Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
Við þurfum verðskyn í heilbrigðismálum — Seinni grein:
Tillögur til úrbóta
- eftir IngólfS.
Sveinsson
Tillögur til úrbóta
Eftirfarandi tillögur miða að
því að:
a) Skýra verðmætamatið í heil-
brigðisþjónustunni, bæði hjá
veitendum og neytendum. Slíkt
er forsenda þess að nokkur
jákvæð breyting geti orðið.
b) Að auka ábyrgð einstaklings-
ins á eigin heilsu og lífi, án
þess að taka frá honum nauð-
syniegar tryggingar. Setja inn-
byggða hemla sem hvetja neyt-
endur til hófsemi, og hvetja
heilbrigðisstarfsfólk, sjúkra-
stofnanir og sveitarfélög til
hins sama með því að auka
ábyrgð þeirra.
c) Aðskilja heilbrigðisþjónustu og
ríkisfjármál.
d) Gera sveitarfélög ábyrg fyrir
heilbrigðismálum sínum að
langmestu leyti.
Tillögurnar eru:
1. Neytendur almennrar heil-
brigðisþjónustu utan sjúkrahúsa
skulu greiða þekkt hlutfall af þeirri
þjónustu sem þeir fá, hvort sem
um ræðir lyf, læknaviðtöl, rann-
sóknir, hjúkrun eða annað. Kæmi
þetta í stað þeirra fostu gjalda sem
nú eru. Neytendur og heilbrigð-
isstarfsfólk fengi þá hugmynd um
raunverulegan kostnað. Miðað við
núverandi fyrirkomulag yrðu
stjórnvöld (heilbrigðisráðherra)
að ákveða þetta hlutfall, t.d. milli
10 og 40%. Mikilvægt er að þegar
skipt verður yfir í hlutfallstölu þá
verði reynt að miða við að fólk
greiði svipaðar upphæðir og í dag.
Aldrað fólk, öryrkjar og börn
greiði minna gjald en fullorðnir,
t.d. hálft gjald eða þaðan af
minna. Lögboðin heilsuvernd
mætti vera ókeypis.
2. Sjúklingur sem útskrifast af
sjúkrahúsi á að fá sundurliðaðan
reikning yfir allan kostnað við
sjúkrahússdvöl sína. Greiðslur
sem jafngilda framfærslukostnaði
heima fyrir ættu að geta komið til
greina, t.d. 5% daggjalds fyrir
venjulegt fullorðið fólk, 3% fyrir
aldraða, 2% fyrir öryrkja, 1%
fyrir börn. Er þá jafnframt sann-
girnismál að öryrkjar og aldraðir
missi ekki tryggingabætur sínar
eftir þriðja mánuð á sjúkrastofn-
un eins og nú er. 1 dag eru þessir
hópar þeir einu, sem verða að sjá
af tekjum sínum til að greiða
sjúkrahússdvöl. Lágar greiðslur
fyrir sjúkrahússdvöl mundu
hamla gegn því að sjúkrahús verði
notuð sem hótel eða húsnæðis-
lausn eða einfaldlega til að spara
greiðslur sem fylgja læknisrann-
sóknum utan sjúkrahúss. Einnig
mundi þett auka verðskyn sjúkl-
inga jafnt sem starfsfólks.
3. Um áramót skal hver sam-
lagsmaður fá yfirlit frá trygg-
ingastofnun/sjúkrasamlagi yfir
kostnað við heilsugæslu sína og
barna sinna yfir árið. Þar þarf að
sundurliða annars vegar óhjá-
kvæmilegan kostnað við heilsu-
gæslu hvers borgara, án tillits ti!
þess hvort hann hefur notað
heilsugæsluna eða ekki, og hins-
vegar það sem hann kann að hafa
notað sjálfur með því að leita
lækna, nota lyf o.s.frv. (undanskil-
in lögboðin heilsugæsla). Á yfirliti
þessu skal einnig koma fram
hversu mikið samlagsmaður hefur
greitt í heilbrigðistrygginguna
með sköttum sínum eða með öðru
móti (núverandi sjúkratrygg-
ingagjald gefur ekki rétta upp-
hæð). En ekkert kaupfélaga stend-
ur sig svo illa að það gefi ekki
félagsmönnum sínum uppslýs-
ingar um viðskipti liðins árs.
