Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 41 JWtfgW Útgefandi nliliibitb' hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. 33. þing N orður landaráðs Amorgun, mánudag, verð- ur 33. þing Norðurlanda- ráðs sett í Reykjavík. Fleiri hundruð manns sækja þingið sem setja mun svip á borgar- lífið næstu daga. Að baki þinghaldsins býr mikil vinna sem unnin hefur verið bæði af þingmönnum og embættis- mönnum, Meðal þess sem rætt verður á þinginu er ný- skipan í störfum norrænu ráðherranefndarinnar, sem felur það meðal annars í sér, að skrifstofa hennar í Osló verður flutt til Kaupmanna- hafnar og sameinuð menning- armálskrifstofunni sem þar starfar. í Osló á hins vegar að koma á fót norrænni miðstöð fyrir rannsóknir og þróun í iðnaði. Allt er þetta skipulag næsta fjarlægt hinum al- menna borgara á Norðurlönd- unum. Á þinginu verður rætt um málefni sem standa hon- um nær, svo sem eins og efna- hagsþróun og atvinnumál. Samvinnu Norðurlanda í efnahagsmálum hefur aldrei reynst unnt að skipulags- binda. Hún er þó mikilvæg, ekki síst fyrir Dani, Norð- menn, Svía og Finna. í skýrslu ráðherranefndarinn- ar á þinginu kemur fram að 20% af utanríkisviðskiptum Norðurlanda fari fram inn- byrðis á milli þeirra. Um ís- land er það að segja, að versl- unarviðskipti okkar við Norð- urlöndin eru að mestu á einn veg, við kaupum mun meira af öðrum en þeir af okkur. Þá hafa íslenskir ráðherrar gagnrýnt styrktarstefnu norskra stjórnvalda í sjávar- útvegsmálum og talið hana leiða til forskots Norðmanna á mikilvægum fiskmörkuðum, þar sem við keppum við þá. Norðmenn mótmæla þessum fuilyrðingum og eiga vafa- laust eftir að gera það á Norð- urlandaráðsþingi. Staðreynd er, að oft reynist erfitt að hrinda góðum hug- myndum í framkvæmd á nor- rænum vettvangi, þegar á reynir. Eitt skýrasta dæmið um það finna menn með því að líta til umræðnanna um norrænt sjónvarp. Þær hafa staðið yfir í um 30 ár. Þegar að framkvæmdinni kemur tekst ekki að ryðja ríkis- bundnum hagsmunum úr vegi. Horfir nú verr um fram- gang sjónvarpsmálsins en oft áður. Með afnámi ríkiseinok- unar á útvarpsrekstri hvar- vetna á Norðurlöndunum skapast nýjar forsendur í þessu máli. Það hlýtur að vera minni áhugi á því en áð- ur að verja stórum opinberum fjárhæðum til ríkissjónvarps með gervihnöttum er nái til Norðurlandanna allra. Rætur norrænnar sam- vinnu eru menningarlegar. Þjóðirnar standa saman af því að þær eiga sameiginlega menningararfleifð. Þær hafa og sameinast um að veita verðlaun fyrir menningaraf- rek. Þar ber bókmennaverð- launin hæst. Þótt íslenskan sameini Norðurlöndin í menningarlegu tilliti þegar litið er til fortíðarinnar á hún undir högg að sækja í nor- rænu samstarfi nú á tímum. Einmitt þess vegna hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins sameinast um til- lögu á Alþingi, sem hefði í för með sér, ef samþykkt yrði, að ríkisstjórn íslands beitti sér „fyrir því að reglum um til- högun bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verði breytt á þann veg að íslendingar leggi bókmenntaverk sín fram á íslensku. Að öðrum kosti sé þeim heimilt að leggja fram þýðingar á ensku, frönsku eða þýsku engu síður en dönsku, norsku eða sænsku.