Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
41
staeður efnalítils fólks og ævikjör
nákominna forfeðra og formæðra
okkar fyrir 80—100 árum. Þá
koma mér sérstaklega í hug örlög
hinnar húnvetnsku ömmu Ingvars
og langómmu minnar, Guðrúnar
Bjargar Sveinsdóttur, og þykir
miður að vera ekki fær um að
segja frá kjörum hennar, svo að
vel fari. En þar mun að finna efni
í hetjusögu úr hversdagslifinu.
Eins er það fremur undarlegt, að
ekkert skuli hermt á prenti af
þeim sérstæða manni Pálma
Pálmasyni, syni hennar. Hann á
það sannarlega inni hjá fróðum
mönnum, að þeir setji saman þátt
af honum eins og gert hefur verið
um ýmsa ómerkari og leiðinlegri
persónur en hann, enda var hann
hvorugt.
Pálmi var eftirminnilegur mað-
ur, þótti að vísu bæði fjöllyndur og
galsafenginn og varla smáborg-
aralegur. Harðlyndur gat. hann
verið. En mér er næst að halda að
hann hafi verið hin mesta sveit-
arprýði á Norðfirði um daga sína,
þessi húnvetnski dalamaður, sem
m.a. var tungumálagarpur af guðs
náð og gat kaupslagað við franska
skútukarla á pompólafrönsku, sem
hann talaði fyrirhafnarlaust.
Enda skorti hann aldrei rauðvín
né koníak, ef á þurfti að halda.
Gamall Norðfirðingur hefur rifjað
það upp við mig nýlega, að eitt
sinn þegar hann var að vaka yfir
túni snemma sumars hafi hann
séð Pálma koma róandi til lands á
kænu sinni með rauðvínstunnu í
skut. Það var afli hans þá nótt.
Pálmi barst austur á land á þann
hátt, að hann kynntist konuefni
sínu, Ólöfu Stefánsdóttur frá
Ormsstöðum, þegar hún var við
nám í Kvennaskólanum á Ytri-Ey
og fylgdi henni austur. t kjölfar
hans nokkrum árum síðar kom svo
bróðir hans, Ingvar, og gerði garð-
inn frægan á Nes-Ekru og á fjölda
afkomenda þar eystra og víðar um
laiid, ef ekki öllum heimshornum.
Hafi ekki verið pláss fyrir þá
Pálmasyni í heimahögum nyrðra á
sinni tíð, þá skipuðu þeir rúm sitt
vel sem landnámsmenn, hvort sem
var á Norðfirði, sem átti við um þá
Pálma og Ingvar, — eða í Kanada,
þar sem Erlendur og Sveinn
reyndust dugnaðarmenn og for-
sjálir og eiga merka afkomendur í
Kanada og Bandaríkjunum. Sumir
þessara afkomenda halda tryggð
við frændfólk sitt á íslandi.
Ingvar Pálmason óx upp með
foreldrum sínum og fimm systkin-
um á Norðfirði. Bræður hans voru
Erlendur og Bjartmar, sem báðir
voru skipstjórnarmenn, og Ágúst
Alfons, verslunarmaður á Norð-
firði og síðar fulltrúi í stjórnar-
ráðinu, en systur hans voru Guð-
rún, sem gift var Karli Svendsen,
norskum vélsmið á Norðfirði, og
Guðlaug, sem var allra elst systk-
inanna, en dó rúmlega tvítug.
Hafði hún menntast og var heim-
iliskennari á Blönduósi, er hún
lést, en var ógift. Af þessum systk-
inum er Ágúst nú einn á lífi. Auk
þess átti Ingvar tvö hálfsystkin,
Soffíu Pálma, kaupkonu í Reykja-
vík, og Helga Pálmason, sjómann
á Norðfirði, sem dó ungur.
