Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Fréttir úr BORGARSTJORN Ibúðir fyrir hreyfihamlaða; Ákvæöum reglugerð- ar verði framfylgt at-s, iMmm *■*' Töluverðar umræður urðu um það, hvernig staðið er við ákvæði byggingarreglugerðar frá 1979 um hönnun húsa með tilliti til þarfa hreyfihamlaðra á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dag í framhaldi af fyrirspurn Sigurðar E. Guðmundssonar, borgarfulltrúa Alþýðuflokks- ins, varðandi embætti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík, stjóm verkamannabústaða og fleiri aðila. Á fundinum var samþykkt samhljóða að borgar- stjórn legði áherslu á það við byggingarnefnd og embætti byggingarfulltrúa að þeim ákvæöum byggingarreglugerð- ar, sem fjalla um íbúðir er henta þörfum hreyfihamlaðra, verði framfylgt. í byggingarreglugerðinni segir m.a. að í fjölbýlishúsum skuli, þar sem aðstæður leyfa, a.m.k. ein íbúð á jarðhæð hönnuð þannig, að hún henti þörfum hreyfihamlaðra. Þá segir að í hverri íbúð skuli fylgja a.m.k. eitt herbergi með vatnssal- erni og handlaug, sem sé ekki minna en 4 m' að gólfflatarmáli og skal það þannig úr garði gert, að það henti einnig hreyfihömluðum. Ennfremur að í ibúðum á jarðhæð, sem ætlað er að fullnægja kröfum fyrir hreyfi- hamlaða... skulu salerni og bað- herbergi hönnuð í samræmi við ákveðnar reglur. Aðkoma að þess konar íbúðum og innrétting skuli vera hönnuð þannig, að þær henti fólki í hjólastól. Spurði Sigurður E. Guðmundsson um það, hvort embætti byggingar- fulltrúans í Reykjavík hefði haldið uppi fullnægjandi eftirliti með því að þessi ákvæði reglugerðarinnar væru haldin. Ennfremur hvort stjórn verkamannabústaða og aðrir félagslegir aðilar fullnægðu þeim og hvað margar íbúðir hefðu verið byggðar af stjórn verkamannabú- staða frá gildistökutíma reglugerð- arinnar, þar sem tillit væri tekið til reglnanna. Ef þessum reglum hefði ekki verið fylgt með fullnægjandi hætti, hvort borgarstjóri hygðist tryggja að það verði gert eftirleiðis. Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar, sagði, að þar sem íbúðir væru á jarðhæð væri reynt að halda möguleikanum opnum svo Stofnun fólkvangs í Eliiðaárdal frestað STOFNIIN fólkvangs í Elliöaárdal hef- ur verið frestað að svo stöddu eða þar til forsendur liggja fyrir um stofnun hans. Var frestunin samþykkt á borgarstjórn- arfundi á Hmmtudag með atkveðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæðum minnihlutans. Þá var samþykkt að treysta stöðu dalsins, sem eins aðahítivistarsvaeðis borgarbúa með öllum ráðum, svo þar megi margbreyti- legt og öflugt útilif þróast. „Moldin rýkur í Iogninu“ er orðtak, sem manni kemur í hug, þegar horft er til viðbragða minnihlutans vegna frestunar fólkvangsins í Elliðaárdal," sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfismálaráðs, við umræður um málið. „Meirihluti umhverfismálaráðs hefur samþykkt að fresta stofnun fólkvangsins með tilvísun í umsögn borgarverkfræðings um þær athuga- semdir, sem borist hafa vegna auglýs- ingar um fólkvang í dalnum. Þá hefur ráðið lagt til að skipuð verði Elliða- árdalsnefnd, sem á að fjalla um nýt- ingu dalsins til útivistar. Verður nefndin ráðinu, borgarstjórn og borg- arráði til ráðuneytis um málefni, sem snerta nýtingu dalsins, og á að hafa samráð við hagsmuna- og fram- kvæmdaaðila I dalnum í þeim til- gangi, að umsvif þessara aðila sam- ræmist sem best útivist á svæðinu. Meðal athugasemda sem bárust eftir auglýsinguna var krafa eigenda jaröarinnar Vatnsenda um kaup á þeim landssvæðum sem fólkvangur- inn nær til og markast af Elliða- vatnsstíflu og farvegi Bugðu frá Oddgerðisnesi að ármótum og farvegi Dimmu frá ármótum að stíflunni. Þessi hluti Vatnsenda er óumdeilt f lögsögu Kópavogs. Hinn hluti lands Vatnsenda sem lendir innan hinna auglýstu fólkvangsmarka og er efst í Árbæjarhólma eða Vatnsendahólma er samkvæmt sumum heimildum upprunalega í landi Árbæjar og þá innan lögsögu Reykjavíkur þótt hann sé óumdeilanlega f eigu Vatnsenda- bóndans. Þessi landamerkjamál eru nú í athugun að beiðni borgarstjóra. Eðlilegt er að fá úr þessum málum skorið áður en til landakaupa kemur því eðlilegt virðist, að hvort sveitarfé- lagið um sig kaupi þau lönd, sem inn- an lögsögu hvors um sig verða að falla undir fólkvanginn. Lönd Vatnsendabóndans sem hér um ræðir eru rúmlega 30 ha að stærð og má búast við að kaup þeirra geti numið verulegum fjárhæðum. Þvf er nauðsynlegt að slá stofnun fólkvangs- ins á frest. Eg legg áherslu á að hér er talað um að fresta en ekki að falla frá,“ sagði Hulda m.a. „Málið verður að skoða frá fjár- hagslegu, lögfræðilegu og