Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 39 SkólameisUrahjómn, Trygjr»" Gislason og Margrél. Eggertsdóttir. dæmi sínu leiöbeindu þau mér. Þaö er besta uppeldisaðferðin, ef foreidrar gefa goit fordæmi með ábyrgu liferni, drengskap og heil- brigðr: viöieitni til mannræktar. Öfgafull samkeppni á öllum svið- um nú á dögum spillir miklu og stefnir andiegr: menningu í ógönguv. — Nú finnst mér því lík- ast sem ég sé kominn á sai eins og forðum daga, þegar þáverandi skólameistari, Þórarinn Björns- son, iagði okkur lífsregiurnar af einlægr; velvild og oft af ógleym- antegri andagift. Þótt ekki sé ætl- un min a<- fara hér í mannjöfnuð, þá vaknar sú spurning, hvað hafi vaidið því, aó Tryggvi Gísiason tóksc á hendur það vandasama hlutverk að stýra Menntaskóian- um á Akureyri. V Hugðísv helga síg yisíndum — Já, hvaö leiddi mig hingað? Ég hefði ekki viljað viðurkenna þaö fyrir sjálfum mér, að ég sé metnaöargjarn og því síður met- orðagjarn. Ég vil ekki viðurkenna það, þé stundum sæki að mér efi um þann dóm. Sannarlega ætla ég mér oft mikið, en hitt hefur löng- um veriii mér kappsmál, að vinna verk mín vel. Og þaö skiptir miklu, hvar sem er. Upphaflega ætlaði ég mér aö veröa trésmiður. Hefði þaö ræst, þá býst ég viö, að ég hefði aldrei sætt mig við að verða klambrari. En aldrei ætlaði ég mér það hlutskipti, að verða skóla- meistari. Árið 1968. þegar ég lauk meistaraprófi i íslenskum fræð um, meö málvísindi sem sérsvið hugðist ég snúa mér að tölvufræði. Um þær mundir var. verið að hyggja að því aö töivusetja Orða- bók Háskólans. Við lokapróf ræddu þeir dr. Halldór Hall- dórsson, dr. Hreinn benediktsson og dr. Jakob Benediktsson um það við mig, að ég réðist til Orðabókar Háskólans og kynnti mér nýjung- ar í tölvusetningu. Beðiö var um fé á fjárlögum 1968 til þess að ráða mann að sinna því verkefni. En þrengingar tímans komu í veg fyrir fjárveitingu. Þá réðst ég fyrst til útvarpsins, en þar hafði ég starfaö sem frét.tamaður með náminu frá árinu 1962. Skömmu síðar var ég svo ráðinn sendikenn- ari við háskólann í Björgvin, fyrstu höfuðborg íslenska þjóðrík- isins. Þar bjuggum viö í fjögur ár og ég kenndi nútíma íslensku, máifræði og bókmenntir og forn- norræna málfræði. í Bergen hóf ég það verk, sem enn er óiokið, en það er tölfræðileg athugun á tíðni orða og orðhlutí. í íslensku nutíð- armáli. Það var næsta hentugt á þeim stað, þar var mjög öflug tölva á þess tíma mæiikvarða og þar unnu menn viö málvísinda- legar rannsóknir. En doktorsrit- gerðinni er enn. óiokið og sennilega lýk ég henni aldrei. I framtíðinni hefi ég mikinn áhuga á aö snúa mér aö málfræði og sögu. Ég ætl- aði ekki aö verða kennari eða skólameistari, heidur fræðimaður og visindamaöur. Og okkur hjón- unum leiö vel { Noregi, vildum jafnvel setjast að í útiöndum. En annars vegar vildum við ekki taka þá ákvörðun fyrir börn okkar að verða þegnar annarra þjóða og svo togaði ísland okkur tii sín Það er vont að verða gamall í útiöndum. Við höfum kynnst öldruðum ís- Bjarg í Nordfirði. Hér var starlsvett- vangur Gísla Kristjánssonar fyrir austan og fæðingarstaöur