Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Fasteignaverð undir byggingarkostnaði: Fólk selur eignir og stendur eftir í skuld * Astandið mun verra úti á iandi FASTEIGNAVERÐ hér á landi hef- ur að undanförnu farið hlutfallslega lækkandi miðað við verðlagsþróun og er þetta einkum áberandi úti á landi, þar sem fasteignir seljast nú langt undir byggingarkostnaði. A höfuðborgarsvæðinu er ástandið heldur skárra þótt dæmi séu um, að fasteignir, einkum stærri eignir, gangi á verði sem er undir bygg- ingarkostnaði. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í samtölum, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Stefán Ingólfsson hjá Fasteignamati ríkisins, talsmenn hinna nýstofnuðu Samtaka áhugafólks um úrbætur í húsnæðismálum og aðila, sem tengj- ast fasteignaviðskiptum. Öllum þessum aðilum bar sam- an um, að þessi þróun væri hluti þess vanda, sem við blasir hjá íbúðarkaupendum og húsbyggj- endum, að eignirnar lækka í verði á sama tíma og greiðslubyrði af- borgana af lánum fer vaxandi. Eru dæmi þess, að fólk, sem orðið hefur að selja vegna greiðsluerfið- leika, hefur komið út úr viðskipt- unum í skuld, jafnvel þótt það hafi eytt stórum hluta tekna sinna á undanförnum árum í að greiða af viðkomandi eign. „Vandamálin eru hrikaleg hvar sem á þau er litið, en af samtölum okkar við fólk er þó ljóst, að ástandið er verra úti á landi. Við höfum dæmi um að fóik sem hefur selt stendur uppi eignalaust og jafnvel í skuld," sagði Björn Ólafsson, einn af talsmönnum Samtaka áhugafólks um úrbætur í húsnæðismálum. „Ástandið er mun verra en við gerðum okkur í hugalund í upphafi. Við vissum að fólk átti í greiðsluvandræðum en það sem við blasir er hreint gjald- þrot í mörgum tilfellum. Nú þegar hefur á fimmta þúsund manns lát- ið skrá sig hjá okkur og síminn hringir endalaust. Þetta fólk biður ekki um fyrirgreiðslu heldur hróp- ar á hjálp. Og það er ljóst að það verður að gera eitthvað þegar í stað. Hér duga engar bráðabirgða- lausnir heldur verður að gera eitthvað róttækt í málunum og tryggja lausn til frambúðar. Þetta er hreint neyðaróp, sem glymur í eyrum okkar og ég hefði ekki trú- að því að óreyndu hvernig ástand- ið er í raun orðið," sagði Björn. Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur hjá Fasteignamati ríkisins, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið að fasteignaverð hefði farið hlutfallslega lækkandi allt frá haustinu 1982 og fram til dagsins i dag. Stefán kvaðst að vísu ekki hafa nákvæmar tölur frá fyrstu mánuðum þessa árs þótt ástæða væri til að ætla, að nú í fyrsta skipti á undanförnum tiu árum, hefði fasteignaverð ekki hækkað á almennum markaði eins og venja var í byrjun árs. Stefán sagði að mest he”i lækkunin orðið á tímabilinu frá apríl 1983 og fram á haust það sama ár, en þá hefði fasteignaverð á föstu verðlagi miðað við láns- kjaravísitölu fallið um 25%. Þar hefðu vandamálin byrjað þar sem þetta þýddi, að aðili, sem t.d. hefði keypt íbúð haustið 1982 og átt eig- ið fé upp á 20%, hefði í raun tapað þeirri upphæð árinu seinna, þar sem svo til allar skuldir hefðu ver- ið verðtryggðar. Stefán sagöi að hér væri þó aðeins um að ræða einn þátt af mörgum í umfangi þessa vandamáls. Annað væri það til dæmis, að fólk gerði ekki grein- armun á verðtryggðum lánum, sem það tekur yfir, og