Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1985 Kjarnorkuknúinn, sovéskur kafbátur af gerðinni Echo II. Sovétríkin: Kafbátarnir í slæmu ástandi London, 12. mare. AP. ÁSTANDIÐ á kafbátaflota Sovétmanna í Norðurhöfum er svo slæmt, að aöeins er hægt að halda úti 150 af 198 skipum. Var frá þessu skýrt í dag í breska herfræðitímaritinu „Jane’s Defense Weekly“. í tímaritinu er það haft eftir ýmsum leyniþjónustuheimildum, að kafbátunum 48, sem eru ónothæfir, hafi ýmist verið lagt eða þeir notaðir í varahluti fyrir aðra. Sagði í tímaritinu, að af hinum 150 væru aðeins 100 í fullkomnu lagi og ennfremur, að aldrei væru fleiri en 40 í hafi á hverjum tíma, flestir í íslanashafi og annars staðar i Norðurhöfum. í Jane’s Defense Weekly kemur einnig fram, að Sovétmenn hafi að jafnaði 10—12 kafbáta búna kjarnorkuvopnum innan um- ráðasvæðis NATO-ríkjanna til að auka árásargetu sína ef til stríðs kemur. Eru þessir kafbátar af gerðinni Yankee og Delta. í norðurflotanum er næstum helm- ingur allra kafbáta Sovétmanna, sem eru 400 talsins. Vestrænir hernaðarsérfræðingar sögðu í október sl., að norðurflotinn sovéski hefði verið meira eða minna lamaður í hálft ár eftir að mikil sprenging varð í vopnabúrum hans í Severomorsk í maí í fyrra. Eyði- lögðust þá um tveir þriðju eldflaugabirgða hans og 200 manns fórust. Managua: Skammhlaup olli sprengingunni í vopnabúrinu Managua, Nicaragua, 13. mars. AP. ELDUR sem kviknaði vegna skammhlaups olli sprengingunni sem varð í El Chipote-vopnabúrinu í miðborg Managua í síðustu viku, aö því er aðstoðarinnanríkisráðherr- ann, Luis Carrion, sagði í gærkveldi. Eldurinn komst í nærliggjandi hersjúkrahús og varð að flytja um 200 sjúklinga á brott. Sagði Carr- ion, að þrír hefðu hlotið meiðsl í sprengingunni og miklar skemmd- ir orðið á spítalanum af völdum brunans, en viðgerðir væru þegar hafnar. Þetta er í annað skipti sem sprenging verður í E1 Chipote- vopnabúrinu frá því að sandinist- ar náðu völdum. Segja yfirvöld, að í fyrra skiptið hafi reynsluleysi skæruliða og klaufaskap verið um að kenna. Ráðherrafundur EB: Ekkert samkomulag um verð landbúnaðarvara BrUssel, 13. m»rs. \P. Landbúnaðarráðherrar landa Evr- ópubandalagsins náðu ekki að koma sér saman um verð á landbúnaðar- vörum sem framlciddar verða í lönd- unum á framleiðsluárinu sem hefst 1. aprfl næst komandi. Þeir hafa set- ið á tveggja daga fundum í höfuð- Svíar grípa til verðstöðvunar Stokkhólmi, 11. marz. AP. STJÓRN Jafnaðarflokks Olofs Palme hefur tilkynnt verðstöðvun frá og með miðvikudeginum 13. marz og skal gilda verð á vörum, eins og það var skrásett 6. marz. Að sögn stjórnarinnar er tilgangur verðstöðvunar að halda verðbólgu innan við 3% árið 1985. Stjórn jafnaðarmanna stendur hækkaði verðlag um 8,2% í Sví- frammi fyrir kosningum í sept- ember og nýtur minna fylgis en borgaralegu flokkarnir, sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hefur flokkurinn gert efnahagsmálin að helzta kosningamáli sínu og í því samhengi lofaði Kjell-Olof Feldt fjármálaráðherra þjóðinni nýlega auknum kaupmætti og betri af- komu. Kaupmáttaraukningin væri háð því skilyrði að verðbólgan héldist innan við 3%. Ríkisstjórnin hefur gert sam- komulag við samtök launþega og vinnuveitenda um að reyna að takmarka launahækkanir við 5% árið 1985, til þess að henni geti orðið að ósk sinni um að halda verðbólgu niðri. Hagfræðingar spá hins vegar kostnaðaraukningu þegar á árið líður og búast við að verðbólgan reynist a.m.k. 5% þeg- ar upp verður staðið. f fyrra Gervihjarta- þegi í æfingar Lonisville. Kenturkj, 13. mura. AP. MURRAY Haydon gervihjartaþegi fór í fyrsta sinn í endurhæfingar- meðferð í gær. Er með henni stefnt að því að auka líkamsþrek hans og bata eftir hjartaaðgerðina, aö sögn taismanns Humana-spítalans, Bob Irvine. Haydon verður látinn gera ýms- ar líkamsæfingar, þar á meðal ganga og aka hjólastól um húsa- kynni spítalans, og verða æf- ingarnar því erfiðari, sem Haydon verður hressari, að sögn Irvings. William Schröder, sá sem fékk gervihjarta næst á undan Haydon, gekkst undir svipaða meðferð, en varð aö hætta vegna þess að hann fékk slag í desembermánuði. Hon- um líður vel eftir atvikum. þjóð, eða rúmlega tvisvar sinnum það sem ríkisstjórnin hafði einsett sér að það