Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 31 Launalækkunum mótmælt á Aruba Þess var nýlega minnzt í Selma, Alabama í Bandaríkjunum, að 20 ár voru liðin síðan farin var mikil mannréttinda- ganga sem leiddi til mikilla óeirða. Fremst á myndinni eru (talið frá vinstri): John Lewis, borgarfulltrúi í Atlanta, séra Jesse Jackson og séra Joseph E. Lowery, leiðtogi kristinna blökkumannasamtaka. Kanadamenn í stríð gegn sýruregninu Toronto, 12. mars. AP. STJÓRNVÖLD í Kanada hafa það ofarlega á stefnuskrá sinni að draga úr mengun af völdum sýruregns. Ætla þeir að koma upp mengunar- vörnum í verksmiðjum sem valda slíkri mengun með útblæstri og áætla að geta dregið úr menguninni um helming eða svo næstu 2 árin. Konald Reagan Bandaríkjaforseti kemur til Quebec City til skrafs og ráðagerða með ráðamönnum í Kan- ada á sunnudaginn og hefur Brian ERLENT Mulroney forsætisráðherra Kanada lengi sagst ætla að „króa Reagan af' við það tækifæri og fá hann til að beita sér fyrir vörnum gegn sýru- regni í Bandaríkjunum. Sýruregn drepur lífríki hægt og bítandi, bæði í skógum og vötnum, og stafar það af brennisteinssýr- um sem eru í útblæstri verksmiðja og bifreiða, sýrurnar berast upp í andrúmsloftið, þéttast i skýjum og biandast regni sem fellur, kannski hundruðum kílómetra frá þeim stað þar sem efnin menguðu vatn- ið. Aðgerðir þær sem Mulroney ætlar að beita sér fyrir munu hefj- ast innan sex mánaða og hefur hann óskað eindregið eftir sam- vinnu við Bandaríkjastjórn, en til þessa hefur hún séð ýmsa van- kanta á slíku samstarfi, ekki síst hvað kostnað varðar. OranjesUd, Hollenzku-Antillueyjum, 13. marz. AP. LÖGREGLA beitti táragasi í gær til að dreifa 2.000 reiðum, opinberum starfsmönnum á hollenzku eynni Aruba á Karíbahafi. Engan sakaði. Ríkisstarfsmennirnir mótmæltu 10% kauplækkun, sem stjórnvöld telja nauðsynlega vegna 85 millj- óna dollara halla, sem er fyrir- sjáanlegur á fjárlögum. Exxon-fyrirtækið, sem er í eigu Bandaríkjamanna, tilkynnti fyrir skömmu að Lago-olíuhreinsun- arstöðinni á Aruba yrði lokað fyrir fullt og allt 31. marz. Skattar fyrirtækisins hafa verið aðal- tekjulind stjórnarinnar á Aruba í 60 ár. Eigendur olíuhreinsunarstöðv- arinnar tilkynntu lokunina í október sl., þegar grannríkið Venezúela ákvað að selja ekki olíuhreinsunarstöðinni lengur hráolíu á niðursettu verði, þrátt fyrir gamalt loforð um hið gagn- stæða. Yfirvöld segja að átökin við lögregluna hafi átt sér stað síð- degis fyrir framan stjórnarbygg- inguna á Aruba í Oranjestad, stærsta bænum á eynni. Undir kvöld birtu verkalýðsleið- togar áskorun um allsherjarverk- fall, bæði starfsmanna ríkisins og einkafyrirtækja, í dag til að reyna að leggja fastar að stjórnvöldum að samþykkja nýjan launasamn- ing. Verkalýðsleiðtogar segja að þeir séu reiðubúnir að færa fórnir, en vilji taka þátt í ákvörðunum um launalækkun. Ýmsir óttast að launalækkan- irnar verði allt að 25% fyrir árs- lok. Meðallaun opinbers starfs- manns eru 430 dollarar á mánuði (um 18.000 kr.). Jan de Koning, Karíbahafsráð- herra hollenzku stjórnarinnar, bað Gilberto „Betico" Croes, leið- toga stjórnarinnar á Aruba, í Amsterdam í siðasta mánuði að ganga úr skugga um hve alvarleg þörf væri á því að rétta við fjár- lagahallann og sagði að ríkis- stjórn Hollands mundi hjálpa upp á sakirnar. Croes sagði að hann hefði beðið um beina aðstoð þegar í stað vegna fjárlagagatsins. Aruba, eyja skammt frá norður- strönd Venezúela, er hluti af hol- lenzka konungdæminu á Karíba- hafi. Indland: Gandhi rak ríkisstjóra Punjab Nýju Delhí, lndlandi. 