Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Hjónaminning: Friörikka Sigurðardóttir og Ingvar Pálmason skipstjóri Friórikka Fædd 15. september 1897 Dáin 5. janúar 1985 Ingvar Fæddur 8. október 1897 Dáinn 2. mars 1985 í dag verður gerð útför Ingvars Pálmasonar, skipstjóra, sem lést á Hrafnistu þann 2. mars. Eigin- kona hans, Friðrikka Sigurðar- dóttir, lést í byrjun janúar á sama stað. Það kom í raun engum á óvart, sem þekkti þau Ingvar og Frið- rikku, að þau mundu kveðja með svo stuttu millibili. Þau höfðu þekkst frá unga aldri, voru ferm- ingarsystkin og gift í nær 65 ár. Einhvern veginn iá í loftinu, að stutt yrði á milli kveðjustunda. Ég kynntist Ingvari og Frið- rikku fyrir fjórtán árum, um líkt leyti og eiginkonu minni, sem er sonardóttir þeirra. Þau voru þá orðin 73 ára gömul, en vel ern og bjuggu á sínu myndarlega heimili í Barmahlíð 20 í Reykjavík. Það var alltaf notalegt að heim- sækja Ingvar og Friðrikku í Barmahlíðina. Friðrikka var mikil rausnarkona. Heimilið var starfsvettvangur hennar og þar var alltaf veitt af höfðingsskap. Þau hjónin höfðu mikil og jákvæð áhrif á okkur yngra fólkið. Frið- rikka var glæsileg kona og hafði til að bera sérstaka reisn, sem undirstrikaði sterkan og sjálf- stæðan persónuleika konu, sem hafði þurft að stýra heimilinu ein í fjarveru eiginmannsins. Frið- ^ rikka hafði fastmótaðar skoðanir á lífinu og tilverunni og hafði yndi af því að ræða við fólk um helstu dægurmál hverju sinni. Ingvar Pálmason var athafna- maður. Allt hans fas í orði og æði minnti á traust bjarg, sem ekkert fær haggað. Hann var ekki marg- máll, en naut þess að segja frá lífi sínu og starfi sem skipstjóri í 50 ár. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar sem ég átti með Ingvari þeg- ar hann rifjaði upp ýmsa atburði úr sínu viðburðaríka lífi. Öll ár Ingvars á sjónum var hann skipstjóri. Hann byrjaði á árabát frá Norðfirði, en þaðan voru þau hjón bæði. Ingvar var landskunnur aflamaður, hann bjó yfir mikilli þekkingu á fiskimiðum umhverfis landið og hvernig fisk- göngum var háttað. Ingvar var upphafsmaður að síldveiðum í Hvalfirði árið 1948. Hann hafði séð hvalavöður og fugl inni á Hvalfirði og dró þá ályktun, að hvalurinn og fuglinn væru að sækja í síld. Hér er ekki rúm til að greina frá viðburðaríku lífi Ingvars á sjón- um, oftast veiddi hann vel, en svo komu mögur ár á milli þegar illa gekk og ekki fékkst bein úr sjó. Þannig skiptust á skin og skúrir á sjómannsheimilinu, sem gerir það að verkum, að annaðhvort gefst fólk upp eða það eflist við hverja raun. Þegar Ingvar Pálmason hætti sjómennsku 66 ára gamall eftir 50 ár á sjó, töldu flestir, að þá myndi hann setjast í helgan stein. En það var ólíkt Ingvari að leggja árar í bát. Þegar hann var kominn í land, bauð ríkisstjórnin honum að fara til Ameríku og kynna sér hvernig væri staðið að veiðiskap þar í landi. Ingvar fór vestur og átti fyrst að hitta að máli Thor Thors, þá- verandi sendiherra, og fá hjá hon- um farareyri. Ingvar lét í ljós áhuga á að fara til Seattle til að skoða nýja veiðitækni, sem þar var notuð með góðum árangri. Sendiherrann spurði Ingvar hvað hann teldi sig þurfa og peningum. Ingvar, sem var óvanur því að þiggja af opinberu fé, nefndi þá upphæð, sem ferðin til Seattle kostaði. Þá hló Thor Thors að sögn Ingvars og margfaldaði upphæð- ina og sagði að það væri ekki við hæfi að sendifulltrúi á vegum rík- isstjórnarinnar erlendis ferðaðist um eins og beiningamaður. Ingvar minntist þessa fundar með ánægju, enda var það í hans anda að vera rausnarlegur á fé. Rétti hann oft undirmálsmönnum hjálparhönd, ef hann átti eitthvað aflögu. í Seattle komst Ingvar í sam- band við útvegsmenn, sem buðu honum alla sína aðstoð. Hann hafði séð fiskibáta niður við höfn með kraftblökkum og nú óskaði hann eftir því að fá að fara í veiði- ferð með báti, sem var útbúinn kraftblökk. Hann var 3 vikur á bátum frá Seattle og sá