Tryggva. lendingum erlendis, sem likjast helst rótslitnum blómum. Auk þess hafði mig dreymt um það, að gott væri að vera með fjölmennri þjóð og eiga heima í stórborg, því þar væri framtíðin, hin blómlega borgarmenning. Síðan heí ég kom- ist að þeim sannleik fyrir mig, að gott sé að vera í fámenni og eiga fámenna þjóð. VI Bréf skiptir sköpum Hér við Menntaskólanu á Akur- eyri hafði ég kennt vetrarpar áriö 1963 fyrir sæmdarmanninn Gísla Jónsson og kennd? þá með Árna Kristjánssyni, cand. mag., göml- um læriföður mínum og hollvini. I desember áriö 1971 fékk ég bréf frá Árna. Þar skýrði hanr. mér frá því, aö skólameistarastaöan væri að losna, þar eð Steindói’ Stein- dórsson frá Hiöðum yröi 70 árp. á næsta ári. Hvatti Árni mig mjög til þess að sækja um þessr, stöðu. Þetta sendibréf Árna Kristjáns- sonar reið baggamuninn. Viö Mar- grét kona mín ræddum þetta mál fram og aftur og hún var ekki síð- ur fýsandi þess að takast á viö þetta verkefni. Þar hefi ég notiö stuönings, sem mestu hefur skipt, enda vill hún ekki héöan fara. Þaö hefur hins vegar hvarfiaö aö mér fram undir þetta, en þá ekki til Reykjavíkur. Nú er ég afhuga því að fara héðan. Ég hef geri mér grein fyrir því, að menn eiga að velja sér ævistarf. Vera kann aö hægt sé aö breytr. til fyrir umbótasinnaða framfaramenn, ef eitthvað mikilvægt kailar á, en þaö á að vera undantekning. Hér hafa mætir skólameistarar gert garðinn frægan: Jón Hjaitalín í 21 ár, Stefán Stefánsson var við skói- ann í 33 ár, Sigurður Guðmunds- son í 26 ár, Þórarinn Björnsson í 35 ár og Steindór Steindórssoi; í 42 ár. Hingað komum vio haustið 1972 og því hefi ég staríaö við skólann í 13 vetur. Á því tímabili hafa 1400 stúdentar útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri. Sannarlega var mér vei tekiö af fyrrverandi kennurum mínum og öðru starfsfólki skólans. En mér duidist ekki, aö mér var mikili vandi á höndum. Þó var ég ekki kvíðinn. Þegar ég hafði gert upp hug minn, þá freistaöi þetta starf mín. Ég er alls ekki verkkvíðinn og vil gjarnan takast á viö vanda. sem ég tei mig geta ráöið við. VII Hippaalda og blómaboöskapur Hér var viö ýmsan vanda aö glíma um þær mundir, sem viö komum aö Menntaskólanum á Ak ureyri. Þaö stafaöi aí: umróti sjöunda áratugarins, sem hófst í Bandaríkjunum. árið 1960 með hippaöldunni og blómaboðskap. en náði hámarki með uppreisninni í París áriö 1968. Þessi óróleiki hafði einnig náð hingað norður. Þeirri spurn, hvað gerðist hér um 1970 og hvers vegna það gerðist, er ennþá ósvarað. Hér var ungt fólk á ferð, sem vildi bæta heiminn, og þaö var ekki staðbundin hugsjón, heidur hafði hún farið sem eldur í sinu um alla Evrópu. Þessu unga fólki gekk gott eitt til, en það gleymdi að gera kröfur til sjálfs sín. Hernaðaryfirgangur varð mönnum þá augljósari með til- komu sjónvarpsins. Ofbeldið var komið inn í stofur til fólks. Rót- tæk öfl höfðu komið fram, m.a. í Bandaríkjunum. Þar komu þeir Kennedybræður til skjalanna og við þá voru miklar vonir bundnar. Þeir voru friðflytjendur, þótt ör- lög þeirra yrðu þau að taka þátt í hervirkjum og falla síðan sjáifir