Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 7

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 7
7 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Landsfundur Kvenréttindafélags íslands: Skörp verkaskipti eru milli kynjanna í tölvuvæðingu A ISLANDI er þróunin þegar orðin varhugaverð, hvað varðar hlut kvenna í tölvuvæðingu atvinnulífsins. Skörp verkaskipti virðist vera milli kynjanna, þar sem karlar sinna nýsköpunar- og stjórnunarstörfum, en konur al- mennum skrifstofustörfum, ritvinnslu og skráningu. Þessi skipting hefur í för með sér verulegan launamun. Þetta kemur fram í athugun sem Kvenréttindafélag tslands hefur látið gera, „Tölvutæknin — Hlutur kvenna og karla á vinnumarkaðinum", en niður- stöður þessarar athugunar voru birtar á landsfundi KRFÍ sem hófst í gær. Þar kemur einnig fram, að í skólakerfinu og hinum ýmsu sérskólum sýna konur minni áhuga á tölvutækni en karlar, þó námsárangur þeirra sé ekki lakari en karla í tölvu- námi. Karlar eru brautryðjendur á vettvangi tölvutækni, þeir skapa og innleiða hina nýju tækni í at- vinnulífið, en konur fylgjast með úr fjarlægð. Störf sem tengjast sölu tölva, þróun, breytingum og viðhaldi vél- og hugbúnaðar eru flest í höndum karla. Athugun- ina unnu Ragnheiður Harðar- dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg Svavarsdóttir. í umræðum um þessar niður- stöður kom fram, að hugarfars- breytingar væri þörf hjá konum. Þær yrðu að gera sér grein fyrir því að hin hefðbundnu kvenna- störf, t.d. ýmis þjónustu- og Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá landsfundi Kvenréttindafélags íslands í gær. Esther Guðmundsdóttir, formaður félagsins, í ræðustól. skrifstöfustörf, yrðu meðal fyrstu fórnarlamba tölvubylt- ingarinnar. Konur yrðu því að mennta sig á þessu sviði og hvetja þyrfti ungar stúlkur til að hyggja að atvinnuhorfum þegar þær ákvæðu í hvaða nám þær færu. Á fundinum voru einnig rædd skattamál hjóna, launamál kvenna og málefni félagsins. Fundinum verður fram haldið á morgun og þá munu starfshópar skila niðurstöðum sínum. Fund- inum lýkur með pallborðsum- ræðum um spurninguna: „Hvert stefnum við í jafnréttismálum?" Þátttakendur verða: Esther Guðmundsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Lára Júlíusdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Sig- rún Sturludóttir. Halldór Halldórsson ritstjóri Helgarpóstsins Halldór Halldórsson HALLDÓR Halldórsson hefur verið ráðinn ritstjóri að Helgar- póstinum. Fyrir var Ingólfur Mar- geirsson ritstjóri. Halldór hefur meira og minna verið viðriðinn blaðamennsku frá árinu 1967 er hann hóf störf við Alþýðublaðið, en auk Al- þýðublaðsins hefur hann starfað við rikisfjölmiðlana, verið rit- stjóri íslendings á Akureyri, auk þess sem hann starfaði við Helgarpóstinn um það leyti sem hann hóf göngu sína. Halldór lauk BA-prófi í heim- speki og bókmenntum frá Há- skóla íslands árið 1977 og mag- istersprófi í fjölmiðlafræðum frá Bandaríkjunum árið 1980. Bók um starfs- mannastjórnun Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bók um starfsmannastjórn- un eftir Margréti Guðmundsdótt- ur. Höfundur, sem er viðskipta- fræðingur að mennt, með starfs- mannastjórn sem sérgrein, hefur starfað við starfsmannastjórn hjá Danske Esso í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Bókin er gefin út í samvinnu við Stjórnunarfélag ís- lands, en Margrét hefur haldið námskeið á vegum félagsins um sama efni. í frétt frá AB segir: „Starfs- mannastjórnun er hugsuð sem handbók eða uppsláttarrit fyrir fyrirtæki. Gjj SIT.a, en hent- £7 éinnig við kennslu á fram- haldsskólastigi. Skipulag bókar- innar er sveigjanlegt, þannig að lesandinn getur haft sinn hátt á við notkun hennar. Þá er einnig hægt að lesa hana alla i strik- lotu og auk þess má nota hana sem uppsláttarrit um starfs- mannamál. Bókin skiptist í 6 kafla: Hvað er starfsmannastjórnun; Stefna fyrirtækis í starfsmannamálum; Skráning upplýsinga um starfsmenn; Ráðningar; Frammistöðumat og starfs- mannasamtöl og Starfsmanna- handbók. Hver kafli skiptist Já, hjá okkur í Blómunrbg ávöxtum er vorið komið bæði í Hafnarstræti og við Miklatorg. Nú erum viö aö taka fram það allra — allra besta úrval af pottablómum sem við höfum nokkru sinni fengið. YfÍT 100 tegundir Túlípanaútsala Um þessa helgi geta allir prýtt heimili sín meö túlípönum og fengið förskot á voriö. 5 stk. íúiípanavöndur 95 kr. 1G 5ík. túiipánávöndur Í95 kr. 10 stk. túlípanavöndur 295 kr. Sértilboð Heimilisfriöur í keramikpotti 150 kr Hedera í keramikpotti 140 kr. annars vegar í fræðilegt ágrip og hins vegar í dæmi um hjálp- argögn sem nota má í starfs- mannastjórnun." Bókin er 158 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og Bókbands- stofunni Örkinni hf. VIÐ MIKLATORG Hvitir keramikpottar í fjórum stæröum.jr'^ Allir vita aö úrvalið af afskornum blómum er hvergi meira en hjá okkur. Veriö ávallt velkomin HIOMLAMXrm Hafnarstræti 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.