Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 37
launa
;mið?
aðamót maí/júní 1983, þá freistast
þeir gjarnan til þess að taka „for-
skot á sæluna" og hækka vöruna
jafnvel áður en kaupgjaldið hefir
hækkað. Einhverjir kunnu að
segja, að með verðlagsákvæðum
ætti að vera hægt að koma í veg
fyrir slíkt. En þegar hraði verð-
bólgunnar er orðinn slíkur, sem var
á umræddu tímabili, hljóta verð-
lagsákvæði að verða óvirk að
mestu. En rekjum nú söguna ofur-
lítið lengra. Án þeirra efnahags-
ráðstafana, sem gerðar voru í júní-
byrjun 1983, hefðu laun hækkað
um 23—24% þann 1. júní. En hve
lengi hefðu launþegar notið þess?
Auðvitað hefði sagan frá því í mars
endurtekið sig, þannig að eftir að
launþegar hefðu notið fáeinna
hveitibrauðsdaga fyrstu dagana í
júní hefðu komið gengisfelling og
almennar verðhækkanir, þannig að
í lok vísitölutímabilsins hefði bilið
milli hækkunar verðlags og kaup-
gjalds verið jafnvel enn breiðari en
áður.
Miðað við þessar forsendur er því
augljóst, að það verður nánast
öfugmæli að halda því fram, að
vísitölufyrirkomulag verðtryggi
laun. En forsendurnar eru þær,
eins og fram kemur í ofangreindum
dæmum, að öllum kauphækkunum
— og hér eru auðvitað hafðar í
huga kauphækkanir sem eru hlut-
fallslega þær sömu öllum launþeg-
um til handa — sé tafarlaust velt
yfir í verðlagið. Þá fer auðvitað
ekki hjá því að um óviðráðanlega
verðbólgu á skömmum tíma verður
að ræða. Sú skoðun skýtur stund-
um upp kollinum, þegar verðbólgan
fer vaxandi, að launþegar geti var-
ið kaupmátt launa sinna með því að
krefjast þess, að kaupgjaldsvísitala
breytist þá örar, þannig að bætur
hækki t.d. á tveggja mánaða eða
mánaðarfresti í stað þriggja mán-
aða. Hér er þó um hættulegan mis-
skilning að ræða. Að óbreyttri
þeirri forsendu, að stjórnvöld telji,
svo sem var á því tímabili sem hér
var tekið sem dæmi, að atvinnuör-
yggið krefjist þess að öllum kaup-
hækkunum sé velt yfir í verðlagið
jafnóðum og þær eigi sér stað, þá
leiðir stytting vísitölutímabilsins
aðeins til örari verðbólgu en áður
og jafnvel enn meiri rýrnunar
kaupmáttar. Búvöruverðshækkun,
gengislækkun og verðhækkun vöru
og þjónustu verður t.d. á tveggja
mánaða fresti í stað þriggja mán-
aða frests ef farið verður að breyta
kaupgjaldsvísitölu með tveggja
mánaða millibili. Þó ekki sé nema
af tæknilegum ástæðum er von-
laust fyrir launþega að vinna
kapphlaup óðaverðbólgunnar. Selj-
endur vöru og þjónustu geta hækk-
að verð hennar um leið og kostnað-
arhækkun á sér stað, eða jafnvel
áður en hún hefir átt sér stað, sbr.
dæmið hér að framan, en það tekur
ávallt sinn tíma að safna upplýs-
ingum fyrir útreikninga nýrrar
kaupgjaldsvísitölu, útvega lán til
þess að greiða hið hærra kaup
o.s.frv.
Getur vísitölufyrirkomu-
lag verið liður í kaupmátt-
artryggingu?
Hér hefir verið gerð grein fyrir
því, að þegar hraði verðbólgunnar
kemst á ákveðið stig, þá verða vísi-
tölubætur á laun ekki nein trygg-
ing fyrir því, að kaupmáttur launa
haldist heldur getur slíkt fyrir-
komulag haft algerlega neikvæð
áhrif í því efni. Þetta fyrirkomulag
verður þá snar þáttur í mögnun
verðbólgunnar, þó að hún eigi sér
auðvitað fleiri orsakir. Versta af-
leiðing stöðugra víxlhækkana verð-
lags og kaupgjalds er sú, að þær
kippa fótum undan allri verðsam-
keppni og þeim kjarabótum, sem
hún getur veitt neytendum. Að vísu
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Ólafur Björnsson
„Það er heldur ekki
verðhjöðnunin, sem
valdið hefír þeirri kjara-
skerðingu, sem orðið
hefír síðan 1982, hvern-
ig sem hún er metin,
heldur gengislækkanir
þær, sem gerðar hafa
verið til þess að reyna
að draga úr viðskipta-
hallanum við útlönd og
samdrátturinn í þjóðar-
framleiðslu.“
mætti segja, að vísitölufyrirkomu-
lagið leiði til einskonar verðtrygg-
ingar, en það er ekki verðtrygging
launa, svo sem til var ætlast, held-
ur trygging atvinnurekenda fyrir
því, að þeir þurfi aldrei að lækka
verð þeirrar vöru og þjónustu sem
þeir selja vegna stöðugt vaxandi
eftirspurnar í peningum reiknað.
