Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
Hjúkrun — Hjúkrunarfræði Fyrri grein
Er hjúkrunarfræðinga-
skorturinn raunverulegur?
Guðrún Marteinsdóttir og Helga Jónsdóttir.
- eftir Guðrúnu
Marteinsdóttur og
Helgu Jónsdóttur
I. Hjúkrunarþjónusta er einn
mikilvægasti þáttur heilbrigðis-
þjónustunnar.
Þegar litið er á þá staðreynd að
u.þ.b. 30% hjúkrunarfræðinga í
landinu starfa ekki við hjúkrun og
hið háa hlutfall hjúkrunarfræð-
inga í hlutastörfum (1) er ljóst að
hjúkrunarfræðingaskorturinn er
ekki raunverulegur. Réttara er að
segja að skortur sé á starfandi
hjúkrunarfræðingum.
I þessari grein er leitast við að
útskýra orsakir ofangreindra
staðreynda og bent á leiðir til úr-
bóta.
Síðari greinin um hjúkrun og
hjúkrunarfræði mun fjalla um
eðli hjúkrunar og hlutverk og
ábyrgð hjúkrunarfræðinga.
II. Hlutfall starfandi hjúkrun-
arfræðinga hefur vaxið úr 49%
1968 í 69% 1983 (1).
Hjúkrunarfræðingum í hluta-
störfum fjölgar hinsvegar stöðugt
og hefur hlutfall þeirra hækkað úr
21% í 1968 í 58% 1983 (1). Fækkun
hjúkrunarfræðinga á vinnumark-
aði og mikil hlutavinna á sér
margvíslegar orsakir. Lang veiga-
mestar eru léleg launakjör, mikið
vinnuálag og óreglulegur vinnu-
tími (1).
Aðrar orsakir tengjast m.a. því
að hjúkrunarfræðingar eru flestir
konur.
Samkvæmt „Jafnréttiskönnun í
Reykjavík 1980-1981“ hvilir
heimilishald og barnauppeldi
meira á herðum íslenskra kvenna
en karla (2). Grfitt er að samræma
heimilislíf og vaktavinnu. Konur
hverfa tímabundið af vinnumark-
aði vegna barneigna og skortur er
á dagvistarrými fyrir börnin.
örar breytingar í heilbrigðis-
þjónustunni valda því að mörgum
hjúkrunarfræðingum reynist erf-
itt að koma til starfa eftir löng
starfshlé.
Starfsaðstaða hjúkrunarfræð-
inga er oft mjög erfið. Þrengslin á
mörgum sjúkradeildum og heilsu-
gæslustöðvum bera því vitni.
Umfang hjúkrunar hefur vaxið
mjög á síðari árum. Fjöldi stöðu-
gilda hjúkrunarfræðinga hefur
hins vegar ekki aukist að sama
skapi.
Samhliða því að stöðugildi eru
of fá, eru þau ekki fullnýtt eins og
alkunna er.
Vítahringur skapast: aukið
vinnuálag leiðir til þess að hjúkr-
unarfræðingar minnka við sig
vinnu sem aftur leiðir til þess að
vinnuálagið eykst enn frekar.
III. Menntunarmál hjúkrunar-
fræðinga hafa áhrif á framboð
hjúkrunarfræðinga á vinnumark-
aðnum.
Á síðustu 10 árum hafa 96
hjúkrunarfræðingar fengið hjúkr-
unarleyfi eð meðaltali á hverju ári
(3).
Næstu tvö árin munu u.þ.b. 220
„Fækkun hjúkrunar-
fræðinga á vinnumark-
adi og mikil hlutavinna
á sér margvíslegar
orsakir. Lang veiga-
mestar eru léleg launa-
kjör, mikið vinnuálag og
óreglulegur vinnutími.“
hjúkrunarfræðingar brautskrást
frá Hjúkrunarskóla íslands, Há-
skóla Islands og Nýja hjúkrun-
arskólanum. Aðsókn að náms-
braut í hjúkrunarfræði við Há-
skóla Islands gefur til kynna að á
komandi árum muni a.m.k. 100
hjúkrunarfræðingar brautskrást
árlega. Þetta bendir til þess að
nægilegur fjöldi bætist á vinnu-
markaðinn ár hvert.
Vandinn er í því fólginn að þess-
NYTT LYKTARLAUST KOPAL A ELDHÚSIÐ
KÓPAL FLOS og KÓPAL JAPANLAKK
Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima KÓPAL-lakkið er lyktarlaust og mengzLr því ekki and-
hjá þér. Þú getur lakkað auðveldlega með nýja rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi
KÓPAL-lakkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú
og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri iykt eða getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað
höfuðverk af þeim sökum. síðan pensla og áhöld með vatni.
