Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
73
Bændaferðir
til Tromsö og
Reykjavíkur
Á VEGUM bændasamtakanna verð-
ur á næstunni efnt til tveggja
orlofsvikna fyrir bændur og þeirra
fólk og starfsmenn bændasamtak-
anna. Fyrri vikan verður í Reykjavík
11. til 17. mars en sú seinni verður
páskaferð til Tromsö 4. til 11. apríl.
Munu ferðir og gisting kosta innan
við tíu þúsund kr. á mann, og segir í
fréttabréfi bændasamtakanna að
þetta sé ein ódýrasta utanlandsferð-
in í ár.
Flogið verður beint til Tromsö
og gist á SAS-hótelinu í 7 nætur.
Gert er ráð fyrir að skoðað verði
loðdýrabú, sjávareldi á laxi og far-
ið í dagsferð til Finnlands. Þá er
fyrirhugaður fundur með ráðu-
nautum og bændum í Troms-fylki.
Agnar Guðnason, blaöafulltrúi
bændasamtakanna, verður farar-
stjóri.
í orlofsvikunni í Reykjavík
verður gist á Hótel Sögu og farið í
heimsóknir í afurðasölufélög
bænda í Reykjavík. Þá verður far-
ið í skoðunarferð um borgina og
ýmislegt fleira gert til skemmtun-
ar og fróðleiks.
Trú og líf
gefur út
söngsnældu
SAMTÖKIN Trú og líf hafa sent frá
sef söngsnældu. Nefnist hún „Frá
því sól að morgni rís“ og hefur að
geyma þrettán lög.
Sjö söngvarar koma fram á
snældunni. Það eru þau Árný Jó-
hannsdóttir, Elísabet Þorsteins-
dóttir, Kristín Þorsteinsdóttir,
Halldór Lárusson, Hákon Möller,
ívar J. Halldórsson og Jón Þ. Eyj-
ólfsson.
Allur ágóði af snældunni rennur
til starfs samtakanna Trú og líf.
(Úr rrpttalilkynninKu.)
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Frá fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur um virðisaukaskattinn.
Fundur VR um upptöku virðisaukaskatts:
Eindregin andstaða gegn skattinum
- VerAi af upptöku skattsins hætta matvæli um 19% og byggingarkostnaður um 8%að sögn Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ
FUNDARMENN á opnum fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
þeir eru til máls tóku, voru einróma á því, að mæla bæri gegn samþykkt
þess frumvarps um virðisaukaskatt, sem nú liggur fyrir Alþingi og taka á
gildi í byrjun næsta árs verði af samþykkt þess. Kom fram hjá fundar-
mönnum ótti um að skatturinn leiði til aukinnar skattheimtu í heild, sem
og þess að hærra hlutfall skattheimtu leggist á neytendur. Var mjög
dregið í efa að skatturinn leiddi til aukins aðhalds og skila. Var heitið á
verkalýðshreyfinguna að beita sér gegn skattinum, en fram kom hjá
Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, að ASf hefði ekki að svo komnu mótað
stefnu í þessu máli.
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur hélt fund til upplýsingar
um virðisaukaskatt mánudaginn
25. febrúar, en frumvarp til laga
um upptöku slíks skatts í stað
söluskatts liggur nú fyrir Al-
þingi og er í því gert ráð fyrir að
skatturinn taki gildi í ársbyrjun
1986. Fékk félagið þá Árna Kol-
beinsson, skrifstofustjóra í fjár-
málaráðuneytinu, og Ásmund
Stefánsson, forseta ASÍ, til að
reifa málin.
Magnús L. Sveinsson, formað-
ur VI, setti fundinn og kvað
frumvarpið um virðisaukaskatt
vekja margar spurningar.
Árni Kolbeinsson skýrði í er-
indi sínu muninn á söluskatti og
virðisaukaskatti. Hann sagði
meginmuninn vera þann að í
stað þess að vera einungis inn-
heimtur á síðasta stigi viðskipta,
eins og tilfellið væri með sölu-
skattinn, þá væri virðisauka-
skattur innheimtur í þrepum á
öllum stigum viðskipta og væri
mönnum heimilt að draga þann
hluta skattsins frá við sölu er
þeir hefðu sjálfir greitt við kaup.
Þeir greiddu þannig einungis
skatt af þeim virðisauka, sem
yrði til í framleiðslunni hjá
þeim.
