Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
í tíma töluð
MARLÍN-TÓG
LÍNUEFNI
BLÝ-TEINATÓG
FLOTTEINN
NÆLON-TÓG
STÁLVÍR
allskonar
SNURPIVÍR
28m/m 6x24x7
800 mtr. rúllur
•
KARAT
LANDFESTATÓG
50% aukinn styrkleiki
BAUJUSTENGUR
ÁL, BAMBUS, PLAST
BAUJULUKTIR
ENDURSKINSHÓLKAR
ENDURSKINSBORÐAR
LÍNUBELGIR
NETABELGIR
BAUJUBELGIR
ÖNGLAR — TAUMAR
MÖRE-
NETAHRINGIR
NETAKEÐJA
NETALÁSAR
NETAKÓSSAR
LÓÐADREKAR
BAUJUFLÖGG
NETAFLÖGG
FISKKÖRFUR
FISKGOGGAR
FISKSTINGIR
SALTSKÓFLUR
ÍSSKÓFLUR
FLATNINGSHNÍFAR
FLÖKUNARHNÍFAR
BEITUHNÍFAR
KÚLUHNÍFAR
SVEÐJUR
VASAHNÍFAR
STÁLBRÝNI
HVERFISTEINAR
í KASSA OG LAUSIR
RAFMAGNS-
HVERFISTEINAR
SKRÚFSTYKKI
ALLAR STÆRDIR
MJÖG GOTT VERD
ÚSfiG
STJÖRNULYKLAR
TOPPLYKLAR
LYKLASETT
TENGUR
FJÖLBREYTT
ÚRVAL
VÍR- OG
BOLTAKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
SÍMI 28855
OpiA laugardaga 9—12
- eftir Friðjón
Guðmundsson
GREIN þessi birtist í blaðinu fyrir
nokkru, en þá féll alllangur kafli
niður úr henni. Er hún því birt hér
aftur í heild. — Blaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Undanfarin missiri hafa orðið
mikil blaðaskrif og umræður um
landbúnaðarmál, sem því miður
hafa æði oft reynst allt of lítið
málefnalegar. Þar hefur of mikið
borið á þrálátum áróðri gegn
bændastéttinni, mest þó frá suð-
vesturhorni landsins, svo að segja
má að sumt af því geti beinlínis
flokkast undir atvinnuróg. Land-
búnaðurinn hefur verið lítilsvirtur
og bændur allt að því fótum troðn-
ir. Það hefur verið talað um það
sem þjóðfélagslega nauðsyn að
„fækka bændum" um allt að því
helming. Svo illa er jafnvel komið,
að menn úr leiðbeiningaþjónustu
bænda láti sér þetta um munn
fara. Til eru líka menn sem telja
að leyfa beri frjálsan innflutning
á landbúnaðarvörum, en þá er
ekki unnt að taka alvarlega, því
það myndi þýða endalok landbún-
aðar á íslandi við þær markað-
saðstæður og viðskiptahætti, sem
nú tíðkast í viðskiptalöndum
okkar, þar sem landbúnaðarfram-
leiðsla er lögvernduð með ýmsu
móti.
Menn setja upp einhliða reikn-
ingsdæmi vegna svonefndra út-
flutningsbóta, sem á að sýna skað-
semi þeirra fyrir þjóðarhag, en
gleyma gjarnan öðrum hliðum
málsins: þjóðfélagslegri þýðingu
landbúnaðarins og þeirri marg-
vísiegu atvinnuuppbyggingu er
tengist búvöruframleiðslunni,
einnig þeirri sem er umfram inn-
anlandsþarfir.
Bændaforustan hefur reynst lin
í vörn gegn þessum áróðri. Stétta-
samband bænda virðist vera farið
að bollaleggja um afnám útflutn-
ingsbóta „í áföngum" eins og það
er orðað. Hér sannast orðtakið:
„dropinn holar steininn". Fólk til
sveita er farið að tapa trú á sínu
hlutverki sökum þess hversu störf
þess eru vanmetin.
Sem kunnugt er hefur útflutn-
ingsbótaréttur landbúnaðarfram-
leiðslu verið miðaður við 10% af
heildarframleiðsluverði búvara
síðan um 1960. Sú stærð var þá
metin hæfileg í góðæri til að mæta
samdrætti í harðæri, svo tryggt
væri að innanlandsþörf væri
ávallt fullnægt. Framleiðsla um-
fram þetta hefur verið vandi
bændanna sjálfra og verður, svo
lengi sem reglur þessar gilda. Og
ég veit ekki til að neinar óskir hafi
komið fram um aukinn útflutn-
ingsbótarétt. Það er talað um að
með þessum útflutningsbótarétti
hafi verið mörkuð röng landbún-
aðarstefna, sem hafi skaðað þjóð-
arhag. Þetta tel ég alrangt —
þvert á móti tel ég að útflutn-
ingsbæturnar hafi veitt landbún-
aðinum mikilsverðan stuðning og
átt drjúgan þátt í að tryggja bú-
setu í sveitum og skapa atvinnu í
þéttbýli á þessu 25 ára tímabili.
