Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUPAGUR 3. MARS 1985 „Sjálfsagt mun starf- ið tengjast skákinni“ - Rætt við William Lombardy, stórmeistara í skák. „VIÐ hjónin höfum hugleitt um nokkurt skeið að flytja frá New York. Konan mín, Louise, er hol- lensk og vill eðiilega flytja til Hol- lands. Kg hins vegar hef oft komið til íslands og kunnað vel við land og þjóð og stakk því upp á íslandi. Henni leist vel á hugmyndina,“ sagði William Lombardy, banda- ríski stórmeistarinn í skák, sem hugleiðir nú að setjast að á íslandi ásamt fjölskyldu sinni, konu og 4 mánaða syni þeirra. „Við tökum eitt skref í einu og auðvitað veltur allt á hvernig okkur tekst að laga okkur að ís- lenzka veðurfarinu og fjarlægð- inni frá umheiminum," bætti Lombardy við. „Annars hefur mér aldrei fundist mikill munur á veðurfari í Reykjavík og New York. Sumr- in í New York eru að vísu hlýrri, en vetur ósköp svipaðir." — Hvað hyggstu gera á ís- landi? „Ég veit það ekki ennþá. Við Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, höfum rætt ýmsar hugmyndir og sjálfsagt mun starfið tengjast skákinni. Ég kem í marz og tek þátt I al- þjóðlegu skákmóti á Húsavik. Þá munum við ræða þessi mál nán- ar. Ég mun alla vega ekki safna jökulís. Fyrir nokkru var jökulís frá Grænlandi á boðstólum i Bloomingdale-verslununum hér í New York. Nokkrir Bandarikja- menn höfðu jökulís með sér frá Grænlandi og seldu pakkann á 7 dollara stykkið. ísinn rann út eins og heitar lummur." — Hyggstu sækja um íslenzk- an ríkisborgararétt? „Eins og ég sagði verður reynslan að leiða það i ljós, auk þess að það þarf tvo til. Annars William Lombardy. „Þrátt fyrir kuldann hefur aldrei vsst um mig á íslandi." vegar mig og hins vegar hvort þið viljið veita mér íslenzkan ríkisborgararétt. “ — Ég heyrði því fleygt að þú vildir hverfa frá ofbeldinu í New York. Fyrir nokkrum árum var á þig ráðist skammt frá heimili þínu og þú stunginn. Er eitthvað hæft í þessu? „Nei — fjarri því. Það er lang- ur vegur frá því að ég sé smeyk- ur í New York. Það er vissulega rétt, að fyrir nokkrum árum varð ég fyrir árás og stunginn, en einu sinni fékk ég stól í haus- inn á veitingastað í Reykjavík. Nei, ég vil komast frá stressinu og margmenninu í New York. Mér er vissulega kunnugt um það, að íslendingar vinna manna mest, en þið gefið ykkur tíma til að staldra við. íslendingar eru menntuð þjóð og fólkið vin- gjarnlegt. Þrátt fyrir kuldann hefur aldrei væst um mig á ís- landi,“ sagði William Lombardy. - HH Haltó KrakKa^ erum búnir að strumpa okkur inná myndbönd. LADDi hjálpaðl okkur að lœra íslensku svo að lblð getlð alveg sklllð allt sem vlð segjum. Byrjið því strax að fyigjast með ævintýrum okkstr. Elnkaréttur á íslandi: Drelflng: sldnorhf Kuwait: Morð á írösk- um sendi- ráðsmanni Kuwait, 1. marz. AP. FJÓRIR vopnaðir menn myrtu að- stoðarmenningarmálafulltrúa íraks í sendiráði þeirra í Kuwait og drápu einnig ungan son sendiráðsstarfs- mannsins. I fréttum frá Kuwait seg- ir, að morðingjarnir hafi sloppið. Þeir réðust inn í hús menningarfull- trúans seint í gærkvöldi og skutu hann niður og lézt sonurinn sam- stundis, en faðirinn nokkru síðar í sjúkrahúsi. AP-fréttastofan telur að þarna hafi verið á ferðinni shitamúslím- ar sem búa í Kuwait, en vitað er að þeir eru mjög hlynntir írönsku byltingunni og eins og alkunna er hafa Irak og Tran nú átt í stríði i fimm ár. Aður hefur komið til hefndaraðgerða í Kuwait gegn er- lendum sendiráðsstarfsmönnum, meðal annars gegn bandarískum og frönskum mönnum. Sprengju- árásir hafa einnig verið gerðar á flugvöllinn í landinu. í sumum þessara tilvika hafa morðingjarn- ir náðst, verið dæmdir til heng- ingar, en AP-fréttastofan stað- hæfir að dómum hafi aldrei verið framfylgt. 60 börn sýna •Jónas í hvalnum í Bústaðakirkju Þorlálubörn, I. marn. ROKKSöNGLEIKURINN Jónas í hvalnum var frumsýndur í Þorláks- hafnarkirkju laugardaginn 16. febrúar. Húsfyllir var á svningunni og undirtektir áhorfenda mjög góð- ar. Önnur sýning verður á sama stað á sunnudaginn kemur. Fyrirhugað er að sýna verkið í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 3. mars kl. 20. Einnig er fyrirhugað að sýna í kirkj- unni í Hveragerði. óþarfi er að kynna efni sögunn- ar, en uppfærsla verksins er nokk- uð sérstæð, allt túlkað með lát- bragði og söng. Leikstjóranum, Margréti Óskarsdóttur, hefur tek- ist mjög vel og hefur hún góða stjórn á þessum stóra hópi leik- enda sem eru 60 börn úr grunn- skóla Þorlákshafnar. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði kórnum, sem hefur tekið alveg einstæðum framförum undir hans stjórn. Hólmfríður Bjarnadóttir æfði dansatriði. Þorsteinn Eggertsson þýddi verkið sem er eftir Mikael Hart. J.HX _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 --==W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.