Ekki hafði Ingvar slitið barns-
skónum, þegar hann fór að róa á
útvegi föður síns, og tæpra 17 ára
var hann orðinn formaður á ára-
báti. Hann tók hið minna fiski-
mannapróf við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík 1919 og var áður
reyndar og eftir það bátaformaður
og útgerðarmaður á Norðfirði til
1938, er hann fluttist til Reykja-
víkur og settist þar að. Eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur tekur
hann að stunda síldveiðar og skip-
stjórn á síldveiðiskipum meira en
áður kann að hafa verið, en hann
var nótabassi á togaranum Brimi,
sem gerður var út frá Norðfirði á
árunum fyrir strið og fiskilóðs á
því skipi á togveiðum. Á Norð-
fjarðarárum sínum hafði Ingvar
verið duglegur og aflasæll formað-
ur, og var honum treyst til þess
manna helst að stjórna fiskveið-
um á bæjartogaranum, hvort sem
var á togveiðum eða síldveiðum
með herpinót, enda reyndist hann
þess trausts verður. Frá því um
1940 og næstu 20 ár að kalla var
Ingvar Pálmason landskunnur
síldveiðiskipstjóri og forgöngu-
maður á því sviði, ekki einungis að
hann væri í hópi mestu afla-
manna, heldur var hann framsýnn
og framtakssamur um allar nýj-
ungar og vildi að aðrir tileinkuðu
sér þær. Það var Ingvari nokkur
fjötur um fót, þegar á leið, að
hann hafði ekki skólamenntun til
að öðlast full skipstjórnarréttindi.
Úr því bætti hann þótt hann væri
þá kominn á miðjan aldur og lauk
meiraprófi frá Stýrimanna-
skólanum árið 1946.
Á árunum 1955—1961 starfaði
hann á vegum Fiskifélags íslands
að síldarleit og veiðarfæra- og
tækjatilraunum, og er það merkur
kafli á starfsferli hans í þágu ís-
lenskra sjávarútvegsmála. Mikil-
vægur þáttur hans í að kynna og
útbreiða notkun „kraftblakkar"
við síldveiðar er viðurkenndur af
þeim, sem gerst mega vita.
Árið 1%2 verða mikil umskipti
á störfum Ingvars Pálmasonar.
Hann er þá hálfsjötugur að aldri.
Þá stofnar hann innflutningsfyr-
irtæki, gerist stórkaupmaður og
sérhæfir sig í innflutningi véla og
veiðarfæra. Vafalaust hafa synir
hans verið með í ráðum um þá
starfsemi frá upphafi. Fyrirtækið
I. Pálmason hf. hefur dafnað vel á
þeim grunni, sem upphaflega var
lagður, og fært út kvíarnar. Er
Sigurður, sonur Ingvars, þar
framkvæmdastjóri.
Ingvar Pálmason kunni vel að
sjá eiginhag sínum borgið, en
hann var félagslyndur, sem m.a.
kom fram í því að hann rak útgerð
oftast í félagi við aðra, þegar hann
á annað borð var beint við útgerð-
arrekstur riðinn, sem oft var.
Ungur eignaðist hann lítinn vél-
bát og rak hann ejnn nema ef vera
skyldi með föður sínum að hluta.
Hét bátur þessi Hafalda. Segir
sagan, að Símon bóndi í Hellisfirði
hafi lánaö honum fyrir bátnum.
En þegar nafn Símonar í Hellis-
firði er nefnt kemur manni í hug
einn Húnvetningurinn enn, sem
settist að í Norðfjarðarbyggðum
og ástæða væri til að vita svolítið
meira um, því að nokkuð var í
hann spunnið. Þá átti Ingvar hlut
að útgerð stærri og meiri Haföldu
löngu síðar, eða upp úr 1930, en við
þá útgerð voru margir riðnir með
honum, svo sem mágar hans á
Framnesi, Óskar og Hinrik, svili
hans, Stefán Höskuldsson, Jón og
Karl Karlssynir og e.t.v. fleiri. Þá
stóð Ingvar að útgerð „Svíþjóðar-
báts“, sem Nanna hét og gerður
var út frá Reykjavík. Áttu ýmsir
einstaklingar hlut í þeim bát með
honum.
Ingvar tók þátt í félagsstörfum
stéttarbræðra sinna í Reykjavík
og sat þing Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands. Það
man ég einnig að prýði þótti að
nafni hans á framboðslistum
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Fyrir margháttuð störf sín var
Ingvar sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut
viðurkenningarbréf breskra
stjórnvalda fyrir hlut sinn að
björgun enskrar skipshafnar úr
sjávarháska fyrir austan. Ekki fer
milli mála, að Ingvar var farsæll
skipstjórnarmaður og mikill afla-
maður. En hann var einnig hjúa-
sæll og mikils metinn af hásetum
sínum. Sóttust menn eftir að vera
með Ingvari á sjó, og hafði hann
sömu menn oft ár eftir ár. Hann
kunni vel að stilla skap sitt og
vann allt með lagni, ef þess var
kostur. Skorti hann þó hvorki
skap né afl. Hann var fríður mað-
ur og í öllu vel á sig kominn.
