Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 35

Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 35
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 35 Orðsending frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur mót- mælt vaxtastefnu Seölabankans og ríkisstjórnar- innar. Stjórn féiagsins vill ekki láta þar viö sitja, heldur vill hún fylgja eftir kröfu sinni um breytta vaxtastefnu. Utanríkisráðherra íraks í Washington Tariq Mikhayl Aziz, utanríkisráðherra Iraks, hefur verið á ferðalagi um Bandaríkin og átti þar meðal annars fund með George Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Var mynd þessi tekin er utanríkisráðherr- arnir tveir hittust í Washington. Margir hafa orðið til þess að setja þennan fund í samband við friðarumleitanir mili íraks og írans, en hávær orðrómur er nú uppi um að mörg ríki beiti sér af alefli fyrir því að koma á friði milli landanna tveggja, sem hafa átt í ófriði í fjögur ár. Til aö fá gleggri yfirsýn um erfiöleika, sem einstakl- ingar hafa lent f vegna lánamála, og til aö móta nýjar tillögur í vaxtamálum, vill stjórn félagsins ná sambandi viö sömu einstaklinga, og býöur þeim aö hafa samband viö starfsmann félagsins og stjórn- armeölimi á skrifstofu félagsins á Rauöarárstfg 18 næstu virka daga milli kl. 13.30—18.00. Síminn á skrifstofunni er 24480. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur Bretar afstýrðu sprengjutilræði Amman, 26. marz. AP. NÆSTT æðsti yfirmaður Al Fatah, fjölmennasta hópsins í Freisissamtökum Palestínu (PLO), Khalil Wazir, sagði í dag að brezk yfirvöld hefðu komið í veg fyrir tilraun á vegum Sýrlendinga til þess að sprengja skrifstofu PLO í Lundúnum i loft upp. Hann sagði að átta menn, sem voru með vegabréf sýrlenzkra stjórnarerindreka, hefðu komið til Bretlands og komið fyrir 150 kíl- óum af sprengiefni í skrifstofunni. PLO tilkynnti Scotland Yard hvaða menn hér væri um að ræða, sprengiefnið fannst og fjórir menn voru teknir höndum. Wazir segir að þeim hafi verið leyft að fara, þar sem þeir voru með vegabréf stjórnarerindreka, og að hinir mennirnir fjórir hafi flýtt sér af landi brott. Yfirlýsing Wazirs virðist koma heim og saman við frétt brezka vikublaðsins Observer, sem skýrði frá því að brezk yfirvöld hefðu rekið úr landi átta menn úr morðsveit, sem hefði verið send frá Sýrlandi til þess að myrða tvo starfsmenn PLO í janúar. Blaðið sagði að mennirnir, sem hefði átt að ráða af dögum, hefðu verið PLO-fulltrúinn Faisal Oweida og gjaldkeri PLO, Jawad Khoussein, sem hefur bækistöð í Túnisborg, en var í heimsókn í Lundúnum um þetta leyti. Blaðið sagði að hinir handteknu hefðu verið félagar í Alþýðuhreyf- ingunni til frelsunar Palestínu, hópi innan PLO er Sýrlendingar styðja og er eindregið á móti Yass- er Arafat og þeim hópum, sem fylgja honum að málum. Líbýskur her enn til staðar í Chad — segir varnarmálaráðherra Frakka Parúi, 27. nare. AP. ('HAKLEK Hemu varnarmálaráðherra viðurkenndi í dag, að líbýskur her væri enn til staðar í Chad þrátt fyrir samkomulag Frakka og Líbýumanna frá því í haust. Hann kvað hermenn Líbýu í landinu „færri en 4.550 en fleiri en þeir ættu að vera“. Samkvæmt samkomulagi Frakka og Líbýumanna bar báð- um aðilum að draga allan her sinn frá Chad. Frakkar luku brott- flutningi 3.500 hermanna sinna um miðjan nóvember. Heyrst hefur, að Líbýumenn hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins, og á sunnudag sagði forseti Chad, að um 7.000 líbýskir hermenn væru enn í norð- urhluta landsins og hefðu á að skipa flugvélum, skriðdrekum og fullkomnum loftvarnabúnaði. Kvað hann Líbýumenn vera að ljúka gerð 4 km langrar flugbraut- ar og þar gætu flugvélar af öllum tegundum athafnað sig. iRGA* fC . heidui gen9,u bUpcixt/a't. atlí' i háöut séI^EC MICPO er uPP » J^ltt. og pa,^vert*óKhald ;enda. °E * Empire Brass Quintet Tónleikar í Austurbæjarbíói þriðjudaginn 2. apríl kl. 21.00. Aukamiðar seldir í ístóni, Freyjugötu 1, Bókabúð Lárusar Blön- da* og Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Miðaverð kr. 300. Tónlistarfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.