Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 FÖNG Bolli Gústavsson Menn eiga ad yelja sér ævistarf I Stjórnað með svipbrigðum Menntaskólinn á Akureyri er tryggur staður. Þegar maður nálg- ast þetta gamla, vel hirta timb- urhús, sem gnæfir hátignarlegt við brekkubrún umkringt grósku- miklum trjálundum grípur mann notaleg öryggiskennd. Hann sann- ar jákvætt gildi festu og hóflegrar íhaldssemi, sem þjóðina virðist skorta tilfinnanlega, þegar hún er að nokkru hlaupin fram úr sjálfri sér. Mér kemur til hugar gömul minning, er ég sat fyrir 32 árum í kyrrlátum sögutima hjá Brynleifi Tobíassyni í þessu þekka húsi. Hann stóð uppi við kennarapúltið teinréttur og virðulegur eins og rómverskur senator og mælti með hægð: „Nah, það var þó munur að ríða hér um héruð fyrr á árum, þegar ársólin skein á þil bursta- bæja, þessara gullfallegu bygg- inga með reglulegu sniði, sem hæfði landslaginu. Nú er eins og koffortum hafi verið kastað út um allar sveitir." Og yfirkennarinn reis undir virðingarnafni, þurfti ekki að óttast óvirðingu eða agavandamál, þótt hann færi sér hægt og settlega. Hann stjórnaði með svipbrigðum einum. Ef munnvikin sigu, var ljóst að hon- um mislíkaði og þá fylgdu oft ónotalegar athugasemdir, eins og þessi: „Hvað er þetta, góurinn? Eruð þér með tölu uppi í yður.“ Þessu skaut hann fram, ef óskýrt var talað eða af vanþekkingu, og athugasemdin nægði til þess að betur var numið og skilningur skerptur. Einhvern veginn hefur ennþá tekist að varðveita þann metnað, sem viðheldur virðuleika stofnunarinnar, þrátt fyrir ríkj- andi umrót áhrifagirni eða dekur við hvimleiða meðalmennsku. II Hver er maðurinn? Þegar við Tryggvi Gíslason skólameistari göngum upp nýlögð þrep að aöalinngangi Menntaskól- ans, hefur hann orð á þvi, að ljóst sé að húsið þurfi að mála á næsta sumri. Grannt þarf að skoða, til þess að sjá, að málning er tekin að flagna á stöku stað. En hann unir því ekki að snyrtimennsku sé áfátt eða hlutir gangi úr sér. Það er hljótt á göngum, því í dag er ösku- dagur og nemendur í fríi. Við setj- umst í gamla blómaskálann mót suðri þar sem skógarjaðarinn nær upp að húshliðinni og er nú tengd- ur elsta hluta Lystigarðs Akureyr- ar. í þessari björtu stofu er aðset- ur konrektors, en þar sem verið er að endurnýja lýsingu í skrifstofu skólameistara, leitum við næðis hér. I mínum augum er Tryggvi Gíslason ungur maður. Þegar við hittumst fyrst, var hann sjö ára, en ég orðinn tíu ára. Mér finnst ekkert ýkja langt síðan við lékum okkur saman við frændur mína, Sigurjón og Hrafn Bragasyni, á klöppunum sunnan við Bjarkar- stíg. Okkur þótti Tryggi áhuga- verður drengur, enda langt að kominn og kunni frá ýmsu að segja. Hann hafði búið á framandi stað fyrir austan; á Norðfirði. En nú verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að liðin eru fjörutíu ár síðan við hittumst fyrst. Það er ærinn tími og margt hefur breyst á skemmra skeiði. Forðum tíð höfðum við lítinn áhuga fyrir ættfræði en nú virðist mér ástæða til að spyrja Tryggva um ætt hans og uppruna. — Ættir mínar eru af Austur- landi, nema hvað móðurafi minn var Húnvetningur. Ég er fæddur á Bjargi í Norðfirði, þar sem nú heitir á Neskaupstað. Foreldrar mínir eru hjónin Gísli Kristjáns- son fyrrum útgerðarmaður og Fanny Ingvarsdóttir. Faðir minn er af Brekkufólki í Mjóafirði. María móðir hans var dóttir Hjálmars Dannebrogsmanns á Brekku Hermannssonar í Firði Jónssonar. Ég er því þremenning- ur við Vilhjálm Hjálmarsson fyrr- um