Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 03.03.1985, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Líta má á þetta veðurfar sem eðlilega tilviljun - segir Páll Bergþórsson, veöurfrædingur, um veðrið í vetur ÍSLENDINGAR hafa fengið að njóta þess að veðrið hér á landi hef- ur verið með því besta á norðurhveli jarðar í vetur. Á meðan harður vetur ríkir í Skandinavíu, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, er hér nánast sumarblíöa. I>etta hefur vak- ið margar spurningar, ekki síst vegna þess hvað þessi vetur hefur verið mun snjóléttari en á undan- fornum árum. Er veðurfarið að brejrtast? Megum við eiga von á því að á íslandi verði betra vetrarveður en annars staðar í heiminum? Blaðamaður Morgunblaðsins átti samtal við Pál Bergþórsson veðurfræðing um veðurfarið. Hann var fyrst spurður hvort hér væri eitthvað óvenjulegt á ferð- inni. „Nei, hér er í rauninni ekkert óvenjulegt á ferðinni. Það verður að teljast eðlilegt að sveiflur verði í veðurfarinu og rannsóknir sýna að þannig hefur þetta alltaf verið. Þetta eru einskonar tilviljanir. Einskonar eðliiegar, náttúrlegar sveiflur, sem verða þrátt fyrir það að öll ytri skilyrði séu svipuð." En er ekki óvenjulegt að svo miklar sveiflur séu í veðurfari á milli ára eins og hér hefur verið? „Nei. Það má kalla þetta eðlilegt óeðli. Sveiflurnar er stærstar ná- lægt heimskautunum, en þær fylgja svipuðu munstri og annars staðar á norðurhveli jarðar. Þetta munstur má einnig sjá ef litið er á hitann í Stykkishólmi. Og ef við höldum okkur áfram við Stykkis- hólm má sjá þar glöggt dæmi um breytilegt veðurfar uppúr 1880. Sumarið 1880 var mjög hlýtt, en veturinn 1880—1881 var sá lang- kaldasti sem hefur komið hér á landi, þannig að munurinn á sumri og vetri var óskaplega mik- ill og miklu meiri en við höfum átt að venjast. Rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort meiri sveiflur hafi verið í veðurfari á undanförnum ára- tugum á norðurhveli jarðar en áð- ur og voru helstu niðurstöður þær að ekki fundust neinar bendingar um að svo væri, hvort sem miðað var við lengri eða skemmri tíma- bil.“ Sunnudaginn 17. febrúar birtist í Morgunblaðinu grein úr The Economist, þar sem fjallað er um veðurfarið í heiminum. Þar er m.a. sagt að það sem valdi því að Island er á heitum svæðum, en t.d. Evr- ópa og Bandaríkin á köldum svæð- um, sé það, að háloftavindar blási nú frá norðri til suðurs í stað þess að blása frá vestri til austurs. Páll var spurður álits á þessu. „Þetta er rétt, þó að það sé í raun engin útskýring. Þegar kem- ur upp í 5 km hæð, sem er um Keðjubundin 10 ára meðaltöl árshita og hafísmánaða á ári. Punktalína sýnir hita áætlaðan eftir hafís. Ef litið er fram hjá náttúrulegum 10—30 ára sveiflum, virðist almennt hafa farið hlýnandi á síðustu 100—150 árum. Sumir þakka það auknum koltvísýringi vegna brennslu á kolum og olfu. MULTIPLAH . Yfír 300 manns hafa þegar sótt Multiplan-námskeið okkar. Einn þátttakandi á hverri tölvu. flý námsgögn Fyrsta flokks aðstaða Hámskeiðið haldið mánaðarlega Leiðbeinandi er V/algeir hallvarðsson, deildarstjóri hjá Eimskip. Upplysingar og skráning T síma 82930 ATH! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóð- ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum námskeiðum. