Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
fHtrjpti Útgefandl nMuíínitK hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Níðstöng og gróandi
að Grundartanga
Hagnaður var af rekstri ís-
lenzka járnblendifélagsins
á sl. ári — í fyrsta sinn í sögu
þess.
Fyrirtækið, sem bjó við halla-
rekstur um árabil, var endur-
skipulagt, m.a. með tilkomu
þriðja eignaraðilans, Sumitomo
í Japan, sem styrkti mjög mark-
aðsstöðu þess. Báðir ofnar verk-
smiðjunnar vóru starfræktir
með fullum afköstum á liðnu
ári, sem jók hagkvæmni í
rekstrinum. Þá greiðir járn-
blendiverksmiðjan lægra verð
fyrir raforku en álverið í
Straumsvík.
Fyrirtækið greiddi ekki arð til
eigenda af hagnaði liðins árs
heldur færði hann til næsta
rekstrarárs. Stjórn fyrirtækis-
ins ákvað hinsvegar að greiöa
hverjum starfsmanni sérstök
verðlaun, í tilefni góðrar af-
komu 1984, sem svaraði til rúm-
lega mánaðarlauna hvers fasts
starfsmanns það ár.
Þessi ákvörðun, að veita
starfsfólki hlutdeild í hagnaði,
umfram það sem kjarasamning-
ar segja til um, er lofsverð. Hún
tengir saman velferð fyrirtækis
og starfsmanna, eykur trúnað
og eflir samstöðu; áréttar þann
veruleika, sem svo mikilvægt er
hafa í huga, að rekstraröryggi
fyrirtækja og atvinnu- og af-
komuörygi fólks eru tvær hliðar
á sama fyrirbærinu. Jafnhliða
verður starfsfólk að skilja, þeg-
ar illa árar í rekstri, að forsend-
ur slíkra greiðslna eru fallnar.
Bætt rekstrarstaða Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga er fagnaðarefni. Hún á
rætur í góðu starfsfólki og góðri
stjómun. En uppstokkun eign-
araðildar, sem Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra
hafði hönd í bagga með, kom
vissulega einnig við sögu. Á
vettvangi orkuiðnaðar hefur
m.a. tvennt tekizt síðustu miss-
eri, sem vafðist fyrir fyrri iðn-
aðarráðherra árum saman: að
stokka upp rekstur Járnblendi-
félagsins til arðs í stað taps og
ná fram verulegri hækkun á raf-
orkuverði frá álverinu í
Straumsvík.
Alþýðubandalagið hélt uppi
„heílögu stríði“ gegn járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga
meðan hún var á undirbún-
ingsstigi og raunar lengur, á
sama hátt og þetta afturhaids-
afl hefur þráazt gegn flestum
framfarasporum í þjóðarbú-
skapnum. Þjóðviljinn og þinglið
Alþýðubandalagsins hömuðust
mánuðum og árum saman gegn
þessu fyrirtæki. Frægur var sá
gjömingur er níðstöng var reist
í húmi nætur á Grundartanga,
gegn þeim störfum, sem þar eru
nú unnin, og gegn þeim útflutn-
ingsverðmætum, sem fyrirtækið
færir þjóðarbúinu í dag.
Ein meginröksemd Þránda I
Götu járnblendiverksmiðj-
unnar, sem flestir komu úr Al-
þýðubandalaginu, var kísilrykið,
sem verksmiðjan átti að dæla
yfir nágrenni sitt. Þetta kísil-
ryk, sem er síað við reykhreins-
un, er hinsvegar aukaafurð, sem
nýtt hefur verið sem bætiefni í
sement hérlendis. Hinn nýi
eignaraðili að járnblendiverk-
smiðjunni, Sumitomo, kaupir
einnig og flytur þessa afurð um
hálfan heiminn til Japans. Um
18 þúsund tonn leggjast til af
kísilryki á ári, miðað við há-
marksafköst verksmiðjunnar.
Járnblendifélagið og Sem-
entsverksmiðjan hafa gert með
sér samkomulag um sameignar-
félag til að þróa notkun kísil-
ryks og sements í mannvirkja-
gerð og ýmsar framleiðsluvörur.
Vonir standa til að hægt verði
að framleiða efni og efna-
blöndur af ýmsu tagi, sem hafi
gæði og eiginleika umfram
venjulega steinsteypu og fram-
leiða vörur úr sérsteypu eftir því
sem þarfir markaðarins gefa til-
efni tií. Fyrsti ávöxtur þessarar
samvinnu er flotbryggja úr sér-
stakri steypu, sem nú er reynd
fyrir smábáta í Akraneshöfn í
samvinnu við Akraneskaupstað.
