Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Níræður á morgun: Sigurjón Sigurðs- son, Raftholti Aldamótin síðustu mörkuðu djúp spor í sögu þjóðarinnar, bæði hvað snerti menningarmál og at- vinnusögu. Æska íslands tendrað- ist af hugsjónum ungmennafé- lagshreyfingarinnar sem borist hafði til landsins. og fylkti sér undir kjörorðin „íslandi allt“ og „ræktun lands og lýðs“. Ung- mennafélög voru stofnuð um land allt. Hafist var handa af eldmóði æskunnar og reynt að hrinda hug- sjónum í framkvæmd, oft af van- efnum, en margur félaginn sofn- aði glaður að kvöldi við þá tilhugs- un eina að hafa gert það gagn, sem mest hann mátti án endurgjalds og hlotið e.t.v. litlar þakkir og skilning þeirra, sem síst skyldi. En er þetta ekki einmitt grunn- tónn allra félagsmálastarfa? Sig- urjón í Raftholti er einn af alda- mótamönnunum. Hann verður níræður á morgun (mánudag). Þegar hann á þessum tímamótum lítur yfir farinn veg og fagnar góðri heilsu getur hann einnig glaðst yfir því, að hann hef- ur séð margar af æskuhugsjónum sínum rætast. ísland er annað og betra land, en þegar hann sleit barnsskónum, og það sem meira er, Sigurjón hefur fengið að vera Það er ekki hægt að komast hjá því að íslenska þjóðin öll í heild, og hver einstaklingur hennar árni Þorsteini Ö. Stephensen heilla og hamingju með áttræðisafmæli hans nú í vetur og vil ég hér með færa honum þær kveðjur allra landsins barna, með þökk og djúpri virðingu fyrir allt hans há- fleyga og djúpstæða framlag, sem hann hefur fært okkur í allri sinni unaðstúlkun á ótal sviðum í tuga ára starfi í leiklist sinni og mörg- um öðrum störfum í listsköpun og menningu þessarar þjóðar. Hann hefur borið þar höfuð og herðar langt uppfyrir alla meðal- mennsku, og enginn svo á rödd hans hlustað án þess að eftir taki í lotningu þeim yfirburðum sem honum svo í vöggugjöf hlotnast hafa, að langt skarar frammúr, svo að til afburða má telja. Er þá engum vafa bundið að lestur hans á útvarpssögunni Sólon Islandus skarar svo framúr öllum hans verkum, að þar i reisti hann sjálf- þátttakandi í því mikla uppbygg- ingarstarfi. Alls staðar, þar sem hann hefur lagt hönd að verki, hafa störf hans miðað til góðs. Sigurjón er skarpskyggn maður og eðlisgreindur, málsnjall svo af ber, að helst má likja við náðar- gáfu. Aldrei verður honum orðs vant, en virðist alltaf velja rétta orðið í málflutningi sínum. Ljóð góðskáldanna liggja honum létt á tungu, enda er hann sjálfur góður hagyrðingur, þótt leynt fari. Sig- urjón er vel lesinn maður og á gott bókasafn sígildra bókmennta. Sig- urjón er trúheigður og kirkjuræk- inn, söngmaður ágætur og hefur sungið í kirkjunni sinni frá því hann var 14 ára. Hafa trúmálin heillað hug hans mjög og mótað skoðanir hans. Sigurjón er mikill hamingjumaður í einkalífi. Hann átti framúrskarandi mikilhæfa eiginkonu, sem studdi hann með ráðum og dáð og gerði honum fært að sinna hugðarmálum sínum á félagsmálasviði um árabil. Hann á einnig góð börn og tengdabörn og niðja, sem gera honum allt til geðs og gleði er aldurinn færist yfir. Við, sem höfum verið samferða Sigurjóni um lengri eða skemmri tíma á lífsins vegi, þökkum honum um sér þann minnisvarða, sem hefur meitlast í hverja einustu sál, sem á hann hlýddi, að þar varð saga þessi að því óbrotgjarna meistaraverki, sem svo djúpt snart hverja einustu sál, og höf- undi þeirrar sögu lyfti Þorsteinn Ö. Stephensen uppí