Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 33 Kveikti í sér í mótmælaskyni Þessi mynd var tekin f gær, þegar maöur nokkur kveikti í sér fyrir utan sendiráð Suður-Kóreu í Taipei á Formósu. Með verknaðinum vildi hann mótmæla afhendingu Suður-Kóreustjórnar á 13 skipverjum af kínverska fallbyssubátnum, sem dreginn var til hafnar í Suður-Kóreu á föstudag. Maðurinn hlaut alvarleg brunasár og var þungt haldinn, er hann var lagður inn á spítala. Danmörk: Arabískir flóttamenn Danmörk: Tillögur um 3,5 prósent kaup- hækkun á 2 árum K.upm.nnshofn. 27. mvs. AP. POUL SCHLUTER, forsætis- ráðherra Danmerkur, lagði í dag fram á þinginu tillögur í átta lið- um til lausnar verkföllunum sem lamað hafa þjóðlífið í land- inu síðustu dagana. Þingmeiri- hluti er talinn öruggur fyrir af- greiðslu málsins og vonast stjórnin til þess að allt verði komið í eðlilegt horf á mánudag- inn. Tillögurnar gera ráð fyrir 3,5% kauphækkun á tveggja ára tímabili, 2% á fyrra árinu og 1,5% á síðara árinu. Þá er gert ráð fyrir að vinnuvikan styttist um eina klukkustund er þrír mánuðir eru eftir af umræddu tveggja ára tímabili, verði 39 stundir í stað 40. Hin fjögurra flokka sam- steypustjórn Schlíiters lagði fram umræddar tillögur eftir löng og ströng fundarhöld með Radikal venstre-flokknum sem tjyggir meiri hlutann á þinginu. Ýmis úrræði í efnahagsmálum er að finna, svo sem skyldusparnað- ur hálaunamanna, leiðir til að minnka erlenda skuldahalann, 40 til 50% skattaaukning á fyrir- tæki sem á móti borga minna til opinberrar þjónustu, svo og sam- dráttur í opinberum framkvæmd- um. Stjórnarandstaðan og verka- lýðsleiðtogar eru sáróánægð með aðgerðir stjórnarinnar og ýmsir úr þeirra röðum hafa lýst yfir að órói verði óhjákvæmilega áfram á vinnumarkaðinum og það megi jafnvel búast við skæruverkföll- um. Gengi gjaldmiðla tóku fimm í gíslingu Kaupmannahöfn, 27. mars. AP. SAUTJÁN Líbanir og Palestínu- menn gáfust upp fyrir dönsku lög- reglunni snemma í morgun, eftir að hafa haidið tveimur lögreglu- mönnum og þremur túlkum í gísl- ingu í þrjár klukkustundir í flótta- mannabúðum á Livö í Limafirði. Þeir höfðu hótað að brenna gíslana lifandL Konrad Pape, talsmaður lög- reglunnar, sagði að mennirnir hefðu verið vopnaðir hnifum og líklega eldsprengjum. Pape sagði, að ekki lægi ljóst fyrir hvers vegna útlendingarnir gripu til þessa ráðs, en talið væri að þeir hefðu verið orðnir ergilegir yfir einangrun sinni á eynni og óttast að þeir fengju ekki landvist til frambúðar í Danmörku. í flóttamannabúðunum á Livö búa nú um 150 útlendingar, sem óskað hafa eftir landvist, og bíða þeir afgreiðslu stjórnvalda á Italíæ Starfsmaður verka- lýðsfélags myrtur Símamynd/AP Ekið á brott í lögreglubifreið með Líbanina og Palestínumennina 17, sem í gærmorgun tóku fimm Dani í gíslingu í flóttamannabúðum á Livö í Lima- firði. málaleitan sinni. Samtals hefur 25 slíkum búðum verið komið á fót í Danmörku, en flóttamönnum til landsins fjölgaði skyndilega mjög ört snemma á síðasta ári eftir að sett voru ný lög um landvist út- lendinga. ERLENT Jóhannesarborg: 25 skóla- börn létu líf- ið í bflslysi JóhanneNarborK. Nuður-Afríku, 27. mnra. AP. AÐ MINNSTA kosti 25 