fyrir morðingja hendi. ‘Auk þess varð mönnum það e.t.v. ljóst á þessum velmegunarárum, að margt af því, sem keppt var að, var eftirsókn eftir vindi eins og segir í Prédikaranum. Því vildi ungl, fólk endurskoða gildismat sitt og því gekk gott eitt til. Þetta unga fóik er líklega raunsærra en við, sem lifum ef til vill í einhverju ævintýri og eigum bágt með að átta okkur á því. En eigi að síður var þess tími nauðsynlegur, því allt heíur sinn tíma. Nú hefur okkur enn farið fram og ég trúi því, að öilu hafi farið fram. Ég þekki ekki annað en gott til ungs fólks. Það er auðvitaö mannlegt og því skjátiast eins og okkur hinum. Þó að ég hafi átt góða bernsku og æsku, þá held ég aö æska unga fólksins nú sé enn betri. Það er hæfileikamikið, víðsýnt, réttlátt og ekki síst raunsætt. Mér vex ekki í augum aö stjórna ungu fólki. Hinu hrýs mér hugur við, að stjórna því, sem eldra er. Af þess- um sökum get ég enn verið bjart- sýnn. VIII Lm frelss og meimtun Þegar rætt er um framför, þá kemur mér út.varpið í hug. Ég var í tengslum viö það fyrir 20 árum og verö að játa, að mér þykir ólfkt skemmtilegr?, að hlusta á útvarpið nú en fyrir aldarfjóröungi. Þar er margt vel gert, fjölbreytilegra og frjáisiegra. Þaö frelsi, sem menn tala mest um nú, er ekki frelsi í mínum augum, heldur dýrkun ein- staklingsframtaks í nýrri mynd. Einstaídingurinn á að fá að njóta sin, en einstakiingarnir eru marg- ir og þeir þurfr. aliir aö fá að njóta sín. Mér er útvarpið hugleikiö og veit, að ekkeri útvarp í heiminum er frjálsara en íslenska ríkisút- varpið og er þaö þó ekki einkaeign. Ríkisútvarpiö er eina almennings- eign þjóðarinnar. Það er máttugt fræðslutæk: og skóli aiis landsins. Engum blandast hugur um, að hlutverk skóians er mikiö. Af öllu er mér hugleiknast, að skólar og þar með MA geti gegnt þessu mik- ilsverða hlutverki Sannleikurinn mun gera okkur frjáls og sann- leika eigum viö aö læra í góðum skóla. Og vegna þess að nú er ekki um meira annaö taiaö en efna- hags og atvinnumál, þá held ég því hikiaust fram, aö aukin menntun geti ein leyst vanda okkar í efnahags og atvinnumál- um. Þá á ég við fleira en dönsku og latínu. Menntun er t.d. verkstjórn — menntun er start’sgieði, mennt- un felst líka í daglegu starfi. Hún er ekki eitthvað, sem einungis verður numið i skóium. IX Að tengja fortíð og framtíð Stefnuskrá mín í embætti skóla- meistara byggist á tvennu: Að viðhalda fornurn mætum, en fylgj- ast, jafnframt meö straumi tím- ans; tengja saman framtíö og for- tíð, en lifa í nútíðinni. Og þaö hef- ur MA gert að því er mér finnst. Við viljum varðveita fornar dyggðir og gamiar hefðir, en sam- tímis tileinka okkur nýjungar. í MA er fuilkomið málver, hið eina í íslenskum framhaldsskóla; velbú- in kennslustofa til þess að kenna framburð erlendra tungumála. Þá er hér og mjög vel búið tölvuver. Til staðfestingar því, að fornar venjur séu í heiðri hafðar, þá höld- um við þeim gamla sið að kalla á Sal og nemendur syngja enn á Sal. Hér tíðkast ennþá, að busar séu tolleraðir á hinn forna hátt. Þeir eru upphafnir (tolleraðir), en ekki niðurlægðir. Hér hef ég