Eins og áður segir var kona
Ingvars Friðrikka Sigurðardóttir
fædd 15. september 1897, dóttir
hjónanna Sólveigar Gísladóttur og
Sigurðar Þorsteinssonar á Fram-
nesi. Framnessystkinin voru mörg
og hafa flest átt heima alla ævi á
Norðfirði. Er frá þeim kominn
mikill ættbogi. Ingvar og Frið-
rikka þekktust frá barnæsku, voru
fermingarsystkin og fylgdust að
alla ævi. Það gegnir tæpast furðu
að forlögin skyldu sjá til þess að
þau hjón féllu frá samtímis að
kalla. Friðrikka lést í janúar sl. og
var hennar þá minnst í dagblöð-
um.
Ingvar og Friðrikka eignuðust 4
börn, misstdu dóttur, Auði Hall-
dóru, á barnsaldri, en eftir lifa:
Auður, húsfreyja í Reykjavík,
Pálmi, fiskiðnfræðingur, búsettur
í Seattle í Bandaríkjunum, og Sig-
urður, framkvæmdastjóri í
Reykjavík. Fósturdóttir þeirra er
Björg Sigurðardóttur, systurdóttir
Friðrikku, húsfreyja á Norðfirði.
Ingvar Pálmason dó að vísu
saddur lífdaga, en hann átti að
baki langa og starfsama ævi. Ekki
verður það áætlað nákvæmlega né
rökstutt á annan hátt, hversu
mikið nútímakynslóðin á að þakka
kynslóð Ingvars Pálmasonar, en
margir munu trúa því með mér að
án hennar verka væri íslenska
þjóðfélagið í mörgu annað en það
er og íslendingar varla sú þjóð
sem þeir vilja vera. Ingvar lagði
að fullu fram sinn skerf í fram-
farasókn íslendinga um daga sína.
Fyrir það eru honum færðar þakk-
ir og fyrir það heiðrum við minn-
ingu hans.
Ingvar Gíslason
Stórbætt aðstaða á Sól-
heimum í Grímsnesi
SeiroNHÍ, 10. mara.
ALBERT Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, tók í dag fyrstu skóflu-
stunguna að nýju vistmannahúsi á
Sólheimum í Grímsnesi. Bygging sú,
sem nú er hafist handa við, er vist-
cining sem leysa mun vanda 8 vist-
manna, auk 5—8 starfsmanna.
Húsið er einingahús, smíðað af
fyrirtækinu Samtaki hf. á Sel-
fossi. Arkitekt er Samúel Smári
Hreggviðsson, Selfossi. Grunnflöt-
ur hússins er 300 m2, en undir því
er kjallari með sama gólffleti.
Húsiö mun standa í brekku og
verður gengið inn í kjallarann af
jafnsléttu að neðanverðu. Á efri
hæð hússins verða 8 rúmgóð her-
bergi fyrir vistmenn auk lítillar
starfsmannaíbúðar og aðstöðu
fyrir afleysingastarfsfólk. Þar
verður stórt eldhús og borðstofa
auk stofu og garðskála, sem nýta
má í tengslum við borðstofu. Á
neðri hæð hússins verða 4 rúm-
góðar íbúðir fyrir starfsfólk.
Húsið verður að mestu byggt
fyrir fé úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra, en byggingunni hafa þegar
borist stórmannlegar gjafir frá
einkaaðilum. Aðili sem óskar
nafnleyndar hefur gefið kr. 300
þúsund til byggingarinnar og For-
Kyikmyndasýningar:
Byggingarlist
og endurbætur
gamalla
borgarhluta
í ÁSMUNDARSAL við Freyjugötu
stendur þessa dagana yfir sýning
sem ber nafnið Architecture and
Renewal in USA. Sýningin er opin
frá 2.—14. mars virka daga frá kl.
