Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Landsfundur Kvenréttindafélags íslands: Skörp verkaskipti eru milli kynjanna í tölvuvæðingu A ISLANDI er þróunin þegar orðin varhugaverð, hvað varðar hlut kvenna í tölvuvæðingu atvinnulífsins. Skörp verkaskipti virðist vera milli kynjanna, þar sem karlar sinna nýsköpunar- og stjórnunarstörfum, en konur al- mennum skrifstofustörfum, ritvinnslu og skráningu. Þessi skipting hefur í för með sér verulegan launamun. Þetta kemur fram í athugun sem Kvenréttindafélag tslands hefur látið gera, „Tölvutæknin — Hlutur kvenna og karla á vinnumarkaðinum", en niður- stöður þessarar athugunar voru birtar á landsfundi KRFÍ sem hófst í gær. Þar kemur einnig fram, að í skólakerfinu og hinum ýmsu sérskólum sýna konur minni áhuga á tölvutækni en karlar, þó námsárangur þeirra sé ekki lakari en karla í tölvu- námi. Karlar eru brautryðjendur á vettvangi tölvutækni, þeir skapa og innleiða hina nýju tækni í at- vinnulífið, en konur fylgjast með úr fjarlægð. Störf sem tengjast sölu tölva, þróun, breytingum og viðhaldi vél- og hugbúnaðar eru flest í höndum karla. Athugun- ina unnu Ragnheiður Harðar- dóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg Svavarsdóttir. í umræðum um þessar niður- stöður kom fram, að hugarfars- breytingar væri þörf hjá konum. Þær yrðu að gera sér grein fyrir því að hin hefðbundnu kvenna- störf, t.d. ýmis þjónustu- og Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá landsfundi Kvenréttindafélags íslands í gær. Esther Guðmundsdóttir, formaður félagsins, í ræðustól. skrifstöfustörf, yrðu meðal fyrstu fórnarlamba tölvubylt- ingarinnar. Konur yrðu því að mennta sig á þessu sviði og hvetja þyrfti ungar stúlkur til að hyggja að atvinnuhorfum þegar þær ákvæðu í hvaða nám þær færu. Á fundinum voru einnig rædd skattamál hjóna, launamál kvenna og málefni félagsins. Fundinum verður fram haldið á morgun og þá munu starfshópar skila niðurstöðum sínum. Fund- inum lýkur með pallborðsum- ræðum um spurninguna: „Hvert stefnum við í jafnréttismálum?" Þátttakendur verða: Esther Guðmundsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Lára Júlíusdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Sig- rún Sturludóttir. Halldór Halldórsson ritstjóri Helgarpóstsins Halldór Halldórsson HALLDÓR Halldórsson hefur verið ráðinn ritstjóri að Helgar- póstinum. Fyrir var Ingólfur Mar- geirsson ritstjóri. Halldór hefur meira og minna verið viðriðinn blaðamennsku frá árinu 1967 er hann hóf störf við Alþýðublaðið, en auk Al- þýðublaðsins hefur hann starfað við rikisfjölmiðlana, verið rit- stjóri íslendings á Akureyri, auk þess sem hann starfaði við Helgarpóstinn um það leyti sem hann hóf göngu sína. Halldór lauk BA-prófi í heim- speki og bókmenntum frá Há- skóla íslands árið 1977 og mag- istersprófi í fjölmiðlafræðum frá Bandaríkjunum árið 1980. Bók um starfs- mannastjórnun Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bók um starfsmannastjórn- un eftir Margréti Guðmundsdótt- ur. Höfundur, sem er viðskipta- fræðingur að mennt, með starfs- mannastjórn sem sérgrein, hefur starfað við starfsmannastjórn hjá Danske Esso í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Bókin er gefin út í samvinnu við Stjórnunarfélag ís- lands, en Margrét hefur haldið námskeið á vegum félagsins um sama efni. í frétt frá AB segir: „Starfs- mannastjórnun er hugsuð sem handbók eða uppsláttarrit fyrir fyrirtæki. Gjj SIT.a, en hent- £7 éinnig við kennslu á fram- haldsskólastigi. Skipulag bókar- innar er sveigjanlegt, þannig að lesandinn getur haft sinn hátt á við notkun hennar. Þá er einnig hægt að lesa hana alla i strik- lotu og auk þess má nota hana sem uppsláttarrit um starfs- mannamál. Bókin skiptist í 6 kafla: Hvað er starfsmannastjórnun; Stefna fyrirtækis í starfsmannamálum; Skráning upplýsinga um starfsmenn; Ráðningar; Frammistöðumat og starfs- mannasamtöl og Starfsmanna- handbók. Hver kafli skiptist Já, hjá okkur í Blómunrbg ávöxtum er vorið komið bæði í Hafnarstræti og við Miklatorg. Nú erum viö aö taka fram það allra — allra besta úrval af pottablómum sem við höfum nokkru sinni fengið. YfÍT 100 tegundir Túlípanaútsala Um þessa helgi geta allir prýtt heimili sín meö túlípönum og fengið förskot á voriö. 5 stk. íúiípanavöndur 95 kr. 1G 5ík. túiipánávöndur Í95 kr. 10 stk. túlípanavöndur 295 kr. Sértilboð Heimilisfriöur í keramikpotti 150 kr Hedera í keramikpotti 140 kr. annars vegar í fræðilegt ágrip og hins vegar í dæmi um hjálp- argögn sem nota má í starfs- mannastjórnun." Bókin er 158 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og Bókbands- stofunni Örkinni hf. VIÐ MIKLATORG Hvitir keramikpottar í fjórum stæröum.jr'^ Allir vita aö úrvalið af afskornum blómum er hvergi meira en hjá okkur. Veriö ávallt velkomin HIOMLAMXrm Hafnarstræti 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.