Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 33 Arnór Hannibalsson Yfirleitt get ég ekki horft á myndir mínar. Það er eins og að lesa gamla dagbók. Mér þykir vænst um Spegilinn. Efni þeirrar myndar tengist æsku minni. En það var ekki fyrr en í tólftu at- rennu að mér tókst að klippa þá mynd. Rætur mínar eru í þorpinu heima, þar sem ég ólst upp. Þar er eðlilegt mannlíf. Fólkið er fátækt þar. En hvað er að vera ríkur? Fátt er ömurlegra en að verða þræll auðæfa sinna. Ofbeldi og hamingja Um hvað er Stalker? Eiginlega veit ég það ekki. En þar reyni ég að beina athyglinni að hinum innra heimi mannsins, að því hvað það er að vera sjálfum sér trúr, sípum innra manni. Þar er rætt um gagnkvæm tengsl manns og hugsjónar hans. Það er vandamál trúarinnar. Menn lenda i öng- þveiti þegar þeir ætla að leysa vandamál með efnislegum ráðum. Þroskist menn ekki andlega, þroskast þeir ekki og lenda í harmkvælum. Það hræðilegasta sem til er, er að rekast á ofbeldismann, á illvilja annars. Ég skal aldrei trúa því, að hægt sé að stofna hamingjusamt líf með blóðsúthellingum. Ofbeldi kallar á meira ofbeldi. Beitiskipið Potjomkín eftir Eisenstein er voð- aleg mynd, því hún heldur þessu fram, að ofbeldi leiði til hamingju. Bernska mín var hamingjusöm, þótt það geysaði stríð. Við bjugg- um í skógi. Þar var ekki ótti við hið illa. Síðan týndi ég þessari til- finningu. Ofsóknir Þegar Andréj Rúbljof var lokið settist Samráð Kvikmyndastofn- unar Sovétríkjanna (Kollegía Goskíno) á rökstóla og samþykkti, að þetta væri góð mynd. Eintak af henni var í tollgeymslu Sérémét- évo-flugvallar á leiðinni til Cann- es. Þá hringdi leikstjóri nokkur í Demítséff, sem er einn af hug- myndafræðingum miðstjórnar Flokksins. Leikstjórinn sagði: Hvað eruð þið að gera? Þessi mynd er andrússnesk, andsöguleg og föðurlandsfjandsamleg, og auk þess saga um eina persónu. — Frammi fyrir augliti Guðs gæt ég ekki sagt, hvað þetta orðahröngl þýðir. Þeir tóku myndina úr toll- geymslunni og bönnuðu mér að starfa í 6 ár. { heil 20 ár fékk ég að gera sex myndir — eina á fjórum árum. Mér sárnaði að fá ekki að gera meira. Stór hluti tíma míns fór í að sannfæra einhverja yfirmenn um að það hefði átt að gera þær myndir sem ég gerði. Þá sóaði ég og tíma í að reyna að fá sýningar- leyfi. Og alltaf voru kröfur um, að myndunum yrði breytt, þær stytt- ar, senum umsnúið. Og síðan var endalaus bardagi við Goskíno að bjarga myndum mínum. Andréj Rúbljof fékk sýningar- leyfi fimm og hálfu ári eftir að myndinni var lokið. Þeir sögðu að Tvær pökkunarstöðvar í Þykkvabæinn: „Læt á það reyna hvort Grænmetið vill taka við kartöflunum pökkuðumu — segir annar eigandi einka- stöðvarinnar BÆNDUR í Þykkvabænum eru nú með í undirbúningi að stofna tvær kartöflupökkunarstöðvar en hing- að til hafa þeir flutt kartöflurnar í strigapokum í „Gullaugað** í Reykjavík þar sem þeim hefur ver- ið pakkað, eða beint í verslanir eins og sumir hafa gert. Grænmet- isverslun landbúnaðarins hefur keypt vélar og tekið á leigu hús- næði fyrir pökkunarstöð. Græn- metið mun eiga 80% í stöðinni i móti heimamönnum en stofn- kostnaður skiptir milljónum. Ekki er búist við að sú stöð komist í gagnið fyrr en í vor. Þá hafa tveir bændur keypt litla vélasamstæðu og byrja fljótlega að pakka kartöfl- u*n sínum í henni. „Það var samþykkt á fundi hér í vetur að taka þátt í pökkun- arstöð sem Grænmetisverslunin ætti meirihluta í. Ég var á móti því og vildi að við byggðum þessa pökkunarstöð sjálfir þann- ig að við fengjum pökkunar- gjaldið til okkar. Það fékk ekki hljómgrunn því þeir vildu ekki taka þennan tekjupóst af Græn- metinu. Ég vil ekki að þeir fái pökkunargjaldið áfram þegar hér verður komin pökkunarstöð enda er ekki nema sjálfsagt að þeir lagi starfsemi sína í Reykja- vík að breyttum starfsháttum. Þetta varð til þess að ég ákvað að gera tilraun