Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985
Kristján Jóhannsson vekur
athygli í Bandaríkjunum
New York.
KRISTJÁN Jóhannsson óperu-
söngvari er í söngferó víóa í
Bandaríkjunum á millí þess, sem
hann hefir sungið í Frakklandi og í
Englandi. Hann kom fyrst fram í
Bandaríkjunum í nóvember í haust
er leið, er hann söng hlutverk
Gustavo í Un Ballo in Maschera
við óperuna í Columbus, Ohio. SíC-
an fór hann með hlutverk Cavaia-
dossi í Tosca við óperuna í Reims í
Frakklandi og við Wales National
Opera í Englandi.
Kristján kom aftur til Banda-
ríkjanna í febrúar og fór með
hlutverk Turiddu í Cavalleria
Rusticana við New Jersey óper-
una í Newark. í þessum mánuði
fer hann til Tulsa, Oklahoma,
þar sem hann syngur hlutverk
Cvaradossi. I marsmánuði syng-
ur Kristján við óperuna í Hart-
ford, Connecticut, þar sem hann
fer með hlutverk Alfredos í La
Traviata. í apríl verður Kristján
í Cincinnati, þar sem hann fer
með hlutverk Milio Dufresne í
Zaza, eftir Leoncavallo.
Þá hefir Kristján komið fram í
hljóðvarpi og sjónvarpi og ný-
lega lauk hann hljómplötuupp-
töku á ítölskum sönglögum með
undirleik Sinfóníuhljómsveitar
Lundúna, undir stjórn Maurizio
Barbacini.
Í.G.
Félagsmálaskólí albvðu
1. ÖNN 14.-27. APRÍL
NÚ FYRIR 25 ÁRA OG YNGRI
Hvað kanntu fyrir þér í
fundarstörfum og fram-
sögn? Hvað veist þú um
verkalÝðshreYfinguna, starf
hennar og sögu? Áttu auð-
velt með að koma fram á
fundum og samkomum?
Tekurðu þátt í félagsstarfi?
Viltu bæta við þekkingu þína
í húsnæðis- og atvinnumál-
um? Eða í hagfræði, vinnu-
rétti og fjármálum heimil-
anna?
Veitt er tílsögn í þessum
og öðrum greinum á 1. önn
Félagsmálaskóla alþýðu,
sem verður í Ölfusborgum
14.-27. apríl n.k.
skóíi
fyrir
þig?
MFA
Þá eru á dagskránni
menningar- og skemmti-
kvöld auk heimsókna í
stofnanir og fýrirtækí.
Þessí önn er sérstaklega fyr-
ir 25 ára og yngrí og við-
fangsefni miðuð við áhuga-
mál og hagsmunamál ungs
fólks í verkalÝðshreyfing-
unni. Félagsmenn aðildar-
félaga ASÍ eiga rétt á skóla-
vist. Hámarksfjöldi er 25
þátttakendur.
Umsóknir um skólavist
þurfa að beréist MFA fyrir
10. apríl.
Nánari upplÝsingar em veitt-
ar á skrifstofu MFA, Grens-
ásvegi 16, sími 91-84233.
Menningar-
og
fræðslusamband
alþýðu
ÞEKKING, STARFOG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING
Steinn Sigurðsson sölustjóri hjá Bflaborg með hinn nýja bfl af gerðinn
Mazda 929 EGI.
Ný tegund Mazda 929
Bflaborg, Mazda-umboðið á ís-
landi, sýndi um helgina nýja tegund
af 929-gerðinni, Mazda 929 EGI, og
er það í fyrsta sinn sem bfll þessarar
tegundar er sýndur hér á landi.
í Mazda 929 EGI eru þær nýj-
ungar helztar að bifreiðin er út-
búin rafeindastýrðri bensíninn-
spýtingu. í bifreiðinni er hag-
kvæmnismælir, sem sýnir öku-
manninum hvernig hann skuli aka
til að ná sem hagkvæmastri elds-
neytisnýtingu.
Þá eru demparar stillanlegir á
þrjá vegu í stjórnborði ökumanns.
Hægt er að velja um mjúka still-
ingu, stífa eða sjálfveljandi still-
ingu. Sé síðasti kosturinn tekinn,
stillast dempararnir sjálfkrafa
miðað við ökuhraða, á minnsta
hraða er stillingin mýkst, en þegar
bifreiðin nær 80 km hraða verður
hún stífari og er stífust á 120 km
hraða.
