Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Kristján Jóhannsson vekur athygli í Bandaríkjunum New York. KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari er í söngferó víóa í Bandaríkjunum á millí þess, sem hann hefir sungið í Frakklandi og í Englandi. Hann kom fyrst fram í Bandaríkjunum í nóvember í haust er leið, er hann söng hlutverk Gustavo í Un Ballo in Maschera við óperuna í Columbus, Ohio. SíC- an fór hann með hlutverk Cavaia- dossi í Tosca við óperuna í Reims í Frakklandi og við Wales National Opera í Englandi. Kristján kom aftur til Banda- ríkjanna í febrúar og fór með hlutverk Turiddu í Cavalleria Rusticana við New Jersey óper- una í Newark. í þessum mánuði fer hann til Tulsa, Oklahoma, þar sem hann syngur hlutverk Cvaradossi. I marsmánuði syng- ur Kristján við óperuna í Hart- ford, Connecticut, þar sem hann fer með hlutverk Alfredos í La Traviata. í apríl verður Kristján í Cincinnati, þar sem hann fer með hlutverk Milio Dufresne í Zaza, eftir Leoncavallo. Þá hefir Kristján komið fram í hljóðvarpi og sjónvarpi og ný- lega lauk hann hljómplötuupp- töku á ítölskum sönglögum með undirleik Sinfóníuhljómsveitar Lundúna, undir stjórn Maurizio Barbacini. Í.G. Félagsmálaskólí albvðu 1. ÖNN 14.-27. APRÍL NÚ FYRIR 25 ÁRA OG YNGRI Hvað kanntu fyrir þér í fundarstörfum og fram- sögn? Hvað veist þú um verkalÝðshreYfinguna, starf hennar og sögu? Áttu auð- velt með að koma fram á fundum og samkomum? Tekurðu þátt í félagsstarfi? Viltu bæta við þekkingu þína í húsnæðis- og atvinnumál- um? Eða í hagfræði, vinnu- rétti og fjármálum heimil- anna? Veitt er tílsögn í þessum og öðrum greinum á 1. önn Félagsmálaskóla alþýðu, sem verður í Ölfusborgum 14.-27. apríl n.k. skóíi fyrir þig? MFA Þá eru á dagskránni menningar- og skemmti- kvöld auk heimsókna í stofnanir og fýrirtækí. Þessí önn er sérstaklega fyr- ir 25 ára og yngrí og við- fangsefni miðuð við áhuga- mál og hagsmunamál ungs fólks í verkalÝðshreyfing- unni. Félagsmenn aðildar- félaga ASÍ eiga rétt á skóla- vist. Hámarksfjöldi er 25 þátttakendur. Umsóknir um skólavist þurfa að beréist MFA fyrir 10. apríl. Nánari upplÝsingar em veitt- ar á skrifstofu MFA, Grens- ásvegi 16, sími 91-84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu ÞEKKING, STARFOG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING Steinn Sigurðsson sölustjóri hjá Bflaborg með hinn nýja bfl af gerðinn Mazda 929 EGI. Ný tegund Mazda 929 Bflaborg, Mazda-umboðið á ís- landi, sýndi um helgina nýja tegund af 929-gerðinni, Mazda 929 EGI, og er það í fyrsta sinn sem bfll þessarar tegundar er sýndur hér á landi. í Mazda 929 EGI eru þær nýj- ungar helztar að bifreiðin er út- búin rafeindastýrðri bensíninn- spýtingu. í bifreiðinni er hag- kvæmnismælir, sem sýnir öku- manninum hvernig hann skuli aka til að ná sem hagkvæmastri elds- neytisnýtingu. Þá eru demparar stillanlegir á þrjá vegu í stjórnborði ökumanns. Hægt er að velja um mjúka still- ingu, stífa eða sjálfveljandi still- ingu. Sé síðasti kosturinn tekinn, stillast dempararnir sjálfkrafa miðað við ökuhraða, á minnsta hraða er stillingin