óverð- tryggðum, sem hefði í mörgum til- fellum haft í för með sér vanmat á greiðslubyrðinni. Og jafnvel enn væru hugmyndir margra óljósar um hættuna í þessum efnum. Ólafsvík: Beint sjónvarp frá bæjar- stjórnarfundum ÓUTsrík, 13. nura. VILLA-Video hélt aóalfund sinn á dögunum. Mikil gróska er í starfsemi boðveitunnar, sem nú nær til flestra ibúa Ólafsvíkur. Fram kom á fundinum, að menn bíóa spenntir eftir því aó ný út- varpslög taki gildi og vonast eftir að þau verói meó frjálslegu sniði. Mikill áhugi er á að auka heimaunnið efni, svo sem bein- ar útsendingar og hefur bæjar- stjórn samþykkt að heimila út- sendingar frá fundum sínum. Sitthvað fleira er á döfinni. Nýja stjórn félagsins skipa: Vilhelm Árnason, ólafur Arnfjörð og Kristján Guð- mundsson. — Helgi Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Moskvu, og Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráóherra, vió utlörina. „Mjög virðuleg athöfn" „ÞETTA var mjög virðuleg athöfn og mikið fjölmenni samankomió," sagói Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, þegar blm. Mbl. náói sambandi vió hann á Hotel Sovetskaya í Moskvu, en Halldór var fulltrúi ríkisstjórnarinnar við útför Cbernenkos. „1 morgun fórum við og lögðum blómsveig að líkbörunum en sjálf athöfnin eða útförin hófst klukk- an eitt á Rauða torginu. Var þar margt manna samankomið og at- höfnin öll hin virðulegasta eins og líklegt er. Gorbachev, sem skipaður hefur verið aðalritari kommúnistaflokksins og eftir- maður Chernenkos, flutti ræðu við útförina og virtist flytja mál sitt mjög vel þótt ég sé að vfsu ekki manna dómbærastur um það þar sem ég skil ekki rússnesku. Að athöfninni lokinni tók Gorbachev á móti erlendum gest- um og heilsuðum við þá upp á hann. Hann kemur mjög vel fyrir, heimsmannslegur í fasi og alúð- legur,“ sagði Halldór Ásgrímsson að lokum. Halldór hélt frá Moskvu í morgun, fimmtudag. Sömu myndböndin og voru á lista tollgæzlu „VIÐ ERUM meó þrettán myndbönd, sem fundust í fjörunni á Akranesi. Ég held að ekki leiki vafi á, að skipverjar á Álafossi hafi kastað þeira frá boröi. Myndböndin koma heim og saman við lista, sem við höfðum um smyglvarning í skipinu. Þessi fundur staðfestir, að grunsemdir okkar voru á rökum reistar og að smyglvarningnum var komið und- an,“ sagði Kristinn Ólafsson, tollgæzlustjóri, í samtali við blm. Mbl. Svó sem fram kom í Mbl. fundust á þriðjudag myndbönd sem rak á land á Akranesi. „Verst að ekki flýtur meira upp,“ sagði Kristinn. Tollgæzlan hafði upplýsingar erlendis frá um að um borð í Álafoss hefði verið skipað áfengi, myndbandstækjum og spólum og fór fram víðtæk leit í skipinu en án árangurs. Einnig var leitað í gámum, en án árang- urs. Að undanförnu hefur suð- austanátt verið ríkjandi og þykir það renna stoðum undir þá kenn- ingu, að myndböndunum hafi ver- ið kastað frá skipi á ytri höfninni í Reykjavík. Fjölmennur stofn- fundur kúabænda BÆNDIJR á Suðurlandi fjöl- menntu á stofnfund Félags kúa- bænda, sem haldinn var á Hvoli í gærkvöldi. Hvert sæti var skipað í salnum og voru 120—150 bændur úr Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu á fundinum. Á svæði Búnaðarsamhands Suður- lands er alls á áttunda hundrað bænda. Loftmengun af álveri við Eyjafjörð: Óráðlegt að stunda kvikfjár- rækt á 600 hekturum lands þar sem nú eru 6 býli með 29 