Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 19

Morgunblaðið - 23.03.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 19 íslenska hljómsveitin Tónllst Jón Ásgeirsson SJÖUNDU tónleikar íslensku hljómsyeitarinnar voru haldnir f Bústaðakirkju sl. miðvikudag. Stjórnandi tónleikanna var Margar- et Hillis frá Bandarfkjunum og ein- leikari Anna Guðný Guðmundsdótt- ir. Á efnisskránni voru tónverk eftir Martinu, Mozart og Haydn en auk þess var frumflutt tónverkið Skref eftir Hróðmar I. Sigurbjðrnsson. Tónleikarnir hófust á svítu úr óperunni „Brúargamanið", en fyrir hana fékk Martinu gagnrýn- endaverðlaunin í New York árið 1952. óperan er i „nýklassfskum" stíl og heldur svona léttvæg í gerð og svitan sú sem hér var leikin er ekki á neinn hátt sambærileg við hljóðfæratónsmíðar sem þekktar eru eftir Martinu. Margt var þokkalega leikið, einkum var trompettinn fagurlega blásinn af Ásgeiri Steingrimssyni. Annað verkið var svo Píanókonsert eftir Mozart K.415 i C-dúr. Konsert þessi ber ýmis merki léttari gerð- ar kammertónlistar, en þrátt fyrir léttleikann er hann á köflum erf- iður fyrir einleikarann. Til er bréf frá Mozart, þar sem hann reynir að útskýra, að það sem kann að heyrast einfalt í gerð, getur verið Mývatnssveit: Grasystingur og gömul andaregg á borðum Kiw- anismanna býsna erfitt i leik, án þess að áheyrendur geri sér grein fyrir þvf, sakir þess hve tónlistin er leikandi og lagræn. í þessum kon- sert má heyra ýmis stef er Mozart notar i öðrum verkum og var hann mjög vinsæll á tímum Mozarts. Anna Guðný Guðmundsdóttir er góður píanóleikari og lék konsert- inn af öryggi og á köflum mjög vel. Anna Guðný hefur margoft sýnt að hún er kraftmikill píanó- leikari og væri athugandi að hún reyndi sig enn frekar við konserta Mozarts, því ekki er fullreynt um ágæti hljóðfæraleikara af einni uppfærslu. Sem frumraun var frammistaða hennar með ágætum. Sfðasta verkið á efnisskránni var sinfónfa nr. 63 eftir Haydn, sem nefnd er „Roxolana". Þessi sin- fónía er ein af þeim sem til eru í ýmsum gerðum og er t.d. fyrsti þátturinn unninn upp úr forleikn- um að óperunni II mondo della luna. Þá óperu samdi Haydn árið 1777 en í þessa sinfónfu mun Haydn hafa safnað ýmsu er hann átti til og eru tvö ártöl þar nefnd, nefnilega 1779 og 1781. Heldur þykir þessi samtfningur slakur miðað við það besta sem til er eftir meistarann. í heild var leikur sveitarinnar þokkalegur, þó nokk- uð gætti ónákvæmni f „intóner- ingu“ hjá strengjunum, einkum þó Anna Guðný Guðmundsdóttir háröddunum. Sjálfsagt er Margar- et Hillis góður og gætinn hljóm- sveitarsjóri en heldur var stjórn hennar daufleg og markaði hvergi fyrir þeirri skerpu, sem bæði Moz- art og Haydn þola ágætlega. Nýtt tónverk eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson var flutt og nefnir hann verk sitt Skref. Hróðmar stundar nú nám erlendis og er þetta það nýjasta er heyrist á tón- leikum, eftir að hann lauk námi hér heima. í heild var verkið hæg- ferðugt en ekki rúið allri spennu, þó nokkuð gætti þess, í kraftmestu köflunum, að leitast væri við að ná fram einskonar „kaos“ með hvöss- um og margsamsettum ómstríð- um, þannig að oft jaðraði við að allt rynni saman í einn allsherjar hávaða. Þrátt fyrir þetta er margt í verkinu forvitnilegt og full ástæða til að ætla að Hróðmár geti orðið gott tónskáld. í heild var flutningur verksins góður með einstaka vel leiknum einleiks- strófum. Mazda 62 »11 SIGURVEGARINN! Björk, MývatnsHreit, 21. l í GÆR, miðvikudag, færði Kiwan- isklúbburinn Herðubreið f Mý- vatnssveit barnaskólanum á Skútu- stöðum tölvu að gjöf. Forseti, Ingólf- ur Jónasson, afhenti gjöfina fyrir hönd klúbbsins. Skólastjórinn, Þrá- inn Þórísson, veitti henni viðtöku. Gat hann þess að þessi tölva værí kærkomin gjöf fyrir skólann, því að með henni opnuðust ýmsir mögu- leikar við kennsluna. Færði hann klúbbnum sérstakt þakklæti fyrir þessa veglegu gjöf. Ingólfur Jónsson óskaði skólanum allra heilla með tölvuna og vonaði að hún ætti eftir að reynast skólanum vel f framtfð- inni. Verð tölvunnar var um 60 þús- und krónur. Starfsemi Kiwanisbkúbbsins Herðubreiðar hefur verið all um- fangsmikil í vetur. Fyrir jólin gaf klúbburinn út auglýsingablað með símaskrá í 2.000 eintökum. Var þessu blaði dreift um alla Suður- Þingeyjarsýslu. Húsavík og viðar. Vonast er eftir að þessi úgáfa gefi klúbbnum verulegar tekjur. Auk þess hafa klúbbfélagarnir losað sóda í Kísiliðjunni undanfarin ár og haft af því góðar tekjur. Klúbb- urinn hefur styrkt ýmis góð mál- efni með fjárframlögum. Félagar eru 32. Fundir eru haldnir hálfs- mánaðarlega í Hótel Reynihlíð. í gærkvöldi var svokallaður heimaréttafundur. Þá var á borð- um nær eingöngu heimagerður matur. Má þar nefna siginn og reyktan silung, nálega eins árs gömul andaregg, sem fengið hafa sérstaka geymslumeðferð, grasa- ysting, auk fleiri rétta. Þótti þetta góð tilbreyting frá öðrum hefð- bundnum mat. Gestur fundarins í gærkvöldi var Finnur Kristjáns- son, fyrrverandi kaupfélgsstjóri en núverandi safnvörður á Húsa- vík. Flutti Finnur yfirgripsmikið og fróðlegt erindi um safnið. Hafa Finnur og Hjördís kona hans unn- ið mikið og gott starf við safnið á undanförnum árum við uppsetn- ingu þess í Safnahúsinu á Húsa- vik. Kristján Nú annað árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits ,,AUTO MOTOR UND SPORT“ MAZDA 626 bíl ársins 1985 í flokki 1800 cc innfluttra bíla. MAZDA 626 sigraði með miklum yfirburðum í sínum flokki, því að allir vita að Þjóð- verjar gera afar strangar kröfur til innfluttra bíla um gæði, öryggi og góða aksturs- eiginleika. Það er bví engin furða að MAZDA er langmest seldi japanski bíllinn í Þýskalandi. Þessi verðlaun eru aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem MAZDA 626 hefur hlotið, því að hann hefur meðal annars verið kjörinn ,,BÍLL ÁRSINS“ í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Þú getur nú eignast þennan margfalda verðlaunabíl á sérstöku verði, eða frá kr. 426.300 — til öryrkja ca. kr. 326.300 Opið laugardaga frá kl. 10 — 4 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.