það hærra veldi, að með snjöllustu rithöfund- um þessa iands verði sá mikli meistari jafnan talinn. Enginn nema Þorsteinn gat út- fært tilfinningar einmana ein- stæðingsins Sölva Helgasonar, þegar hann í ailri sinni nekt og umkomuleysi leitar í örbirgð sinni á vit móður sinnar, sem hann þó vissi að ekkert átti nema móður- kærleikann, en hún er þá liðið lík, útí óhrjálega skemmu borin, og síðasta athvarfið dáið útí vonleys- ið. Það þarf sterkar taugar til að þola góða daga að sagt er, en hvaða taugar hefur þá þurft til að þola svona daga. Já, þessu verki skilar Þorsteinn Ö. svo til áheyr- enda sinna. að aldrei gleymist, og störfin og samgleðjumst honum af hjarta með níræðisafmælið. Sig- urjón í Raftholti er fágætur mað- ur og heillandi persóna. Hann er höfðingi meðal bænda og sómi sveitar sinnar. Helstu æviatriði Sigurjóns eru þessi: Hann fæddist 4. mars 1895 í Bjálmholti í Holtahreppi, Rang. Foreldrar hans voru Sigurður Sig- urðsson, bóndi þar, og kona hans, Borghildur Þórðardóttir frá Sumarliðabæ. Stundaði Sigurjón nám hjá Ófeigi prófasti Vigfús- syni á Fellsmúla og við Hvítár- bakkaskóla í Borgarfirði 1914—1915. Hann stundaði fisk- veiðar sem háseti 13 vetrarvertíð- ir á öllum veiðiskipum öðrum en mótorbátum, en vann við landbún- að hjá foreldrum sumur og haust. Bóndi í Kálfholti í Ásahreppi 1922—28 og í Raftholti í Holta- þar á þjóðin á spólum sínum eina dýrmætustu minninguna um þennan snjalla mann. Fyrir þetta, og allt annað, á Þorsteinn Ö. svo djúpstæðar þakk- ir skilið frá hinni íslensku þjóð, þótt hér verði á fátæklegan hátt á blaði fram settar, að maklegt væri að færa honum þá viðurkenningu, sem til sóma hennar mætti telja, og þessi einstæði listsnillingur ætti svo sannarlega skilið. Jens í Kaldalóni hreppi 1928—66. í hreppsnefnd 1938—70. Sýslunefndarmaður 1942—70. í skólanefnd 1942—74, formaður 1946—58. í sóknarnefnd 1938—71. í skattanefnd frá 1948. í „sexmannanefnd", er lagði grundvöll að verðlagningu land- búnaðarvara, 1943 og aftur 1947—59. í stjórn Stéttarsam- bands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins 1945—53. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsamb. bænda 1946—56. í stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands 1946—76. Búnaðarþingsfulltrúi 1947—54 og 1958—66. í byggingarnefnd Laugalandsskóla þau 3 ár, sem bygging hans stóð yfir. Endur- skoð. Holta- og Ásahr. 1937—64. Varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Rang. 1942—59, sat á Alþingi í okt. 1955. I stjórn Ungmf. Ingólfs 1914—22. í stjórn Héraðssamb. Skarphéðins 1920— 42, heiðursfélagi þess. í stjórn Kf. Þórs á Hellu 1946—76. Heiðursfé- lagi Búnaðarsamb. Suðurlands 31. maí 1976. RF 1. janúar 1965. Kvæntur 26. maí 1922, Guðnýju Ágústu, f. 26. maí 1896, d. 9. maí 1974, Ólafsdóttur bónda og hrepp- stjóra í Austvaðsholti í Land- mannahreppi, Jónssonar og s.k.h. Guðrúnar Jónsdóttur. Sigurjón verður að heiman á af- mælisdaginn. Hannes Guðmundsson, Pellsmúla. Sigurjón vinur minn í Raftholti er nú seztur í helgan stein við góða heilsu, frískur á fæti sem ungur væri. „Landið þitt var allt þitt yndi,“ segir eitt af aldamótaskáldunum og þessi orð vil ég gera að mínum á merkum tímamótum á æviferli Sigurjóns í Raftholti. Einlægari eða áhugameiri ætt- jarðarvin þekki ég ekki, hagsæld landsins ber hann fyrir brjósti sér frá morgni til kvölds. Sigurjón er áhugamaður um þjóðleg