Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1986
Sally Field í hlutverki sínu í Óskarsverðlaunamyndinni „í fylgsnum hjart-
ans“.
Stjörnubíó:
Óskarsverðlaunamyndin
„í fylgsnum hjartans“
STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt Óskarsverðlaunamyndina „f fylgsnum hjart-
ans“ (Places in the Heart). Með aðalhlutverk í myndinni fara Sally Field,
Lindsay Crouse, Ed Harris, Amy Madigan, John Malkowich og Danny
Glover.
Sögusvið myndarinnar er Texas
árið 1935. Edna Spalding (Sally
Field) er gift fógeta í smábæ, sem
verður fyrir skoti drukkins svert-
ingjastráks og lætur lífið. Edna er
óvön að sjá fyrir fjölskyldu og við
fráfall manns sins stendur hún
uppi með tvö ung börn og pen-
ingalaus.
Maður hennar hefur fengið
bankalán, sem hún þarf að greiða
og hún þrjóskast við að selja hús
sitt og jörðina sem hún býr á.
Myndin lýsir baráttu Ednu fyrir
lífinu á tímum kreppu og svert-
ingjahaturs, en eftir dauða manns
síns kynnist hún miðaldra svert-
ingja sem veit mikið um bómull-
arrækt.
Hljómleikar Centaur í kvöld
Hljómsveitin Centaur heldur tónleika í Safari 28. Hefjast þeir kl. 22 og
verða til 23.30.
Skákin við Lein
best teflda skákin
— segir Jón L. Árnason, sem náð hefur
fyrsta áfanga að stórmeistaratitli
„ÞETTA gekk ágætlega og fyrsti áfanginn að stórmeistaratitli er í höfn.
Það væri gaman að halda áfram og ná titlinum alveg með því að ná því
sem uppá vantar, en til þess þarf að ná ákveðnum árangri í 13 skákum til
viðbótar, sem gera 1—2 mót, eftir því hvað margar umferðir eru tefldar.
Þessi áfangi fyrnist á 5 árum, nái maður ekki árangri til viðbótar," sagði
Jón L. Árnason, skákmaður, sigurvegari á alþjóðlega skákmótinu á
Húsavík, sem lauk í fyrradag.
Jón sagðist hafa teflt til vinn-
ings i hverri skák og uppskorið
samkvæmt því. Sköpum hefði
skipt vinningsskákin gegn Lein,
sem leitt hefði mótið frá upphafi
og verið með vinningsforskot er
sú skák var tefld. Með vinningn-
um í þeirri skák tókst Jóni að
komast upp að hlið Lein og á
endasprettinum hlaut hann hálf-
um vinningi meira og varð einn
efstur á mótinu.
Jón sagðist ekki vera frá því, að
skákin við Lein hefðí verið hans
best teflda skák á mótinu og
hann væri nokkuð ánægður með
taflmennskuna í heildina tekið.
Taflmennsku hans á síðasta móti,
afmælismóti Skáksambandsins,
þar sem honum gekk mjög illa,
hefði ekki verið að marka, þar
sem hann hefði ekki gengið heill
til skógar í því móti og tekið þátt
í því hálfnauðugur.
Næsta skákmót á dagskrá hjá
Jóni er alþjóðlegt mót í Vest-
mannaeyjum í maí, en hann get-
ur ekki tekið þátt í alþjóðlegu
Jón L.Árnason
móti i Borgarnesi í lok apríl, þar
sem hann verður þá önnum kaf-
inn í prófum, en hann er á síðasta
ári í viðskiptafræði i Háskóla fs-
lands.
Jasskvöld f Lækjarhvammi:
Eldri og yngri jassleikarar
stilla saman strengi sína
JASSKLÚBBUR Reykjavíkur efnir
til spuna (jam session) í Lækjar-
hvammi Hótels Sögu fimmtudaginn
28. mars og hefst skemmtunin
klukkan 21.00.
Nemendahljómsveit Jassdeildar
Tónlistarskóla FÍH lætur til sín
heyra. Úrval eldri og yngri jass-
listarmanna kemur einnig fram og
myndar mismunandi sveitir eftir
því sem andinn blæs þeim í brjóst.
Það lið skipa Árni Elfar, Árni
Leiðrétting
í „Fólk í fréttum" þriðjudaginn
26. mars var eftirfarandi skyssa
gerð: Sagt var að Sophia, eigin-
kona Juans Carlos Spánarkonungs
væri systir Önnu Maríu, eiginkonu
Konstantins fyrrum Grikklands-
konungs. Þetta er auðvitað al-
rangt. Hún er systir Konstantins,
mágkona Önnu Maríu og þar með
svilkona Margrétar drottningar.
Er beðist velvirðingar á þessum
mistökum.
Scheving, Grettir Björnsson, Stef-
án Þorleifsson, Sveinn ólafsson og
Tómas R. Einarsson
Hér er einn hinna eldri jassleikara
meó nikkuna en hann mun aðailega
láta til sín taka á saxófón, en hann
hefur ekki leikið opinberlega um
langt skeið.
Blúskvöld í Hollywood í kvöld
BLÚSKVÖLD verður haldið í Holly-
wood í kvöld. Þar leikur Blúskomp-
aníið fyrir gesti, en meðlimir þess
eru þeir Magnús Eiríksson, Pálmi
Gunnarsson, Sigurður Karlsson og
Jón Kjell. Sérstakur gestur kvölds-
ins verður Bubbi Morthens.
Lifandi tónlist verður í háveg-
um höfð í Hollywood á fimmtu-
dagskvöldum og sunnudagskvöld-
um næstu mánuðina.
Sunnudaginn 31. mars verður
dansleikur með hljómsveitinni
Miðlum frá Keflavík. Auk þeirra
kemur fram hljómsveitin Cosa
nostra úr Verslunarskólanum.
Fimmtudaginn 4. apríl leikur
hljómsveitin Dúkkulísurnar frá
Egilsstöðum.
Á annan í páskum verða stór-
tónleikar með hljómsveitinni
„Drýsli".
Fleiri hljómsveitir munu koma
fram í apríl svo sem Með nöktum,
Centaur, Hálft í hvoru og Dá.
(Úr rrétutilkynningii)
Ritstjórar
Helgarpóstsins
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
fyrir nokkru um nýjan ritstjóra
Helgarpóstsins skal eftirfarandi
tekið fram: Ingólfur Margeirsson
var ritstjóri Helgarpóstsins og
verður það áfram en Halldór Hall-
dórsson hefur nú einnig verið ráð-
inn sem ritstjóri að blaðinu.
Fundur í Ætt-
fræðifélaginu
ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur fund
fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30, á
Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18. Á fund-
inum mun Bjarni Vilhjálmsson,
fyrrverandi þjóðskjalavöröur, flytja
hugleiðingu um elstu kirkjubækur.
Arngrímur Sigurðsson ræðir um nýtt
verkefni félagsins.
(Fréttatilkynning.)
Leiðrétting
í baksíðufrétt Morgunblaðsins í
gær var Dagfinnur Stefánsson
Óugstjóri Flugleiða nefndur yfir-
flugstjóri. Hið rétta er að Jón R.
Steindórsson er yfirflugstjóri. Eru
viðkomandi beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.