Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 3

Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 3 Hafraimsóknaleiðangri lokið: Afli meiri en búizt var við — en vil ekkert tjá mig um ástand og horfur, segir Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri „ÞAÐ VAR togað i 600 stöðum eins og fyrirhugað var og aflabrögð reyndust mun betri en við gerðum rið fyrir. Þetta voru 60 til 120 lestir i togara f hálfan minuð. Það var auðvitað minna togað en i venjulegum veiðum en aftur var togað lengur en í fyrri leiðöngrum. Því varð aflinn mun meiri en iður. Þritt fyrir það er ekkert hægt að segja enn sem komið er um istand og horfur. Til þess vantar allan samanburð,“ sagði Ólafur Karvel Pálsson, fískifræðingur, í samtali við Morgunblaðið. Umfangsmestu rannsóknum Haf- rannsóknastofnunar á helztu botnf- isktegundum til þessa lauk síðastl- iðinn mánudag, en þær hófust þann 8. þessa mánaðar. f fyrsta sinn voru rannsóknir þessar í mjög náinni samvinnu við sjómenn en fimm tog- arar með áhöfnum voru leigir til verksins og höfðu sjómenn tekið drjúgan þátt í undirbúningi rann- Guðjón A. Kristjánsson, foreeti Far- sóknanna. Leiðangursstjóri var manna- og fískimannasambandsins Ólafur Karvel Pálsson. og skipstjóri, á Páli Pálssyni, íbygg- ólafur Karvel sagði i samtali við inn yfir tækjunum. Morgunblaðið, að rannsóknirnar hefðu gengið mjög vel og hefði þar nánast allt hjálpazt að; gott veður, góð samvinna við sjómenn og víð- tækur undirbúningur. Hafrann- sóknastofnun væri því mjög ánægð með árangurinn, en niðurstöður lægju varla fyrir fyrr en eftir páska. Þá tók hann það fram, að allan samanburð vantaði, þannig að erfitt væri að meta stöðu einstakra stofna og horfur út frá níðurstöð- unum. Til þess þyrfti að halda þess- um rannsóknum áfram næstu ár og sýndist honum fullvíst að svo yrði. Pokahnúturinn leystur um borð í Páli Pálssyni. Morgunblaðið/Rafn Ólafsson Fiskmarkaðurinn í Þýzkalandi: Vigri með næsthæst heildarverð 689 þús. mörk SKUTTOGARINN Vigri RE fékk í gær næsthæsta heildarverð í þýzkum mörkum talið, sem ís- lenzkt fiskiskip hefur fengið á fískmarkaðinum í Þýzkalandi. Vigri á sjálfur sölumetið, sett í janúarmánuði síðastliðnum, en auk þess hefur hann fjónim sinn- um fengið hæsta heildarverðið síðan 1982. Ögri RE, sem eins og Vigri er í eigu Ögurvíkur, á svo fimmta hæsta verðið. Skipstjóri á Vigra er Steingrímur Þorvalds- son. Vigri seldi í gær 215,7 lestir, mest karfa, í Bremerhaven. Heildarverð í islenzkum krónum var 8.868.400 krónur, meðalverð 41,12. í þýzkum mörkum talið var heildarupphæðin 688.800 mörk, meðalverð 3,20. Þann 7. janúar sl. seldi Vigri 220 lestir. Heildarverð var 693.900 mörk, meðalverð 3,15. 26. október 1982 seldi Vigri 355,5 lestir. Heildar- verð var 667.000 mörk, meðalverð 1,88. 23. febrúar sama ár seldi hann 279,3 lestir. Heildarverð var 673.600 mörk, meðalverð 2,41. 22. marz 1982 seldi ögri 239,5 lestir. Heildarverð var 662.687 mörk, meðalverð 2,76. Hæsta meðalverð í Þýzkalandi á Ásgeir RE, en 28. desember siðastliðinn fékk hann 3,42 mörk að meðaltali á hvert kíló. Á mánudag seldi Már SH 115,9 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.243.800 krónur, meðalverð 36,60. Þá seldi Beitir NK 123,9 lestir í Grimsby í gær, mest þorsk. Heildarverð var 4.881.600 krónur, meðalverð 39,39. Meðal- verð fyrir hvert kíló af þorski var rúmar 40 krónur. Skýring þess, að íslenzku fiski- skipin fá nú mun betra verð fyrir afla sinn en fyrir nokkrum vik- um, er sú, að um páskana borða bæði Englendingar og Þjóðverjar mikið af fiski og er eftirspurn á mörkuðunum því veruleg. Eitt skip mun selja afla sinn erlendis á morgun, föstudag og þrjú í næstu viku. Dun-let kraftakjaniHiii m t>risvar sinnum mýkra • Prisvar sinnum auóveldara Ein tappafylli af Dun-let kraftkjarna gef- ur þrefalt meiri mýkt og ferskleika en sama magn af venjulegu Dun-let. I hverjum dropa er rtefnilega þrefalt meiri mýkt og fersk- leiki. Flaskan er þrefalt minni — og þess vegna þrefalt léttari aö bera, geyma og skammta úr. Meö Dun-let kraftkjarna er þrisvar sinnum auðveldara að fá þvottinn dúnmjúkan og ilmandi en meö venjulegu Dun-let. af raf magnar f ljótt og örugglega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.