Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 34

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 Leyft að fara frá Sovétríkjuimm eft- ir sjö ára baráttu Víb, 26. mars. AP. SOVÉSK hjón, sem í sjö ár hafa reynt að fá brottfararleyfi frá Sovétríkjunum, eru komin til Vín- ar og hafa í hyggju að flytjast til Bandaríkjanna, að sögn starfs- manna sarataka, er annast flótta- fólk. Waldi Schauer, sem starfar hjá Gyðingastofnuninni í Vín, sagði að sovésku hjónin, Nik- olai og Nadezhda Pankov, hefðu komið á mánudag og haft með- ferðis útflytjendaleyfi til ísra- els. Þau eru ekki gyðingar. Talsmaður Tolstoy-stofnun- arinnar, sem aðstoðar Rússa, er vilja setjast að í Bandaríkjun- um, sagði, að Pankov-hjónin hefðu haft samband við stofn- unina, en vissi ekki hvenær þau færu vestur. Hjónin misstu bæði vinnuna er þau sóttu um leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna, en þau störfuðu hjá Sovésku kvikmyndastofnuninni. Haustið 1983 hlaut Nikolai Pankov 15 daga varðhaldi, eftir að hann hafði skrifað Pravda, málgagni kommúnistaflokks- ins, og mælst til þess, að blaðið drægi til baka fullyrðingu sína um að mannréttindabrot væru óþekkt fyrirbæri í Sovétríkjun- um. Heimildir meðal andófs- manna í Moskvu hermdu fyrir ári, að Pankov-hjónunum hefði verið haldið á geðveikrahæli fyrir utan Moskvu í 80 daga fyrir að hafa skrifað sov- étleiðtoganum Konstanin U. Chernenko bréf, þar sem þau kröfðust þess að fá að flytjast úr landi. í þessum mánuði hlutu þau opinbert leyfi til að fara frá Sovétríkjunum. Þau fengu út- flytjendaleyfi til ísraels, enda þótt þau færu allan tímann fram á að fá að flytjast til Bandaríkjanna. Viðræður Kína og Sovétríkjanna Hefjast í Moskvu 9. apríl l'eking, 27. marz. AP. VIÐRÆÐUR milli Kína og Sovétríkjanna um samskipti ríkjanna eiga að hefjast 9. apríl nk. í Moskvu. Skýrði Ma Yuzhen, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, frá þessu í dag. Viðræður þessar vekja meiri athygli nú en ella vegna leiðtogaskiptanna í Sovétríkjunum fyrir skömmu og er jafvel búizt við verulegum breytingum á afstöðu Kínverja til Sovétmanna af þessum sökum. Áskriftarsíminn er 83033 Þegar Mikhail Gorbachev tók við embætti sem leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins í síðasta mánuði, sendi Hu Yaobang, að- alritari kínverska kommúnista- flokksins, honum heillaóska- kveðju. Var það í fyrsta sinn í aldarfjórðung, sem slíkar kveðj- ur hafa farið á milli æðstu manna í Kína og Sovétríkjunum. Forystumenn Kínverja hafa skírskotað til Gorbachevs sem „félaga", en það heiti notuðu þeir aldrei gagnvart Konstantin Chernenko, Yuri Andropov né Leonid Brezhnev. Gert er ráð fyrir, að verzlun- arviðskipti milli Kína og Sovét- ríkjanna eigi eftir að vaxa um 36% á þessu ári og muni nema 1,6 milljörðum dollara. Síðar á CCCAI í KVÖLD Heiödís Steinsdóttir John Casablancas Kristina Haraldsdóttir Húsiö opnað kl. 19.30. Matargestum boðið upp á fordrykk. Allir matargestir fá ilmvatn. Borðhald hefst kl. 20.30. MATSEÐILL Frönsk ostasúpa. Sinnepssteiktur grísahryggur (Robert). Sykurleginn berjadúett með rjóma. Nýjustu vorlitirnir í snyrtingu veröa kynntir. Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon skemmta. Gullveig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, kynnir blaöiö og Elite-keppnina. Heiödís Steinsdóttir og Kristina Haraldsdóttir vinningshafar í Elite- keppninni 1985 segja nokkur orö um keppnina. 15 þátttakendur í keppninni sem komast í úrslit sýna glæsilegan tískufatnaö. Dansstúdíó Sóleyjar sýnir tvo dansa eftir Corn- elius Carter. John Casablancas, eigandi Elite-fyrirtækisins, krýnir sigurvegarana. Kynnir kvöldsins Heiöar Jónsson. Dansaö til kl. 1 Miöa- og boröapantanir daglega í síma 77500 kl. 11—17. þessu ári verður ennfremur und- irritaður verzlunarsamningur milli ríkjanna til fimm ára. Samkvæmt honum eiga Sovét- menn að byggja verksmiðjur fyrir Kínverja og láta þeim í té aðstoð við að reisa raforkuver. Enginn leynistuðn- ingur við skæruliða Washington, 27. mare. AP. TALSMENN ríkisstjórnar Ron- alds Reagan fullyrtu á Banda- ríkjaþingi í gær, að hún hefði engin áform uppi um að nota með leynd fé, sem þingið sam- þykkir að nota til þróunarhjálpar eða einhvers annars, til styrktar skæruliðum, sem berjast gegn stjórnvöldum í Nicaragua. „Ég fullvissa ykkur um að slíkt verður ekki gert,“ sagði Langhorne A. Motley, aðstoð- arráðherra, sem fer með mál- efni Ameríkuríkja, á fundi í utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar í gær. í sama streng tók William Schneider, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, á fundi í undirnefnd fjárveitinganefnd- ar fulltrúadeildarinnar. El Salvador. Áframhaldandi skemmdarstarf- semi skæruliða San Salvador, E1 Salvador, 27. mare. AP. Skæruliðar halda áfram skemmd- arstarfsemi sinni í því skyni að tor- velda framkvæmd kosninganna, sem fara eiga fram á sunnudag. Hafa þeir kveikt í opinberum bygg- ingum í fjórum borgum, þar á meðal í fjarskiptamiðstöðvum í þremur þeirra. Ekki hafa borist fréttir um mannfall eða meiðsl í aðgerðum þessum. Alls hafa skæruliðar kveikt í 17 opinberum byggingum, þar af 11 fjarskiptamiðstöðvum, á undan- förnum fimm vikum. Meðal annars hefur verið ráðist á byggingar, þar sem vitað er, að kjörgögn eru geymd. Á sunnudag verður bæði kosið til þjóðþings og sveitarstjórna. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AO VANDAÐRI ____UTPRENTUN MYNDAMÓT HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.