Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 30

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Upplausn ANZUS- bandalagsins strangar reglur um kjarnorku- vopnalaust svæði í nágrenni við Noreg þyrfti óhjákvæmilega að gera einhverjar breytingar á henni. Aftur á móti er ekki til nein ákveðin forskrift að slíkri stefnu, því hún hlýtur að mótast af mis- munandi aðstæðum. Bandaríkjastjórn hefur augljós- an hag af því að játa hvorki né — eftir Arne Olav Brundtland Svo sem kunnugt er af fréttum hefur stjórn Nýja-Sjálands ákveð- ið að framvegis verði bandarísk- um herskipum, sem knúin eru með kjarnorku eða hafa kjarnorku- vopn innanborðs, neitað um hafn- araðstöðu þar í landi. Bandaríkja- menn telja þessa ákvörðun öld- ungis óviðunandi og er deila rikj- anna nú komin á það stig að Anzus-bandalagið, sem Ástralir eiga aðild aö auk ríkjanna tveggja, virðist vera að liðast í sundur. Að ósk Bandaríkjamanna var fyrirhuguðum fundi utanríkisráð- herra aðildarríkjanna frestað um óákveðinn tíma. Bob Hawke, for- sætisráðherra Ástralíu, telur að í raun sé samstarfinu lokið. David Lange, forsætisráðherra Nýja- Sjálands álítur að finna megi lausn á deilunni. Auk fundar utanríkisráðherra ríkjanna hefur ýmsum aðgerðum á vegum banda- lagsins, svo sem heræfingum, þjálfun og eftirliti, verið aflýst. Á þennan hátt hafa Bandaríkja- menn brugðist við ákvörðun ríkis- stjórnar Langes forsætisráðherra, því þeir telja að með henni hafi Nýsjálendingar kippt fótunum undan samstarfi rlkja Anzus- bandalagsins. Á að giska 40% af stærri herskipum Bandaríkja- manna eru kjarnorkuknúin og eru þau þar með útilokuð frá höfnum á Nýja-Sjálandi. Það er stefna bandarískra stjórnvalda að játa hvorki né neita að skip þeirra beri kjarnorkuvopn og telja Banda- ríkjamenn að Nýsjálendingar geti ekki krafist þess að stjórnin láti af þeirri stefnu. Ríkisstjórn Reagans Bandaríkjaforseta álítur að Ný- sjálendingar geti ekki einhliða breytt tilhögun samstarfs aðild- arríkja Anzus-bandalagsins. Þá óttast Bandaríkjamenn aö ákvörðun Nýsjálendinga muni leiða til þess, að fleiri ríki taki upp samskonar stefnu og er þá einkum talað um aðildarríki Atlantshafs- Bandaríska flugraóðurskipiö Forrestal. Upplausnin innan ANZUS-bandalagsins á rætur að rekja til andstöðu Ný-sjá- lendinga við að fi bandarísk herskip knúin kjarnorku eða með kjarnorkuvopn innan borðs í hafnir sínar. bandalagsins og Japan. David Lange og skoðanabræðr- um hans í Verkamannaflokknum er mjög umhugað um sérstöðu Nýja-Sjálands. Þeir vilja að suð- urhluti Kyrrahafsins verði gerður að kjarnorkuvopnalausu svæði og hafa lýst yfir að Nýsjálendingar muni ekki eiga aðild að áætlunum, sem varða kjarnorkuvígbúnað því þeir vilji ekki að varnir landsins verði tryggðar með slíkum vopn- um. Þrátt fyrir þessar kröfur eru Nýsjálendingar ekki að taka upp einangrunar- eða hlutleysisstefnu. Lange forsætisráðherra er bitur í garð Bandaríkjastjórnar. Þykir honum ómaklegt af Bandaríkja- mönnum að hafna allri hernaðar- samvinnu við smáríki eins og Nýja-Sjáland, sem ætíð hefur ver- ið dyggur bandamaður þeirra. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt Lange og hvatt hann til að fara frá völdum, þar sem stefna hans ógni öryggi landsins. Málamiðlun? Hefðu ríkin tvö getað komið í veg fyrir deiluna með einhvers konar samkomulagi? Deilan snýst augljóslega um grundvallaratriði. Ekki verður séð, að bann við kom- um kjarnorkuknúinna skipa teng- ist beint öryggi landsins eða kjarnorkuvopnalausu svæði í suð- urhluta Kyrrahafsins. Kjarnorku- vopnin eru aftur annað og stærra vandamál. Ákvörðun Nýsjálend- inga minnir um margt á stefnu Norðmanna. Að mati Norðmanna er óæskilegt, að skip, sem koma til hafnar í Noregi, beri