Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985
37
HorgunblaðiA/Ól.K.Mag.
Nefndin, sem vann að endurmati á störfum kennara, ásamt menntamálaráðherra. Yst til vinstri er formaður
nefndarinnar, Inga Jóna Þórðardóttir, síðan Sigurður Helgason deildarstjóri, Viktor Guðlaugsson skólastjóri, Hrólf-
ur Kjartansson deildarstjóri, Loftur Magnússon yfirkennari, sem var starfsmaður nefndarinnar, Svanhildur Kaaber
grunnskólakennari, Gerður Guðmundsdóttir menntaskólakennari og Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Sjálfstæði, ábyrgð og
áreynsla kennara skil-
ar sér ekki í launum
- segir m.a. f skýrslu endurmatsnefndar
Verð í 20 daga.
frá kr. 28.600,-
ÖLL VERÐ ERU ÁÆTLUÐ VERÐ
OG MIOAST V® GENG115 jan 1985
OG ER HAÐ BREYTINGUM ÞESS.
Valkostir:
Hægt er aö lengja feröina
17. apríl í 42 daga
og feröina 6. maí í 22
daga.
4TKXVTMC
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1,
SÍMAR 28388 - 28580
Umboð á íslandi tyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
NEFND, sem starfa skyldi að endur-
mati á störfum kennara, var skipuð
af menntamálaráðherra í desember
sl. og hefur hún nú skilað af sér
skýrslu.
í skýrslunni kemur fram, að
nefndin leit á það scm meginverk-
efni sitt að gera faglega úttekt á
kennarastarfinu. Gera yrði grein
fyrir þeim kröfum sem gerðar
væru til starfsins og hvernig þær
kröfur hefðu breyst í tímanna rás.
Nefndin telur upp fjölmörg
ákvæði laga og reglugerða, þar
sem kröiur til kennara koma
fram, en að auki eru nefnd nokkur
atriði, sem hvergi er getið um eða
mjög óljós ákvæði eru um. Eru þar
nefnd dæmi um eiginleika þá, sem
kennarar þurfa að hafa, t.d. sjálf-
stæði, frumleika og skipulags-
hæfi'eika. Markmið kennslu eru
yfirleitt sett fram i reglugerðum
mjög almenns eðlis, svo kennarar
setja fagleg markmið sjálfir.
Vinnuaðstöðu í skólum er oft
ábótavant, en kennarar noti eigin
húsnæði vegna atvinnu sinnar, svo
og eigin síma og bifreið. Ýmsir
þættir eru taldir upp, sem valda
álagi í starfi kennarans, t.d. skort-
ur á kennslugögnum, einstakl-
ingskennsla, skortur á sérfræði-
þjónustu, þáttur kennara í uppeldi
og rannsóknir og breytingastarf.
í einum kafla skýrslunnar er
fjallað sérstaklega um breytingar
á störfum kennara og bent á
grunnskólalögin frá 1974. Breyt-
ingar, sem lögin höfðu í för með
sér fyrir kennara, voru aðallega
fólgnar í atriðum er varða uppeldi,
stjórnun skóla, námsmat, þjón-
ustu við kennara og nemendur og
krafa var gerð um háskólamennt-
un kennara. Breytingar á störfum
framhaldsskólakennara voru
fólgnar í sömu atriðum.
Þjóðfélagsbreytingar hafa haft
mikil áhrif á breyttar kröfur til
kennara. í skýrslunni segir, að
börn séu oft á tíðum lengri tíma á
degi hverjum samvistum við kenn-
ara heldur en foreldra sína og
kennarar þurfi því í auknum mæli
að aðstoða einstaklinga sem eiga í
félagslegum erfiðleikum. Starfs-
fólk skóla verði í vaxandi mæli að
bregðast við vanda vegna ávana-
og fíkniefnaneyslu og örar breyt-
ingar, sérhæfing og tæknivæðing
atvinnulífsins hafi styrkt kröfuna
um almennari og víðtækari
menntun.
Samanburður er gerður á launa-
kjörum kennara miðað við iðnað-
armenn frá árinu 1%7 til 1984. f
ljós kemur, að árið 1%7 var kenn-
ari að meðaltali með tæplega 10%
hærri laun en iðnaðarmaðurinn,
en nú hafa þessar tölur snúist við
og iðnaðarmenn hafa rúmlega
10% hærri laun en kennarar.
Starf kennara var metið árið
1970, en í niðurstöðu nefndarinnar
segir, að meginbreyting hafi orðið
á kröfum um menntun almennra
grunnskólakennara frá þeim tíma.
Endurmenntun og framhalds-
menntun sé nú orðin ríkur þáttur í
kennarastarfi og sérþekking kenn-
ara sé því meiri en áður. Einnig
bendir nefndin á, að aukin áhersla
hafi verið lögð á þátt kennara í
uppeldi og mótun barna og ungl-
inga.
í niðurlagi skýrslunnar segir:
„Nefndin dregur mjög í efa að
matið frá 1970 á störfum kennara
hafi verið réttmætt. Veigamiklir
þættir í kennarastarfi voru van-
metnir, s.s. sjálfstæði, frumkvæði,
ábyrgð og áreynsla. Áreynsluþátt-
urinn var lítils metinn þar sem
ekki var um líkamiega áreynslu að
ræða. Samt var andleg áreynsla
metin í öðrum störfum. Þar að
auki telur nefndin, að þær breyt-
ingar sem orðið hafa á kennara-
starfinu frá 1970 hafi verið mun
meiri en hækkun á launum kenn-
ara gefur til kynna. Breytingar á
starfinu virðast því ekki hafa skil-
að sér sérstaklega í launum kenn-
ara. Sú breyting, sem orðið hefur
á kjörum þeirra er að mati nefnd-
arinnar ekki í samræmi við þróun
launa annarra sambærilegra
stétta.“
Mallorka
Fjölskylduferð: HA
ATLANTIK býöur alhliöa fjölskylduferö þar sem 20 daga sumarauki
afi og amma koma meö börn og barnabörn til aö
njóta sumarauka.
Flogið er i einu dagflugi til Palma.
Gist er á glæsilegum íbúöahótelum, Royal Playa de Palma
og Royal Jardin del Mar, í næsta nágrenni viö
urmul verslana og veitingastaöa.
Hreinar strendur meö mjúkum sandi og hlýjum sjó.
Rólegt fyrir börnin á kvöldin —
en fjör og gleði i seilingarfjarlægö.
Innifalið í verði:
Flug og akstur milli flugvallar á Mallorka og gististaða.
Hálft fæði, þ.e. morgunverður og kvöldveröur. Ein skoöunarferð
um eyjuna. Hjúkrunarfræöingur veröur meö höpnum
og mun bua á ROYAL JARDIN DEL MAR.
Barnaafsláttur:
Barnaafsláttur er einstakur f þessar ferðir:
Börn að 6 ára aldri borga AÐEINS 3.000,—
Börn frá 6 ára — 11 greiða 50% og
12- 16 ára 70%
Skemmtanastjóri í þessum Veröur
teröum veröur Hermann
Ragnar Stefánsson.
Auk þess veröa fararstjórar
ATLANTIK á Mallorka
hópnumtil aóstoöarog
munu skipuleggja
skoöunarferðir um eyjuna.