börn létu lífið í dag, þegar skólabíll fór út af vegi og steyptist niður í síki í útborg Jóhannes- arborgar, að sögn suður-afrísku frétta- stofunnar, SAPA. Borgarstjórinn, Ernie Fabel, greindi frá slysinu á borgarstjórn- arfundi, en fór að því búnu á slys- stað, að sögn fréttastofunnar. Með bílnum voru um 60 börn á heimleið úr barnaskóla Afríkana nálægt Westdene í vesturhluta Jó- hannesarborgar, en slysið varð um hádegisbil, að sögn fréttastofunnar. Sjúkrahús í grennd við slysstað annaðist hina slösuðu, en óttast var, að tala látinna ætti eftir að hækka, sagöi í frétt SAPA. Lækkandi gengi dollarans London, 27. marz AP. LÆKKANDI vextir á dollara- innstæðum í Vestur-Evrópu og orðrómur um óörugga stöðu bandaríska bankakerfisins varð enn til þess að lækka gengi Band- aríkjadollars í dag. Hækkandi vextir í Bretlandi urðu hins vegar til þess að styrkja stöðu pundsins enn frekar. Þannig fengust fyrir það 1,2310 dollarar síðdegis í dag (1,1807 í gær) og var það hærra verð á pundinu gagnvart dollar en nokkru sinni frá því í nóvem- ber sl. Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hvern dollar fengust 3,1500 vestur- þýzk mörk (3,2090), 2,6635 svissneskir frankar (2,7215), 9,6050 franskir frankar (9,8075), 3,5580 hollenzk gyllini (3,6300), 2.008,50 ítalskar lírur (2.042,50), 1,3655 kanadískir dollarar (1,3760) og 254,00 jen (256,97). Síðdegis í dag var gengi dollarans skráð á 252,90 jen í kauphöllinni i London. VANTAR ÞIG ÍSSKÁP EÐA Róm, 27. msre. AP. TVEIR ungir menn, sem vopnaðir voru vélbyssum, skutu í dag til bana háttsettan starfsmann CICL-verka- lýðssambandsins, Ezio Tarantelli, aö sögn lögreglunnar. Maður sem ekki sagði til nafns hringdi til útvarps- stöðvar og lýsti ábyrgðinni á hendur Rauðu herdeildunum, sem eru sam- tök vinstri sinnaðra hermdarverka- manna. Þrjú helstu verkalýðssambönd ít- alíu sendu út tilkynningu, þar sem Verkfalli á London, 27. marz. AP. BREZKA bladid The Sun, eitt mest selda dagbiað Bretlandseyja, kom út í dag að nýju eftir sjö daga verkfall starfsmanna í prentsmiðju blaðsins. Verkfallinu var aflýst er stjórn- endur blaðsins og starfsmenn náðu samkomulagi um sameiginlega rannsókn á því, sem verkfalli olli, en það voru bilanir í prentvél. félagar þeirra eru hvattir til að leggja niður vinnu í a.m.k. tvo tíma og fjölmenna út á götur borgarinn- ar til að mótmæla morðinu á Tar- antelli. Á síðasta ári starfaði Tarantelli í stjórnskipaðri nefnd, sem lagði fram áætlun, er fól í sér afnám vísi- töluhækkana á laun. Morðið var framið í Rómarhá- skóla, þar sem Tarantelli gegndi prófessorsembætti. Sun lokið Bilunin var fólgin í því að prent- plötur brotnuðu. Stjórnendur blaðs- ins sögðu að um skemmdarverk væri að ræða i þeim tilgangi að tefja út- gáfuna. Stéttarfélög starfsfólks í prentsmiðju vísuðu ásökununum á bug og sögðu hættu stafa af plötun- um. Athugaðu þá Husqvarna ísskápana. verð og útlit mun koma þér skemmtilega á óvart. Stærðir 285L - 380L Isskápar sem standast gæða- kröfur framtíðarinnar. verð frá aðeins 23.595.-^ EINSTAKT TÆKIFÆRI. Husqvarna Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 91 35200 Iðl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.