menntamálaráðherra, þótt nokkur aldursmunur sé á okkur. Ömmubróðir minn, Konráð Hjálmarsson, var kaupmaður og útgerðarmaður á Mjóafirði. Hann byggði þar mikið hús í Brekku- landi og var mjög umsvifamikill á öndverðri öldinni. Flutti hann út fisk, en vörur inn. Verslaði hann bæði á Norðfirði og Mjóafirði. Á síðarnefnda staðnum var þá fjöl- mennust byggð á Austurlandi eða hátt á fimmta hundrað manns. Þar búa nú aðeins þrjátíu sálir. Konráð var mikill atorkumaður og fékk fyrstu vélbáta er til landsins komu, og byggði íshús fyrstur manna. Hann átti gömlu Súluna; skip sem hann seldi Sigurði Bjarnasyni útgerðarmanni á Ak- ureyri árið 1930, en aflasælt skip með því nafni er enn í eigu afkom- enda Sigurðar hér. Súlunafnið er dregið af fjallinu Reykjasúlu í Mjóafirði. Utgerðaráhugi hefur löngum verið mikill í föðurætt minni. III Af Gísla á Bjargi og Skeggstaðaætt Gísli faðir minn var skipstjóri og útgerðarmaður á Norðfirði frá árinu 1923 til 1945. Síðan rak hann útgerð sína í 10 ár frá Akureyri. Hann hafði þá efnast mjög, enda gekk hann undir nafninu Gísli ríki þegar hann kom til Akureyrar. Fyrir austan var hann ævinlega kallaður Gísli á Bjargi. Eftir síld- arleysisárin lét hann gera upp út- gerð sína, einn fárra íslenskra út- gerðarmanna. Það var árið 1955. Hann átti þá vel fyrir skuldum, en bar annars litið úr býtum. Eftir það fluttust foreldrar mínir suður og búa nú í Hafnarfirði. Hann er 91 árs en hún 80 ára. Árið 1950 bauðst föður mínum togari með þeim kjörum, að hann þyrfti ekk- ert að borga við móttöku hans. Hann hafnaði því boði, enda kunni hann ekki á þau viðskipti. Skuldir þær, sem kaupendur þessara skipa stofnuðu til, reyndust þeim síðar léttbærar, en faðir minn tók ekki þátt í því fjárhættuspili. Þú minntist á það áðan, Tryggvi, að móðurafi þinn hefði verið Húnvetningur. — Já, Ingvar Pálmason útvegsbóndi að Nesi í Norðfirði var frá Litla Búrfelli í Svínavatnshreppi. Hann var af Skeggstaðaætt í Húnaþingi. Ann- ars mátt þú helst ekki leiða mig langt út á hálan ís hégómlegs ætt- arstolts. En mér þykir heldur gott að vita, að Ingvar afi minn og Sig- urður Guðmundsson skólameist- ari ræktuðu með sér frændsemi sína. Þegar afi minn sat á Alþingi, var hann einn þeirra þingmanna, sem studdu Sigurð skólameistara í því að Akureyrarskóli fengi að út- skrifa stúdenta. Af skiljanlegum ástæðum þykir mér gott að minn- ast þess. Þá langar mig til þess að vita, hvers vegna bóndasonur úr Svína- vatnshreppi varð útvegsbóndi austur á Norðfirði. — Þær ástæður lágu til þess, að Ingvar og Pálmi bróðir hans hugð- ust fara til Ameríku og freista þar gæfunnar. Þeir ferðuðust austur til þess að komast þar á skip, en biðin reyndist afa mínum of löng. Hann ílentist fyrir austan og kvæntist Margréti Finnsdóttur úr Fáskrúðsfirði, sem var móðursyst- ir listamannanna Ríkharðs og Finns Jónssonar. Mikil hagvirkni einkennir ætt Margrétar ömmu minnar og hefur móðir mín tekið hana í arf, því hún er hannyrða- kona og fæst enn þá við útsaum flesta daga, þó áttræð sé. Þau Ingvar og Margrét bjuggu að Nesi og eignuðust marga afkomendur. Þegar að er hugað, hafa óvenju margir þeirra setið á skólabekk í þessu húsi eða eitthvað á fjórða tug manna. Afi minn hafði all mikil umsvif fyrir austan, lét að sér kveða í félagsmálum og sat á Alþingi fyrir Austfirðinga í ald- arfjórðung. Manst þú eftir þér fyrir austan? — Já, ég man eftir mér sem barn. Eftir að við fluttumst hingað dvaldist ég á sumrin hjá Maríu ömmu minni frá