fræði, sérstaklega eru fróðlegar lýsingar hans á búnað- arháttum fyrri tíma, á gott bóka- safn og les mikið. Sigurjón í Raft- holti hefir klofið lífsstrauminn drengilega og alla daga verið vel sjálfstæður og mannlundaður. Hann fór í gegnum eld og ís frum- byggja lífsins og hefir reynt súrt og sætt langa æfi, en hann hefir borið sínar byrðar án þess að kikna. Hann er ávallt hress og glaður og kvartar aldrei né möglar þó það sé nú aldarandi hvort sem þörf er á eða ekki. Sigurjón í Raftholti er heil- steyptur stuðningsmaður Sálar- rannsóknafélags íslands og áskrifandi Morguns frá upphafi. Fyrir Sigurjóni er persónulegt framhaldslíf einstaklingsins full- komin staðreynd. Hann er sann- færður um fjarhrif (telepathy). Á því megi byggja þá staðhæfingu að maðurinn sé sál, sem geti starf- aö án heila, tauga og vöðva. Lík- aminn er aðeins verkfæri. Það sem notar verkfærið er persónuleiki mannsins, maðurinn sjálfur. Per- sónuleikinn á sjálfstæða tilveru hjá hverjum lifandi manni haldi áfram að vera til eftir það að hann leggur frá sér verkfærið — lík- amsdauðinn — þetta er staðfest af sálarrannsóknunum. Frjálslyndi er hið sanna loftslag Sigurjóns í Raftholti. En Sigurjón í Raftholti er mikill trúmaður, er hjartanlega gagntekinn af kærleika Krists, bænarinnar maður flestum öðrum fremur en hvort tveggja þetta fel- ur í sér ráðningu þerrar gátu hvernig hann fékk afrekað eins miklu og hann fékk, starfað seint og snemma. Að Sigurjóni í Raftholti standa göfugar stórhöfðingjaættir á allar hliðar. Má þar nefna m.a. Jón Ei- ríksson konferensráð í Kaup- mannahöfn og Benedikt Sveinsson sýslumann og alþingisforseta, en aðrir mér kunnugri munu skrifa um ættir Sigurjóns, uppruna og störf. Sigurjón kvæntist Ágústu Ólafsdóttur óðalsbónda og hrepp- stjóra í Austvaðsholti Jónssonar árið 1922, en frú Ágústa andaðist 9. maí 1974. Segja mér kunnugir að frú Ágústa hafi verið stórum glæsileg kona, glaðieg og góðleg í viðmóti og um leið tíguleg og sköruleg í framgöngu. Það sópaði að henni. Konur drógust að henni og þótti gott að koma til hennar og eiga félag við hana. Það var menn- ing og hressing frá áhyggjum og erfiði lífsins. Frábær myndar- bragur var á öllu á heimili hennar. Sigurjón í Raftholti opnaði hús- dyr og hjartadyr fyrir mér fyrir nokkrum árum og fyrir það er ég sérstaklega þakklátur og þess vegna finn ég mig knúinn til að tjá mínar hjartans þakkir fyrir, nú á þessum vegamótum. Sigurjón býr í skjóli sona sinna í Raftholti og tengdadóttur barna- barna. Þær munu vera fáar tengdadæturnar sem geta jafnast við tengdadóttur hans, slík er kærleiksrík umhyggja hennar að aðdáun vekur og mættu margir taka sér hana til fyrirmyndar. Heill öldungnum níræða. Helgi Vigfússon, Ál, Ilallingdal, Noregi. Erik Nielsen varnarmála- ráðherra í Kanada OtUwm, 28. febrúar. AP. ERIK Nielsen, aðstoðarforsætis- ráðherra Kanada, var í dag skipaður varnarmálaráðherra landsins í stað Robert Coates, sem sagði af sér eftir að það vitnaðist, að hann hafði sótt næturklúbb í Vestur-Þýzkalandi, þar sem nektardansmeyjar komu fram. Nielsen, sem er 61 árs, er talinn einn mesti áhrifamaðurinn í stjórn Brians Mulrooney. Nielsen heldur áfram stöðu sinni sem að- stoðarforsætisráðherra. Hann er talinn lengra til hægri en Mul- rooney og Joe Clark utanríkisráð- herra. Afmæliskveðja: • • Þorsteinn O. Steph- ensen áttræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.