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS IS23 Páll Bergþórsson veðurfræðingur. miðbik gufuhvolfsins, liggja há- loftavindarnir í bugðum. Bugð- urnar í þessum vestanstraumi þarna uppi eru tiltölulega stöðug- ar, jafnvel frá viku til viku og breytast hægt, en þær stjórna veð- urfarinu niðri við jörð. í janúar lágu þessar bugður oft þannig að vindur blés frá norðvestri á aust- urströnd Bandaríkjanna og suð- vestri yfir íslandi. Þá sveigir vind- urinn og blæs úr norðaustri suður yfir Evrópu. Þetta veldur því að það er kalt á austurströnd Banda- ríkjanna, hlýtt á íslandi og kalt í Evfopu. Lengd hverrar bylgju var um 4—5000 km, þ.e. frá norðanátt- inni í Bandaríkjunum til norðan- áttarinnar í Evrópu. Síðan færast þessar bylgjur hægt og sígandi, þannig að á vikutíma gæti norðan- áttin sem ríkti í Bandarikjunum verið komin yfir ísland. Stundum geta þessar bylgjur verið mjög krappar og vindur því blásið langt suður og langt norður á víxl, en stundum er nærri því bein vestanátt vikum saman.“ Hvað ræður veðurfarsbreyting- um? „Veðurfarsbreytingar má telja samsettar af tvennu. Annars veg- ar mjög hægfara veðurfarsbreyt- ingum, sem taka kannski hundrað ár, og hins vegar sveiflum, sem eru tímabundnar og staðbundnar. Menn hafa til dæmis reynt að tengja skammvinnari hitabreyt- ingar á yfirborði Kyrrahafs við al- mennt veðurfar og vindafar á norðurhveli jarðar næsta hálfa eða heila árið. Sumir virtir veður- fræðingar hafa haldið þessu fram að þarna sé samband á milii og möguleiki að spá mánuð eða hálft ár fram í tímann, þó nákvæmnin sé lítil. Á sama hátt gefur sjávar- hiti norður af íslandi talsverða bendingu um hita hér næstu mán- uði, og hann er nú hagstæður. Annars held ég að fólk megi ekki taka svona sveiflur í veður- fari sem bendingu um langtíma- breytingu á veðurfari. Það þarf að fara yfir í aðrar rannsóknir til þess að sanna það. Þannig rann- sóknir hafa verið gerðar í sam- bandi við aukinn koltvísýring í andrúmsloftinu. En samkvæmt þeim er hugsanlegt að hiti muni hækka verulega fram á næstu öld. Það mundi hafa geysileg áhrif, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Sé litið á síðustu öld hefur hlýnað verulega í megin- dráttum og það tengja sumir því að koltvísýringur jókst mjög í andrúmsloftinu þegar farið var að brenna kolum og olíu. Þessi breyt- ing varð í kjölfar iðnbyltingarinn- ar og lítur út fyrir að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. En þrátt fyrir að hitinn verði hærri halda áfram að verða sveiflur í veðurfar- inu. Þó má ekki taka einstök stökk of alvarlega, því við sjáum að þau hafa orðið áður en svona orsök var fyrir hendi.“ Er hægt að bera veðurfarið nú saman við veðurfar á fyrri öldum? Hefur það eitthvað verið rannsak- að? „Já, við vitum hvenær hafís hef- ur verið hér við land, nokkuð langt aftur í tímann. Einnig höfum við vitneskju um harðæri sem gjarn- an fylgir hafísnum. Það er vitað að ef gert er línurit yfir hita á ákveðnu tímabili verður það nokk- urskonar spegilmynd af línuriti yfir hafís á sama tíma. Eftir þess- um upplýsingum er svo hægt að áætla hitann lengra aftur en frá því að hitamælingar hófust. Á þessum línuritum koma bæði skammtíma sveiflur og almenn hlýnun síðustu alda vel í Ijós.“ En hver er þá helsta niðurstað- an? „Auðvitað á veðráttan í vetur sínar orsakir, en við verðum að játa, að þær eru ekki nægilega þekktar. Meðan svo er má líta á þetta veðurfar sem eðlilega tilvilj- un. íslendingar þurfa alltaf að vera viðbúnir veðurfarsbreyting- um, til hins betra eða verra." Morgunblaðið/Emili* Bjðrg Breyttu kjörbúð Vesturbæjar í myndbandaleigu Fyrir skömmu opnaði ný myndbandaleiga nánar tiltekið Video-turninn sf. á Melhaga 2. Það eru bræðurnir Árni og Friðsteinn Stefánssynir sem breyttu þar kjörbúð Vesturbæjar í söluturn og myndbandaleigu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.