með að pakka mínum kartöflum sjálfur," sagði Tryggvi Skjaldarson í Norður- Nýjabæ, en hann er annar eig- enda einka-pökkunarstöðv- arinnar. Pökkunarvélin þeirra er kom- in í Þykkvabæinn, Tryggvi er bú- inn að láta hanna og prenta fyrir sig plastpoka, bæði í hefðbund- inni 2,5 kg stærð og einnig 1 kg poka, og er nú ekkert að vanbún- aði að byrja að pakka. Pokarnir eru skrautlegir, rauðir að lit, og merktir Norður-Nýjabæ. Taldi Tryggvi að stofnkostnaður við pökkunarstöðina yrði um 200 þúsund kr. og sagði að ekki væri neinn vandi að láta hana reka sig með pökkunargjaldinu sem reiknað er inn í smásöluverð kartaflna til neytenda. Hann sagði einnig að kartöflurnar ættu að komast betri í hendur neytenda vegna þess að auka- Morgunblaðið/HBj Tryggvi Skjaldarson með kartöflur pakkaðar í nýju plastpokana. meðhöndlum þeirra í Grænmet- inu í Reykjavík ætti að hverfa. „En við verðum að leggja meiri vinnu í þetta,“ sagði Tryggvi. Sá sem keypti vélina með Tryggva selur sínar kartöflur beint til verslana og hefur gert síðan í haust en Tryggvi hefur selt sínar kartöflur í gegn um Grænmetisverslunina. Hann er líka í forystusveit kartöflu- bænda, m.a. fulltrúi Þykkbæinga á aðalfundi Landssambands kartöflubænda, þó hann hafi gagnrýnt „kerfið" harðlega á undanförnum árum. En hvað nú? „Ég vil ekki verða valdur að því að brjóta samstöðuna. Því ætla ég að láta reyna á það hvort Grænmetið er tilbúið til að taka við kartöflunum pökkuðum og selja þannig, gegn því að ég haldi fullri sölu miðað við aðra. Ég ætlast einnig til að þeir skili pokkunargjaldinu til þess sem pakkar þeim, það er til mín.“ En ef þeir eru ekki tilbúnir til að ganga að þessum skilmálum, hvað gerir þú þá? „Þeir um það. Ég hætti ekki við þetta og verð þá að neyðast til að selja kartöfl- urnar beint í verslanir. Annars sé ég ekki að hægt sé að færa nein rök fyrir því að banna mér að pakka vörunni sjálfur. Græn- metisverslunin er, eða á að minnsta kosti að vera, þjónustu- fyrirtæki okkar og tengiliður á milli okkar og neytenda. Ég hefði a.m.k. mikinn áhuga á að sjá þá röksemdafærslu sem fyrir slíku banni yrði færð." — Þú pakkar þínum kartöfl- um í plastpoka, en hingað til hafa neytendapakkningarnar verið bréfpokar. Hverju breytir það? „Þetta er tilraun til að breyta til. Ég hef trú á að þetta gangi betur. En auðvitað stendur salan og fellur með vörunni sem er í pokunum, kartöflunum sjálfum. Það hefur lengi verið á döfinni hjá Grænmetinu að pakka i plastpoka og vera þá líka með 1 kg poka. Nú er ég kominn með þetta löngu á undan þeim og það ætti þá að herða á þeim. Það er bara gott,“ sagði Tryggvi. Atvinnuástand að færast í samt lag myndin væri hugmyndafræðilega ábyrgðarlaus, og meðan svo var mátti ég ekki vinna. En fólk vissi af myndum mín- um. Það drifu að bréf. En fáir fengu að sjá þær, því að þær fengu aðeins takmarkað sýningarleyfi. Goskíno takmarkaði sýningar svo sem unnt var, og vegna þess hversu fá eintök voru gerð, fékk ég takmarkað kaup. Þegar Filipp Ermass varð yfir- maður Goskíno var skrúfað fyrir að ég fengi nokkra vinnu. Ég fékk leyfi til að gera tvær síðustu myndir mínar — Spegilinn og Stalker — ekki frá Goskíno og ekki frá ráðherra, heldur varð ég að skjóta málum mínum til forsætis- nefndar tveggja flokksþinga, þess 24. og 25. Goskíno hafnaði öllum umsókn- um mínum um leyfi til að hefjast handa um að gera nýja mynd. Myndir mínar voru ekki sýndar á kvikmyndahátíðum, hvorki heima né erlendis. Eftirmáli Furðar sig nokkur á því, að Tarkofskí neyddist til að flýja föð- urland sitt? Fjöldi annarra sovét- listamanna og vísindamanna hafa neyðst til að fara í útlegð undan- farin ár. Og hafa þó tiltölulega fá- ir tækifæri til þess. Hvaða örlög hefðu beðið Tark- ofskís, ef hann hefði verið áfram í Sovétríkjunum? Ef til vill hefði farið eins fyrir honum og öðrum frægum kvikmyndaleikstjóra, Sergo