Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 7 MONTPELLIER, RAUDVINSFUOTID RHONE FRÖNSK OG RÓMVERSK HREINRÆKTAÐUR SUMARLEYFISBÆR Það er með ólíkindum hversu mikiö Frakkarnir hafa lagt í aðstöðuna í Cap d'Agde. Þar er greinilega markmiðið að gera alla ánægða. Aqualand er eitt af þessum undrum. Það er rúmlega 36.000m2 skemmtigarður þar sem allt snýst um vatn: Vatnsrennibrautir, öldusundlaugar og sprautuverk. — raunar miklu fleira en íslensk orð fá lýst og langtum skemmtilegra en hægt er að hugsa sér. Tennisklúbbur Pierre Barthés er annað. Þar eru hvorki fleiri né færri en 63 tennisvellir og kennarar og leiðbeinendur eru á hverju strái. Öll aðstaða jafnt til íþróttaiðkana og afslöppunar er með ólíkindum góö. ,GOKART“ FYRIR KAPPAKSTURS - HETJUR Á ÖLLUM ALDRI Jafnvel stilltustu miðaldra húsmæður íslenskar, sem aldrei aka fjölskyldubílnum hraðar en lög leyfa, breytast í skæðustu ökuljón við að setjasl í almennilegan „gokarl" bíl. Og það eru þeir sko í Cap d'Agde. Þessa tegund kappakstursíþrótta geta allir stundað, því brautirnar og bílarnir eru sniðnir að þörfum ólíkustu ökuþóra. Cap d'Agde er hreinræktaöur sumarleyfisbær skammt suðvestan við borgina Montpellier, í þeim hluta Suður-Frakklands sem íslenskir orðsmiðir hafa nefnt Ijöngudokk. Bærinn er eingöngu byggður upp fyrir orlofsgesti og hefur svo sannarlega ekkert verið til sparað: Fleiri kílómetrar af sandströnd til sólbaða yfir hádaginn; göngugöturnar og torgin trekkja um eftirmiðdaginn; glæsileg bátahöfn, með um 2ja kílómetra langri röð af allrahanda veitingastööum og verslunum, er miðpunklur á kvöldin; og um miðnættið taka við tugir diskóteka, skemmtistaða og næturklúbba sem teygjast fram undir Það er sjálfsagt að fara í stutta leiðangra inn í landið annaðhvort í hópferð með farar- stjóra eða í bílaleigubíl. Meöal sjálfsagðra áfangastaða er miðalda kastalaborgin Carcassonne, stórkostlegu dropasteinahellarnir Demoiselles og Clamouse, rómversku minjarnar í Nimes og nágrenni og ostaþorpið fræga Roquefort. Montpellier er 200 þús. manna borg u.þ.b. 60 km frá Cap d'Agde. Skemmtileg ekta gömul borg. í gamla hlutanum eru þröng stræti þar sem erfitt er að keyra um, jafnvel á smábílum. Við göngugöturnar er fjöldinn allur af spennandi verslunum og fararstjór- inn okkar er mjög vel að sér um veitingahús borgarinnar. Áhugafólk um rauðleita drykki má ekki láta hjá líða að aka upp með því fræga fljóti Rhöne og virða fyrir sér víngarðana í vínræktarhéruðunum frægu eins og t.d. Cotes du Rhðne eða Cháteauneuf du Pape. Alls staðar eru bændurnir reiðubúnir að bjóða gestum að bragða á afurðunum og jafnvel að leiöa þá um völundarhús framlciðslunnar. FYRST OG FREMST FRANSKT Þrátt fyrir að bærinn Cap d'Agde sé í einu og öllu byggður með ferðamannaþjónustu í huga skyldi enginn halda að hann hefði mátt byggja hvar sem væri. Franski sjarminn er IOO prósent þegar þú ert sestfur) inn á eitthvert veitingahúsið við höfnina. Brottför; 25/5 VPPSELT, 12/6, 3/7, 24/7, 14/8, 4/9, — dvalartími er 3 vikur. Verð frá kr. 27.900,- Barnaafsláttur; 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, 12—16 ára greiða 70%, nema allir 15 ára fá 50% afslátt vegna 15 ára afmælis Úrvals. AQUALAND morgun. ER ÓVIÐJAFNANLEGT FBHMSKRffSrOKN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91)-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.