Og það er sem betur fer langt í frá
að ég sé einn um þá skoðun. Fram-
leiðsla umfram þetta mark er svo
allt annað mál. Þá má segja að
komið sé að hinum margumrædda
„offramleiðsluvanda". Það er
einnig, röng ályktun að útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðarvörur
séu að öllu leyti tapað fé fyrir rík-
issjóð. Það er annaðhvort mis-
skilningur eða mistúlkun, en þó
undarlegt sé, minnist ég þess ekki
að hafa nokkru sinni séð þetta
leiðrétt. Þrátt fyrir óhagstæð
markaðsmál fæst þó gjaldeyrir
fyrir útfluttar landbúnaðarvörur,
sem er innlegg í þjóðarbúið og
fyrir þann gjaldeyri er unnt að
kaupa inn vörur, sem á eru lagðir
tollar og innflutningsgjöld, og síð-
ar söluskattur sem ríkissjóður
hirðir. Útflutningsbæturnar sjálf-
ar eru brúttóstærð, nettóstærðin
er önnur og minni: Tap ríkissjóðs
fer eftir því hversu utanlands-
markaður er hagstæður og hvern-
ig toll- og skattheimtu ríkissjóðs
er háttað hverju sinni. Hér kemur
margt til álita og margir aðilar
við sögu: 1. Þjóðarbúið. 2. Ríkis-
sjóður. 3. Bændur. 4. Vinnslu-
stöðvar búvöruframleiðslu og
sláturhús. 5. Iðnaðarfyrirtæki. 6.
Milliliðir. 7. Flutningsaðilar,
skipafélög, flugfélög. 8. Bankar, og
ef til vill fleiri. Ætli það sé ekki
óhætt að slá því föstu, að ef út-
flutningsbætur yrðu afnumdar
mundu allir ofangreindir aðilar
tapa, nema ríkissjóður. Hann
myndi að vísu hagnast, en hvergi
nærri eins mikið og upphæð þeirra
nemur.
í 8. tölublaði Freys í sept. sl. er
fróðleg grein um stöðu landbúnað-
arins eftir Guðmund Stefánsson
hjá Stéttarsambandi bænda. Þar
koma fram ýmsar athyglisverðar
staðreyndir. M.a. er birt tafla um
útflutning á dilkakjöti í jan. 1984.
Þó hér sé ekki um að ræða neitt
algilt dæmi um stöðu mála er rétt
að skoða það: Útflutningsverð-
mæti cif. er kr. 51,26 á kg. Flutn-
ingskostnaður er 10,55 á kg. Slát-
ur- og heildsölukostnaður er kr.
30,55 á kg. Vaxta- og geymslugjald
kr. 9,54 á kg. Stofnlánadeildar-
gjald kr. 2,54 á kg. Samtalsfrá-
dráttur frá söluverði erlendis kr.
53,18 á kg. Skilaverð til bænda
verður því kr. 51,20 á kg + 53.18 á
kg = + kr. 1,92 á kg. Grundvallar-
verð til bænda í jan. 1984 var því
sem næst kr. 96,00 á kg. Ríkissjóð-
ur þarf því að greiða nálega kr.
98,00 með hverju kilói ef bændur
eiga að fá fullt grundvallarverð.
Ef útflutningsbótaþörf dilkakjöts
1984 hefði verið 3.000 tonn og rík-
issjóður greitt fullt grundvallar-
verð fyrir það magn samkvæmt
ofangreindum forsendum virðist
dæmið líta svona út:
Dæmið skýrir sig sjálft. Gjald-
eyristekjur verða tæpar 154 millj-
ónir. Þær ættu að tryggja halla-
lausan rekstur þjóðarbús gagn-
vart útlöndum og trúlega talsvert
umfram það. Milliliðir ýmsir fá til
sín tæpar 160 milljónir, og bænd-
ur 288 milljónir, samtals tæpar
448 milljónir. Til frádráttar tekj-
um milliliða og bænda koma að
sjálfsögðu ýmsir kostnaðarliðir
við öflun teknanna. Og til frá-
dráttar útflutningsbótum ríkis-
sjóðs kr. 294 milljónum koma inn-
flutningsgjöld, vörugjald og sölu-
skattur af innflutningi fyrir gjald-
eyristekjur ellegar bætt viðskipt-
astaða gagnvart útlöndum. Tekjur
af innflutningi er kannski erfitt
að áætla, ef til vill mætti hugsa
sér þar um 40% af gjald-
eyristekjum eða ca. 64 milljónir.
