Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Allt íslenskt efni á aðeins 199,- kr. FÁLKINN Suðurlandsbrnul 8. S. 84670. FALKINN Laugavegi 24. S. 18670. FÁLKINN* Póatkrðfur. S. 85149. breski leikarinn John Le Mesuri- er las konu sinni fyrir dánartil- kynninguna, sem birtist svo í dagblaðinu Times f London: „John Le Mesurier leyfir sér að tilkynna aö hann hrökk upp af 15. nóv. sl. Hann saknar sárlega fjölskyldu sinnar og vina.“ Vit- anlega eru skáldin drýgst í aö semja viðeigandi andlátsorð, enda hafa þau æfinguna í með- ferð orða. Það þótti vel í anaa írska rithöfundarin8 Brendans Behan er hann lá á banabeði og þakkaði nunnunni sem var að strjúka svitann af enni hans með orðunum: „Guð blessi þig, systir, megi allir þínir synir verða bisk- upar.“ önnur álíka andlátsorð voru töluð í viðurvist nunnu, sem var alltaf að þreifa á fótum Johns Holmes er lá meðvitund- arlítill á banabeði og tautaði hughreystandi: „ Úr því fætur hans eru ekki orðnir kaldir, þá er hann enn á lífi. Enginn hefur I nokkru sinni dáið með heita fæt- ur.“ Að þeim orðum töluðum kom Holmes nægilega lengi til meðvitundar til að mótmæla áð- ur en hann hallaði sér í hinsta sinni: „Jú, það gerði John Rog- j ers!“ En John Rogers var enskur mótmælandi, sem var brenndur á báli fyrir guðlast um sama leyti og Jón Arason féll fyrir öx- inni. Þessari upptalningu á frægum andiátsorðum, sem rifj- uðust upp í sambandi við and- látsfregnir og siði, má ljúka með orðum Voltaires, sem var sjálf- um sér líkur fram í andlátið. Loginn á lampanum við rúmið hans biossaði upp andartak, og , síðustu orö hans urðu: „Hvað? j Logarnir nú þegar?" Ekki dugar að láta útlendinga hafa síðasta orðið og öll fleygu ummælin um brottförina úr þssum heimi. Ætli ekki sé við hæfi að tína til orð hins ágæta hagyrðings, Bjarna frá Gröf, í svo hægri sinnuðu blaði: Þegar lífs er þorrin gangan og þrýtur líf um allan skrokkinn ég hlýi aö leggjasl á hægri vangann því hitt væri sko aö svíkja flokkinn. bandi við dauðsföll. Fleyg and- látsorð lifðu og var haldið á lofti um þekktar persónur. Sjálfsagt er fjölmennið ekki eina ástæðan til þess að list andlátsorðanna virðist nær liðin undir lok. Kannski ekki síður að banabeð- urinn er annar, ekkert svið fyrir reisn eða svigrúm til undirbún- og ættingja í kring um sig og bjuggu sig undir að kveðja með reisn. Mörg andlátsorð lifa enn eða kannski þar. hafi orðið til síðar um merkr. menn, sem hefðu getaö sagt þau. Svo sem orð Goethes hins þýska skálds upplýsingaaldar, sem á að hafa hrópað um leiö og hann gaf upp ings á andlátsorðum sem lifa. Oftast deyr fólk nú skyndilega og fyrirvaralaust eða þá á spít- ala í tækjum og oft í dái. Hin áhrifamiklu andlátsorð Haml- ets: „Á eftir kemur þögnin" krefjast í rauninni leiksviðs og áheyrenda. Á sama hátt hefðu hin fleygu orð Neils Armstrong er hann steig út í geiminn úr fyrsta geimfarinu eflaust dottið niður dauð og ómerk ef heimur- inn hefði ekki hlustað á hann segja þessi dramatísku orð, sem ekkert gefa Shakespears- textanum eftir: „ Lítið skref fyrir einn mann, stórt skef fyrir mannkynið." Áður fyrr lágu menn gjarnan lengi heima hjá sér með alla vini öndina: „Meiri birtu!" Nöpur andlátsorö Oscars Wilde þykja hæfa honum vel. Hann hvarf úr þessum heimi áriö 1900 með orð- unum: „Annaö hvort fer þetta andstyggilega veggfóður eða ég fer sjálfur.