Mazda 929 EGI er knúin 120
hestafla vél og er afturdrifin. Raf-
eindastýrða innspýtingin er að-
eins fáanleg á beinskiptum 5 gíra
bifreiðum. Felgurnar eru nýjar, 15
þumlunga, þ.e. radíusinn er meiri
en venjulega. Hjólbarðarnir eru
nýir, breiðir í farinu en lágir á
þykktina.
Að sögn Steins Sigurðssonar,
sölustjóra hjá Bílaborg, kostar
Mazda 929 EGI rúmlega 650 þús-
und krónur. Vakti bifreiðin, að
hans sögn, mikla athygli á sýn-
ingu Bílaborgar um helgina. Þá
sagði Steinn að vestur-þýzka bíla-
tímaritið Auto, Motor og Sport
hefði um mánaðamótin útnefnt
Mazda 626 annað árið i röð bezta
innflutta bílinn í 1800 rúmsenti-
metra flokki.
„Húsnæðisdagur
16. mars
MESTA hagsmunamál hverrar fjöl-
skyldu í landinu er vel byggt, heil-
næmt og hagkvæmt húsnæói til að
búa í. Allir verða að hafa þak yfir
höfuðið, segir í fréttatilkynningu frá
Byggingaþjónustunni.
Húsnæðismál hafa verið
óvenjumikið í brennidepli að und-
anförnu. Er það ef til vill fyrst og
fremst vegna fjármögnunarörð-
ugleika húsbyggjenda og greiðslu-
erfiðleika þeirra, sem byggt hafa
eða keypt íbúð á undanförnum ár-
um.
Hvernig getur fólk eignast
íbúð? Getur það byggt sjálft? Get-
ur það keypt nýbyggingu eða eldri
íbúð? Hvernig er hægt að fá leigða
íbúð? Hvað kostar að leigja íbúð í
dag? Hvaða möguleika hafa aldr-
aðir til að fá hentugt húsnæði?
Hvaða lánamöguleikar eru fyrir
hendi? Hvað þarf að hafa í huga
við kaup og sölu fasteigna? Er
hægt að fá byggingalóðir, hvar og
hvað kosta þær?
Þessum spurningum og öðrum
verður reynt að svara laugardag-
inn 16. marz nk. í Byggingaþjón-
ustunni að Hallveigarstíg 1, kl.
10—16 og er aðgangur ókeypis.
Þar verða til staðar fulltrúar
1985
frá öllum helstu aðilum, sem
vinna að húsnæðis- og bygginga-
málum og sitja fyrir svörum.
Fólk á öllum aldri, einstakl-
ingar og fjölskyldur, geta komið
og fengið upplýsingar og ráðgjöf
frá eftirtöldum aðilum:
Húsnæðisstofnun ríkisins
Landsbanka íslands
Verzlunarbanka íslands
Landssambandi lífeyrissjóða og
Sambandi almennra lífeyrissjóða
Kaupþingi
Leigjendasamtökunum
Almennum tryggingum
Húseigendafélagi Reykjavíkur
Félagi lögg. fasteignasala
Arkitektafélagi íslands
Áhugamönnum um úrbætur í hús-
næðismálum
Byggingasamvinnufél. Aðalbóli
Byggung
Búseta
Samtökum aldraðra
Byggingameisturum
Félagsstofnun Reykjavíkurborgar
Stjórn verkamannabústaða
Borgarskipulagi Reykjavíkur og
Borgarverkfræðingsembætti
Reykjavíkur
Akureyrarbæjar
Työ seldu erlendis
TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn í þýzkalandi á þriðjudag. Fengu
þau þokkalegt verð fyrir hann.
Vegna nýafstaðins verkfalls er ekki
fyrirhugað að fleiri skip selji afla
sinn erlendis fyrr en 25. þessa mán-
aðar.
Guðbjörg ÍS landaði afla sínum
í Bremerhaven á mánudag og
þriðjudag. Alls var hún með 236,8
lestir. Heildarverð var 7.257.800
krónur, meðalverð 30,65. Karlsefni
RE seldi 223,2 lestir í Cuxhaven á
þriðjudag. Heildarverð var
6.553.700 krónur, meðalverð 29,37.
Gódan daginn!