Brekku, allt þar til ég var 12 ára. Eins hóf ég skólagöngu mína á Norðfirði vorið 1945, skömmu áður en hingað var haldið og nam þar hjá Sigdóri Brekkan frænda mínum, sem var þá skólastjóri. Hann var mikill öðlingur og fjarska áhuga- samur bindindismaður. IV Chryslerinn hans Churchills Mér er í minni, Tryggvi, að þeg- ar þið fluttust hingað að austan, hafði faðir þinn byggt mikið steinhús við Helgamagrastræti á Akureyri. Ekki hafði einungis ver- ið gengið frá því að innan heldur var það að fullu frágengið utan, lóðin sléttuð og þakin og varanleg og vönduð girðing reist um hana. Það var næsta óvanalegt, að menn gætu beðið með að flytja í ný- byggð hús, áður en þau væru full- gerð utan sem innan. Tryggvi Gíslason (Teikning: Bolli Gústavsson.) Menntaskóiinn á Akureyri. — Líklega er það rétt hjá þér, en úr því að foreldrar mínir höfðu aðstöðu til þessa, þá þótti það æskilegt. Það hefur verið þeim nokkurt átak að flytjast burt af heimaslóðum, þar sem þeim hafði vegnað mjög vel. Helsta ástæðan til þess var sú, að börn þeirra fóru hingað í skóla og elsta dóttir þeirra, Margrét, var þá gift og hafði þegar stofnað heimili á Ak- ureyri. Foreldrar mínir voru sam- hent í því að mennta börn sín, en við systkinin erum sex. Það var heldur engum vandkvæðum bund- ið fyrir föður minn að halda áfram atvinnurekstri sínum frá Akur- eyri. Mér er mjög í minni, þegar við komum hingað fagran júlídag sumarið 1945. Það var 9. júlí og veðrið eins fagurt og það getur orðið hér við fjörðinn. Aldrei hef- ur mér þótt nein borg jafn tignar- leg og Akureyri þá, þegar hún blasti við okkur af Vaðlaheiðar- brún. Þessi minning kemur mér jafnan í hug, þegar talað er um fyrirheitna landið. Ferðin að aust- an hafði tekið þrjá daga. Fyrst var farið með Súðinni frá Norðfirði til Reyðarfjarðar. Þar beið okkar bif- reið, sem faðir minn hafði keypt frá Englandi. Þar átti hann fé í bönkum og keypti sér forláta vagn, Chrysler af árgerð 1938. Sagt var á Akureyri, að Churchill hefði átt þennan bíl. Ég hef aldrei forvitnast um, hvað hæft var í því, en hins vegar þótti mér það heldur gott afspurnar, þegar við vorum að leika okkur saman, og lá þá ekkert á greinargóðum upplýsing- um. Á þessum glæsivagni ókum við frá Reyðarfirði til Grímsstaða á Fjöllum og gistum þar eins og pósturinn forðum. Þetta var gott sumar og hér hefur mér alltaf þótt gott að vera. V Fastur samastaður í tilverunni Haustið 1945 hefur þú hafið skólagöngu í Barnaskóla íslands á suðurbrekkunni. — Já, ég gekk í skóla til Snorra Sigfússonar og Hannesar J. Magn- ússonar. Þeir voru sannir „moral- istar" eða siðspekingar og skóli þeirra mikil uppeldisstofnun. Kannski hefur einhverjum þótt þessi þýsk-danski menningarskóli heldur harður, en kenningar mót- endanna voru merkar. Ég er þeirr- ar skoðunar, að gagnlegan lærdóm megi af þeim draga nú á tímum, þegar uppeldishlutverk skólanna er orðið ennþá mikilvægara en áð- ur fyrr. Og við skulum þá hafa það í huga að menntun er fleira en danska og latína. Nú má segja, að skólinn sé eini fasti samastaður manna í tilverunni. Við þurfum því á uppeldjsstofnunum að halda, þar sem yfir nemendum er vakað með þeirri aðdáunarverðu alúð og þeim óskipta áhuga, sem þeir Snorri og Hannes höfðu fyrir starfi sínu. Mér leið mjög vel I bernsku minni, ekki síst vegna þess að ég fékk frið til þess að gera það, sem ég vildi. Aldrei man ég eftir neinum eftirgangsmunum af hálfu foreldra minna. Með for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.