En þó að vísitölubætur á laun
tryggi ekki kaupmátt launa og hafi
jafnvel gagnstæð áhrif miðað við
það verðbólgustig og þann verð-
bólguhugsunarhátt, sem ríkt hefir
hér á landi síðustu árin, er ekki þar
með sagt að vísitölufyrirkomulag í
iaunagreiðslum þurfi alltaf að vera
verðbólguvaldur og ósamrýmanlegt
stöðugu verðlagi. Það ætti að vera
gott dæmi um það, að vísitölufyr-
irkomulag er ekki ósamrýmanlegt
stöðugu verðlagi að árin 1951—55,
sem er lengsta tímabil frá styrjald-
arlokum, sem tekist hefir að halda
verðlagi stöðugu, þá var vísitölu-
fyrirkomulag á launagreiðslum
svipað því sem var fyrir efnahags-
ráðstafanirnar sumarið 1983. Ég
minnist í þessu sambandi samtals,
sem ég fyrir u.þ.b. 35 árum átti við
mikilsvirtan verkalýðsleiðtoga,
sem nú er látinn, um það hverja
áherslu launþegasamtökin skyldu
leggja á vísitölubætur, en þá var ég
formaður BSRB og eins og eðlilegt
mátti telja, höfðu hin stóru laun-
þegasamtök samráð sín í milli um
vísitölumálin, sem telja mátti sam-
eiginlegt hagsmunamál allra laun-
þega.
„Okkur í ASÍ er það vel ljóst,"
sagði þessi verkalýðsleiðtogi, sem
sæti átti i stjórn ASl, „að vísitölu-
bætur á laun eru ekkert töfralyf,
sem tryggi kaupmátt þeirra á
hverju sem gengur. En að mínum
dómi, ættu þær alltaf að geta gegnt
því hlutverki að veita stjómvöldum
aðhald um það, að gjöra sitt til þess
að halda verðhækkunum í skefj-
um.“
Þetta eru sennilega veigamestu
rökin, sem færð verða fyrir því, að
visitölubætur geti átt þátt í því að
halda verðbólgu í skefjum og
tryggja kaupmátt launa. Hvort
fyrir slíku eru skilyrði fer þó eftir
verðbólgustiginu. Það er mjög
ólíklegt að vísitölufyrirkomulagið
veiti slíkt aðhald miðað við það
verðbólgustig sem verið hefir hér á
landi sl. 10 ár. Öðru máli gæti
gegnt ef um hæga verðbólgu er að
ræða eins og var hér á árunum
1950—72. Eins og reynslan sýndi
fyrstu ár þessa tímabils gat vísi-
tölufyrirkomulag og stöðugt verð-
lag farið saman. Vissulega er það
þó ekki vísitölufyrirkomulagið, sem
leiðir til stöðugleika verðlagsins,
heldur t.d. það, að hægt er að halda
stöðugu gengi, eins og var á 6. ára-
tugnum. Óbeint getur vísitölufyr-
irkomulagið þó stuðlaö að auknu
jafnvægi ef það skapar skilyrði
fyrir því að samningar séu gerðir
til lengri tíma.
Hvað snertir það atriði að veita
stjórnvöldum aðhald um það að
gera sitt til þess að halda verðlagi í
skefjum en á slíkt er skiljanlega
lögð rík áhersla af hálfu launþega-
samtaka — þá tel ég líklegt að því
markmiði verði örugglegar náð
með því að ákveða svonefnt loft í
kjarasamningum, en með sjálfvirk-
um ákvæðum um vísitölubætur.