Greiðsla ríkissjóðs yrði þá endanl-
ega 294 milljónir + 64 millj. = 230
milljónir. Það er athyglisvert, að
milliliðirnir fá næstum allt sitt
sjálfkrafa, bændurnir eru látnir
mæta afgangi, og í umræðum eru
svo uppbætur ríkisins taldar
styrkur eða jafnvel ölmusa til
bænda. Ættu allir að sjá hversu
ranglát þessi túlkun er sakir þess
að þær eru samkvæmt eðli máls-
ins ekki síður að sínum hluta
styrkur til milliliðanna og auk
„Kjarni málsins er ein-
mitt sá, að það er þjóð-
félagsleg nauðsyn að
halda uppi búskap í
sveitum landsins þannig
að byggð grisjist ekki úr
því sem orðið er.“
þess að langmestu leyti afleiðing
sjúklegs efnahagslífs, sem ekki er
sök bænda. Dæmið sem hér hefur
verið skoðað, og tekið er af handa-
hófi, er ekki hagstætt, en hver get-
ur staðhæft að ekki sé unnt að
hagræða sölumálum landbúnaðar-
ins og færa til betri vegar fyrir
þjóðarbú og ríki: Með hagræðingu
og lækkun á milliliðakostnaði,
lækkuðum flutningskostnaði, nið-
urfellingu sjóðagjalda af útflutt-
um landbúnaðarvörum, aukinni og
bættri úrvinnslu á þeim, með
öflugri markaðsleit og betri sölu-
mennsku. Úti í heimi sveltur fólk í
tugmiljónatali. Er ekki réttara að
kaupa búvörur af bændum fyrir
söfnunarfé líknarstofnana til
hjálpar bágstöddum heimshlutum
heldur en að húðskamma þá fyrir
að framleiða of mikinn mat. Og
ætti ekki rikið að kaupa af þeim
eitthvað af umframframleiðslu,
með einhverjum afslætti, til
hjálpar hungruðum heimi?
Guðmundur Stefánsson hjá
Stéttarsambandi bænda segir m.a.
í áðurnefndri grein: „Það er ljóst
að stefna stjórnvalda er að draga
úr niðurgreiðslum og kröfum um
afnám útflutningsbóta verða sí-
fellt háværari. Það er lfka ljóst að
þetta mun, ef af verður, hafa mjög
alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir bændastéttina og fyrir
byggðina." ÞetU er laukrétt og
sannarlega orð í tíma töluð. Kjarni
málsins er einmitt sá, að það er þjóð-
félagsleg nauðsyn að halda uppi bú-
skap í sveitum landsins þannig að
byggð grisjist ekki úr því sem orðið
er, eða a.m.k. sem allra minnst. Ef
hefðbundin búvöruframleiðsla
verður einskorðuð við innanlands-
markað, leiðir það óhjákvæmilega
til grisjunar byggðar i sveitum,
erfiðleika í rekstri vinnslustöðva
búvöru og samdráttar í atvinnu i
þéttbýli. Helmingsfækkun bænda
myndi hafa geigvænlegar afleið-
ingar, verulega eyðingu byggðar í
sveitum, stöðvun á sumum
vinnslustöðvum og atvinnumissi i
þéttbýli, sem erfitt er að meta
fyrirfram.
Við þá sem eru að tala um ranga
landbúnaðarstefnu vil ég segja
þetta: Viðnám gegn fólksflótta úr
sveitum er í grundvallaratriðum
rétt landbúnaðarstefna og andóf
gegn henni er engum til góðs.
Hinsvegar verður því ekki neitað
að ýmis mistök hafa átt sér stað i
landbúnaði sem öðrum mál-
um, enda getur það ekki talist
óeðlilegt. En þau mistök eru mörg-
um sinnum smærri í sniðum en Ld.
þau sem hafa átt sér stað í sjávarút-
vegi, þar sem hrikalegar fjárfest-
ingar og botnlaus skuldasöfnun eru
að sigla öllu í strand.
Fram á áttunda áratuginn
höfðu ráðunautar bænda uppi
mikinn áróður fyrir stækkun búa.
Margumtalaður „offframleiðslu-
vandi“ er að nokkru leyti afleiðing
þessa áróðurs. Segja má að þetta
séu mistök, skortur á framsýni.