“ Morgunblaðið tekur undir með flutningsmönnum þess- arar tillögu og telur að vel færi á því, að hún yrði ræki- lega kynnt á þingi Norður- landaráðs hér til að unnt verði aö átta sig á því strax, hvert hugur þingfulltrúa stefnir í þessu máli. Með því verður fylgst á íslandi og einnig undirtektum undir þá sameiginlegu tillögu allra ís- lensku fulltrúanna á þinginu, að norræn líftæknistofnun rísi hér á landi. Árangur af fjölmennum þingum eins og þessu er ekki unnt að meta með því einu að skoða dagskrár þeirra, lesa tillögurnar og hlusta á ræð- urnar. Gildi þeirra felst ekki síst í því að þar gefst mönn- um færi á að hittast og skipt- ast á skoðunum með óform- legum hætti. Uppi eru hug- myndir um að auka völd þing- manna í starfi Norðurlanda- ráðs og færa störf þingsins meira en nú er inn á flokks- pólitískar brautir, þannig að skoðanabræður í ýmsum löndum standi saman með formlegri hætti en hingað til hefur tíðkast. Slíkir flokka- drættir stangast á við hina almennu hugmynd sem menn gera sér um Norðurlandaráð, að það sé sameiginlegur vett- vangur utan og ofan við dag- legt stjórnmálaþras. REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 2. mars Réttarhöldin yfir Arne Treholt í Osló hafa ver- ið mál málanna í er- lendum fréttum síð- ustu daga. Það kom mönnum á óvart, hve alvarleg atriði komu fram í ákærunni á hendur honum. Málsvörn Treholts hefur verið eins og við var að búast. Hann leitast eðlilega við að færa athæfi sitt í sem saklausast- an búning, segist hafa heillast af spenn- unni og talið sig vera að vinna í þágu heimsfriðar eða norskra hagsmuna með því að afhenda KGB trúnaðarskjöl, jafnvel þegar hann var að semja við Kremlverja um markalínu í Barents- hafi. Sakborningurinn hefur haft um það bil ár til að velta því fyrir sér, hvaða leið hann ætti að velja til að gera hlut sinn sem bestan andspænis eigin játningu og niðurstöðum ákæruvaldsins og rann- sóknarlögreglunnar. Hann hefur greini- lega valið áróðursleiðina, færa sér hinn opna réttarsal í nyt til að gera sem minnst úr yfirvöldunum og skeíla skuld- inni á aðra, þar sem þess er kostur. Arne Treholt er enginn venjulegur njósnari eins og menn lesa um í blöðum af og til. Þeir eru yfirleitt heldur svip- lausir út á við. Láta lítið fara fyrir sér og pukrast með skjöl og annað. Falli á þá grunur reyna þeir að hverfa spor- laust. Séu þeir handteknir játa þeir strax og bíða þess síðan að komast í fangaskiptum til þess ríkis sem þeir þjónuðu. Hinn venjulegi skjalaþjófur og njósnari vill láta dæma sig í kyrrþey og er alls ekki fyrir að slá um sig með áróðursbrögðum frammi fyrir dómar- anum. Úr síðari tíma sögu bresku utan- ríkisþjónustunnar þekkja menn þjóð- svikara sem af hugsjónaástæðum og vegna trúar á kommúnismann gengu Sovétmönnum á hönd. Þeir komust tiL Moskvu eftir einni leið eða annarri. Þegar litið er á mál Arne Treholt sést, að hann lék sína leiki víða. Frama sinn á hann Verkamannaflokknum að þakka. Hann gerðist virkur í vinstra armi hans. Var í forystusveit þeirra sem börðust gegn herforingjastjórninni í Grikklandi, stríðinu í Víetnam og aðild Noregs að Evrópubandalaginu. Hann stóð sem sé jafnan framarlega í baráttu vinstri- sinna fyrir tískumálum á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann var blaða- maður. Komst í snertingu við æðstu stjórn ríkisins sem aðstoðarmaður Jens Evensen og síðan í öruggt starf í utan- ríkisþjónustunni, þar sem beið hans glæstur ferill. í raun hefði hann eins getað valið stjórnmál sem ævistarf eins og embætt- ismennsku. Nú þegar hann er tekinn fyrir að brjóta af sér sem embættismað- ur leitast hann við að afsaka sig með því, að hann hafi í raun verið að sinna heimsstjórnmálum með svo nýstárleg- um hætti, að það geti hvorki verið refsi- vert né saknæmt. Skjalanjósnarinn breytist í slagorða-stjórnmálamann í réttarsalnum. Hagsmunir Noregs og íslands í ákærunni á hendur Arne Treholt er hann meðal annars sakaður um að hafa látið KGB í té skýrslu um öryggi ís- lands. Skýrsluna kynnti Rolf Hansen, þáverandi varnarmálaráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, í ríkisstjórn Noregs 1. mars 1976. Þar er leitast við að