Það gæti og verið krydd í tilver-
una að nýta einmitt þetta efni í
„níðstöng" við Grundartanga,
sem reist yrði til að minna á
tálma skammsýni og þröngsýni
á vegferð þjóðarinnar til bættra
lífskjara.
Orkuiðnaður, það að breyta
fallvötnum okkar í störf og
verðmæti til útflutnings, er að-
eins einn af mörgum möguleik-
um, sem nýta þarf til að tryggja
framtíðaratvinnuöryggi vaxandi
þjóðar og sambærileg framtíð-
arlífskjör og nágrannar búa við.
Fleiri stoðir þarf vissulega að
setja undir afkomu og efnahag
landsmanna, auk þess að
styrkja hefðbundna atvinnu-
vegi. Lífskjör verða ekki til í
kjarasamningum, þó þeir þjóni
sínu hlutverki, og þaðan af síður
í verkföllum og vinnustöðv-
unum, heldur í verðmætum,
auknum þjóðartekjum á hvern
vinnandi einstaling. Það er
menntunin, þekkingin og tækn-
in, auk framtaks, vinnu og fjár-
magns, sem varðar veg þjóðar-
innar til velferðar. Járnblendi-
verksmiðjan á Grundartanga er
spor inn í þá framtið.
Er verðtrygging
óraunhæft mark
— eftirÓlaf
Björnsson, prófessor
I hinu íslenska verðbólguþjóðfé-
lagi þar sem verðgildi gjaldmiðils-
ins hefir farið stöðugt rýrnandi allt
síðan á heimsstyrjaldarárunum
síðari, þótt rýrnun gjaldmiðilsins
hafi verið mismunandi ör á mis-
munandi tímabilum, hefir það eðli-
lega verið eitt mesta vandamál
hvers einstaklings og hagsmuna-
samtaka almennings, launþega-
samtaka sem annarra, hvernig
fryggja megi að tekjurnar hækki
til samræmis við hækkandi verðlag
þannig að lífskjörin fari ekki sí-
rýrnandi.
( kjarsamningum þeim, sem gert
er ráð fyrir að gerðir verði fyrir
næsta haust, verður krafa laun-
þegasamtakanna um það, að laun
verði „verðtryggð" eins og það
gjarnan er orðað eðlilega ofarlega
á baugi. En er slíkt framkvæman-
legt og þá hvernig? Hér verða
ræddir nokkrir þeir þættir efna-
hagsmála, sem ég tel mestu máli
skipta, ef þeirri spurningu á að
svara.
Samband peningalauna og
raunlauna þegar verðlag
er stöðugt
Ef stjórnvöld fylgja þeirri stefnu
í verðlagsmálum að halda verðlagi
stöðugu og tekst að framkvæma
slíka stefnu er sambandið milli
peninga og raunlauna einfalt.
Þetta tvennt fylgist að, þannig að
kauphækkanir, sem eiga sér stað,
hafa í för með sér samsvarandi
aukningu kaupmáttar launa. Ef at-
vinnurekendur semja um kaup-
hækkanir, verða þeir að greiða það
af ágóða sínum, þar sem þeir geta
ekki velt kostnaðarhækkunum yfir
í verðlagið. Segja má, að þessar að-
stæður hafi verið fyrir hendi nær
alls staðar í heiminum fram að sið-
ari heimsstyrjöld. Stefna sú, sem
fylgt var í gengis- og peningamál-
um kom í veg fyrir það, að atvinnu-
rekendur gætu velt kauphækkun-
um yfir í verðlagið, þannig að allar
kauphækkanir, sem launþegum
tókst að knýja fram, leiddu til sam-
svarandi kjarabóta. Hins vegar
veitti það launþegum aðhald um
það að gæta hófs í kröfugerð sinni,
að þeir vissu, að ef kauphækkanir
færu fram úr því, sem sæmilega
reknum fyrirtækjum væri kleift að
greiða af ágóða sínum, þá hlyti af-
leiðingin að verða sú, að fyrirtækin
neyddust til þess að segja hluta
starfsfólks síns upp, þannig að um
meiri eða minni aukningu atvinnu-
leysis yrði að ræða.
Þó að sú forsenda að stefnan í
gengis- og peningamálum hindri
það, að atvinnurekendur geti velt
þeim kauphækkunum, sem þeir
semja um við launþega, yfir í verð-
lagið, sé ekki jafn almennt fyrir
hendi í dag eins og var á fyrstu
áratugum þessarar aldar og síðari
hluta 19. aldar, þá má segja að hún
sé enn ríkjandi í flestum nágranna-
löndum okkar. Þetta skýrir það, að
verðbólga er til muna minni í þess-
um löndum en hér á íslandi en hag-
vöxtur og kaupmáttur launa hins
vegar meiri en hér. Hins vegar er
atvinnuleysi víða til muna meira
þar en hér, sem auðvitað er ekki af
því góða.
