Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
19
Hjálpræðisherinn
safnar vegna jarð-
skjálftanna í Chile
MÖRGUNBLAÐINU hefur borLst
cftirfarandi frá Hjálpræöishernum:
„í gegnum fjölmiðla heyrum viö
og sjáum að eyðilegging af völdum
jarðskjálftanna hefur orðið einna
mest í borginni Santiago.
Hjálpræðisherinn í Chile veitir
bágstöddum alla þá hjálp, sem
honum er unnt, þrátt fyrir alvarl-
egt tjón, sem meðlimir sjálfir hafa
orðið fyrir. Það má nefna að fjórar
stofnanir Hjálpræðishersins eru
jafnaðar við jörðu, en þar er um
að ræða elliheimili, dagheimili,
heimili fyrir drykkjusjúka og
vistheimili.
Ennfremur eru höfuðstöðvar
Hjálpræðishersins í Santiago
stórskemmdar, en þrátt fyir þetta
er reynt að veita hjálp á marjvís-
legan hátt. Öll hjálp víðsvegar að
úr heiminum er kærkomin og
Hjálpræðisherinn á fslandi biður
íslensku þjóðina um hjálp til
styrktar þeim bágstöddu í Chile.
Gjafir merktar „CHILE“ óskast
lagðar inn á póstgíróreikn. no.
17900-0, eða í söfnunarbauk sem
verður staðsettur við Pósthúsið í
Austurstræti, föstudaginn 15.
mars kl. 10—18.
Flokkarnir á Akureyri og ísa-
firði munu einnig leggja sitt af
mörkum við söfnunina og gjöfum
er einnig veitt móttaka þar.
Með fyrirfram þökk fyrir veitta
hjálp.
f.h. Hjálpræðishersins,
Reykjavík,
Anne Marie Reinholdtsen.
Framsóknarfélag Reykjavíkur:
Mótmælir stefnu ríkis-
stjórnar í vaxtamálum
Á STJÓRNARFUNDI í Framsókn-
arfélagi Reykjavíkur, sem haldinn
var 13. marz, var eftirfarandi álykt-
un samþykkt samhljóða:
„Stjórn Framsóknarfélags
Reykjavíkur telur sérstaka
ástæðu til að mótmæla stefnu
Seðlabankans og ríkisstjórnarinn-
ar, sem fylgt hefur verið í vaxta-
málum. Sú stefna hefur leitt til
þess, að miklir greiðsluerfiðleikar
hafa skapast jafnt hjá fyrirtækj-
um sem einstaklingum, ekki sízt
húsbyggjendum, og blasir víða
gjaldþrot við.
Telur stjórn Framsóknarfélags
Reykjavíkur með öllu óverjandi,
að lán séu verðtryggð meðan laun
eru óverðtryggð.
Verði núverandi vaxtastefnu
fylgt óbreyttri, er líklegt, að hún
leiði til gengisfellingar, sem bitn-
ar ekki sízt á sparifjáreigendum,
sem upphaflega átti að vernda
með núverandi vaxtastefnu.
Þá lýsir stjórn Framsóknarfé-
lags Reykjavíkur yfir furðu sinni
á því, að núverandi vaxtastefna
hefur verið í framkvæmd, þrátt
fyrir andstöðu meirihluta þing-
flokks Framsóknarflokksins."
GEíSIBS
ÁN/ALLT MIKIÐ
ÚRVAL AF
FERÐATÖSKUM
fltargiiiiMðMfc
Góóan daginn!
RÍÓ er alveg ekta...
RlÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst
RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn.
Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffi
AUK hf 93 3