Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Hér sést teikning af rjuðurhlið listasafnsbyggingarinnar og sýnir vei hvernig safnið, sem er á tveimur hæðum, íiggur í landslaginu. Inngangur er af annarri hæð til norðurs, en af neðri jarðhæð út í garðinn. Reisa listasafn í Kópavogi í vor veröur hafist handa um aö fullhanna Listasafn Kópavogs, sem á að standa norður undir kirkjuholtinu og milli Kópavogskirkju og Hafnarfjarðarvegar. I>annig íengíst öaö Hamraborg til norðurs af annarri hæð, þar sem verður aðalinngangur, en opnast til suðurs á neðri jarðhæð að garðsvæði vesturhluta Kópavogs, sem nota má fyrir höggmyndir og aðrar sýningar utanhúss. Var nýlega sampykkt í bæjarráði rýmisáætlun, þar sem gert er ráð fyrir um það bil 1260 ferm. byggingu á tveimur hæðum og jafnframt að hönnunarvinna verði nafin svo að hægt verði að byrja á næsta sumri. Arkitekt er Benjamín Magnússon. Á Listasafnið að geyma og sýna listaverk í eigu bæjarins en þar á meðal eru verk Gerðar Helgadóttur myndhöggvara sem erfingjar hennar gáfu og skyldi safnið tengt nafni hennar, svo og verk Barböru og Magnúsar Árnasonar og fleiri, og jafnframt skai það gegna hefðbundnu hlutverki listasafns. Hugmyndin að byggingu Listasafns Kópavogs á sér nokkra forsögu. Árið 1965, á 10 ára afmæli Kópavogskaupstað- ar. var stofnaður lista-og menn- ingarsjóður og er hlutverk hans að efla iista og menningarlíf í Kópavogi. Var þá ákveðið að 'á% af útsvarstekjum bæjarins rynnu til sjóðsins, sem skyldi nota stærstan hluta tekna sinna til kaupa á listaverkum, eflingar tónlistar og ieiklistar og kynn- ingar á bókmenntum og annarr- ar menningarstarfsemi. Hafa jafnt og þétt verið keypt verk til safnsins, nú síðast mynd eftir Louisu Matthiasdóttur, sem hékk . skrifstofu Kristjáns Guð- mundssonar hæjarstjóra er blaðamaður Kom oar r.il að fá af safninu fréttir, asamt mynd eft- ir Ásgrím frá 1920 og olíumál- verki eftir Jón Stefánsson. Er því kominn góður og fjölbreyttur stofn listaverka sem dreifð eru um stofnanir hæjarins Á árinu 1977 gáfu systkini Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara sjóðnum öl) hennar verk sem voru dánarbúi henn- ar, þar á meðal verk pau er flutt voru heim úr vinnustofu nennar í París. Eru það myndir úr bronsi, járni, marmara, leir og gifsi, teikningar og steindir gluggar. Hafa nýlega bæst I safnið verk sem voru í verkstæði Oidtmans í Þýzkalandi. Komu 15 steindir gluggar til viðbótar við aðra 20, sem voru komnir á und- an. Fylgdi gjöfinni höfundar- Listasafni Kópavogs hefur ver- ið valinn staður undir kirkju- holtinu, þar sem það er teiknað inn á myndina. Það tengist Ilamraborg til norðurs af ann- arri hæð, en af neðri jarðhæð garðsvæði sem nota má fyrir höggmyndir og aðrar sýningar úti. Verður það útivistarsvæði vinstra megin við bygginguna á myndinni. Morgunblaðið/RAX réttur að verkunum til iista og menningarsjóðsins, en verkin skyldu varðveitt í listasafni er tengdist nafni Gerðar. Hefur hinu nýja listasafni verið valinn staður í nánd við Kópavogs- kirkju, þar sem steindu kirkju- gluggarnir eru einmitt eftir Gerði og því góð tengsl á milli verka iistamannsins. Má geta þess að við vígslu hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar gaf Kópavogsbær þangað höggmynd efir Gerði, sem hefur verið steypt og verður sett þar upp í vor. Á árinu 1983 bættist enn við dýrmæt listaverkagjöf er Minn- ingarsjóður Barböru og Magnús- ar Á. Árnasonar færði Kópa- vogskaupsstað þau verk þeirra hjóna er þau létu eftir sig og voru í einkaeign, um 280 verk af ýmsu tagi. En þau hjón höfðu flutt í Kópavog i955 og bjuggu þar og störfuðu til æfiloka. Fylgdi gjöfinni ósk um að sem flest verkanna verði almenningi til sýnis í væntanlegu Listasafni Kópavogs og að hún virki sem hvati til að reisa það. Safn á tveimur hæðum Á fyrrnefndum fundi bæjar- ráðs Kópavogs var lögð fram greinargerð um hugmyndir að rými og áfangskiptingu bygg- ingarinnar. Gerir byggingar- nefnd þar ráð fyrir bví að efri jarðhæð, sem að flatarmáli verð- ur 631 ferm. verði m.a. tveir sýn- ingarsalir samtengdir. Þaklýs- ing verði yfir báðum sölunum og er hún jafndreifð um þakið með þakkúplum. En jöfn dreifing ofanljóss yfir öllu sýningarsvæð- inu tryggir iafna ýsingu við breytilega staðsetningu færan- legra skiiveggja. Samtenging salanna sameinar sýningar- svæðið í eitt eða gerir kleift að skipta því í smærri einingar fyrir minni sýningar. Á neðri jarðhæð, sem er svip- uð að flatarmáli, verða mál- verka- og höggmyndageymslur, skrifstofur, kaffistofa og rými til fjölnota (salur) o. fl. Salurinn er hugsaður fyrir ýmsa þá starf- semi sem fram kann að fara í húsinu svo sem fyrirlestrahald, kennslu, sýningar á höggmynd- um, undirbúningsrými fyrir sýn- ingar á efri hæð o. fl. Segir m.a. í greinargerð: „Listasafn er í eðli sínu vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga á sviði lista, vegna þeirrar sérstöku aðstöðu til myndlistarfræðslu sem þar er íyrir hendi. Á þessu sviði getur safn tekið á móti t.d. börnum undir skólaskyldualdri, sem þangað kæmu í heimsókn undir leiðsögn starfsmanns og/eða fóstru og veitt þeim fyrstu yfir- sýn yfir litameðferð og form- samsetningu í listaverkum. Þá ættu börn og unglingar á skóla- skyldualdri og á framhalds- skólastigi að geta nýtt ser þá að- stöðu sem fyrir er í safninu í tengslum við eigið nám i iista- sögu, mótun, fjölmiðlafræði o.fl. Námskeiðahald i formi kvöld- námskeiða til sí- og endur- menntunar getur einnig verið hluti þeirrar starfsemi sem fram gæti farið innan veggja safnsins auk fyrirlestrahalds um íista- menn og verk þeirra. Aö íraman- sögðu þykir rétt að gera ráð fyrir fjölnotarými í listasafninu, þar sem margbreytileg starf- semi getur farið fram. Á þann hátt gæti safnið öðlast sess I vit- und fólks sem lifandi vettvangur menntunar, skoðanaskipta ug sköpunar." Við vesturhlið af neðri hæð opnast svo útivistar- og garð- svæðið sem nýtist fyrir högg- myndir eða aðrar utanhússýn- ingar og möguleikar á yfir- byggðu sýningarsvæði fyrir höggmyndir eru fyrir hendi.E.Pá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.