fljótt, að hér var um nýjung að ræða, sem var bylting í veiðitækni. Ingvar hafði uppá framleiðanda kraft- blakkarinnar og samdi um að fá tvær kraftblakkir til íslands til reynslu. Heim kominn hóf Ingvar kynn- ingu á kraftblökkinni. Ymsir skip- stjórar sem Ingvar þekkti höfðu í fyrstu ótrú á þessari nýjung og þótti fjarstæða að láta sér detta í hug, að hægt væri að nota veiði- tækni í Atlantshafi sem notuð væri í Kyrrahafinu. En Ingvar var sannfærður um ágæti kraftblakk- arinnar og fékk kunningja sinn til að gera tilraunir með búnaðinn hér á landi. I. Pálmason hf. var stofnað 1962, m.a. til að sinna þessari tæknivæðingu. Ingvar Pálmason starfaði í fyrirtæki sínu þar til hann var 82 ára gamall. Ingvar hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir störf sín í þágu sjávar- útvegs, m.a. var hann sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu. Ingvar og Friðrikka höfðu mikla ánægju af ferðalögum. Oft heim- sóttu þau æskustöðvarnar á Norð- firði, en einnig ferðuðust þau mik- ið til annarra landa. Við hjónin minnumst þess með sérstakri ánægju, er þau dvöldu um tíma hjá okkur í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, þá komin á níræðisaldur. Þau Friðrikka og Ingvar eignuð- ust fjögur börn, en eitt þeirra, Auður Halldóra, lést í æsku. Hin eru Pálmi, búsettur f Bandaríkj- unum, Auður, gift Sigurði Eiríks- syni, og Sigurður, kvæntur Vé- laugu Steinsdóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Friðrikku, Björgu Sigurðardóttur, sem býr á Neskaupstað og var gift Guð- mundi Jónssyni, en hann lést á sl. ári. Þau eignuðust 11 barnabörn og 7 barnabarnabörn. Friðrikka hélt heimili þeirra hjóna þar til fyrir tveimur árum, er þau fluttust að Hrafnistu. „Ungur má, en gamall skal.“ Ingvar og Friðrikka hafa skilað sínu hlutverki. Aldurhnigin heið- urshjón fylgjast nú að til nýrra heimkynna. Við minnumst þeirra með virðingu og þakklæti. Sveinn Hjörtur Hjartarson Fráfall Ingvars Pálmasonar snart mig. Ég minnist hans og konu hans þegar þau bjuggu að Barmahlíð 20. Þangað kom ég oft og gleymi seint hve vel var á móti mér tekið. Ávallt var mér tekið opnum örmum. í mínum augum var Ingvar mik- ill og stórhuga maður, og tek ég þá vægt til orða, hann var mikill aflamaður og vel liðinn skipstjóri. Þegar hann hætti til sjós réðst hann í það að kynna sér meðferð á svokölluðum kraftblokkum til fiskveiða vestur í Kanada. Þær ollu síðan hreinni byltingu hér á íslenska fiskiskipaflotanum. Afskipti hans af þessu máli sýndu vel stórhug hans og nú er fyrirtækið rekið með miklum blóma. Þessum fáu orðum vil ég ljúka með því að senda öllum ættingjum Ingvars mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Agnar K. Svendsen Ingvar Pálmason skipstjóri, Barmahlíð 20, Reykjavík, verður til grafar borinn í dag. Hann var háaídraður orðinn er hann lést, kominn á 88. aldursár og farinn að líkamsheilsu og andlegu þreki. Hafði þar skipt sköpum í ævi Ingvars, því að á fyrri árum og langt fram eftir ævi var hann þekktur fyrir afl og hreysti og annað atgervi, þótt um síðir léki EIli kerling hann nokkuð grátt. Konu sína, Friðrikku Sigurðar- dóttur, missti hann fyrr á þessu ári, og höfðu þau þá lifað saman í hjónabandi full 64 ár. Ingvar Sigurður Pálmason fæddist á Nesi í Norðfirði 8. októ- ber 1897. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Stefánsdóttir, bónda á Ormsstöðum í Norðfirði, Bjarna- sonar, hreppstjóra á Ormsstöðum, Stefánssonar, og Pálmi Pálmason, kaupmaður og útgerðarmaður á Nesi. Var Pálmi Húnvetningur að ætt og uppruna. Voru foreldrar hans hjónin Guðrún Björg Sveins- dóttir bónda á Ystagili í Langadal Jónssonar og Pálmi Sigurðsson frá Grund í Svínadal, en dóttur- sonur Sólheima-Pálma. Guðrún Björg og Pálmi Sigurðsson bjuggu búi sínu meira en 20 ár ýmist á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi eða Ystagili. (Sú jörð er nú í eyði.) Pálmi á Ystagili andaðist á góðum aldri 1884. Börn