Skýru dæmi um það, að enn eru
til lönd, þar sem hægt er að hækka
kaup verulega án þess að slíkt þurfi
að leiða til verðbólgu, var lýst í er-
indi, sem Davíð Scheving Thor-
steinsson flutti sl. haust í ríkisút-
varpi, þar sem hann sagði ferða-
sögu nokkurra íslenzkra kaup-
sýslumanna um Austurlönd fjær
fyrr á árinu 1984. Þeir félagar
höfðu komið við í Singapore, en þar
hafði það gerst um svipað leyti
samkvæmt frásögn Davíðs, að rík-
isstjórnin hafði fyrirskipað öllum
fyrirtækjum að hækka kaup til
starfsmanna sinna um 25% eða
drepast ella eins og Davíð orðaði
það. Eins og í orðum þessum liggur,
hefir varla verið neitt um það að
ræða að standa undir þessum
kauphækkunum með gengislækkun
eða viðlika ráðstöfunum. Án efa
hafa í Singapore verið hagstæð
skilyrði fyrir því, að hægt væri að
hækka kaup verulega án þess að
slíkt þyrfti að leiða til verðbólgu
eða atvinnuleysis, þar sem saman
hefir farið mikill hagnaður fyrir-
tækjanna og veik verkalýðshreyf-
ing-
Eg hitti Davíð á förnum vegi
skömmu eftir að hann flutti erindi
sitt og sagði þá við hann, að mér
þætti ósennilegt að öll starfandi
fyrirtæki í Singapore hefðu getað
borið slíkar kauphækkanir án þess
að fækka starfsfólki sínu. Ekki skal
ég fortaka það, svaraði Davíð, eða
eitthvað á þá leið. Telja má þó víst,
að fyrirmæli ríkisstjórnarinnar í
Singapore til fyrirtækja þar um
kauphækkun hafi ekki valdið veru-
legu atvinnuleysi.
Samband peningalauna og
raunlauna í verðbólgu-
þjóðfélagi
Með „verðbólguþjóðfélagi" verð-
ur hér átt við það að stefna sú, sem
stjórnvöld reka í gengis- og pen-
ingamálum, geri atvinnurekendum
kleift að velta kauphækkunum og
öðrum kostnaðarhækkunum yfir í
verðlagið. ( landi eins og íslandi,
þar sem utanríkisverslun er mjög
mikilvægur þáttur þjóðarbúskap-
arins, verður stefnan í gengismál-
um mjög mikiivægt atriði í þessu
sambandi. Ef haldið er föstu gengi
verða útflutningsatvinnuvegirnir
að bera þær kostnaðarhækkanir,
sem verða kunna innanlands. Ef
ekki eru hömlur á innflutningi,
gegnir svipuðu máli um þær at-
vinnugreinar sem framleiða fyrir
innlendan markað í samkeppni við
innflutta vöru. Hækkun innlends
framleiðslukostnaðar gerir sam-
keppnisaðstöðu þeirra gagnvart
innfluttri vöru auðvitað lakari, ef
þeir reyna að hækka verð vöru
sinnar til samræmis við hækkun
tilkostnaðarins.
Þegar kauphækkunum er þannig
velt yfir í vöruverðið má í rauninni
segja að kauphækkanirnar séu
sóttar í vasa launþeganna sjálfra,
því að gera má ráð fyrir því að 95%
neytenda eða meira séu launþegar
eða fólk með svipaða þjóðfélags-
lega aðstöðu, svo sem handverks-
menn, bændur og bótaþegar al-
mannatrygginga.
Eins og ég hefi áður bent á i
greinum, er ég hefi skrifað hér í
blaðið um kaupgjalds- og kjaramál,
verða samningar milli vinnuveit-
enda og launþega nú að meiri og
minni skrípaleik, því að nú er ekki
lengur um að ræða nein átök um
skiptingu þjóðartekna heldur að-
eins um það, hvert verðgildi pen-
inga skuli vera. Hagtölur, sem mér
vitanlega hafa ekki verið vefengd-
ar, sýna þannig, að þrátt fyrir þær
stórfelldu kauphækkanir, sem orð-
ið hafa hér á landi síðustu 10—12
árin, þá hefir kaupmáttur launa
rýrnað og þó að það komi ekki
beinlínis fram í þessum tölum, þá
benda líkur til þess að hlutdeild
launþega í þjóðartekjum hafi held-
ur rýrnað en hitt. En hvaða leiðir
geta launþegar þá farið til þess að
rétta hlut sinn?