meta gildi íslands í varnarkerfi vest- rænna þjóða og líta til þess sem gerast kynni ef landið hyrfi úr Atlantshafs- bandalaginu eða varnarsamstarfinu við Bandaríkin yrði rift. Skýrslan var lögð fram eftir að Islendingar höfðu slitið stjórnmálasambandi við Breta (19. febrúar 1976) og síðasta þorskastríðið, vegna útfærslunnar í 200 mílur, stóð sem hæst. íslendingar fóru þess á leit við Norð- menn, að þeir gættu hagsmuna sinna í Bretlandi eftir að stjórnmálasamband- inu við Breta var slitið. Norðmenn féll- ust á þessa beiðni og Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs, sagði 19. febrúar, að norska stjórnin harmaði mjög það ástand, sem skapast hefði. Og hann sagði einnig: „Norska stjórnin hef- ur verið í stöðugu sambandi við báða aðila til að freista þess að samningar gætu hafist milli þeirra. Hvað eftir ann- að höfum við skorað á Breta að draga herskip sín á braut af hinum umdeildu miðum. Við höfum gert það vegna þess, að slíkt er forsenda þess, að samningar geti hafist... “ Knut Frydenlund beitti sér ötullega fyrir sáttum meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og bauðst til að verða sáttasemjari ef deiluaðilar vildu. Öllum slíkum tillögum var hafn- að. Hinn 23. febrúar 1976 fór hann með- al annars í snögga ferð til Brussel og ræddi við Joseph Luns, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, um landhelgisdeiluna og þá bárust fréttir um málamiðlunartillögu frá Norðmönn- um. Vissu Sovétmenn allt? Aldrei hefur verið greint frá því opinberlega í hverju tillaga Norðmanna um málamiðlun fólst. Samkvæmt upp- ljóstrunum í Treholt-málinu er líklegt að Sovétmenn hafi fengið í sínar hendur allt sem skrifað var um málið í norska stjórnkerfinu. Hvort það hafi mótað af- stöðu Sovétstjórnarinnar til málsins skal ósagt látið. En um þær mundir sem Rolf Hansen, varnarmálaráðherra, lagði fram skýrsluna um öryggismál ís- lendinga í norsku ríkisstjórninni, sem Treholt náði, beindi Einar Ágústsson, þáv. utanríkisráðherra, spjótum sínum æ fastar gegn Atlantshafsbandalaginu í opinberum yfirlýsingum. Þannig sagði hann meðal annars í samtali við Stav- anger Aftenblad sem birtist 3. mars 1976, að íslendingar ættu að íhuga brottför úr Atlantshafsbandalaginu og riftun varnarsamningsins, ef bresku herskipin hyrfu ekki úr íslenskri lög- sögu. En hver var afstaða Sovétmanna á þessum tíma? Besta lýsingin á því fæst með endurbirtingu á frásögn Morgun- blaðsins af blaðamannafundi sem Geir Hallgrímsson, þáv. forsætisráðherra, efndi til í Kaupmannahöfn 2. mars 1976 í tengslum við þing Norðurlandaráðs. í Morgunblaðinu stóð á forsíðu 3. mars: „Forsætisráðherra var fyrst spurður um, hvort ummæli sendiherra Islands í Moskvu (Hannesar Jónssonar innsk.) um að Sovétríkin styddu íslendinga í fiskveiðideilunni væru rétt. Og þá hvort Lokadagar landhelgisdeilunnar við Breta í maí 1976. Á efstu myndinni sést Knut Frydenlund með Einari Ágústs- syni, en sem utanríkisráðherra hittust þeir oft og Frydenlund lagði sig fram um sættir milli íslendinga og Breta. Þá sjást þeir Einar Ágústsson og Anthony Crosland utanríkisráðherra Breta. Myndin er tekin 31. maí 1976 í Osló. Hún sýnir ráðherrana á leið til kvöldverðar hjá Knut Frydenlund eftir strangan samningadag. Neðsta myndin sýnir undirskrift samn- inganna við Breta 1. júní 1976 í Osló. Ásamt utanríkisráðherranum er Matthí- as Bjarnason þáv. sjávarútvegsráðherra á myndinni. samkomulag hefði verið gert við Sovét- ríkin. Geir Hallgrímsson sagði það ekki rétt að Sovétríkin styddu Islendinga, þvert á móti hefðu þau mótmælt útfærslunni í 200 mílur. Hins vegar hefðu þau virt hina nýju fiskveiðilögsögu. Aðspurður um hvort pólitískar ástæð- ur lægju