Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGIJR 14. MARZ 1985 3 Góöur afli vertíðarbáta Vestmannaeyjar: Mokafli og rígaþorskur — stærstu boltam- ir yflr 30 kfló Vestmannaeyjum, 13. marz. ÞÁ LOKSINS gaf á sjó í gær og nctahátar gátu dregið net sín eftir bræluna, var rótarafli hjá þeim öll- um. Alls bárust á land hér í gær 611 tonn og var enginn netabátur undir 30 tonnum. En þess ber að gæta, að þetta var tveggja og þriggja nátta fiskur og hráefnið því ekki eins og best er á kosið, eins og þegar netin eru dregin daglega. Afli trollbáta var einnig góður, mest rígaþorskur. Suðurey VE var með mestan afla í gær, 57 tonn. Ófeigur VE var með 51 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE 48 tonn, Gandí VE 47 tonn og Valdimar Sveins- son VE 45 tonn. Þetta voru afla- hæstu bátarnir, en almennt var fiskirí mjög gott. Uppistaðan í aflanum var þorskur, en hjá nokkrum var aflinn ufsabland- aður. Afli trollbáta hefur glæðzt mikið og í gær lönduðu þeir margir góðum afla, rígaþorski þar sem stærstu boltarnir vógu yfir 30 kíló og er því ekkert smá- fiskadráp hér um slóðir. Helga Jóh. VE landaði 40 tonnum í gær og Björg VE var með 21 tonn af rígaþorski eftir daginn. Það var því líflegt við höfnina í gær- kvöldi, hver báturinn af öðrum kom drekkhlaðinn að bryggju og karlarnir brosleitir í brúar- gluggunum. Þá voru nokkrir loðnubátar að tínast inn í gær- kvöldi með fullfermi. Nú er hrognataka i fullum gangi og hefur gengið vel að kreista hrognin úr loðnunni. Framund- an er vaktavinna í frystihúsun- um við hrognafrystinguna. Gott hljóð var í körlunum í talstöð- inni í dag og vona menn að ver- tíðin sé að komast vel í gang eft- ir undangengið óvissuástand. hkj Akranes: Vertíöin fer vel af stað Akranem, 13. marz. ÓHÆTT er að segja að vertíðin hafi byrjað vel hjá bátum á Akra- nesi eftir að verkfalli lauk. f gær komu stóru bátarnir úr fyrsta róðri sínum og var afli þeirra góður. Skírnir landaði 35 tonnum eft- ir nóttina og Sigurborg 25. Hjá minni bátunum var afli frá 2 til 4 tonn og var það orðið nokkurra nátta gamalt. Þriðji stóri bátur- inn, Rauðsey, er að skipta yfir á netaveiðar, en hún hefur stund- að loðnuveiðar frá því í haust. Enn eru tveir bátar á loðnuveið- um, Bjarni Ólafsson og Víking- ur. Togararnir Haraldur Böðvars- son og Krossvík hafa nú hafið veiðar að nýju, en Höfðavík ligg- ur enn við bryggju vegna bilun- ar. Bilanir hafa verið tíðar hjá henni það sem af er þessu ári. Sömu söguna er að segja af Skipaskaga, sem enn er í slipp vegna vélarskipta. — J.G. Þorlákshöfn: 466 tonnum landað á þriðjudag „ÞAÐ var stór dagur hér í Þor- lákshöfn í gær, en þá komu alls 466 tonn á land af 31 bát. Þetta er eitthvað daufara í dag, en þó þokkalegt," sagði Gestur Ámund- arson, vigtarmaður í Þorlákshöfn, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Gestur sagði, að ekki væri fyllilega að marka þennan mikla afla vegna þess, að bátarnir hefðu hvorki komizt út á sunnu- dag né mánudag til að draga net- in. Fiskurinn hefði því verið orð- inn tveggja og þriggja nátta. Því væri erfitt að spá nokkru um framvindu vertíðarinnar. Aflahæstu bátarnir í Þor- lákshöfn á þriðjudag voru Giss- ur með 46 tonn, Höfrungur III og Snætindur með 45 tonn og Jón á Hofi með 43 tonn. Mikill ufsi var í afla bátanna á þriðjudag. Ólafsvík: Lag á róðra eftir rysjur Ólafsrík, 13. mars. NÚ ER að komast lag á róðra að nýju eftir rysjur síðustu daga. Fisk- ur hefur enn ekki gefið sig til að ráði en sjómenn segja mikinn fisk á miðunum. Loðna er um allt og fiskurinn er á ferð upp um sjó eftir henni. Ef að vanda lætur skellur hrotan á um eða eftir 15. þessa mánaðar. Dragnótabátar hafa fengið ágæta róðra inn í milli. Bervík SH landaði til dæmis 24 tonnum í gærkvöld, eins dags afla. Mesti afli í net í gær var hinsvegar fjórtán tonn. Sjór gekk mjög hátt að landi hér sem annars staðar í rosan- um. Mikið hafrót var við ver- búðabyggingarnar en ekki varð teljandi tjón á húsunum. í svo- kallaðri Bót er sjór hinsvegar mjög að vinna sig á land og verð- ur að bregða hart við til að fyrir- byggja að stórtjón verði á mannvirkjum á næstu misser- um. — Helgi ,.Með pauinann í liöndiuium Ætlir þú aö ávaxta fé þitt í lengri eða skemmri tíma er þér óhætt aö setjast niður, loka eyrunum fyrir öllum gyllibcðöum og bera saman kjör og öryggi á sparifjármarkaönum. Niöurstaöan veröur áreiöanlega sú aö þú velur snariskírteini ríkissjóös aö því loknu og stendur upp með pálmann í höndunum. Verötryggö spariskírteini Verötryggö spariskirteini Verötryggö spariskírteini Gengistryggð spariskírteini meö 7% vöxtum. Innleysanleg meö 6.71% vöxtum sem greiðasl til 18 mánaöa meö vöxtum sem nieð 9% vöxtum til 5 ára. eftir 3 ár. misserislega. Innlevsanleg eftir 5 ár. eru meöaltal vaxta viöskiptabankanna á 6 mán. verötr. reikn. + 50% VAXTAAUKA. ENGIR LEYNDIR VARNAGLAR - ENGIR LAUSIR ENDAR HREINIR QG KLÁRIRSKILMÁLAR MEÐ MEIRI ÁVÖXTUN OG FULLKOMNU ÖRYGGI. Sölustaðir eru: Sedlabanki íslands. viðskiptabankamir. sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RIKISSJOÐUR ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.