kúm og 500 fjár Akurejri, 13. mara. INNRI mörk mögulegs mengunar- svæðis af völdum hugsanlegrar ál- verksmiðju á Dysnesi við Eyjafjörð ná frá Hjalteyri inn að Dagverðareyri. Það er um 2.600 hektara land með 7.500 ærgildum (123 kúm og 1.340 ám). Þá er talið að á um 600 hektara svæði í grennd við Dysnes sé senni- lega ekki ráðlegt að stunda kvikfjár- rækt. Á því svæði, sem er um fjögurra kflómeta langt og hálfur annar kfló- metri á breidd, eru nú sex býli með 1.470 ærgildum. Þetta kom fram á fréttamannafundi, sem Staðarvals- nefnd hélt hér í kvöld. Nefndin lagði í dag fram bráða- birgðaskýrslu um athuganir á um- fangi og dreifingu loftmengunar af völdum flúors frá hugsanlegri 130 þúsund tonna álverksmiðju á Dys- nesi við Eyjafjörð, skammt innan við Hjalteyri í Arnarneshreppi. Dreifingarspáin er unnin af Norsk Institutt for luftforskning (NILU) og er byggð á veðurfarsathugunum og öðrum gögnum, sem sérstaklega hefur verið safnað í Eyjafirði vegna þessa verkefnis. Miðað er við að verksmiðjan sé búin fullkomnum þurr- og vot- hreinsibúnaði. Lokaskýrsla um loft- mengun mun liggja fyrir í apríllok og ná til mengunar af völdum flú- ors, tjöru og brennisteinstvíildis. Samráðshópur sveitarstjórnar- manna og hagsmunaaðila, þar á meðal náttúruverndarmanna, í Eyjafirði hefur fylgst með rann- sóknunum skref fyrir skref. Dregin eru einkum tvenn mörk hugsanlegs mengunarsvæðis og með því gefnar vísbendingar um líkur á áhrifum álvers á umhverfið. Utan ytri markanna eru svæði, sem talin eru undir sennilegum hættu- mörkum en þau ná frá Arnarnesvlk inn að Skjaldarvík og þvert yfir Eyjafjörð. Innan þeirra er um það bil fímm þúsund hektara land upp að 100 metra hæð yfir sjó og á því er 41 býli með 18.500 ærgildi (530 kúm og 3.900 ám). Innan innri markanna, sem ná frá Hjalteyri inn að Dagverðareyri, er 2.600 hektara land og fimmtán býli með 7.500 ærgildum (123 kúm og 1.340 ám). Á þessu svæði er flú- ormengun áætluð yfir sennilegum hættumörkum. Á beltinu milli ytri og innri marka er ekkert sagt um mengunarhættu annað en það, að hún er óljós og breytileg en fer minnkandi eftir því sem fjær dreg- ur miðju. Á sex hundruð hektara svæði I grennd við Dysnes er sennilega ekki ráðlegt aö stunda kvikfjárrækt. Það svæði er fjórir km á lengd og 1,5 km á breidd en þar eru sex býli með 29 kúm og 500 ám (1.470 ærgildum). Áhrif flúors á sjó eða lífverur I sjó eru engin, að því er segir í skýrslunni. Tekið er fram, að um legu fyrr- greindra markalina er 10—50% óvissa. Auk þess eru ýmsir aðrir óvissuþættir, svo sem um áhrif flú- ormengunar á gróður og grasbíta. - Sv.P. Það kom skýrt fram á fundin- um að félagið er ekki stofnað til höfuðs því félagskerfi bænda, sem nú er við lýði, heldur hugsað sem tæki í kjarabaráttu og til hagsmunagæzlu. Þetta er fyrsta sérgreinafélagið sem er stofnað I hefðbundinni búgrein, en áður hafa verið stofnuð slík félög bænda í nýrri búgreinum. Framsögu á fundinum höfðu Bergur Pálsson, ómar Halldórs- son og Sigurður Steinþórsson, en meðal þeirra sem tóku til máls var Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Sagðist hann fylgjandi þessari félagsstofnun. Mikil óánægja kom fram á fundinum með hvernig málum kúabænda er nú háttað og var t.d. kjarnfóð- urskatturinn gagnrýndur. INNLEN'T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.