Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
67
Kór Langholtskirkju:
Fer til
Suður-Evrópu
Morgunblaöið/Árni Sœberg
Forsvarsmenn kórs Langholtskirkju ásamt tæknifrsðingnum sem hafði
yfirumsjón med hljómburðinum. Taiið fri vinstri: Gunnlaugur Snsvarr,
Jón Stefánsson og Stefán Guðjohnsen.
KÓR Langholtskirkju er nú að
fara í gang með röð hljómleika,
sem eru lokaundirbúningurinn
undir ferð kórsins til Mið- og
Suður-Evrópu í júní í sumar.
Verður kórinn með tónleika mán-
aðarlega, þar sem hluti efnisskrár
Evrópuferðarinnar verður fluttur
í hvert sinn, en auk kórsins hefur
öðrum flytjendum verið boðið að
koma fram og flytja helming efn-
isskrár hverra tónleika.
Fyrstu tónleikarnir verða nú
á sunnudag kl. 17 í Langholts-
kirkju. Þar mun kórinn syngja
barokktónlist og ný tónverk ís-
lensk og skandinavísk og Ólöf
Kolbrún Harðardóttir mun
syngja einsöng í verki eftir
Þorkel Sigurbjörhsson. Þá mun
Nýja strengjasveitin flytja
hljómsveitarsvítu nr. 2 í h-moll
BWV 1067 fyrir flautu oig
strengjasveit. Bernard Wilk-
inson leikur einleik á flautu.
Aðrir tónleikar í þessari röð
verða á pálmasunnudag, 31.
mars, en þá munu Halldór Vil-
helmsson og Gústav Agnarsson
flytja biblíuljóð Dvoraks, en
kórinn sjá um helming tónleik-
anna. Ekki er enn ákveðið
hverjir verða með kórnum á
þriðju tónleikunum sem verða
um mánaðamótin apríl/maí.
f samtali við forráðamenn
kórsins kom fram að með til-
komu Langholtskirkju sé brotið
blað í sögu kórsins, þar sem að
björtustu vonir um hljómburð í
kirkjunni hafi orðið að veru-
leika. Sé ekki á neinn hallað þó
það sé fyrst og fremst þakkað
Stefáni Guðjohnsen, tækni-
fræðingi, sem hafi haft veg og
vanda af útfærslu hússins í
sambandi við hljómburð. Hjá
þeim kom fram að hljómburð-
armælingar sýndu að kirkjan
hefði til að bera þá eiginleika
sem prýða bestu tónleikasali.
Þar megi auðveldlega koma
fyrir 100—150 manna kór með
fullskipaðri hljómsveit, auk
þess sem þar sé fullkominn
digital-hljóðritunarbúoaður.
Langholtskirkja.
Hvers vegna
kirkjukvenfélag?
HVERJUM kirkjusöfnuði er nauö-
syn á kvenfélagi. Kirkjan, hvort sem
hún er óbyggð, í byggingu eða henni
er lokið, þarfnast þeirrar orku og
starfskrafta, sem kirkjukvenfélögin
búa yfir, en aðalverkefni kirkju-
kvenfélaga er að hlú að hinu innra
starfi kirkjunnar.
Kvenfélag Langholtssóknar vill
vekja athygli á starfi sínu með
opnum fundi þriðjudaginn 5. marz
kl. 20 í safnaðarheimilinu. Um leið
og starfsemi félagsins verður
kynnt, verður sérstök kynning á
félagskonunni Aðalbjörgu Jóns-
dóttur, listamanninum, sem hefur
gefið kirkju sinni mikinn tíma og
mörg handtök. Nú stendur yfir
sýning á málverkum Aðalbjargar í
safnaðarheimilinu og á kynning-
arfundinum á þriðjudaginn munu
Módelsamtökin sýna handprjón-
aða kjóla eftir Aðalbjörgu.
Kaffiveitingar verða bornar
fram og kynningunni lýkur með
hugvekju í Langholtskirkju. Allir
eru velkomnir á þennan kynn-
ingarfund Kvenfélags Langholts-
sóknar.
Sigríður Jóhannsdóttir, form.
Kvenfélags Langholtssóknar.
Kennarasambandið:
Skorar á félagsmenn
að ganga ekki í störf
framhaldsskólakennara
Stjórnarskipti í Sænsk-íslenska félaginu
AÐALFUNDUR Sænska-íslenska
félagsins var haldinn í Norræna
húsinu 11. febrúar sl.
Formaðurinn, Elín Bene-
diktsdóttir, flutti skýrslu
stjórnar og baðst undan endur-
kjöri. Elínu og öðrum fráfarandi
stjórnarmeðlimum voru þökkuð
störfin í þágu félagsins, en síðan
var kosin ný stjórn. í henni tóku
sæti Sveinn Einarsson, leik-
stjóri, formaður, og ásamt hon-
um Anna ívarsdóttir, hag-
fræðingur, dr. Árni Sigurjóns-
son, bókmenntafræðingur, dr.
Esbjörn Rosenblad, sendiráðu-
nautur, Kjartan Jóhannsson, al-
þingismaður, Sigmar B. Hauks-
son, dagskrárgerðarmaður, og
Steinunn Jóhannesdóttir, leik-
ari.
Sænsk-íslenska félagið verður
fimmtíu ára 1986 og hefur þann-
ig um árabil gegnt því hlutverki
að halda uppi vináttu- og menn-
ingartengslum íslendinga og
Svía. Hingað til lands hafa kom-
ið margir góðir gestir á þess
vegum, fræðimenn, listamenn
og fleiri. Félagið hefur nær ár-
lega staðið fyrir skemmtun á
Valborgarmessu 30. apríl og
heilög Lúsía hefur ásamt þern-
um sínum borið birtu inn í
svartasta skammdegið.
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
Kennarasamhandi íslands vegna
uppsagna framhaldsskólakennara:
Meirihluti framhaldsskólakenn-
ara í Hinu íslenska kennarafélagi
hefur sagt lausum stöðum sínum
og horfið frá kennslu.
Kennarasamband Islands lýsir
samstöðu með félagsmönnum
Hins íslenska kennarafélags og
heitir þeim fullum stuðningi. Nú
þegar hafa yfir 1.700 félagar
Kennarasambands Islands lýst
því yfir, að þeir muni ekki ganga
í störf framhaldsskólakennara er
þátt taka í fjöldauppsögnum frá
1. mars og fulltrúaráð Kennara-
sambands Islands ætlast til þess,
að allir félagar Kennarasam-
bandsins standi við slíka skuld-
bindingu.
Stjórnvöld eru ábyrg fyrir
þeirri upplausn, sem skapast hef-
ur í fjölmörgum skólum og bitn-
að getur harkalega á námi þús-
unda nemenda. Skólahald verður
því aðeins tryggt að laun kenn-
ara verði bætt verulega án frek-
ari tafa.
(KrélUtilkynninK)
ER MINNI Þirr TRYGGT?
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
AJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
REYNDUAÐ
LEGGJA
ÞETTA
SPIL
ÁMINNIÐ
OG FLETTU BLAÐINU