Að minu áliti hafa líka orðið mis-
tök í stjórnun á framleiðslu. Það
væri Ld. hyggilegra að nota hið svo-
nefnda kjarnfóðurgjald til að byggja
upp innlenda kjarnfóðurframleiðslu
heldur en að stunda einskonar hrá-
skinnsleik með það eins og nú er
gerL Ég kann heldur ekki við þá
tilhögun að bjóða mönnum borgun
fyrir það að draga úr eða hætta
framleiðslu, kaupa upp búmark
eða borga mönnum fyrir að slátra
kálfum. Mér finnst svona ráðstafan-
ir bara kák og lágkúra. Þegar beita
þarf framleiðslustjórnun virðist
kvótakerfí og búmark eina raun-
hæfa leiðin og því þarf að fylgja eftir
með festu. Verður þá ekki hjá því
komist að setja bremsu á stærri
búin og þá líklega einnig tóm-
stundabúskap, ef stemma á stigu
við frekari grisjun byggðar.
En þrátt fyrir ýmislegt sem bet-
ur mætti fara í framleiðslu-
stjórnun og hjá bændunum sjálf-
um, er það misskilningur eða blátt
áfram rangtúlkun, að landbúnað-
urinn sé að ógna efnahagskerfi
landsins. Það eru óarðbærar fjár-
festingar landsmanna af ýmsu tagi,
ábyrgðarleysi í meðferð fjármuna,
alskyns óráðsfa I opinberum rekstri
og rekstri ýmissa fyrirtækja, alskon-
ar spákaupmennska, þrýstihópakerf-
ið og I stuttu máli sagt allt of al-
mennur dans í kringum gullkálfínn,
sem er að kollvarpa efnahagskerf-
inu. Það er farið að syrta alvarlega
í álinn, þegar fyrirsvarsmenn
þrýstihópa eru farnir að hæla sér
af því að þeir geti með samtaka-
mætti sínum „látið hrikta í stoð-
um þjóðfélagsins". Sú hugsun
sækir að manni, að fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar sé komið á
fremsta hlunn, og að hluti hennar
sé allt að því tilbúinn að fórna þvi
fyrir stundarhag.
íslendingum hefur aldrei gengið
verr að stjóma sínum fjármálum
en einmitt nú þegar tækni og tölv-
ur blómstra. Það vaða uppi als-
kyns sjálfsköpuð vandamál, sem
fólki finnst nær óyfirstíganleg, en
eru það auðvitað ekki ef það á
annað borð vill takast á við
vandann. En ég held að það væri
mjög óréttlátt að saka bænda-
stéttina um frekju í kapphlaupinu
um lífsgæðin. f aðalatriðum hefur
landbúnaðarstefnan verið nokkuð
rétt fram að þessu. En það þarf að
fara fram málefnaleg umræða um
þessi mál, sem kemur í veg fyrir að
áróður stjórnmálamanna og fjöl-
miðla vinni tjón og drepi kjark úr
bændum meir en orðið er. Bænda-
stéttin og forystumenn hennar þurfa
alvarlega að gæta þess að ánetjast
ekki áróðursvélum andstæðra afla.
Til þess að skýra stöðu mála,
stöðva óréttlátan áróður og eyða
misskilningi þarf að gera eftir því
sem unnt er, athugun á þjóðhags-
legu og þjóðfélagslegu gildi land-
búnaðarins með því m.a. að kanna
eftirtalin atriði: í fyrsta lagi
hversu miklum fjármunum land-
búnaðurinn og þjónustugreinar
hans skila, þar með talinn iðnaður
tengdur honum.í öðru lagi hve
margt fólk hefur atvinnu sína af
landbúnaði og atvinnurekstri
tengdum honum.í þriðja lagi
hvernig viðskiptastöðu þessara
greina er háttað gagnvart útlönd-
um. í fjórða lagi hversu mikið út-
flutningsbæturnar kosta ríkið
nettó og hvernig útflutningur
landbúnaðarvöru kemur út þjóð-
hagslega.í fímmta lagti hverjar af-
leiðingar takmörkun búvörufram-
leiðslu við innanlandsmarkað
hefði á búsetu og atvinnulíf í
sveitum, og á rekstur vinnslu-
stöðva búvöru og atvinnulíf í
þéttbýli.
Magn: Vert á t Cjaldeyr Til mill. TU AIU til
iast: liAa banda: millil.
og bjpfida:
Útfl. dilkakj. 3000 t 51.260 153.780 þ
Flutn.kostn. 3000 t 10.550 31.650 þ
Slátrun o.fl. 3000 t 30.550 91.650 þ
Vaxtakostn. 3000 t 9.540 28.620 þ
Stofnlánad.gj. 3000 t 2.540 7.620 þ
Alls 153.780 þ 159.540 þ
+ mism. á skr. og millil. kostn. + 5.760 þ
Til ráðstöfunar Útflb. til millil. 153.780 þ
3000 t á 1.960 5.760 þ 159.540 þ
Útfl.b. til bænda 3000 t á 96.000 288.240 þ 288.240 þ
Samt. 153.780 þ 159.540 þ 288.240 þ 447.780 þ