10.00—21.00, laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 14.00—21.00.
Sýningin er unnin í samvinnu
við Menningarstofnun Bandaríkj-
anna og lýkur henni á fimmtudag-
inn kemur með kvikmynda- og
myndbandasýningum í Ásmund-
arsal kl. 21.00-22.30.
Sýndar verða fjórar myndir um
endurbætur á gömlum borgarhlut-
um í Bandaríkjunum og sagt frá
hliðstæðum „Torfusamtökum“
þar.
Allir eru velkomnir á þessa
myndasýningu á meðan húsrúm
leyfir. Myndirnar verða aðeins
sýndar þetta eina skipti.
eldra- og vinafélag Sólheima hef-
ur greitt fyrir framkvæmdum með
fjárframlagi. Þá hefur Hjálpar-
stofnun kirkjunnar tekið að sér að
standa straum af kostnaði við
uppgröft og malarfyllingu í grunn
hússins.
Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen hf. vann útboðsgögn fyrir
gröft og fyllingu undir sökkul, en
samningur um það verk hefur ver-
ið gerður við Ræktunarsambandið
„Ketilbjörn“. Framkvæmdir við
sjálfa bygginguna munu hefjast í
maí og er áætlað að unnt verði að
taka visteininguna i notkun í
ágúst á þessu ári. Innrétting kjall-
arans mun bíða til næsta vetrar.
Sólheimar í Grímsnesi er sjálfs-
eignarstofnun sem hefur með
höndum meðferð og umönnun
vangefinna einstaklinga. Sesselja
Sigmundsdóttir hóf meðferðar-
starf á Sólheimum árið 1930, en
Barnaheimilisnefnd Þjóðkirkj-
unnar keypti jörðina til slíkrar
starfsemi. Sólheimar er því elsta
starfandi heimilið fyrir vangefna
hér á landi. Rekstur heimilisins og
uppbygging hefur alltaf notið
mikils stuðnings einkaaðila. Mest
hefur þar munað um stuðning
Lionsklúbbsins Ægis í Reykjavík,
sem hefur haft Sólheima sem sér-
stakt líknarverkefni frá stofnun
klúbbsins. Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, er stofnandi
Lionsklúbbsins Ægis og í stuttu
ávarpi við athöfnina sagðist hann
vonast til að heill og hamingja
fylgdi starfseminni á Sólheimum
hér eftir sem hingað til.
Hilmar
INNLENT
Barnabókaverðlaun Félags
norrænna skólasafnvarða
FÉLAG norrænna skólasafnvarða
(Nordisk skolebibliotekarforening,
NSF) er félag skolasafnvarða á
Norðurlöndum innan kennarasam-
taka.
Félagið ákvað á stjórnarfundi í
júní sl. aö efna tl árlegra barna-
bókaverðlauna. Tilgangurinn er
fyrst og fremst sá, að örva útgáfu
góðra barnabóka á Norðurlöndun-
um. Verðlaunin eru veitt sem
heiðurslaun til norræns barna-
bókarithöfunds sem skrifar sín
verk fyrir börn á grunnskólaaldri.
Verðlaunin eru veitt einstöku
verki, skáldlegu eða faglegu, eða
höfundi og verkum hans.
Hvert félag má tilnefna tvö verk
eða höfund og verk hans. Félag
skólasafnvarða er aðili í NSF og
tilnefndi til verðlauna „Sitji Guðs
englar“ eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur og fagbókina „Húsdýrin okkar“
eftir Stefán Aðalsteinsson.
Þriggja manna dómnefnd velur
verðlaunahafann. Fulltrúar Sví-
þjóðar, Danmerkur og Noregs
skipa dómnefnd í ár en árlega
gengur einn fulltrúi út og full-
trúar hinna félaganna ganga inn.
Fulltrúi Noregs er í dómnefnd eitt
ár, Danmerkur tvö ár og Svíþjóðar
þrjú ár. Fulltrúi Svíþjóðar, Rolf
Kristensson, er formaður dóm-
nefndarinnar.
Verðlaunin verða veitt í fyrsta
sinn á árlegri ráðstefnu Norrænna
skólasafnvarða, sem haldin verður
í Finnlandi í síðustu viku júni-
mánaðar 1985. (Frétutiikynninio