Með „lofti" er átt við það, að samn-
ingar verði lausir, ef hækkun fram-
færslukostnaðar fer fram úr vissu
marki. Víða í nágrannalöndum
okkar leggja launþegasamtök, eftir
því sem ég best veit, öllu meiri
áherslu á slíkt en sjálfvirkar vísi-
tölubætur. Slíkt „loft“ ætti að
skapa minni hættu á því en sjálf-
virknin, að væntingar atvinnurek-
enda um stöðugt aukna eftirspurn í
peningum reiknað, eyðileggi alla
hvöt hjá þeim til þess að heyja
verðsamkeppni. „Loftið“ verður þó
að verka raunhæft, þannig að það
sé raunverulega á valdi stjórnvalda
aö halda verðhækkunum innan
þeirra marka, sem þannig er kveðið
á um, án þess að meiriháttar vand-
ræði, svo sem aukið atvinnuleysi,
hljótist af.
Hvernig má tryggja kaup-
máttinn og þá hve
mikinn?
Hér verður að lokum reynt að
komast að niðurstöðu um það á
grundvelli þess, sem sagt hefir ver-
ið hér að framan, hvernig svara
beri þeirri spurningu, sem er fyrir-
sögn þessarar greinar. Ég tel að
spurningunni beri að svara játandi,
svo fremi þjóðarbúskapurinn verði
ekki í næstu framtíð fyrir óvænt-
um áföllum og sé því það viðhorf
launþegasamtakanna að áherslu
beri að leggja á tryggingu kaup-
máttar launa eðlilegt. En ef von á
að vera til þess, að ná raunhæfum
árangri í þessu efni, þá ber að vara
mjög við trúnni á það, að hægt sé
að verðtryggja laun með því einu
að semja um vísitölubætur á nokk-
urra mánaða fresti, en skilja svo
alla enda eftir lausa.
Miðað við þann verðbólguhugs-
unarhátt, sem enn er ríkjandi hér á
landi, eru yfirgnæfandi líkur á því,
að slíkt myndi síður en svo tryggja
kaupmátt launa, heldur leiða til
hins gagnstæða, nefnilega sírýrn-
andi kaupmáttar launa. Sem dæmi
um það í hvert óeðli stefnir, þegar
hugsunarháttur verðbólgunnar
verður ríkjandi, mætti nefna það,
að þá getur það orðið atvinnurek-
endum í hag að semja fremur um
miklar kauphækkanir en litlar.
Þegar atvinnurekendur semja um
20% kauphækkun eða meira, svo
sem t.d. átti sér stað á sl. hausti, þá
geta þeir venjulega treyst því, að
stjórnvöld geri sér það Ijóst, að
slíka byrði geti atvinnuvegirnir
ekki axlað öðruvísi en að þeir fái að
velta kauphækkunum yfir í verð-
lagið ef ekki á‘ að verða stórfellt
atvinnuleysi. Gengi er þá lækkað
og leyfð hækkun á verði vöru og
þjónustu að því leyti, sem til slíks
þarf samþykki stjórnvalda og ekki
linnt fyrr en allri þeirri kaupmátt-
araukningu, sem launþegarnir
fengu í bili, þegar kaupið var
hækkað, hefir verið eytt og jafnvel
meiru til. Ef kauphækkanirnar
væru hinsvegar t.d. á bilinu 2—5%
þá mega atvinnurekendur búast við
því, að þeim sé ætlað að bera þær
kauphækkanir sjálfir, sbr. dæmið
um Singapore hér að framan. En
telja má víst, að þeir geri sér grein
fyrir því, að hagkvæmara er fyrir
þá að semja um 20% kauphækkun
og sækja hana nokkurn veginn taf-
arlaust í vasa launþeganna sjálfa,
heldur en aö semja um 30% sem
þeir verða að greiða af ágóða sín-
um.
Rétt er að taka hér fram, að ég er
ekki að fullyrða það, að atvinnu-
rekendur hér á landi láti í raun
ofangreind sjónarmið ráða afstöðu
sinni við gerð kjarasamninga. Þó
að það geti, samkvæmt áður sögðu,
á tímum mikillar verðbólgu verið
atvinnurekendum hagstæðara að
semja um miklar en litlar kaup-
hækkanir, þá er slíkt auðvitað
skammtímasjónarmið. Sé yfir
lengri tíma litið þá er verðbólga
atvinnurekendum eins og öllum
öðrum borgurum þjóðfélagsins
óhagstæð. Er ég ekki í vafa um það,
að forysta vinnuveitenda hefir þá
þekkingu og ábyrgðartilfinningu til
að bera, að hún tekur fórnir í þágu
þess markmiðs að vinna megi bug á
verðbólgunni betri kost en þann
stundarhagnað sem verðbólgan
getur fært.
