Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 29 Dr. Björn S. Stefánsson „Grundvöllur norræns samstarfs er hugsjónir og viðhorf sem borizt hafa milli landanna og birtast bezt í þjóðtung- unum þremur, dönsku, norsku og sænsku, en þar er íslenzkan fulltrúi upprunans.“ Hannesson til að þýða greinargerð um skólamál á ísiandi úr dönsku á ensku. Að loknu verki sagði sá ágæti ensku- og íslenzkumaður, að það væri í rauninni ekki gerandi með góðu móti, hér væri um svo mörg hugtök að ræða, sem væru framandi ensku máli og menn- ingu. Þegar ég leiði fólk frá Norður- löndum saman við íslendinga, hvet ég gestina til að tala dönsku/norsku/sænsku og halda því áfram, þótt íslendingurinn svari á ensku, nema því aðeins að íslendingurinn biðjist eindregið undan þvi, og endurtaka á sama máli, ef ekki skilst, frekar en svara fslendingnum á ensku. Með því móti má hafa nokkurn stuðn- ing af því, sem er skylt í málunum, og íslendingurinn fær betur tæki- færi til að kynna íslenzk nöfn, stofnanir og hvers konar fyrir- bæri. Um leið fær gesturinn nokkra hugmynd um, að íslenzkt mál er í senn klassískt menning- armál og frjótt nútímamál. Finnar ryðja ensk- unni til rúms Dæmi má nefna um rannsókna- námskeið á vegum Norðurlanda- ráðs sem að ósk Finna fer fram á ensku í stað skandinavisku. Það er dálitið hlálegt að Finnar, sem ekki eru um allt frjálsir vegna nábýlis við Rússa, skuli beinlínis ryðja ensku máli til rúms á nýju sviði samskipta norrænna manna. Grundvöllur norræns samstarfs er hugsjónir og viðhorf sem borizt hafa milli landanna og birtast bezt í þjóðtungunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, en þar er islenzkan fulltrúi upprunans. Ef ensk tunga verður viðurkennd í samskiptum á vegum Norður- landaráðs, er meginforsenda nor- ræns samstarfs úr sögunni. Þá mætti eins draga Skota og íra inn í samstarf við Islendinga og Norð- menn, en sleppa Finnum, sem geta þá snúið sér frekar að þjóðum Austur-Evrópu. Fráleitt er að sjá á vegum Norð- urlandaráðs nöfn stofnana og starfsheiti háskólamanna á ensku, jafnvel póstfang (Copenhagen). Með þvi er spillt fyrir að menn kynnist stofnunum og menningu grannþjóðanna. Væri ráð, að leiðbeiningar um slíkt bærust að- standendum námskeiða frá við- komandi stofnun Norðurlanda- ráðs. Sérstaða íslend- inga kynnt Þótt Islendingur þurfi að tala dönsku/norsku/sænsku er hann ekki á allan hátt sá sem minna má sín, eins og bent hefur verið á. Óhugsandi er að íslenzkt mál verði almennt skiljanlegt á Norðurlönd- um, en samt má kynna íslenzkt mál þar betur en gert hefur verið. Fyrir nokkrum árum lagði Baldur Jónsson til í blaðagrein, að tekin yrði upp kennsla í grunnskólum Norðurlanda í íslenzkri stafagerð og mannanafnavenjum. Það er námsefni sem kennarar og nem- endur hljóta að meta vel og mundi vekja áhuga á íslenzku máli yfir- leitt. Tillögu Baldurs hefur ekki verið sinnt fyrr en nú í janúar, að ég vakti athygli formanns menn- ingarmálanefndar Norðurlanda- ráðs (Eiðs Guðnasonar) á henni. Hann hét því að fylgja málinu eft- ir á vettvangi Norðurlandaráðs, en þar tæki að vísu langan tíma að fjalla um mál og ljúka þeim. — Hitt er vitað, að íslendingar, þar með talin islenzk stjórnvöld, eiga iðulega sjálfir sök á því, að ekki er tekið tillit til íslenzkra nafnvenja og stafagerðar á Norðurlöndum. Oft er sárt að finna þröngsýni fólks á Norðurlöndum og áhuga- leysi gagnvart íslenzkum málum. Slikt er hlutskipti smáþjóðar. ís- lendingar mega samt ekki láta slík sárindi spilla fyrir samskiptum við Norðurlönd í þágu eigin þjóð- menningar og til mótvægis við hin ríkjandi áhrif hinnar þjóðlausu menningar sem berst um heiminn á ensku. Björii & Stefánsson er dr. scienL COMBI CAMP 202 Verð ffrá kr. 95.500,- Til afgreiðslu strax COMBI CAMP 404 Verð frá kr. 112.306,- Til afgreiðslu strax BENCO Bolholti 4,105 Reykjavík. S. 91-21945. Fermingargjöf skíðaáhugafólks SKÍÐAPAKKI Á ÓTRÚLEGU VERÐI -skíöi. 140 til 190 sm. SALOMON -bindingar. 30 til 90 kg- V -skíöaskór. St. 36—46. Skíöastafir, allar stæröir. Þessi ótrúlegi skíöapakki er á aöeins 5.900 kr. en áöur verö 7.580 kr. SKÍÐAPAKKI I] -skíöaskór. St. 36 til 46. SALOMOIU -bindingar. 30 til 90 kg. Skíöastafir í öllum stæröum. Ótrúlegt verö 4.900 kr. áöur 8.430 kr. ÞETTA ERU ÓSKAGJAFIR FERMINGAR- BARNSINS Á ÓTRÚLEGU VERÐI Póstsendum um allt land Sportval \r Laugavegi 116 viö Hlemm. Símar 26690 — 14390. TALBOT 1100 VF 2 Vélastærð 1118-3 55 HA Framhjóladrifinn Sjálfstæð fjöðrun Flutningsrými 2600 lítrar Burðargeta 500 kíló Kostarkr. 279.500,00 PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastærðir: 1796-380HA Benzín 2304-370HA Diesel Afturhjóladrifinn „Splittað drif“ Pallstærð 1,45 X 2,00 M. Burðargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 398.000,00 Tollgengi 1. marz ’85 HAFRAFELL símar 685211 — 683537 Duglcgir og spamey tnir v-innubílarfrá PEUGEOT II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.