Paradsjanoff. Paradsjanoff er Armeni og hefur gert margar frábærar myndir. Meðal þeirra er Skuggar forfeðranna eftir sögu Mikhailo Kotsúbínskís. Sú saga mun birtast á þessu ári í íslenzkri þýðingu Guðmundar Daníelsson- ar. Paradsjanoff var neitað um starfsleyfi. Síðan var hann for- dæmdur sem „sníkjudýr". Hann sat í fangelsi 1973—1977, en slapp þá út vegna „uppgjafar saka“. Paradsjanoff var aftur handtek- inn 1982. Þá fréttist að hann hefði verið dæmdur til fimm ára fang- abúðavistar í gúlaginu. Mótmæli gegn þessari meðferð á frábærum listamanni komu frá frönsku ríkisstjórninni, frá Sósíal- istaflokki Frakklands. Kvik- myndagerðarmenn mótmæltu á kvikmyndastefnum í Cannes, Edinborg og Feneyjum. Herbert Marshall, prófessor við háskólann í Carbondale, Illinois í Bandaríkj- unum og fyrrum nemandi Eisen- steins í Moskvu, beitti sér fyrir þvl að félög kvikmyndagerðarmanna í Englandi og Bandaríkjunum, svo og nokkrir háskólar þar, lýstu yfir stuðningi við Paradsjanoff. — Borgarstjórinn í Nantes í Frakk- landi lét þau boð berast til borgar- stjórans í Tíflis að frelsi Parad- sjanoffs væri skilyrði fyrir sam- starfi þessara borga. Enginn bjóst við árangri. En viti menn! f apríl 1984 lýsti G. Tsjúkhraj, formaður kvikmynda- gerðarmannafélags Sovétríkj- anna, því yfir, að Paradsjanoff væri frjals og hefði fengið leyfi til að gera kvikmynd. Þannig ber það árangur, að menn vestan járntjalds styðja þá, sem mannréttindi eru brotin á austan tjaldsins. Þetta mættu þeir íslendingar hafa í huga, sem þora ekki að styðja þá, sem bannað er að hugsa og tjá sig austan járn- tjalds, t.d. A.D. Sakharof. Það er gleðilegt til þess að vita að það eru uppi íslendingar sem styðja A. Tarkofskí og baráttu hans fyrir að fá fjölskyldu sína til sín. í febrúarmánuði sl. voru skráðir 30 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 1400 manns hafi verið á atvinnuleys- isskrá allan mánuðinn, en það svar- ar til 1,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar. Samkvæmt framansögðu hefur skráðum atvinnuleysisdögum fækkað frá fyrra mánuði um 27 þúsund og atvinnulausum um 1200 manns. Af þessu er ljóst að at- vinnuástandið hefur óðum verið að færast í samt lag eftir þá stöðv- un veiða og fiskvinnslu, sem átti sér stað í desember, þegar áhrifa verkfalls sjómanna fór að gæta, en siðustu daga mánaðarins fjölgaði fiskvinnslufólki á skrá. Að fullu koma áhrif verkfallsins ekki fram fyrr en í tölum marsmánaðar. f febrúarmánuði í fyrra voru skráðir 57 þúsund atvinnuleysis- dagar eða 27 þúsund fleiri en nú og má að mestu rekja þann bata, sem fram kemur í þessum tölum, til betra árferðis til landsins nú en á sama tíma i fyrra. Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga og meðaltal atvinnulausra í febrúarmánuði 1981-1985. Logið með þögninni Dagblaðið Þjóðviljinn minntist Tafla I Svæði: 1981 Atv innu leysisdagar: 1982 1983 1984 Febrúarmánuðiir 1985 1981 Atvinnulausir: 1982 1983 1984 1985 á Tarkofskí þann 2. marz sl., og Höfuðborgarsvæðið 5.104 7.386 14.448 19.802 8.709 236 341 667 914 402 getur ofsóknanna á hendur honum Vesturland 135 2.733 2.425 2.942 2.473 6 126 112 136 114 engu orði né hvernig hann var Vestfirðir 33 277 452 664 826 2 13 21 31 38 hrakinn í útlegð. Vissulega er líka Norðurland vestra 1.292 967 3.761 4.688 1.877 60 45 174 216 87 hægt að ljúga með þögninni. Norðurland eystra Austurland 4.175 1.408 3.586 1.154 6.365 1.933 11.771 3.808 4.510 1.677 193 65 166 53 294 89 543 176 208 77 Dr. Arnór Hannihalssn er dósent í Suðurland 1.195 1.302 3.515 4.292 4.364 55 60 162 198 201 heimspeki rið Háskóla íslands. Suðurnes 1.243 3.060 3.413 8.647 5.464 57 141 157 399 252 Landið allt: 14.585 20.465 36.312 56.479 29.896 673 944 1.676 2.606 1.378 Atvinnulausir, sem hlutfall af mannafla: 0,7 0,9 1,6 2,3 1,2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.