mýkst, en þegar bifreiðin nær 80 km hraða verður hún stífari og er stífust á 120 km hraða. Mazda 929 EGI er knúin 120 hestafla vél og er afturdrifin. Raf- eindastýrða innspýtingin er að- eins fáanleg á beinskiptum 5 gíra bifreiðum. Felgurnar eru nýjar, 15 þumlunga, þ.e. radíusinn er meiri en venjulega. Hjólbarðarnir eru nýir, breiðir í farinu en lágir á þykktina. Að sögn Steins Sigurðssonar, sölustjóra hjá Bílaborg, kostar Mazda 929 EGI rúmlega 650 þús- und krónur. Vakti bifreiðin, að hans sögn, mikla athygli á sýn- ingu Bílaborgar um helgina. Þá sagði Steinn að vestur-þýzka bíla- tímaritið Auto, Motor og Sport hefði um mánaðamótin útnefnt Mazda 626 annað árið i röð bezta innflutta bílinn í 1800 rúmsenti- metra flokki. „Húsnæðisdagur 16. mars MESTA hagsmunamál hverrar fjöl- skyldu í landinu er vel byggt, heil- næmt og hagkvæmt húsnæói til að búa í. Allir verða að hafa þak yfir höfuðið, segir í fréttatilkynningu frá Byggingaþjónustunni. Húsnæðismál hafa verið óvenjumikið í brennidepli að und- anförnu. Er það ef til vill fyrst og fremst vegna fjármögnunarörð- ugleika húsbyggjenda og greiðslu- erfiðleika þeirra, sem byggt hafa eða keypt íbúð á undanförnum ár- um. Hvernig getur fólk eignast íbúð? Getur það byggt sjálft? Get- ur það keypt nýbyggingu eða eldri íbúð? Hvernig er hægt að fá leigða íbúð? Hvað kostar að leigja íbúð í dag? Hvaða möguleika hafa aldr- aðir til að fá hentugt húsnæði? Hvaða lánamöguleikar eru fyrir hendi? Hvað þarf að hafa í huga við kaup og sölu fasteigna? Er hægt að fá byggingalóðir, hvar og hvað kosta þær? Þessum spurningum og öðrum verður reynt að svara laugardag- inn 16. marz nk. í Byggingaþjón- ustunni að Hallveigarstíg 1, kl. 10—16 og er aðgangur ókeypis. Þar verða til staðar fulltrúar 1985 frá öllum helstu aðilum, sem vinna að húsnæðis- og bygginga- málum og sitja fyrir svörum. Fólk á öllum aldri, einstakl- ingar og fjölskyldur, geta komið og fengið upplýsingar og ráðgjöf frá eftirtöldum aðilum: Húsnæðisstofnun ríkisins Landsbanka íslands Verzlunarbanka íslands Landssambandi lífeyrissjóða og Sambandi almennra lífeyrissjóða Kaupþingi Leigjendasamtökunum Almennum tryggingum Húseigendafélagi Reykjavíkur Félagi lögg. fasteignasala Arkitektafélagi íslands Áhugamönnum um úrbætur í hús- næðismálum Byggingasamvinnufél. Aðalbóli Byggung Búseta Samtökum aldraðra Byggingameisturum Félagsstofnun Reykjavíkurborgar Stjórn verkamannabústaða Borgarskipulagi Reykjavíkur og Borgarverkfræðingsembætti Reykjavíkur Akureyrarbæjar Työ seldu erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í þýzkalandi á þriðjudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann. Vegna nýafstaðins verkfalls er ekki fyrirhugað að fleiri skip selji afla sinn erlendis fyrr en 25. þessa mán- aðar. Guðbjörg ÍS landaði afla sínum í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag. Alls var hún með 236,8 lestir. Heildarverð var 7.257.800 krónur, meðalverð 30,65. Karlsefni RE seldi 223,2 lestir í Cuxhaven á þriðjudag. Heildarverð var 6.553.700 krónur, meðalverð 29,37. Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.