að baki og hvort Sovétríkin væru að reyna að skapa sér gott orð á íslandi á kostnað Atlantshafsbanda- lagsins, sagðist forsætisráðherra ekki vita hvað lægi að baki. Hins vegar væri það auðvitað vilji Sovétríkjanna að ís- lendingar gengju úr NATO, en hvort það væri ástæðan sagðist hann ekkert geta sagt um. Hann gat þess einnig, að veiðar Sovétríkjanna við ísland fyrir út- færsluna hefðu verið hverfandi hluti af heildarafla þeirra." Ekki tókst að reka fleyg milli íslands og Atlantshafsbandalagsins með land- helgisdeiluna að vopni. Þvert á móti er það dæmigert fyrir, hvernig unnið var að lausn málsins, að samkomulag var gert í maílok 1976 í Osló í kjölfar ráð- herrafundar Atlantshafsbandalagsins. Skýrslan frá Öryggismálanefnd Öryggismálanefnd, þar sem sitja fuil- trúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sendi fyrir skömmu frá sér nýja skýrslu. Gunnar Gunnarsson, starfsmaður nefndarinnar, lýsir þar þeim fram- kvæmdum sem nú er unnið að eða eru á döfinni í þágu varna landsins. Ákvarð- anir um þessar framkvæmdir má rekja nokkur ár aftur í tímann. Þannig hófust viðræður milli bandarískra og íslenskra stjórnvalda um endurnýjun olíugeyma í Helguvík í september 1979 og fjármagni úr Mannivirkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins var veitt til byggingar flugskýla á Keflavíkurflugvelli í nóvember 1980. I júli og nóvember 1981 framkvæmdi bandaríska herforingjaráðið endurskoð- un þar sem fram kom að nauðsyn væri á breytingum á búnaði Keflavíkurstöðv- arinnar til að efla styrk hennar til loft- varna Islands og varna sjóleiðanna yfir Norður-Atlantshaf. I ritgerð Gunnars Gunnarssonar seg- ir: „Þó frumkvæðið komi frá Banda- ríkjamönnum er hér um að ræða sam- eiginlegar áætlanir þeirra og Atlants- hafsbandalagsins. Að hluta er gert ráð fyrir fjármögnun úr Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins en meiri hluti kostnaðar mundi hinsvegar falla á Bandaríkin." Höfundur telur að framkvæmdir hér á landi megi tengja almennum áætlun- um Atlantshafsbandalagsins um eflingu varna og segir: „Meðal 10 forgangsat- riða í langtímaáætlun bandalagsins, sem samþykkt var 1978 (Long-Term Defense Program), var efling loftvarna, þ. á m. loftvarna á höfunum. Áætlanir um stækkun eldsneytisgeyma fyrir flugvélar, styrkt flugskýíi og stjórn- stöðvar, efling ratsjáreftirlits o.s.frv. hafa því verið á dagskrá hjá Atlants- hafsbandalaginu síðustu árin og (eru) komnar á framkvæmdastig eða hefur verið lokið við í mörgum ríkjum Evrópu. Má vænta enn frekari áherslu á loft- varnir í nánustu framtíð." Ástæða er til að ítreka þetta sjónar- mið hér, þar sem ein helsta röksemd þeirra sem lagst hafa gegn endurnýjun varnarkerfisins á Islandi er sú, að með því væri verið að draga ísland inn í „kjarnorkunet" Bandaríkjanna undir forystu Ronald Reagans. Það sem hér er að gerast er í samræmi við almennar áætlanir Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkjamenn gegna að sjálfsögðu lykilhlutverki við þessar framkvæmdir hér samkvæmt þeim skyldum sem þeir bera samkvæmt varnarsamningnum. ísland og mannvirkjasjóðurinn íslendingar eru eina aðildarþjóð Atl- antshafsbandalagsins sem alls engan þátt tekur í mannvirkjasjóði bandalags- ins. Gunnar Gunnarsson skýrir hlut- verk þessa sjóðs í ritgerð sinni: „Veita má fé úr sjóðnum til mann- virkja, sem eru annaðhvort nýtt sam- eiginlega af aðildarríkjum eða þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta; falla undir stjórn NATO á ófrið- artímum og teljast til eftirfarandi 14 flokka mannvirkja: 1) flugvellir, 2) fjar- skipti 3) eldsneyti, 4) bækistöðvar sjó- herja, 5) aðvörunarkerfi, 6) þjálfun, 7) stjórnstöðvar á stríðstímum, 