hans og Guðrúnar Bjargar munu hafa verið sjö, 5 synir og 2 dætur. Hin elstu þeirra voru ýmist fullorðin eða komin vel yfir fermingu, þegar hann féll frá, en yngstu synirnir, Ingvar og Sveinn, voru börn að aldri, Ingvar 11 ára, en Sveinn 3 ára eða svo. Heimilið á Ystagili tvístraðist fljótlega eftir lát Pálma. Eldri I börnin sáu um sig, Ingvar lenti hjá vandalausu fólki, þar til hann gat séð um sig sjálfur, en Guðrún hélt Sveini og hafði hann hjá sér svo lengi sem hún lifði, en hún dó 10 árum eftir lát manns síns. Reyndar er það af Pálma Pálma- syni að segja, sem var elstur barn- anna, að hann ólst ekki upp hjá foreldrum sínum og var þeim ekki mikið áhangandi, af hvaða ástæð- um sem það nú var. Erlendur Pálmason var næstelstur þessara systkina á Ystagili. Hann fluttist til Kanada 23 ára árið 1888 og sömu leið fór Sveinn, sem fyrr er nefndur, þegar hann hafði aldur til. Jónas Pálmason hét einn bræðranna og mun hafa átt heima nyrðra og stundaði verslunarstörf. Hann kvæntist og eignaðist a.m.k. eina dóttur, en dó ungur, og er flestu okkar fólki ókunnur nema af afspurn. Sama gildir um systur tvær, Pálmadætur, um ævi þeirra vitum við, ættmenn þeirra, nú fátt, enda munu þær ekki hafa orðið langlífar. Ég rifja þetta upp í tilefni af andláti Ingvars Pálmasonar til þess að bregða dálitlu ljósi á að- [ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Rangæingar SjáKstæðisfélögin i Rangárvallasýslu halda fund I Hellubiói fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning landsfundarfulltrúa. 2. Önnur mál. Þorstemn Pélsson kemur á fundinn og ræðir stjórnmálaviöhorfin. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Sjálfstæóisfélag Rangæinga og Fjölnir. Reykjaneskjördæmi Aöalfundur Kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins I Reykjaneskjördæmi veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, laugar- daginn 16. mars 1985 (ekki 16. aprll eins og misritaöist i fundarboöi) og hefst fundurlnn kl. 10.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Sveitarstjórnarmál. Framsögumaöur Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri Sveitarstjórnarmenn Sjálfstæöisflokksins i Reykjaneskjördæmi eru sérstaklega boönir á fundinn. Hádegismatur veröur snæddur á fundarstaö. Stjórnin. Keflavík Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna I Keflavík heldur aöalfund sinn I Glóöinnf I Keflavik fimmtudaginn 14. mars kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæöis- flokksins. 3. Ólafur G. Einarsson, alþlngismaður, ræöir stjórnmálaviöhorfin. Stjórnin. Akureyri — Akureyri Fulltruaráö sjálfstæöisfélaganna á Akureyri heldur fund I Kaupangi sunnudaginn 17. mars kl. 16.00. Fundarefni: 1. Kosnlng fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Skagafjörður Fundur verður haldinn i Sjálfstæöisfélagl Skagafjaröar þriöjudaginn 19. mars kl. 21.00 i Miögaröi. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Seltirningar Opið hús veröur aö Austurströnd 3, 3. haBÖ, föstu- daginn 15. mars kl. 21.00. Friðrik Sophusson mætir á staöinn og ræöir útvarpslagafrumvarpiö. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Léttar veitingar. Sjáifstæöisfóiögin á Seitjarnarnesi. Friörlk Sophusson. Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur umræöufund um bæjarmál i Kaupangi vlð Mýrarveg, sunnudaginn 17. mars nk. kl. 10.30. Umræöuefni veröur: Uppfyllir Fjóröungssjúkrahúslö á Akureyri þaö hlutverk sem því er ætlaö. Frummælendur Gunnlaugur Fr. Jóhannsson og Gunnar Ragnars formaöur stjórnar FSA. Féiagar, fjölmenniö. Stjórnin. Kópavogur - Kópavogur Sjálfstæöisfélagió Edda, Kópavogi, heldur félagsfund fimmtudaglnn 14. mars kl. 8.30 I Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1, 3. hæö. A fundlnn kemur Guöbjörg Andrésdóttir frá Krabbameinsfélagi Reykjavikur og flytur erlndi um varnir gegn krabbameini. Allir velkomnir. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.