“ Raunar er listin að hverfa úr þessum heimi með fleyg orð á vörum ekki aldauð. Ekki er lengra síðan en 1981 að William Saroyan hringdi til fréttastofu sinnar, Associated Press, áður en hann féll frá: „Eitt sinn skal hver deyja, en einhvern veginn hélt ég alltaf aö undantekning yrði gerö um mig. Hvað nú?“ Til eru þeir sem vilja hafa síð- asta orðiö sjálfir viö sína eigin brottför. Var þaö ekki í fyrra að eftir Elínu Pálmadóttur „Útgefendur settu nokkrar regl- ur, sem greinarhöfundum var í meginatriðum ætlað að fylgja... þrátt fyrir nokkurt misræmi í framsetningu telur útgáfustjórnin að hér komi fram margháttaður fróðleikur úr ís- lensku þjóðlífi, fróðleikur, sem vert er að vita um og varðveita." Þessi ummæli úr eftirmála ný- útkominnar Æviminningabókar, sem Menningar- og minningar- sjóður kvenna gefur út, er lík- lega skýringin á því hvers vegna þessar minningargreinar um 92 konur eru svo læsilegar fyrir hvern þann sem bókina kaupir. Veita í raun innsýn í merkilegt líf allra þessara kvenna. Þetta er fimmta bókin af þessu tagi og þvi hæg heimatökin um saman- burð. Til skýringar má bæta því við að Menningar- og minning- arsjóður kvenna á Hallveigar- stöðum hefur í áratugi veitt kon- um námsstyrki. Gefa ættingjar eða félög honum minningargjaf- ir um ákveðnar konur og minn- ingu þeirra haldið til haga með greinum um þær í slíkri bók. Er þar að finna margar athylgis- verðar og merkar ævisögur, sem erindi eiga til fleiri en ættingja sem þekkja viðkomandi konu. Því er þetta hér nefnt að að- haldið sem minningargreinunum er sett í allri gerð mætti gjarnan verða til eftirbreytni þegar slík- ar greinar eru skrifaðar til að koma fyrir almennings sjónir. Mælst var til þess við höfunda að getið yrði uppruna og ættar, a.m.k. foreldra og barna, ævi- ágrip rakið, áhugamál nefnd, svo og bækur og greinar eftir hinn látna, gjarnan útlitslýsing og viðmót. Slíkt gefur öðrum, sem ekki eða lítið þekkja hinn látna, hugmynd um hver hann var og hvað hann stóð fyrir. En það hlýtur að vera markmiðið þegar skrifað er á opinberum vett- vangi, kannski í blöð er dreifast á meira en 40 þúsund staði til lestrar. Þeir nánustu þekkja til og koma væntanlega samúð sinni og minningum um hinn látna á sorgarstundu sín á milli með persónulegri hætti. A.m.k. væri ákaflega dapurlegt ef sam- band milli nánustu fjölskyldu og vina væri svo þvingað orðið að þeir næðu ekki saman í sorg sinni og hluttekningu með nán- ari hætti en í gegn um blöðin. Nema þeir séu þá fjarri. Hin ágæta Minningabók um þessar hátt í hundrað íslenskar konur vekur athygli á hvað hafa þarf í huga til að gera viðkomandi lát- inni manneskju verðug skil á prenti. Er a.m.k til umhugsunar. Minningargreinar eru nokkur sérgrein íslendinga. Hvergi í heiminum eru greinar um látna í slíkum mæli í blöðum. Það sýnir á vissan hátt sérkenni okkar samfélags. Hér búa svo fáir að fólk nær að þekkja, eða veit a.m.k. um hvern er að ræða — þ.e. ef upplýsingar eru í blaða- greininni. Meðan svo er, er þetta gott sérkenni. Fráfall einnar sál- ar telst sem betur fer enn í svo fámennu samfélagi mikill at- burður, sem hverfur meira í fjöldann annars staðar á öld fjöldamorða, hungursneyða og stórslysa. Með breyttum aðstæðum 20. aldar hafa úti í hinum stóra heimi horfið fleiri þættir í sam- Hún Sigrídur gerði nú aldeilis gód kaup hjá okkur á útsöl- unni fyrir helgi. Nú er komið að þér að hreppa hnossið. Vlð viljum vekja sérstaka athygli á barnaefni sem pryðir útsöluna okkar, þær kosta aðeins 199,- kr., ein stór plata eða snælda. UTSALAN stendur aðeins fram á FÖSTUDAGINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.