4. Áfast ofangreindum reikningi
fá þeir samlagsmenn nokkra fjár-
upphæð (t.d. 1.000—3.000 krónur)
sem ekkert hafa notað heilsugæsl-
una síðasta ár. Þeir sem hafa not-
að innan við kr. 10.000 úr hinum
sameiginlega sjóði fái hálfu
minna. Aðrir fái ekkert annað en
reikning sinn greiddan og kvittað-
an og fá þeir ljóslega mest.
Þessi upphæð má ekki vera það
mikil að hún verði hvati til að van-
rækja heilsu sína. Hins vegar yrði
hún hvati til að fólk liti á viðkom-
andi reikning og ræddi um hann.
Einnig myndi hún hvetja þá sem
lítið nota heilsugæslu sína til að
greiða beint fyrir einstakar ferðir
til lækna til að „missa ekki bónus-
inn“. En fyrst og fremst gæti þetta
orðið hvatning til að annast heilsu
sína vel og viðurkenning fyrir það.
Þarna yrði farið inn á þá braut að
verðlauna, þó í smáu sé, að fólk
taki ábyrgð á heilsu sinni sjálft.
íslendingar eru komnir á það
menntunarstig og heilbrigðis-
fræðsla og fyrirbyggjandi heilsu-
gæsla er hér orðin svo góð, að fólk
getur stjórnað því að miklu leyti
sjálft á aldrinum 16—60 ára hvort
það er heilbrigt eða ekki. Þetta er
stór fullyrðing en sönn að mínu
mati.
Upptalning til rökstuðnings:
tannskemmdir, spennuhöfuðverk-
ur, bakverkir, vandamál tengd því
að vera í lélegu líkamsformi,
streituvandamál (bandaríska
heimilislæknafélagið telur að 70%
af ferðum almennra borgara til
lækna stafi af streituvandamál-
um), vandamál tengd ofneyslu
tóbaks, áfengis, lyfja eða matar.
Svo mætti telja áfram.
5. Til að auka verðskyn heilbrigð-
isstétta þarf að setja kennslu i
hagkvæmni inn í nám lækna,
hjúkrunarfræðinga og fleiri
stétta, en stéttir þessar hafa
hingað til farið að mestu á mis við
hagkvæmnissjónarmið í námi
sínu. Fjármál hafa varla komið
sjúklingum eða heilbrigðisstarfs-
fólki við. Lækni sem tekur sjúkl-
ing til rannsóknar mætti líkja við
arkitekt sem fær það verkefni að
Ingólfur S. Sveinsson
„Nauösynlegt er að
hægt verði að segja sig
úr sjúkrasamlagi og al-
mennum tryggingum og
kaupa sér þessar trygg-
ingar hjá einkatrygg-
ingafélögum. Lág-
markstryggingin þarf að
vera áfram lögboðin
fyrir alla landsmenn,
sviða og bifreiðatrygg-
ingar og brunatrygg-
ingar eru nú.“
hanna hús og þarf ekki að standa
skil á kostnaðaráætlun gagnvart
einum eða neinum. Á sjúkrahús-
um þarf að verðmerkja lyf, rann-
sóknir, hjúkrunargögn og mat.
Læknadeild Háskóla íslands og
ríkisspítalar gætu haft forgöngu
um þetta og einnig skyldunám-
skeið fyrir núverandi starfsfólk.
Þessu þarf bráðnauðsynlega að
fylgja sú afleiðing að hagkvæmni
borgi sig fyrir hinn einstaka
starfsmann jafnt sem heildina.
Hagkvæmt reknar deildir sem
veita góða þjónustu eiga að fá
umbun erfiðis eða skynsemi með
rýmri fjárráðum en ekki eins ög
nú er og hefur alltaf verið, að
sparnaður þýði þrengri fjárveit-
ingu næst.