Árni kvað um geysilega stórt
mál að ræða, þar eð söluskattur
skilaði 10 milljöröum af þeim 23
milljörðum sem væri niður-
stöðutala fjárlaga og undir-
búningstími undir gildistöku
skattsins þyrfti minnst að vera
8—9 mánuðir, alþingismenn
þyrftu því að halda vel á spöðun-
um, ætti að taka upp skattinn
um næstu áramót.
Árni kvað helstu kosti virðis-
aukaskatts í samanburði við
söluskatt vera hlutleysi gagn-
vart framleiðsluferlinu og að
hann bætti samkeppnisaðstöðu
íslenskrar framleiðslu í saman-
burði við erlenda, enda hefði
hann alls staðar orðið ofan á í
Evrópu, frá því Frakkar tóku
hann upp fyrstir manna 1955. Þá
féllu niður ýmis grundvallar-
vandamál sem komu upp vegna
álagningar söluskatts og áhætt-
an við innheimtu dreifðist sakir
fleiri aðila sem innheimta þyrfti
hjá. Undanþágur væru óveru-
legar, en uppgjör hjá hverjum
væri flóknara.
Á móti sagði Árni að kostirnir
við söluskattinn væru minni
kostnaður honum samfara, hann
væri ódýr og einfaldur í fram-
kvæmd, aðeins um 9 þúsund
framteljendur. Gallarnir væru
uppsöfnun skattsins, hann væri
íslenskri framleiðslu í óhag og
undanþágur væru orðnar svo
margar að það mætti ætla að
réttaröryggi væri skert vegna
þess. Hann sagði ástæðu til að
ætla að verðlag myndi hækka ör-
lítiö við upptöku skattsins, en
það ætti að hverfa þegar frá liði.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, kvað helstu ástæður þess að
menn vildu taka upp virðisauka-
skatt í stað söluskatts vera þá eð
þeir vildu komast hjá að sölu-
skattur legðist á söluskatt, það
drægi úr verkaskiptingu milli
fyrirtækja og ylli mismunun.
Lausnin sem virðisaukaskattur-
inn byði upp á væru endur-
greiðslur, en önnur möguleg
lausn væri að sníða agnúana af
núverandi kerfi. Ásmundur
sagði að virðisaukaskattur í
staða söluskatts þýddi sparnað
fyrir atvinnurekendur um
1—3%, sem kæmi í hlut neyt-
enda að borga. Yrði af upptöku
skattsins myndu matvæli hækka
um 19% og byggingarkostnaður
um 8% án þess að nokkuð væri
fyrirliggjandi um hvernig koma
ætti til móts við þessar kostnað-
arhækkanir. Kæmi þetta sér
sérlega illa fyrir lágtekjufólk
með þungt framfæri, þar eð
þessir liðir vægju þungt hjá því.
Að loknum framsöguerindum
voru umræður. Kom fram hjá
fundarmönnum andstaða gegn
virðisaukaskattinum og efa-
semdir um gildi hans til annars
en að auka skattheimtu og þar
með vald alþingismanna. Var á
það bent, auk þess sem að fram-
an greinir, að það væri hægur
vandi fyrir alþingismenn að
veita undanþágur undan virðis-
aukaskatti, eins og raunin hefði
verið með söluskattinn. Var saga
söluskattsins rifjuð upp og
stighækkandi söluskattspró-
senta undanfarinna áratuga.
Var gert lítið úr þeirri röksemd
að virðisaukaskatturinn dreifði
áhættunni við innheimtuna, því
á það var bent að 1600 fyrirtæki
skiluðu inn 85% af söluskattin-
um og aðeins 300 60%. Þessi
fyrirtæki væru öll með þannig
bókhald að hægur vandi ætti að
vera að fylgjast með þeim af
skattef ti rl i tsmönn u m.
Þessir tóku til máls: Halldór
Jónsson, Frank Mikelsen, Sveinn
Hallgrímsson, Einar Ingvarsson,
Lárus Þ. Valdimarsson, Anton
Guðmundsson, Baldur Dýrfjörð,
Gottfreð Árnason, Magnús E.
Sigurðsson og Einar Hjartarson.
Frummælendur svöruðu fyrir-
spurnum.
Magnús L. Sveinsson, formað-
ur Verslunarmannafélags
Reykjavíkur, var fundarstjóri.
LÍKA ÞETTR
FLETTU