kjarnorku- vopn. Norðmenn ganga að því sem vísu, að þetta sé virt, en yfirvöld láta ekki skoða skipin. Þessi stefna tekur t.d. fyrir heimsóknir kafbáta, sem bera langdrægar eldflaugar, en gildi hennar felst ekki síður í þeirri varfærni sem hún endurspeglar. Hins vegar er ljóst, aö stefna þessi dregur ekki skarpa markalínu. Ef settar væru neita veru kjarnorkuvopna um borð í bandarískum herskipum. Þrátt fyrir það hefur stefna þessi ýmis vandamál í för með sér. Til lengri tíma litið gæti það þjónað hagsmunum Bandaríkjamanna ef þeir slökuðu á þessari stefnu. Þótt ekki sé vilji fyrir því nú er ekki þar með sagt að svo skuli vera um alla fyrirsjáanlega framtíð. Afstaða Banda- ríkjamanna Bandaríkjastjórn telur að Ný- sjálendingar geti ekki einhliða tekið ákvarðanir sem snerta sam- vinnu rikja Anzus-bandalagsins. Með þessu virðist Bandaríkja- stjórn áskilja sér rétt til að beita neitunarvaldi gegn breytingum sem snerta stefnu hennar. Vísast getur ekkert þeirra ríkja, sem eiga varnarsamstarf við Bandaríkin, neytt fram stefnu- breytingu hjá Bandaríkjastjórn. Varðandi Nýja-Sjáland snýst deil- an ekki eingöngu um flotaheim- sóknir Bandaríkjamanna þvi Bandaríkjastjórn hefur afráðið að stöðva alla hernaðarsamvinnu ríkjanna. Það þjónar tæpast hags- munum Bandaríkjamanna að hætta samvinnu á sviði eftirlits, sem er nauðsynlegt vegna aukinna umsvifa flota Sovétmanna á þess- um slóðum. Ákvörðun ríkisstjórn- ar Nýja-Sjálands breytir engu um mikilvægi sameiginlegs eftirlits. Áhrif deilunnar Bandaríkjastjórn óttast að deil- an muni hafa áhrif á stefnu ann- arra ríkja, sem eru i varnarbanda- lagi við Bandaríkjamenn. Gildir þetta bæði um framkvæmdarat- riði eins og flotaheimsóknir og þær refsiaðgerðir, sem Banda- ríkjastjórn ákvað að gripa til í mótmælaskyni við ákvörðun Ný- sjálendinga. Gera má ráð fyrir að einhver ríki vilji taka upp svipaða stefnu og Nýsjálendingar. Ef Banda- ríkjamenn hefðu látið undan þrýstingi frá Nýsjálendingum hefðu andstæðingar kjarnorkuvíg- búnaðar í Japan og Vestur-Evrópu fengið byr undir báða vængi. í rauninni er ekkert sjálfgefið um pólitísk áhrif deilunnar. Þau lönd, sem gengið hafa til samstarfs við Bandaríkjamenn, hafa talið það þjóna hagsmunum sínum. Á þvi ætti ekki að leika neinn vafi. En ef grundvöllurinn fyrir slíku sam- starfi er svo veikur, að atburðir í allt öðrum heimshluta geta sett það í hættu, er löngu kominn tími til að endurskoða gildi þeirrar samvinnu. Vert er að benda á að refsiað- gerðir Bandaríkjastjórnar geta orðið þess valdandi að aörar þjóðir fái samúð með Nýsjálendingum og þyki framkoma Bandaríkjamanna í garð þessa smáríkis ámælisverð. Þetta gæti leitt til þess að ríkis- stjórnir annarra smáríkja taki aö efast um gildi þess að eiga sam- vinnu við Bandaríkjastjórn. Bandaríkjamenn hafa veitt Nýsjá- lendingum ríkulega efnahags- hjálp. Þess vegna hefði mátt ætla að deila ríkjanna takmarkaðist við flotaheimsóknir Bandaríkja- manna, en tæki ekki til gjörvallr- ar samvinnu þeirra innan Anzus- bandalagsins. Arne Olar Brundtland er séríræd- ingur í örjggia- og afvnpnunarmil- um rið Norsku utanríkisstofnun- ina. Hann er ritstjóri tímaritsins Internasjonal Politikk. Heimilislækna- skortur í Reykjavík Stjórn Félags skyndihjilparkennara 1984—1985. Aftari röð f.v.: Thor B. Eggerts- son, Höröur Óskarsson. Fremri röð f.v.: Oddur Eiríksson, ritari, Örn Egilsson, formaður, Halldór Pálsson, gjaldkeri. Aðalfundur Félags skyndihjálparkennara: Félagsmenn 159 að tölu — eftir Lúövík Úlafsson Vegna ummæla um heimilis- læknaþjónustu í Reykjavík, fyrst í Kastljósi 28. febrúar og síðar í at- hugasemd frá Sérfræðingafélagi lækna 5. marz sl., er rétt að eftir- farandi komi fram: í ársbyrjun 1984 voru nálega 11.500 einstaklingar í Reykjavík án heimilislæknis. 