hækkaði. Verðstöðvunin nú er önnur verðstöðvunin sem ríkisstjórn Olofs Palme grípur til á innan við ári. Greip stjórnin til verð- stöðvunar í apríl í fyrra en henni var aflétt að hluta nokkrum mán- uðum seinna. stöðvum EB en allt hefur komið fyrir ekki. Þetta hefur gerst áður og nú sem þá verða samningaviðræður myrkranna á milli um þær lausnir sem mögulegar eru þar til fram- leiösluáriö hefst. Það náðist á hinn bóginn sam- komulag um eitt mikilvægt mál- efni, áætlun sem miðar að því að færa bændabýli í bandalagslönd- unum tíu í nýtískulegri búning. Er um fimm ára áætlun að ræða og áætlaður kostnaður andvirði 3,5 milljarða dollara. Reynt verður að ná samkomulagi um verð á land- búnaðarvörum á ráðherrafundi dagana 25. til 27. mars, en bjart- sýni er ekki ríkjandi um að það heppnist þá fremur en á hinum nýafstöðnu fundum. Það er einkum deilt um hug- mynd að verðstöðvun og þá tillögu styðja Holland, Bretland, Frakk- land og Danmörk. Mótfallinn slíkri frystingu verðlags eru m.a. Vestur-Þýskaland, Italía og Grikkland. Þá hafa EB-löndin reynt að fá Vestur-Þjóðverja til að hætta að greiða niður landbúnaö- arvörur bænda sinna til útflutn- ings. Villisvín þefar uppi eiturlyfin Hér höfum við trúlega fyrsta villisvínið, sem tekist hefur að þjálfa til leitar á eiturlyfjum. Þetta er gylta að nafni „Louise“ og hún er 8 mánaða gömul. Þjálfari hennar er þrautreyndur hundatamningamaður að nafni Werner Franke í Hildesheim í Vestur-Þýskalandi. Franke hefur lengi þjálfaö hunda í að finna eiturlyf fyrir tilstilli þefskyns síns. Franke segir að Louise sé enn ekki farin að starfa fyrir lögregluna, en hún sé geysilega efnileg og þess sé örugglega ekki langt að bíða. Á myndinni er Louise að kanna nokkrar ferðatöskur og svo er ákafinn mikill, að hún ryður þeim um koll. Mountbatten óttaðist kjarnorkustríð 1956 London, 13. nurz. AP. LOUIS MOUNTBA1TEN lávarður, frændi Elísabetar drottningar, óttað- ist þegar hann var yfirmaður brezka sjóhersins í Súez-deilunni 1956 að brezka ríkisstjórnin ætti á hættu að koma af stað kjarnorkustyrjöld samkvæmt nýrri ævisögu hans. í bókinni, „Mountbatten" eftir Philip Ziegler. segir að Mount- batten, sem Irski lýðveldisher- inn réð af dögum 1979, hafi haft þungar áhyggjur af fyrirætlun- um ríkisstjórnar Anthonys Eden forsætisráðherra um innrás í Egyptaland og tvisvar boðizt til að segja af sér sem fyrsti sælá- varður. Ef hann hefði beðizt lausnar á ófriðarstundu hefði það ekki átt sér nokkra hliðstæðu og hann var talinn á að halda áfram störfum. En Ziegler, sem styðst við þúsundir einkaskjala úr skjalasafni Mountbattens, bend- ir á hve alvarlegar áhyggjur Mountbattens voru. Ziegler vitnar í bréf, sem Mountbatten sendi Eden í ágúst 1956, og skrifar: „Þar talaði hann um hættuna á að valda kjarnorkustyrjöld og það „rang- snúna og með öllu óverjandi skref" Breta að virða að vettugi þær meginreglur, sem lágu til grundvallar stofnun Sameinuðu þjóðanna." Sameinuðu þjóðirnar hvöttu Breta eindregið til að gera ekki innrás í Egyptaland um það leyti sem Mountbatten skrifaði bréfið og Ziegler segir að hann hafi aldrei sent það. En þegar Súez-deilan náði há- marki, aðeins fjórum dögum áð- ur en árásarlið Breta og Frakka átti að koma til Egyptalands, gat Mountbatten ekki lengur haft hemil á reiði, sem hann fylltist vegna þess að hann taldi að sjó- Mountbatten herinn væri misnotaður, og hann skrifaði annað bréf. Ziegler segir að Mountbatten hafi viðurkennt að hann „bryti allar herþjónustuvenjur", en hann sagði Eden: „Ég skrifa ... til þess að biðja þig innilega að skipa árásarskipalestunum að snúa við áður en það verður um seinan, þar sem ég tel að land- ganga hermannanna geti aöeins breitt út stríðið og valdið gífur- legum þjáningum og haft ófyr- irsiáanleg áhrif um allan heim.“ I ævisögunni kemur fram að Mountbatten taldi alltaf að rétt hefði verið að varpa fyrstu kjarnorkusprengjunni á Hiro- shima 1945 til þ jss að binda endi á stríðið við Japani. En Ziegler segir að seinna hafi Mountbatten haft gaman af því að hrella yfirmenn NATO með því að fordæma lítil kjarnorku- vopn og alla forsætisráðherra frá Harold Macmillan til Marg- aret Thatcher með því að hvetja þá til að stuðla að kjarnorkuaf- vopnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.