Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
Hraðlestrarnámskeið
Gríptu nú tækifæriö og margfaldaðu lestrarhraöa þinn.
Námskeiðiö hentar vel öllum sem þurfa vegna náms eöa
vinnu aö lesa mjög mikið. Næsta námskeið hefst 12.
mars nk.
Leiöbeinandi Pétur Björn Pétursson, viöskiptafræðing-
ur. Skráning í kvöld og næstu kvöld í síma 16258.
Hraðlestrarskólinn.
Rauðikross
íslands
efnir til námskeiös fyrir fólk sem hefur hug á aö
taka aö sér hjálparstörf erlendis á vegum fé-
lagsins. Námskeiðiö verður haldið í Munaðar-
nesi dagana 8.—14. apríl nk.
Umsækjendur þurfa aö uppfylla skilyröi sem
sett eru af Alþjóðarauðakrossinum og RKÍ og
eru m.a.:
1. Lágmarksaldur 25 ár.
2. Góö menntum.
3. Góö enskukunnátta.
4. Gott heilsufar.
5. Reglusemi.
6. Nauðsynlegt er aö geta fariö til starfa með
stuttum fyrirvara ef til kemur.
Leiðbeinendur á námskeiöinu veröa frá
Alþjóöasambandi Rauöa kross félaga, Alþjóöa-
ráöi Rauða krossins og Rauöa krossi íslands.
Kennsla fer fram á ensku.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ aö
Nóatúni 21. Þar eru einnig gefnar nánari upp-
lýsingar, sími 26722.
Námskeiöið er ókeypis en fæöis- og húsnæöis-
kostnaöur er kr. 3000 sem þátttakendur greiöa
sjálfir.
Umsóknum ber aö skila fyrir 8. mars nk.
Rauða Kross íslands.
Dælur
Brunndælur
Kjallaradælur
Lensidælur
Sjálfvirkar, ódýrar dælur fyrir
skip og báta, bændabýli og
sumarbústaöi. 12—24 og 220
volt.
JL4"I Borgartúni 24
ilT sími 26755.
KJÖRBÓK
LANDSBANKANS
VIÐ GEFUM ÞER
GÓÐ RÁÐ
Ef þú ert í vafa um hvers konar sparnaðarform
hentar þér best skalt þú snúa þér til okkar.
Starfsfólk Landsbankans er ávallt reiðubúið
að leiðbeina þér og kynna þér fjölbreytta
innlánskosti okkar.
Með Kjörbökmni leggurþú mktvidjjdrhacj ptnn
LANDSBANKINN
Græddur er f’eymdur eyrir
íran:
Hundruð
manna líflát-
in í fyrra
íienf, 1. mars. AK.
AÐ MINNSTA kosti 580 fangar
voru tcknir af I1T1 í íran á síöasta ári
og eru þá til heimildir um 6.027 af-
tökur í landinu frá því íslamska bylt-
ingin var gerö þar áriö 1979. Kemur
þetta fram í skýrslu frá Amnesty Int-
ernational.
í skýrslunni, sem lögð var fyrir
fund mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, segir, að trúlega
séu aftökurnar „allmiklu fleiri" og
er í því efni vitnað til fyrrverandi
fanga og ættingja fanga, sem
skýrt hafa frá mörgum leynilegum
aftökum. Nýjar upplýsingar eru
einnig um pyntingar, húðstrýk-
ingar, aflimanir og sýndarréttar-
höld íranskra stjórnvalda.
í annarri skýrslu, sem mann-
réttindanefndin hefur fengið til
umfjöllunar, segja fulltrúar fólks
af trúflokki bahaía frá því, að 140
trúbræður þeirra hafi verið líf-
látnir og var síðasta aftakan sl.
mánudag. Auk þess hafa 13 baha-
íar dáið í fangelsi, fimm verið
myrtir og 22 barðir, grýttir eða
brenndir til bana af óðum skríl.
Barbie
gefinn
gólfþvotta-
lögur
Lyon, 28. febrúar. AP.
KLAUS Barbie, títtnefndur „slátrar-
inn frá Lyon“, fyrrum Gestapofor-
ingi varð fyrir því í gær, að fanga-
vörður þar sem Barbie er í haldi gaf
honum gólfþvottalög í staö meöala
og er nú deilt um hvort um slys hafi
veriö að ræða eöa ekki. Barbie
brann nokkuö í munni, en var ekki
alvarlega haldinn.
Hinn 71 árs gamli Barbie er
rúmfastur og tekur daglega inn
ýmiss konar lyf við veikindum.
Hann hefur verið í St. Joseph-
fangelsinu í Lyon í 2 ár, en þar
bíður hann réttarhalda fyrir hin
ýmsu óhæfuverk í garð mann-
kynsins. Barbie tók inn sódíum
silikat sem notað er í gólfþvotta-
lög og lím. Hann fann strax að
ekki var allt með felldu og spýtti
ólyfjaninni út úr sér. Fangavörð-
urinn fullyrti að um slys hefði ver-
ið að ræða, en Barbie og lögfræð-
ingur hans eru ekki á því og hafa
óskað eftir ýtarlegri rannsókn í
málinu.
Holræsakerfi
Reykjavíkur
endurbætt
NÚ ER er verið aö vinna að því að
gera áætlun um endurbætur á hol-
ræsakerfí Keykjavíkurborgar.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði í samtali viö blm. Morgun-
blaðsins að hann hafi rætt við emb-
ættismenn um að gera nýja hönn-
unaráætlun, sem gæti miðað að því
að hreinsa fjörur borgarinnar með
fullnægjandi hætti á fjórum til sjö
árum, í stað fimmtán til tuttugu
eins og áður hefur verið gert ráð
fyrir. Davíð sagði að slík áætlun
ætti að verða tilbúin í haust.
Hugmyndin er sú, að öll ræsi verði
samtengd meðfram allri ströndinni
og siðan tengd í fjórar megin útrás-
ir.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við
þessar framkvæmdir verði um
400—500 milljónir króna.