8) loft- varnaflaugar, 9) birgðastöðvar í fram- varnarstöðu, 10) skotfærageymslur, 11) flugskeyti (surface-to-surface), 12) loftvarnarmannvirki á jörðu (t.d. styrkt flugskýli, ratsjár), 13) mannvirki til stuðnings við liðsflutninga, 14) annað." Flóknar reglur gilda um framlög til sjóðsins. Hér verða þær ekki skýrðar. Þær framkvæmdir sem Gunnar Gunn- arsson tíundar í skýrslu sinni (fyrir utan nýjar ratsjárstöðvar) eiga sam- kvæmt áætlunum að kosta 284,4 millj- ónir dollara (12 milljarði króna), þar af borga Bandaríkjamenn 165,85 milljónir dollara (7 milljarði króna) og mann- virkjasjóðurinn 118,55 milljónir dollara (5 milljarði króna). Það hefur hvergi verið á dagskrá, að íslendingar gerðust aðilar að þessum sjóði. Einhver kostnaður yrði því sam- fara en menn hljóta að meta hann með hliðsjón af ávinningnum. Væri æskilegt að stjórnvöld tækju það til gaumgæfi- legrar athugunar, hvort íslendingar ættu ekki að taka þann þátt í mann- virkjasjóðnum sem best samrýmdist okkar hagsmunum. Samanburður vid Noreg Sé það sem gert er hér á landi til að halda uppi vörnum borið saman við það sem Norðmenn leggja af mörkum til eigin varna og Atlantshafsbandalags- þjóðanna er fráleitt að líta svo á sem endurnýjunin hér sé einsdæmi. I við- auka við ritgerð Gunnars Gunnarssonar kemur fram, að á árinu 1984 höfðu Norðmenn rúmlega 40 þúsund manns undir vopnum sem skiptast niður í land- her, flugher og flota. Þeir miða að því að geta aukið mannafla á ófriðartímum í arit að 325 þúsund manns. Fjárveitingar til varnarmála námu á árinu 1984 rúm- lega 13 milljörðum norskra króna (57 milljörðum ísl. króna). Hér á landi eru sem kunnugt er rúmlega 3.000 banda- rískir hermenn. I ritgerðinni segir Gunnar: „Sérstök áhersla hefur verið lögð á eflingu Ioftvarna í Noregi undanfarin ár og mun verða framhald á því næstu ár- in. Einkanlega hefur endurnýjun stórs hluta orrustuflugvélaflotans verið á dagskrá og hefur hún tekið u.þ.b. 77% af fjárveitingum sem fara í kaup á vopna- búnaði undanfarin ár. F-16-orrustuþot- ur hafa komið í stað F-104 og er ætlunin að lokið verði við kaup á samtals 72 þotum af þessari gerð 1986. Einnig er áætlað að efla varnir herflugvalla með loftvarnarflaugum. Ratsjárkerfið, sem er hluti hins svonefnda NADGE-kerfis sem hefst í Norður-Noregi og heldur þaðan áfram allt til Suður-Evrópu, álíta Norðmenn úrelt og hyggjast endurnýja það á næstu árum. Mun það verða greitt með fé frá Mannvirkjasjóði Atlants- hafsbandalagsins. Þá er einnig gert ráð fyrir kaupum á átta nýjum kafbátum næstu árin.“ Hér á landi á í ár að endurnýja orr- ustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli og koma hingað 18 vélar af gerðinni F-15 Eagle í stað F-4-vélanna 12. En það sem hér er sagt um Noreg á aðeins við átak Norðmanna sjálfra. Þar að auki leggja aðrar þjóðir þeim lið með margvíslegu móti, þótt þær hafi ekki herafla að stað- aldri í Noregi. Til að flýta fyrir liðs- flutningum til Noregs hafa nokkrar birgðastöðvar verið reistar þar sem geyma vopn, tæki og búnað fyrir banda- ríska landgönguliða sem sendir yrðu á vettvang á hættustundu. Það er fráleitt að líta j)annig á að unnt sé að tryggja öryggi Islendinga og Norðmanna innan vébanda Atlants- hafsbandalagsins nema þjóðirnar standi saman. Þeir sem vilja spilla því samstarfi gera það ekki af umhyggju fyrir réttmætum öryggishagsmunum. „Ekki tókst að reka fleyg á milli íslands og Atlantshafs- bandalagsins með landhelg- isdeiluna að vopni. Þvert á móti er það dæmigert fyrir hvernig unnið var að lausn málsins, að samkomulag var gert í maí- lok 1976 í Osló í kjölfar ráð- herrafundar Atlantshafs- bandalagsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.