Nú er ég ekki efins um það, að
launþegum er það jafnljóst og at-
vinnurekendum að sívaxandi verð-
bólga er engum í hag og síst þeim
sjálfum, þannig að það geti verið
stundarfórna vert, að koma í veg
fyrir slíka þróun. Hins vegar mun
sú skoðun eiga talsverðu fylgi að
fagna meðal launþega, að það muni
kosta of miklar fórnir að eyða verð-
bólgunni alveg eða koma henni
niður í þau 5—10% sem hún hefir
undanfarið numið í helstu við-
skiptalöndum okkar. Skynsamlegra
markmið væri að reyna að halda
henni í þeim 40—50% sem hún var
áður en sú stökkbreyting varð til
hækkunar seinni hluta árs 1982 og
fyrri hluta árs 1983.
Ég tel slíka hugmynd óraun-
hæfa, því að reynslan hefir sýnt
það bæði hér á landi og annars
staðar, að við svo hátt verðbólgu-
stig er ekki hægt að skapa jafn-
vægi, heldur verður tilhneiging til
sívaxandi verðbólgu. Það er heldur
ekki verðhjöðnunin, sem valdið
hefir þeirri kjaraskerðingu, sem
orðið hefir síðan 1982, hvernig sem
hún er metin, heldur gengislækk-
anir þær, sem gerðar hafa verið til
þess að reyna að draga úr við-
skiptahallanum við útlönd og sam-
drátturinn í þjóðarframleiðslu..
En hvað er þá hægt að gera til
þess að tryggja kaupmátt launanna
og þá hvaða kaupmátt? Eðlilegt
svar við síðari spurningunni finnst
mér vera það, að stefna beri að
þeim mesta kaupmætti, sem í senn
samrýmist því, að ekki verði um
frekari skuldasöfnun erlendis að
ræða og ekki verði hætta á umtals-
verðu atvinnuleysi. Hver sá kaup-
máttur sé, verða aðilar vinnumark-
aðarins að meta, er þeir gera sína
samninga. Þar sem ekki er ástæða
til þess að efa að báðir aðilar séu
sammála um það að óraunhæft sé
að byggja á meiri skuldasöfnun er-
lendis og einnig um það að atvinnu-
leysi sé óæskilegt ætti að vera
grundvöllur fyrir samkomulagi þó
að óvissa um framtíðina valdi því
að ekki verði hjá því komist, að
taka einhverja áhættu við slíka
samninga. Kauphækkanir, sem
báðum aðilum vinnumarkaðarins
er Ijóst, að ekki verða fjármagnaðir
öðruvísi en með því að sækja þær í
vasa launþeganna sjálfra, geta
hinsvegar ekki þjónað neinum
skynsamlegum tilgangi.
En víkjum þá að hinu, hvernig
! ryggja megi þann kaupmátt, sem
með t.illiti til atvinnuöryggis er
raunhæft að stefna að. Hér að
framan voru rök færð fyrir því að
vísitöluákvæði í kaupgjaldssamn-
ingum ein sér tryggja slíkt ekki og
geta jafnvel haft öfug áhrif við til-
gang sinn. En hvaða haldbetri
ráðstafanir koma þá til greina?
Auk raunhæfrar stefnumörkun-
ar í kaupgjaldsmálum með sam-
komulagi aðila vinnumarkaðarins,
þarf samræmdar aðgerðir í fjár-
málum ríkisins og peningamálum.
Nauðsynlegur liður í ráðstöfunum
til þess að tryggja viðunandi kaup-
mátt launa er festa i gengisskrán-
ingunni, þannig að forðast megi
meiriháttar gengissveiflur.
Mér finnst það geta komið mjög
til álita miðað við núverandi að-
stæður í islensku efnahagslífi, að
lögboðin yrði nokkurra mánaða
verðstöðvun. Ekki vegna þess, að ég
hafi sérstaka trú á verðlagsákvæð-
um sem tæki til þess að halda verð-
____________________________37_
hækkunum í skefjum. En almenn
verðstöðvun getur stundum verið
nauðsynleg ráðstöfun til þess að fá
svigrúm til þess að gera varanlegri
ráðstafanir til að stöðva verðbólgu
og eyða verðbólguhugsunarhættin-
um. Auðvitað verður svo sem venja
hefir verið, þegar gripið hefir verið
til tímabundinna verðstöðvana, að
heimila vissar undanþágur, svo
sem vegna hækkunar innkaups-
verðs erlendrar vöru. En með tilliti
til þess, að verðbólga er nú lítil í
helstu viðskiptalöndum okkar, ætti
það þó ekki að stofna árangri
verðstöðvunar í hættu.
