
Fjármálaráðuneytið vinnur nú
að gagntilboði til aðildarfélaga
BHM og er þess að vænta strax
eftir helgi. Að sögn Indriða H.
Þorlákssonar, formanns samninga-
nefndar ríkisins, hljóða kröfur fé-
laganna upp á 80—100% launa-
hækkun, en kennarar krefjist að
auki 10—25% hækkunar.
Sjá frétt um endurmat á störf-
um kcnnara á bls. 2 og tilmæli
nemenda á bls. 4.
í DAG tekur gildi ákvörðun sex-
mannanefndar um nýtt verð
landbúnaðarafurða. Kindakjöt
hækkar um 5,5 % en mjólkurvör-
ur á bilinu 7,2 til 9,4% Mjólkur-
lítrinn hækkar um tvær krónur
og tíu aura, úr 26,50 í 28,60 kr.
Verðhækkanir mjólkurvara
eru nokkuð mismunandi.
Rjómi hækkar um 7,2%, ostar
um 7,3%, mjólk um 7,7 til
.7,9%, skyr um 8,1% og smjör
um 9,4%. Verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarvara, það er verð
til bænda, hækkaði um 5,5%
en einnig úrðu hækkanir á
vinnslukostnaði, umbúðum og
fleiru. Þá verða niðurgreiðslur
óbreyttar að krónutölu þannig
að prósentuhækkunin verði
meiri á útsöluverði heldur en
verði til bænda.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Verður heimilað að leggja
verkin fram á íslenzku?
Fram er komin tillaga til þings-
ályktunar á Alþingi, sem felur rík-
isstjórninni, verði hún samþykkt,
„ad beita sér fyrir því að reglum
um tilhögun bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs verði breytt á
þann veg að íslendingar leggi
bókmenntaverk sín fram á ís-
lenzku. Að öðrum kosti sé þeim
heimilt að leggja fram þýóingar á
ensku, frönsku eða þýzku engu
síður en dönsku, norsku eða
sænsku“.
í greinargerð segir m.a.:
„Að sjálfsögðu hljótum við ís-
lendingar að minna á að íslenzk-
an geymir ein sem lifandi mál
elztu skáldverk og bókmenntir
norrænna manna. Fyrir þá sök
ætti metnaður allra norrænna
þjóða að standa til þess að ís-
lenzk tunga sé virt til jafns við
aðrar tungur norrænar þegar að
því kemur að úthluta bók-
menntaverðlaunum Norður-
landaráðs. Skiptir í því efni ekki
máli þótt íslendingar séu færri
en Danir, Norðmenn og Svíar."
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Halldór Blöndal, for-
maður menntamálanefndar
neðri deildar. Meðflutningsmenn
eru: Árni Johnsen, Birgir ísl.
Gunnarsson, Eyjólfur Konráð
Jónsson og Salome Þorkelsdótt-
ir.
Greinargerð, sem fylgir tillög-
unni, er birt í heild á þingsíðu
Morgunblaðsins í dag, bls. 36.