Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 31 Ar og dagur æskunnar Ávarp biskups íslands, herra Péturs Sigurgeirssonar, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar „Lát engan líta smáum augum á æsku þína, en ver þú fyrir- mynd trúaðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika." (1. Tim. 4:9) Svo mælti Páll postuli eitt sinn til æskumanns. Segja má, að Páll tali hér máli æskulýðs- dags kirkjunnar, sem árlega er haldinn fyrsta sunnudag í mars, og er 3. mars nk. í annan stað er æskulýðsdag- urinn útvalinn til íhugunar og áminningar fyrir okkur, sem eldri erum, hvernig við rækjum hlutverk uppalandans og búum heiminn í hendur þeirra, sem eiga að taka við og erfa landið. Að þessu sinni er æskulýðs- dagurinn á því ári, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa kjörið ár æskunnar. Það gefur æskulýðs- deginum aukið gildi, og gerir hann „tvíheilagan", ef svo má að orði komast. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ spyr Jónas Hallgrímsson í kvæð- inu fsland. Reynum að svara þeirri spurningu og taka mið af því, sem reynslan hefir kennt okkur í uppeldismálum. Matthí- as lét í ljós ósk landi okkar og þjóð til handa, er hann kvað: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsrikisbraut.” Æskan er verðmætasta eign hverrar þjóðar. Hag hennar og heill eigum við að bera fyrir brjósti, hið „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár“. Ýmislegt tor- veldar þó, að sú sameiginlega hugsjón okkar nái fram að ganga. Áfengis- og fíkniefna- vandamálið er ásamt ófriðar- hættunni það ískyggilegasta, sem hrjáir æskulýðinn í dag. Margir stynja og tárfella af völdum ofdrykkju og eiturlyfja og það böl hrjáir fólkið, yngri sem eldri. Því nefni eg þetta að nú virðist vera hætta á því að áfengur bjór flæði yfir landið með fyrirsjáanlegum afleiðing- um til viðbótar við áfengisbölið, sem fyrir er. Þessi tegund áfeng- is mun ekki síst valda tjóni í lífi fjölda æskufólks og barna og enn auka þann vanda, sem foreldrar eiga við að stríða í uppeldismál- um. Práleitt er að láta þetta verða á ári æskunnar, eins og á hvaða Pétur Sigurgeirsson tíma sem er. Skylda okkar er að firra þá bölinu, sem ekki kunna fótum sínum forráð, þeim ógnum, sem hægt er að kjósa frá. Nóg er af hinu ófyrirséða tjóni og böli, sem að höndum ber, og menn geta enga rönd við reist. Það var eitt sinn 1. desember á stúdentsárum mínum, að háskólastúdentar mættu við Há- skólann til að skipa sér í raðir og ganga i fylkingu til hátíðahalda í borginni í tilefni dagsins. „Hvert er ferðinni heitið?" — spurði einn í röðinni, þegar lagt var af stað. „I kirkju til guðs- þjónustu" — var svarið. Það var fyrsti liður á hátíðadagskránni. Og stúdentinn svaraði umyrða- laust: „Það var ánægjulegt!" „Eg varð glaður, er menn sögðu við mig: Göngum í hús Drottins." (Sálm. 122:1.) Þetta er í stystu máli ávarp þess æsku- lýðsdags, sem að höndum ber. Guð blessi þann dag, öll ár og daga í lífi og starfi hinnar ís- lensku þjóðar. Verkfræðingafélag íslands: Lýsir furðu á ummælum iðn- aðarráðherra STJÓRN Verkfræðingafélags ís- lands hefur beöið Morgunblaðiö að birta eftirfarandi yfirlýsingu: Stjórn Verkfræðingafélags Is- lands furðar sig á ummælum iðn- aðarráðherra á Alþingi í umræð- um um sjóefnavinnslu á Reykja- nesi. Verkfræðingafélagið er með þessu ekki að fella dóm um arð- semi sjóefnavinnslunnar. Hins vegar vill félagið eindregið mót- mæla niðrandi aðdróttunum í garð nafngreindra, ráðgefandi verkfræðinga verksmiðjunnar, svo og fúkyrðum í garð verkfræð- ingastéttarinnar í heild. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lífskjör í þróuðu lör.dun- um byggjast fyrst og fremst á tækniþekkingu og hagnýtingu hennar. Hvar værum við stödd án raforkuframleiðslu, hitaveitna og hvers konar annarji nýtingu tækninnar, sem byggist á verk- fræðilegri þekkingu? Mikið af þessum framförum hefur orðið einmitt vegna þess, að íslenskir verkfræðingar hafa haldið hug- myndum sínum að stjórnvöldum. Mjög er nú rætt um nýsköpun atvinnulífs og nýjan iðnað. Sú uppbygging verður að byggjast á nýrri tækni og mun því ekki síst hvíla á verkfræðingum. Hversu vel ráðgjöf þeirra og störf munu nýtast er ekki síst háð því hversu mikið gagnkvæmt traust og skiln- ingur ríkir milli þeirra og þess ráðherra, sem fer með iðnaðar- og orkumál. Grænland: Sútunarstöð fer út í klæðagerð Grænlandi, 28. febrúar. Frá NiLs Jörgen Bniun, frétUriUra Mbl. TILRAUN sem hið ópinbera gerði til að reka sútunarstöð í Julianehaab í Suður-Grænlandi hefur gersamlega mistekisL Verksmiðjan hefur safnað skuldum upp á 9 milljónir danskra króna (um 32 millj. ísl. kr.), frá því að bæjarfélagið, heimastjórnin og hópur hluthafa yfirtóku reksturinn. Landsþingið hefur veitt fyrir- tækinu 9 milljóna d. kr. fjárhags- aðstoð, svo að það geti byrjað með hreint borð. Um 20.000 sútuð selskinn höfðu hrúgast upp hjá fyrirtækinu, með öllu óseljanleg um þessar mundir. Þess vegna hefur landsþingið ákveðið að leggja fram 14 milljón- ir d. kr. til vélakaupa, svo að verk- smiðjan geti hafið klæðagerð. Flugleiðirbpöa flug og bíl í tengslum við áætlunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamáti þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. LEITIÐ FREKARI UPPLVSINGA UM FLUG & BÍL A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐ A, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM FÉLAGSINS, EÐA A FERÐASKRIFSTOFUNUM. semvtljá heiminn og skilja hannbetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.