Betra getur það varla verið.
ir hjúkrunarfræðingar komi til
starfa og haldist í starfi.
Árið 1987 mun hjúkrunarfræði-
nám eingöngu fara fram i Háskóla
fslands. Fjöldi nemenda í náms-
braut í hjúkrunarfræði hefur auk-
ist jafnt og þétt frá því hún tók til
starfa 1973. Fjöldi innritaðra er
nú um 320, þar af um 120 á fyrsta
námsári.
I Nýja hjúkrunarskólanum og
Ljósmæðraskóla íslands eru
hjúkrunarfræðingar við fram-
haldsnám og þátttaka hjúkrunar-
fræðinga í hvers kyns námskeið-
um er mikil.
Talverður fjöldi stundar einnig
framhaldsnám við erlenda skóla.
Hérlendis sem og erlendis hefur
glöggt komið í ljós að aukin
menntun hjúkrunarfræðinga skil-
ar sér örugglega í meiri starfs-
ánægju og stöðugra vinnuafli.
Með bættri menntun vinna
hjúkrunarfræðingar stöðugt qð
því að mæta sífellt flóknari við-
fangsefnum innan heilbrigðis-
þjónustunnar. Markmiðið er að
koma til móts vð þarfir skjólstæð-
inga.
IV. Hér á undan hefur verið
reynt að varpa ljósi á orsakir mik-
illar hlutavinnu og fráhvarfs
hjúkrunarfræðinga úr starfi.
Þetta ástand skapar mikinn vanda
í heilbrigðisþjónustunni og mik-
ilvægt er að leitað sé lausna sem
skjótast. í þvi sambandi viljum
við benda á eftirfarandi:
1. Yfirvöld verða að koma til
móts við kröfur hjúkrunarfræð-
inga og greiða þeim laun i sam-
ræmi við menntun þeirra og
ábyrgð. Erlendar rannsóknir sýna
að atvinnuþátttaka hjúkrunar-
fræðinga minnkar, þegar launin
lækka og eykst þegar launin
hækka (4).
2. Vinnuskilyrði hjúkrunar-
fræðinga má bæta á ýmsa vegu
t.d. með sveigjanlegri vinnutima,
bættri starfsaðstöðu og öruggri
barnagæslu.
3. Búa þarf sem best að náms-
braut i hjúkrunarfræði við Há-
skóla fslands. Brýn nauðsyn er á
fjölgun fastráðinna kennara.
4. Auðvelda þarf hjúkrunar-
fræðingum að hefja störf á ný eft-
ir löng starfshlé. Endurmenntun-
arnámskeið og markviss starfsað-
lögun er spor í rétta átt.
5. Með eðlilegu vinnuálagi og
námsleyfum eykst starfsánægja
hj úkrunarf ræðinga.
Hejmildjr:
1. Þórólfur Þórlindason og Arnór Guómundsnon
„Húkrunmrrrcóingukorturinn". Hjúkrun 60.
árg. 3.-4. tbl. s. 28—38.
2. Kristinn Ksrlsson: .Jafnróttiskönnunin {
Rerkjavík 1980-1981." Jafnréttisnernd
Rerkjavfkurborgar, aepk 1982.
3. lngibjörg R. Magnúadóttir 1984, óbirt
akýrsia.
4. Aiken, Blendon og Rogers „The Shortage of
Hospital Nurses A New Perspective" Amerie-
an Journal of Nursing, sept. 1981 bls.
1612—1618.
Guðrún Marteinsdóttir MS er
dósent í hjúkrunarfræði við Hí-
skóla íslands.
Helga Jónsdóttir BS er stunda-
kennari rið námsbraut í hjúkr-
unarfrmði.
Gangandi vegfarendur:
Slys algengari
hér en á hinum
Norðurlöndunum
SLYS i gangandi vegfarendum eru
hlutfallslega miklum mun algengari
bér á landi en i hinum Norðurlöndun-
um , samkvæmt upplýsingum íslensku
Neytendasamtakanna. Af því tilefni
hafa samtökin sent sýnisborn af þeim
endurskinsmerkjum sem notuð eru
hér i landi til prófunar hji Statens
Provningsanstalt í Svfþjóð, en í frétta-
tilkvnningu fri samtökunum segir að
siralítið hafi verið gert af því hingað
til að prófa þau endurskinsmcrki, sem
til sölu séu hérlendis.
Segir ennfremur að auk góðra
endurskinseiginleika sé ekki síður
mikilvægt að merkin séu rétt notuð,
en það á ekki að festa þau hátt á
baki flíkur heldur eigi þau til dæm-
is að hanga I um 30 sentimetra
spottum úr vösum til beggja hliða.
Niðurstöður prófananna á endur-
skinsmekjunum verða kynntar al-
menningi starx og þær liggja fyrir.