1 árslok sama árs var þessi fjöldi orðinn u.þ.b. 17.000. Ástæður þessarar fjölgun- ar eru í meginatriðum tvíþættar: f fyrsta lagi undirritaði samn- inganefnd sérfræðinga utan sjúkrahúsa samning þann 27. marz 1984 þar sem segir m.a.: „Sérfræðingi sem starfar skv. samningi þessum, er óheimilt að starfa jafnframt sem almennur heimilislæknir, nema sérstakt samþykki Tryggingastofnunar ríkisins komi til, enda skal samn- ingur þessi á engan hátt koma f veg fyrir að því markmiði heil- brigðisyfirvalda verði náð til að frumlækningar og heilsuvernd séu unnin af heimilislæknum og heilsugæslustöðvum." Jafnframt þessu felur samningurinn I sér niðurfellingu á tilvísunum til sér- fræðinga. Virðist augljóst að báðir aðilar er að samningi þessum standa hafi fengið nokkuð fyrir sinn snúð. Sérfræðingar losnuðu við tilvísanaskylduna en urðu þess í stað að afsala sér rétti til þess að stunda heimilislækningar jafn- hliða sérfræðistörfum. Með þessu hafa heilbrigðisyfirvöld stigið skref í þá átt að markmiði sínu að frumlækningar og heilsuvernd sé unnin af heimilislæknum og heilsugæslustöðvum. Það tryggir jafnframt betri aðgang að heimil- islæknum þar sem þeir hafa opna stofu hvern virkan dag, en sú hef- ur ekki verið raunin á hjá þeim sérfræðingum er jafnframt hafa stundað heimilislækningar. Heim- ilislæknar áttu enga aðild að þess- um samningi. Við gildistöku samnings þessa 1. maí 1984 misstu u.þ.b. 6.000 manns heimilislækni. í öðru lagi hafa nokkrir heimil- islæknar hætt störfum á sfðasta ári og við það hafa ú.þ.b.f 5.800 misst heimilislækni. Ef tölur þær er nefndar eru hér að ofan eru athugaðar, sést að u.þ.b. helmingur þeirra sem misst hefur heimilislækni á sl. ári, hafa fengið sér nýjan lækni. Tölur þessar segja þó ekki nema hálfa söguna. Augljóst er, að þeir 30 læknar er hafa heimilislækn- ingar með höndum í Reykjavík geta engan veginn sinnt borgar- búum svo vel sé þar eð hver læknir þarf að sinna tæplega 3.000 manns í þessum þætti heilbrigðisþjónust- unnar. Hæfilegt er talið að hver heimilislæknir hafi 1.500—2.000 manns á skrá hjá sér. Fjölgun heimilislækna og bætt- ur aöbúnaður þeirra er því nú brýnasta úrlausnarefni í læknis- þjónustu utan sjúkrahúsa í Reykjavík. Nú eru í undirbúningi tvær nýj- ar heilsugæslustöðvar í Reykjavík, í Drápuhlfð og við Gerðuberg. Með tiikomu þeirra mun opnast að- staða fyrir 9 heimilislækna auk annars starfsfólks. Mun það bæta úr brýnni þörf. Lúðrík Ólafsson er settur borgar- læknir í Reykjarík. AÐALFUNDUR Félags skyndihjálp- arkennara var haldinn þann 27.10. sl. í kcnnslusal Kauða kross íslands að Nóatúni 21. í byrjun síðasta starfsárs voru félagsmenn 82, en f lok starfsárs þessarar stjórnar voru þeir orðnir 159, hafði fjölgað um 93%. Haldnir voru 4 fræðslufundir að þessu sinni fyrir félagsmenn. Fyrirlesarar voru þeir Árni Björnsson læknir sem ræddi um brunasár, Rögnvaldur Þorleifsson læknir ræddi um lost, Árni Krist- insson læknir talaði um hjartahnoð og örn Egilsson starfsmaður Al- mannavarna ríkisins ræddi um uppbyggingu og stöðu Almanna- varna. Haldnir voru sex kynningarfund- ir með þeim aðilum sem láta sig varða skyndihjálp eða skyndihjálp- arkennslu í landinu og var félagið kynnt fyrir þeim og skipst á skoð- unum um skyndihjálparmál yfir- leitt. Til að byggja upp tengsl við fé- lagsmenn úti á landi reyndum við tvær aðferðir, en þær eru þvf að taka félagsfundi upp á myndbönd og lána síðan myndböndin út, hin er að fá menn af ýmsum stöðum á landinu, svokallaða „tengla" til þess að hafa milligöngu milli stjórnar og félagsmanna úti á landsbyggðinni þannig að menn kynnist og tengsl þeirra á milli aukist. (ílr frétU(ilk;nningii)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.