Svipað má gera í læknishéruð-
um og á heilsugæslustöðvum.
Æskilegt er að verðlauna þá hér-
aðslækna sem sýnt geta gott
heilsufar en lágan kostnað í hér-
aði sínu. Nauðsynlegt er að bera
saman kostnað og gæði heiisu-
gæslu á heilsugæslustöðvum ann-
ars vegar og á einkastofum al-
mennra lækna hins vegar, áður en
heilsugæslustöðvar mannaðar rík-
isstarfsmönnum útrýma öllu
einkaframtaki lækna.
6. Samrekstur ríkis 85% og
sveitarfélaga 15% við byggingar
heilsugæslustöðva og síðan rekst-
ur þeirra á kostnað ríkisins er
óheppilegt fyrirkomulag sem býð-
ur upp á ábyrgðarleysi og óhóf.
Einn eyðir. Ánnar greiðir. Sveit-
arfélög eiga að fá að vera ábyrg
fyrir sínum heilbrigðismálum og
fá tekjustofna í samræmi við það.
Þetta þarf ekki að útrýma ríkis-
sjúkrahúsum sem annast gætu
áfram kennslu og sérhæfð verk-
efni.
7. Nauðsynlegt er að hægt verði
að segja sig úr sjúkrasamlagi og
almennum tryggingum og kaupa
sér þessar tryggingar hjá einka-
tryggingafélögum. Lágmarks-
trygging þarf að vera áfram lög-
boðin fyrir alla landsmenn, svipað
og bifreiðatryggingar og bruna-
tryggingar eru nú. Aðrar trygg-
ingar mættu vera eftir smekk
hvers og eins eða efnahag hans
(t.d. fullkomin kaskótrygging eða
30% þátttaka sjúklings í kostnaði
utan sjúkrahusa eftir fyrstu
20.000 krónur). Til þess að koma
þessu í framkvæmd verður að
reikna út hver er raunverulegur
kostnaður við heilsugæslu hvers
Islendings og Tryggingastofnunin
verður þar með að vera sérstakt
fyrirtæki, aðskilið ríkissjóði.
Til að gea sér grein fyrir þörf-
inni fyrir einkatryggingar við
hliðina á almannatryggingum
ríkisins, má hugsa sér hvernig
ástand væri hér á landi ef Skipa-
útgerð ríkisins annaðist alla flutn-
inga að og frá landinu. Myndi þá
líklega enginn vita hver væri
raunverulegur flutningskostnaður
á nokkurri vöru og enn eitt þung-
lamalegt ríkisfyrirtækið myndi
verða einn bagginn í viðbót á rík-
issjóði. Er mál að aflétta einokun í
heilbrigðismálum hér á landi eins
og gert hefur verið í flutningamál-
um og öðrum málum. Einkafyrir-
tæki gætu boðið upp á mismiklar
tryggingar eftir því hvað fólk kýs
að hafa mikið öryggi, rétt eins og
gerist með tryggingar á bílum og
húsum. Lögboðin lágmarkstrygg-
ing ætti að tryggja öllum hjálp í
neyð.
Á 1—2 árum myndi skapast
verðskyn á heilsugæslu og heil-
brigöisþjónustu. í næstu kosning-
um þarf að ræða af skynsemi um
þessi mál og kjósendur þurfa að
geta valið um hvort þeir annars
vegar vilja halda samskonar
tryggingum, og greiða fyrir þær
með síauknum sköttum eins og
þróunin stefnir á, eða hins vegar
hvort fólk mætti taka aukna
ábyrgð sjálft, bera meiri kostnað
af heilbrigðismálum sínum og
gæti þá skammtað sér skatta að
nokkru leyti. Ég er á sama máli og
Margrét Guðnadóttir prófessor að
því leyti, að það eru kjósendur í
þessu landi sem eiga að ákveða
hvernig kerfi þeir hafa — og taka
þá ábyrgð á því. Það ástand að
enginn veit í dag hversu mikinn
kostnað hann ber af heilbrigðis-
málum sjálfs sfn og sinna, né
heldur hve mikil trygging hans er,
er óþolandi fyrir fólk með fulla
greind.* Sú breyting sem varð á
þátttöku sjúklinga í sjúkrakostn-
aði frá og með 1. júní 1984 er að
mörgu leyti lýsandi dæmi um það
ófullnægjandi ástand sem við
búum við. Breytingin var einhliða,
ákveðin „að ofan“. Fólk borgaði
eftir sem áður fastagjöld og vissi
því ekkert hvað þjónustan kostaði.
