Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 27 er mikilvægt að þeir standi saman að baráttunni fyrir hagsmunum sínum. Umbótasinnar hafa lagt fram tillögu um skipulagsbreyt- ingar á skrifstofu Stúdentaráðs til að tryggja að hún, sem á að vera miðpunktur hagsmunabaráttunn- ar, hafi forgang um að efla tengsl Stúdentaráðs og deildarfélag- anna.“ Kjartan Jónsson, Félagi manngildissinn- aðra stúdenta: Rjúfum einangrun Háskólans FÉLAG manngildissinnaðra stúd- enta var stofnað fyrir tæpum tveim- ur vikum. Efsti maður á lista þeirra er Kjartan iónsson. Hann var spurð- ur hver væru helstu stefnumál þessa nýja félags. „Félag manngildissinnaðra stúdenta setur manninn númer eitt. Við lítum ekki á skólann sem verksmiðju til að framleiða „app- aröt“ fyrir kerfið. Heldur á hann að sinna þörfum og áhuga nem- endanna. Kjartan Jónsson Helsta stefnumál okkar er að rjúfa þá einangrun sem Háskóli íslands virðist vera kominn í. Það er algengt að úti í þjóðfélaginu sé litið á starfsemi hans sem sóun á almannafé. Ég tel að það stafi af því að fólk veit ekki hvað er að gerast innan veggja skólans. Við teljum nauðsynlegt að deildirnar geri út hópa í fyrirtæki á landinu til þess að kynna starf- semi skólans. Þetta er gott fyrir fólkið í atvinnulífinu og einnig stúdentana. Einnig þarf að auka þjónustu við almenning. Það hefur verið gert t.d. í Orator, félagi laganema, sem hefur veitt almenningi ráð- gjöf. Félag manngildissinnaðra stúd- enta telur að Háskólinn þurfi að vera sjálfstæðari og að ekki séu höfð pólitísk afskipti af stöðuskip- unum. Slikt á að vera alfarið í höndum Háskólans. Við stefnum að því að vinna öðruvísi en gert hefur verið. í dag er Stúdentaráð mjög einangrað. Nemendur þurfa að fá að ákveða sjálfir hverjir eru hagsmunir þeirra. Ég tel það vera lélegan vitnis- burð að stúdentar hafa gefist upp á rekstri matsölu í Félagsstofnun stúdenta. Að okkar mati ættu stúdentar helst að sjá um allan rekstur hennar sjálfir. Að lokum vil ég minnast á það að nemendur njóta ekki allir sömu aðstöðu í lánamálum. Við berj- umst fyrir því að fyrsta árs nemar fái sömu réttindi og aðrir í þessum málum,“ sagði Kjartan Jónsson. Sendum ekki skatteftirlitinu svona boðskort ■SPyT V' 3 . * jF' V Ja*,. .. -w "*aL-~y ?: WBMm&r&Sz —-v.. / Þegar skatteftirlitsmenn fara yfir framtalsgögn ^ / fyrirtækja með aðstoð nýjustu tölvutækni fá þeir / stundum upp í hendurnar það sem þeir kalla „Boðskort“ ^éLát / - þ e. gloppur í framtali eða bókhaldi sem þrautþjálfaðir 'W / eftirlitsmenn sjá að eru tilraunir til skattsvika. í framhaldi af þessuferfram nákvæm rannsókn á öllum fjárreiðum fyrirtækisins. Stöndum saman um heiðarleg framtöl Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis, og í því formi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, t.d. bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.