Vissulega getur verðstöðvun
aldrei verið annað en bráðabirgða-
ráðstöfun. Ef henni er ætlað að
standa lengi verður hún fljótlega
aðeins dauður bókstafur. Henni má
að vissu leyti líkja við þær ráðstaf-
anir sem gerðar voru sumarið 1983
þegar vísitölubætur voru skertar
og kauphækkanir bannaðar um
tíma, en hér er farið öfugt að, þar "
sem verðhækkanir eru bannaðar
án þess að beinar hömlur séu lagð-
ar á þróun kaupgjalds, en það ætti
að vera ólíkt hugðnæmari leið frá
sjónarmiði launþega. Aðstæður
voru vissulega að því leyti ólikar
því sem nú er, að þá var verðbólga
ört vaxandi, þannig að verðstöðv-
un, ef reynt hefði verið að fara þá
leið, hefði óhjákvæmilega leitt til
mikils atvinnuleysis, en nú er þvi
öfugt farið, þar sem verðbólga fer
lækkandi.
Verðstöðvun, jafnvel þó til
skamms tima sé, er auðvitað ekki
skemmtileg ráðstöfun frá sjónar-
hóli þeirra, sem trú hafa á frjálsri
verðmyndun. En spurningin er sú,
hvort aðrar leiðir séu líklegri til
þess að forða því við núverandi að-
stæður, að átök á vinnumarkaði og
niðurstaða samningagerðar að
þeim loknum geri frjálsa verð-
myndun óvirka um ófyrirsjáanleg-
an tíma.
Deilur um launahlutföll
eru utan þess efnis, sem
hér er um fjallað
Til þess að fyrirbyggja allan
hugsanlegan misskilning vegna
mála, sem nú eru ofarlega á baugi i
þjóðfélaginu, skal það tekið fram,
að hér er aðeins fjallað um hugs-
anleg áhrif almennra hlutfalls-
legra kauphækkana öllum launþeg-
um til handa á verðlag og atvinnu-
stig. Háskólamenntaðir kennarar
og aðrir háskólamenn eiga nú í
harðri deilu við ríkisvaldið vegna
krafna þeirra um það, að laun
þeirra verði samræmd því, sem að
þeirra dómi er greitt fyrir sam-
bærileg störf á almennum vinnu-
markaði. Sem háskólamaður og
kennari í 44 ár hlýt ég að hafa sam-
úð með kjarabaráttu þessara aðila,
þó að ég hafi ekki forsendur til þess
að meta réttmæti krafna þeirra til
talna. Hér er varla um að ræða
meira en 2—3% af vinnandi fólki,
þannig að veruleg leiðrétting á
kaupi þeirra ætti út af fyrir sig
hvorki að geta valdið verðbólgu né
atvinnuleysi.
Hitt er annað mál, að ef aðrir
stærri hópar viðurkenna ekki að
hinn fámennari hópur hefir dregist
aftur úr í launum og vilja fá sín
kjör bætt til samræmis við það,
sem þeir er fyrst fóru af stað hafa
fengið, þá verður málið allt stærra
i sniðum.
Tel ég mig þekkja þetta vel þar
sem ég hefi áður haft forystu fyrir
baráttu svipaðri þeirri sem hér er
háð. Það var æði oft að röksemda-
færslu okkar fyrir því að opinberir
starfsmenn hefðu dregist aftur úr
almenna vinnumarkaðinum hvað
launakjör snerti, að viðsemjendur
okkar sögðu sem svo, að sér væri
Ijóst, að við hefðum nokkuð til
okkar máls, en ef komið væri veru-
lega til móts við okkur, þá yrði allt
vitlaust á vinnumarkaðinum, eins
og það gjarnan var orðað.
Þetta sýnir, að til þess að kjara-
barátta kennara, háskólamanna og
hliðstæðra starfshópa verði háð
með árangri er þeim ekki nóg að
túlka mál sitt fyrir stjórnvöldum
og kjaradómum, heldur líka al-
menningi og hagsmunasamtökum
hans. Mér er þó ljóst að fjárhagur
hinna smærri hagsmunasamtaka
setur nauðsynlegri upplýsinga-
starfsemi á vegum þeirra sín tak-
mörk.