leyft mér að halda þeim gamla sið, að nem- endur velji sér sjálfir frídaga (mánaðar 'rí), en núverandi reglu- gerð kveðnr ekkert á um þetta, leyfir hvorki né bannaf. Síðast en ekki síst má geta þess, að enn höldum við þeirri gömlu venju að brautskrá stúdenta 17. júní og hefja skóiaár um mánaðamótin september-október. Er MA eini skólinn á landinu þar sem það tíðkast. Þetta gerum við af tvenn- um ástæðum: Til þess að viðhalda gamaili hefð og auka með því á reisn þjóðhátiðardagsins og jafnframt til þess að taka tillit til þarfa nemenda. Hingað til hefur nemendum reynst auðveldara að afla sér tekna í september en í maí og júni. Haustverkin eru drjúg og þriðjungur nemenda er úr sveit. X Nýjar brautir Mjög miklar breytingaf hafa veríð gerðar á námsskipan og kennsluháttum undanfarin tíu ár. Námsefnið er að vísu hið sama í ýmsum greinum, þó að mikil breyting hafi orðið á öðrum náms- greinum. Þá hafa námskröfur aukist stórlega. — Hér leyfi ég mér að grípa í og spyr Tryggva. að því, hvort rétt sé, aö Menntaskól- inn á Akureyri geri meiri kröfur en aörir hiiöstæðir skólar í land- inu. — Menntaskólarnir gömlu í Reykjavik og á Akureyri hafa auk- ið kröfurnar. Þessir tveir skólar hafa e.t.v. haldið fastast við námskröfur sínar. Þeir eru líklega býsna „konservativir". Skoðun mín er sú, að meiri megi náms- kröíurnar ekki verða en þær eru nu. Harður skóli er ekki ailtaf goður skóii. Við höfum reynt að gera námsskipan sveigjanlegri og erum fyrstir skóla meö kennslu á myndlistar- og tónlistarbrautum. Hér var og fyrsta félagsfræði-. braut í íslenskum framhaldsskóla stofnuð haustið 1972. í MA er því námskerfið með þeim hætti, að nemendur eiga um mismunandi námsbrautir að velja og sveigjan- leiki á hverri námsbraut er mikill. Með þessu er gerð aukin krafa um ábyrgð nemenda. Þeir velja sér námsbraut og námsgreinar og jafnframt námshraða. Það eru ekki allir einstaklingar steyptir í sarrta mótið og eins og ég hef stundum orðað það: Réttlætið er fólgið í þv. aö mismuna nemendum. Að taka þá tillit til mismunandi þarfa þeirra og hæfileika. Þá vil ég leyfa mér að segja, að mér virð- ist sem menntun kennara taki mið af þessu manneskjulega sjónar- miði. Menntun þeirra er að mínum dómi góð. Þeir eru „húmanistar", menntaðir i anda mannúðarstefnu og einskis þorfnumst við meira nú en aukinnar mannúðar. Kristilegt hugarfar býr hér að baki — e.t.v. er það kjarninn i kristinni trú. Þar skera kristin trúarbrögð sig úr flestum truarbrögðum. Búddismi og taóismi eru umburðarlyndar stefnur, en ekki eins lífssæknar, og Múhameð gamli var mesti vargur. Síminn hringir og kona Tryggva. Margrét Eggertsdóttir, teiur löngu tímabært að við göng- um heim í hus þeirra til þess að hressa okkur á vel sterku kaffi. Þau hjónm hafa byggt sér veglegt hus skammt ofan heimavistar, þaðan sem sést vel yfir skóla- hverfið. Þar búa þau með sex börnum sínum og húsfreyjan læt- ur ekki sinn hlut eftir liggja við að auka á reisn þessa fornfræga skólaseturs, sem á rætur að rekja aftur til skóla herra Jóns biskups Ögmundssonar á Hólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.