Tryggja vísitölubætur
launa kaupmáttinn?
Það er því miður — vil ég segja
— útbreidd trú meðal launþega hér
á landi, að þessari spurningu beri
að svara játandi. En bæði fengin
reynsla hér á landi og skynsamleg
rök hljóta að minni hyggju að leiða
til þeirrar niðurstöðu, að svo er
ekki. Sú hugsun liggur að baki
þeirri skoðun, að hækkun kaup-
gjalds til samræmis við hækkun
vísitölu framfærslukostnaðar
„verðtryggi" laun eins og það er
orðað, að þannig megi tryggja það,
að þótt kostnaðarhækkunum sé
velt yfir í verðlagið, þá rýrni kaup-
máttur launa ekki, þar sem hækk-
anir séu bættar með hærra kaupi
eftir ákveðinn tíma, svo sem þrjá
mánuði eins og hér hefir tíðkast
um langt skeið. Það sem hér sést
yfir er það, að þegar meta skal
kaupmátt launa, þar sem verðbólga
hefir verið jafnör og hér á landi sl.
10—12 ár, þá verður hraði verð-
bólgunnar mikilvægur áhrifaþátt-
ur. Rýrnun kaupmáttar launa á
ofangreindu tímabili, þrátt fyrir
vísitölufyrirkomulagið, sýnist
ótvírætt benda í þá átt, að slikt
fyrirkomulag tryggi ekki kaup-
máttinn. En hvers vegna ekki? Eg
tel, að skýrt dæmi um þetta sé
þróun kaupgjalds og verðlags
fyrstu 5 mánuði ársins 1983, en þá
var sem kunnugt er ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen enn við völd.
Þann 1. febrúar 1983 reyndist vísi-
tala framfærslukostnaðar hafa
hækkað um 15—16% síðustu þrjá
mánuði og skyldi því greiða sam-
svarandi verðbætur á laun frá 1.
mars. En var kaupmáttur laun-
anna tryggður með því? Búvara
hækkaði strax daginn eftir sem
vísitöluhækkuninni nam og senni-
lega eitthvað umfram það, þannig
að ekki óx kaupmáttur launþega
gagnvart henni. Næstu daga var
svo hækkuð mestöll þjónusta bæði
einkaaðila og hins opinbera vegna
þess að nú þurfti að greiða hærra
kaup. Verst af öllu var þó það, þeg-
ar gengi var lækkað nokkrum dög-
um eftir mánaðamótin febrúar/-
mars, nokkurn veginn til samræm-
is við kaupgjaldsvísitöluna, til þess
að hægt væri að hækka fiskverð til
sjómanna, þannig að hlutur þeirra
þyrfti ekki að rýrna miðað við aðra.
Ot af fyrir sig var þetta sann-
gjarnt, en hitt gefur augaleið,
hvert spor var með þessu stigið til
þess að rýra kaupmátt launa
þeirra, sem unnu í landi.
Þann 1. maí 1983 hafði verðlag
hækkað um 23— 24% frá 1. febrúar
og ef gert er ráð fyrir því, að verð-
lag hafi hækkað um 4—5% í maí,
sem ætti að vera varlega áætlað
með tilliti til þess að verðbólgan
var þá áætluð 130% á ársgrund-
velli, hefði skort hvorki meira né
minna en 28% í það að bættar
væru þær verðhækkanir, sem orðið
höfðu frá 1. febrúar, því að vísi-
töluhækkanirnar 1. mars voru fyrir
þær verðhækkanir, sem átt höfðu
sér stað fyrir 1. febrúar.
Það sem e.t.v. vekur mesta furðu
í þessu dæmi er það, að ekki skuli
hafa verið nóg að taka af iaunþeg-
unum þá 15—16% kauphækkun
sem þeir fengu 1. mars, heldur voru
tekin af þeim 12—13% umfram
það. Að einhverju leyti má senni-
lega skýra þetta með þvf, að þegar
vísitalan var reiknuð út á þriggja
mánaða fresti, þá tíðkaðist það um
suma þætti hennar að taka aðeins
tillit til breytinga á þeim á sex
mánaða eða jafnvel árs fresti. Vísi-
tölurnar fyrir einstök tímabil gátu
vegna þessa annað hvort ofmetið
eða vanmetið þær verðhækkanir,
sem orðið höfðu frá næsta tímabili
á undan. Má vera, að mafvisitalan
hafi af þessum ástæðum sýnt
eitthvað meiri verðhækkun en þá
raunverulegu.
En önnur skýring finnst mér líka
nærtæk, en hún er sú, að þegar
seljendur vöru og þjónustu búast
við stórhækkuðum peningatekjum
almennings, eins og var um mán-