landfræði- legu sjónarmiði. Við hljótum að bera hag borgarbúa fyrir brjósti f öllum tilvikum og þvf verið sammála um að hagkvæmast sé að doka við með stofnun fólkvangsins og lfta fyrst til allra átta. Auðvitað verður um leið að tryggja að á engan hátt verði gengið á þetta dýrmæta útivistarsvæði," sagði hún ennfremur. Álfheiður Ingadóttir, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, og Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sögðu að engin rök væru fyrir þessari frestun. Þar sem engin tímatakmörk fengjust sett á frestunina væri ljóst að með sam- þykktinni væri f raun verið að hverfa frá fyrri áformum um friðlýsingu dalsins um langa framtfð. Gerðu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins tillögu um að 30 ha spildan í landi Vatnsenda yrði undanskilin fólkvang- inum á meðan úr þvf væri skoriö hver lögsaga sveitarfélaganna væri. Guð- rún Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, kvað málinu stefnt í hættu með þessari frestun því óljóst væri hvaða kostnað stofnun fólkvangsins mundi hafa f för með sér. óeðlilegt væri af borginni að taka afstöðu án þess að gefa bæjarstjórn Kópavogs tækifæri til að láta skoðun slna i ljós. Eðlilegast væri að setjast niður með fulltrúum frá bæjarstjórn Kópavogs og náttúruverndarráðs og ná samkomulagi um þetta mál. Jtt*. J f SÁÁ yfirtekur áfengisvarna- deild Heilsuyerndarstöðvarinnar Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag var samþykkt með atkvæðum borgar- fulltrúa sjálfstæðismanna að ganga til samninga við SÁÁ um yfirtöku þeirra á starfsemi áfengisvarnardeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavfkur. Borgarfull- trúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn þessari ákvörðun. I drögum aö samningi heilbrigðis- ráðs og SÁÁ sem samþykktur var f heilbrigðisráði f febrúar segir m.a. að borgin feli SÁÁ að taka að sér starf- semi áfengisvarnardeildarinnar. Starfsemin er fólgin f leiðbeiningu og ráðgjöf við aðstandendur áfengis- sjúklinga og falli undir starfsemi heilsuverndarstöðva samkvæmt ákvæðum laga um heilsuvernd. Skal fræðslu- og leiðbeiningarstöð SÁÁ rækja þá starfsemi scm áfengisvarn- ardeildin sinnir nú og leitast við að þróa nýjungar á sviði fjölskyldumeð- ferðar vegna ofneyslu vfmuefna. Sér- stök stjórnarnefnd verður skipuð þremur fulltrúum SÁÁ, einum full- trúa frá heilbrigðisráði Reykjavík- urborgar og einum fulltrúa starfs- manna. Ber stjórnarnefndinni að ráða m.a. til starfa lækni og dag- skrárstjóra, sem séu ábyrgir um fag- legt starf gagnvart borgarlækni og nefndinni. Ber þeim að veita reglu- bundnar upplýsingar um starfsemina auk heildaryfirlits í árslok. Þá er kveðið á um það að starfs- menn áfengisvarnardeildar njóti for- gangs til starfa hjá SÁÁ við gildis- töku samningsins, með ekki lakari launakjörum en þeir njóta nú hjá borginni. Einnig skulu starfsmenn- irnir njóta áunninna veikinda- og orlofsréttinda. Er samningurinn upp- segjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara og ber að endurskoða hann að ári liðnu. Fyrir þessa starfsemi SÁÁ greiðir borg- arsjóður samsvarandi upphæð og áætlað var að verja til deildarinnar í ár. „Með þessari ráðstöfun fæst betri nýting fjármuna, betra skipulag og samþættara starf að þessum málum,“ sagði Páll Gislason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, m.a. við umræð- ur í borgarstjórn. „SÁÁ hefur sýnt það í verki á undanförnum árum að vera þess traust verð. Með þessu myndu skapast mun betri skilyrði til þróunar m.a. á fjölskyldumeðferð vegna ofneyslu vímuefna hvað nám- skeið og hvers konar ráðgjöf varðar. Eftirlit og upplýsingastreymi til heil- brigöisráðs um starfsemina er tryggt með fulltrúanum í stjórnarnefndinni — jafnvel betur en verið hefur.“ Sagði Páll, að nauðsynlegt væri að veita markvissa fræðslu i skólum um áfengi og aðra vímugjafa og minnti á fræðslumyndina, sem ákveðið hefur verið að vinna á vegum borgarinnar til fræðslu í grunnskólunum. Óskað var álits heilbrigðisráðuneytisins á þessari ráðstöfun og í svari þess sagði að borgin gæti tekið upp eins konar samvinnu um rekstur deildarinnar við áhugasamtök eða einkaaðila. Sagði Páll að víða væru þess dæmi að ýmsir þættir heilbrigðisþjónustunnar væru boðnir út með líkum hætti og þessi ráðstöfun fæli I sér og nefndi hann heimilislækna sem dæmi. Borgarfulltrúar minnihlutans mót- mæltu þvf að borgin skyldi kasta áfengisvarnardeildinni frá sér, eins og gert væri með samningi þessum. Engin rök væru fyrir því að þessi samningur væri tímabær eða stuðlaði að betri þjónustu á sviði áfengis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.