12. mars. AP. FORSETI aðalstjórnmálaflokks síka á Indlandi, Marchand Singh Longo- wal, var leystur úr haldi í dag, þriðju- dag, að sögn talsmanns stjórnarinn- ar. Hann hafði setið í fangelsi í níu mánuði samkvæmt umdeildum lög- um um gæsluvarðhaldsvist Indverska fréttastofan UNI sagði í dag, að stjórn Rajivs Gandhi forsætisráðherra hefði ákveðið að reka ríkisstjóra Punj- ab-ríkis, K.T. Satarawala, úr starfi og skipa Arjun Singh í hans stað. Arjun Singh var í gær skipaður yfirráðherra eða æðsti embættis- maður Madhya Pradesh næsta fimm ára kjörtímabil. UNI skýrði ekki nánar, hvers vegna Gandhi hefði skyndilega ákveðið að senda Arjun Singh til Punjab. Congressflokkur Gandhis hélt völdum í 8 af 11 ríkjum, þar sem kosið var nýlega, þar á meðal í Madhya Pradesh. LITTLC TRAMP CHARACTER LICENSED BY BUBBLES. INC . S A GGK <€> Matvörukaupmaðurinn notar hana til þes8 að fylgjast með vörubirgðum. Forstjórinn notar hana til að leita i upplýsingabankanum. Tannlœknirinn geymir í henni sögu allra sjúklinganna og tölvan sér um að gefa þeim tíma þegar við á. Auglýsingamaðurinn notar hana til vinnslu- akráningar. Skókaupmaðurinn notar hana Einkaritarinn notar hana til að fylgjast með sölunni. til skýrslugerðar og bréfasnifta. Nemandinn notar hana til að ná betri árangri. Matsveinninn notar hana til að setja saman matseðil dagsins, reikna hita- einingar o.fl. Ferðaskrifstofan notar hana til að gera ferðaáætlanir um allan heim. Bilaleigan notar hana til að reikna leigugjöld. Bankinn notar hana til að veita greiðari upplýsingar og betri þjónustu. Skrifstofustjórinn notar hana til að geyma og senda skilaboð. Hótelstjórinn notar hana til að skrifa reikninga. Bóndinn notar hana til að fylgjast með fóðurgjöf og bæta hana. Visindamaðurinn notar hana til að leita i gagnaskrám. Rithöfundurinn notar hana til að skrifa handrit. Arkitektinn notar hana til að spara sér undirbúningsvinnu. Verktakinn notar hana til að gera hagkvæm tilboð. Opinberar stofnanir nota hana til þess að draga úr álagi á stóru tölvunum. Tryggingamaðurinn notar nana til að flýta fýrir útreikningi á iogjöldum. Lyfjafræðingurinn notar hana til að muna 45000 lyfjaheiti. Fólk á borð við þig, hundruð þúsunda sem sinntu kalli tölvu- væðingarinnar. Fólk sem hafði ekki litið á sig sem tölvusérfræð- inga. (Sumir voru meira að segja lélegir í stærðfræði í skóla). Þá kom IBM PC einkatölvan til sögunnar með fjölda forrita og allt varð svo einfalt. Fólk komst að raun um að hæfni tölvunnar var slík að notandinn þurfti ekki að vera tölvusérfræðingur. Það þurfti heldur ekki forritunar- nám - þægileg forrit voru til í miklu úrvali og ný bætast við daglega. Allt sem til þurfti var ákveðin peningaupphæð og einlægur vilji til þess að standa sig í samkeppnisþjóðfélagi nú- tímans. Ertu með? Hafðu sam- band við einhvem söluaðila IBM PC, hann kemur þér á sporið. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvur: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrif8toiuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík sími 20560 Örtölvutæknihf., Ármúla 38 Reykjavík, sími 687220 ======
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.