Breytingin var ósanngjörn. í sum-
um tilfellum greiða sjúklingar
nærri alla þjónustuna en í öðrum
tilfellum smábrot af heildarkostn-
aði. Ósanngjarnt og óskynsamlegt
virðist að heilsugæsla barna, sem
cft krefst sérfræðiþjónustu um
langan tíma, er í dag óhæfilega
dýr. Góð heilsugæsla barna borgar
sig alltaf.
Nidurlag
Og hver er þá óhollustan af að
vera ósjálfstæður? Ósjálfstætt
fólk er óöruggara, ver sig verr og
býr við meiri kvíða en þeir sem
hafa virkari afstöðu til sjálfs sín
og umhverfis síns. Að vera átta-
villtur er eitthvert mesta álag
(stress) sem til er. Að skilja illa
forsendur eigin öryggis eða að ve-
ra öðrum háður getur verkað svip-
að, aukið kvíða, streitu og þar af
leidd streituvandamál.
Ósjálfstæður einstaklingur er
oftast í meiri eða minni andstöðu
(conflict) við þann sem honum
finnst ráða yfir sér. Spennan sem
af því leiðir, getur verið illa með-
vituð á sama hátt og aðstaða hans
getur verið honum óljós. Spennan
getur haft sínar sálvefrænu
(psychosomatic) afleiðingar jafnt
fyrir því. Dæmin sem við öll
þekkjum eru „kúgaði" eiginmaður-
inn eða eiginkonan eða afkvæmið
sem ekki komst frá foreldri þó það
hefði aidur til. Truflunin á heil-
brigði getur verið margvísleg,
bæði atferlisleg (ofdrykkja, þung-
lyndi, ofsaköst) eða sálvefræn
(magasár, aðrar meltingartruflan-
ir, vöðvagigt, höfuðverkur o.fl.
o.fl.). Félagslegt og efnahagslegt
umhverfi og staða hefur áhrif á
tilveru okkar, líkama/sál, hvort
sem okkur líkar betur eða verr.
* Nýlegt dæmi um fólk sem lært
hefur að treysta á ríkisforsjá í
blindni eru Svíarnir sem sátu ný-
lega undir baneitruðu skýi og biðu
eftir opinberri tilkynningu um
hvort þeir ættu að forðast aug-
Ijósa hættu eða ekki. Svíar hafa
haft einna mesta ríkisforsjá sem
þekkst hefur á Vesturlöndum í
nokkra áratugi og er því nokkur
vorkun.
Maður nokkur sagði um þetta
„þarna mætti tala um sauðavitund
fremur en meðvitund".
Af virðingu fyrir íslenzkri sauð-
kind tek ég fram að maðurinn átti
við fé sem er á gjöf og hlýðir for-
sjá sauðamannsins en ekki þá ís-
lensku sauðkind sem endurheimtir
náttúrulegt eðli sitt hvert sumar,
kann fótum sínum forráð, velur þá
beit sem best er og fer í gegnum
girðingar ef hún kemst.
Ingólíur S. Sveinsson er geðlæknir
i Reykjavík og stundar endurbæf-
ingu vió ríkisspítaUn* og í Reykja-
hindi.
VERÐTKYCGÐUR
[~u~vaxtareikningu
/ u jr
/ / avaxtar fé þitt
I n I a arðbæran hatt
Betri kjör bjóðast varla
Samvinnubankinn