Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Óbreyttu vísi- tölukerfi hafnað — aðilar gætu samið um viðmiðanir „VIÐ ERUM, báðir stjórnarflokkarnir, óbreyttrar skoóunar. Við erum á móti vísitölubindingu launa í nokkru formi svipuðu því og var áður,“ sagði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, er hann var spurður álits á afstöðu samningaráðs Vinnuveitendasambands ísland til þess að vísi- tölubinding launa taki gildi 1. júní nk., en samningaráðið er andvígt því. „Nei, það munum við aldrei gera," sagði forsætisráðherra, er hann var í framhaldi af því spurð- ur, hvort ríkisstjórnin ætlaði að láta lögin um vísitölubindinguna taka gildi óbreytt 1. júní nk., en þá rennur út ákvæði laga frá í maí- mánuði 1983, sem námu vísitölu- bindinguna úr gildi til tveggja ára. Steingrímur sagði ennfremur í framhaldi af þessu: „Spurningin er hins vegar, hvort við látum nægja að fella lögin úr gildi og Tíu þúsund ; hafa séð Hvíta máva Rúmlega tíu þúsund manns hafa séð kvikmyndina Hvítir mávar, síð- an hún var frumsýnd, 16. marz sl., að því er Valgeir Guðjónsson, einn Stuðmanna er standa að myndinni, tjáði Mbl. Hvítir mávar voru frumsýndir samtímis í Reykjavík og á Seyðis- firði, en síðan hefur kvikmyndin verið sýnd í Reykjavík, samtímis í Bíóhöllinni og Háskólabíói. Nú stendur hins vegar til að hætta sýningum í Háskólabíói og sýna myndina eingöngu í Bíóhöll- inni. treysta þá vinnuveitendum til þess, að þeir semji ekki um vísi- tölubindingu sem að okkar mati stenst ekki.“ Varðandi afstöðu VSÍ sagði for- sætisráðherra, að hann vissi ekki betur en VSÍ hefði staðið í viðræð- um á síðasta ári við ASÍ um alls konar „rauð strik“, eins og hann orðaði það. Stjórnvöld treystu því að vinnuveitendur semdu ekki um vísitölu neitt svipað því og áður gilti. Hins vegar gæti vel komið til greina að hans mati að í lengri samningum kæmu einhverjar við- miðanir, eins og giltu til dæmis á Norðurlöndum. Nánar aðspurður um hvað hann ætti við svaraði hann: „Það má eiginlega túlka bannið eins og það er núna þannig að hvers konar viðmiðanir séu bannaðar. Það er auðvitað óskap- lega mikill munur á þeirri vísi- töluviðmiðun sem gilti og rauðum strikum, eins og ég veit að VSÍ og ASÍ voru að ræða um í fyrra- haust.“ Steingrímur sagði í lokin, að viðræðum við VSI, ASÍ og enn- fremur BSRB yrði haldið áfram. Hann sagðist ekki vilja upplýsa um tímasetningu næsta fundar og sagði síðan: „Við ætlum að vinna þetta í friði núna og erum undr- andi á því að VSl skyldi hlaupa beint í blöðin án þess að koma aft- ur til okkar og svara." Góðri loðnuvertíð að ljúka — um 50 þús. lestir eftir af kvótanum EINHVERRI beztu loðnuvertíð okkar fslendinga er nú að Ijúka. Alls hafa veiðst um 760.000 lestir frá því á haustmánuðum og eru því tæpar 50.000 lestir eftir af leyfðu aflamagni, 815.000 lestum. Heildaraflinn á síðustu vertíð var 570.000 lestir. Nú eru aðeins 6 skip enn að loðnuveiðum, en afli hefur verið mjög tregur og loðnan dreifð á svæðinu frá Eyjum vestur að Jökli. Samkvæmt upplýsingum Loðnunefndar munu flest þessara skipa ætla sér að sigla með aflann, takist þeim að ná fullfermi og slá þannig botninn í vertíðina. Þetta er að sögn Andrésar Finnbogason- ar hjá Loðnunefnd einhver bezta loðnu vertíð síðan veiðar hófust af einhverri alvöru fyrir 12 árum. NOD ’85: Norræn samstaða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Hjálparstofnun kirkjunnar og framhaldsskólanem- um: Undanfarin ár hafa nemenda- samtök á Norðurlöndum í sam- vinnu við hjálparstofnanir kirkn- anna í viðkomandi löndum staðið fyrir verkefnum til stuðnings æsku þriðja heimsins. Á þessu ári 1985, alþjóðaári æskunnar, er verkefnið í fyrsta sinn unnið á samnorrænum grundvelli. Hefur Apartheid (aðskilnaðar) stefna stjórnvalda í Suður-Afríku verið valin sem viðfangsefni. Verkefn- inu hefur verið gefið nafnið „Nordisk operation dagsværk, NOD 85.“ Hápunktur verkefnisins verður 28. mars. Þann dag mun fyrir- tækjum, vinnuveitendum og al- menningi boðinn vinnukraftur námsfólks gegn greiðslu lág- markslauna. Námsfólk og hjálpar- stofnanir kirknanna á Islandi og í Færeyjum hafa ákveðið í samráði við Samkirkjuráð S-Afríku (SACC) að fénu sem safnast, verði veitt til æskulýðsdeildar SACC, sem verji því til uppbyggingar í menntamálum. SACC hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin vegna þess að fram- kvæmdastjóri samtakanna, Des- mond Tutu, hlaut friðarverðlaun Nóbels 1984, fyrir tilraunir sinar til að vinna sigur á Apartheid með friðsamlegum baráttuaðferðum. Til viðbótar þeim fjármunum sem safnast fyrir dagsverk er í ráði að hafa almenna söfnun til sama verkefnis. Sýnum í verki samstöðu okkar með S-Afrískri æsku sem berst gegn allri þeirri kúgun og órétt- læti sem hún er beitt af s-afrísk- um stjórnvöldum í krafti aðskiln- aðarstefnunnar (apartheit). Það gerum við best með því að leigja vinnukrafta nemenda í einn dag þann 28. mars. Það gerum við með því að hafa samband við NOD nefndir eða nemendafélög í fram- haldsskólum landsins, eða leggja framlag inn á reikning NOD 8687 í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Okkar stuðningur mun gefa S-Afrískri æsku von um bjartari framtíð. Hjálpum æsku Suður-Afríku. Morgunblaftift/Árni Sæberg Frónfari affermdur á Kastrupflugvelli f gær: alþjóðlegar hjálparsveitir taka til hendinni. Finnur Vaidimarsson, hlaómaður af Keflavíkurflugvelli, fremstur á myndinni. * Islensk viðbrögð við verkfallinu í Danmörku: Norski kúrekinn fékk að borða ÞAÐ VAR óvenju rólegt á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn í gær — nánast ekkert að gera. Flestar verslanir og barir voru lokaðir á vellinum vegna yfirstandandi verkfalls í landinu („pá grund av det págáende konflikt** eins og það var orðað á handskrifuðum veggspjöldum hér og þar um flugstöðvarbygginguna) og farþegar máttu sjálfir bera farangur sinn fram og aftur. Flestir starfsmenn vallarins eru félagar í danska alþýðusambandinu (LO), sem er í verkfalli. Aðeins var opið í flugvallarkaffinu í miðri fríhöfninni og þar var ekkert að fá nema páskabjór frá Tuborg og Gammel dansk. Það getur ekki verið góður hádegismatur fyrir svanga íslendinga. Þjófar í verkfalli Umferð um Kastrup er í lág- marki þessa dagana enda hlað- menn þar í verkfalli og ekkert bensín að fá. Flugleiðir — og væntanlega fleiri flugfélög — hafa gripið til þess ráðs að fljúga tveimur hlaðmönnum að heiman til að hjálpa til við affermingu og fermingu vélanna og lent er í Osló eða Stafangri til að taka eldsneyti á heimleiðinni. Hlaðmenn Flugleiða eru ekki óvanir því að fara í skottúra af þessu tagi þegar verkalýðurinn í nágrannalöndunum finnur sig knúinn til að leggja niður vinnu. Fyrir tveimur árum var verkfall hjá flugvallarstarfsmönnum i London og þá fóru nokkrir menn að heiman með hverri ferð og heim aftur samdægurs til að annast störf hlaðmanna. Á með- an tslendingarnir gengu i störf starfsbræðra sinna i London skilaði farangur sér miklu betur en áður — þeir segja að þjófóttir starfsmenn á Heathrow hafi verið i verkfalli! Farþegar bera sjálfir Islensku hlaðmennirnir voru örsnöggir að afferma Frónfara um hádegisbilið í gær og nutu til þess aðstoðar hjálpfúsra starfsmanna KLM, Sabena og fleiri flugfélaga auk starfs- manna Flugleiða á Kastrup. Farþegar máttu sjálfir bera farangur sinn á kerrur brottfar- armegin, þar sem sömu — og fleiri — starfsmenn tóku við að ferma vélar á útleið. Aðeins fáir „rampar“ eru í notkun á Kastrup þessa dagana og þvi koma far- þegar að heiman inn i öðrum enda flugstöðvarbyggingarinnar en venja er til. Breiðþotur myndu verða „lens“ á Kastrup meðan á verk- fallinu stendur — aðeins vélar meö eigin landgöngubrú, ljósa- mótor og loftdælur geta séð um sig sjálfar þar sem flugvallar- starfsmenn eru í verkfalli. Það var heldur fátt á leiðinni utan en heldur fleira á útleið. Farþegar sem komu um borð í Kaupmannahöfn voru hungraðir enda flest lokað á Kastrup eins og fyrr segir. Mest matarþurfi var tveggja metra hár norskur kúreki að koma frá Austur- Þýskalandi, greinilega talsverð- ur matmaður. Flugfreyjurnar um borð í Frónfara höfðu gætt þess á út- leiðinni að henda ekki leifunum af morgunmatnum (enda óvíst að hægt yrði að losna við ruslið á Kastrup) og hituðu upp fyrir hann eggjahræru og skinku. Hann steig svo alsæll út í vetr- arstilluna í Osló upp úr hádeg- inu og hefur vafalaust ætlað rakleiðis að fá sér þjóðlegan norskan hamborgara með geita- osti. - ÓV No boording calls foi scheduted departures Það var með rólegra móti á helsta flugvelli Dana I gær: ein flugferð var ráðgerð þaðan fyrir hádegið. PfPAfiTURfc AfGANC
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.