Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.03.1985, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1986 Sally Field í hlutverki sínu í Óskarsverðlaunamyndinni „í fylgsnum hjart- ans“. Stjörnubíó: Óskarsverðlaunamyndin „í fylgsnum hjartans“ STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt Óskarsverðlaunamyndina „f fylgsnum hjart- ans“ (Places in the Heart). Með aðalhlutverk í myndinni fara Sally Field, Lindsay Crouse, Ed Harris, Amy Madigan, John Malkowich og Danny Glover. Sögusvið myndarinnar er Texas árið 1935. Edna Spalding (Sally Field) er gift fógeta í smábæ, sem verður fyrir skoti drukkins svert- ingjastráks og lætur lífið. Edna er óvön að sjá fyrir fjölskyldu og við fráfall manns sins stendur hún uppi með tvö ung börn og pen- ingalaus. Maður hennar hefur fengið bankalán, sem hún þarf að greiða og hún þrjóskast við að selja hús sitt og jörðina sem hún býr á. Myndin lýsir baráttu Ednu fyrir lífinu á tímum kreppu og svert- ingjahaturs, en eftir dauða manns síns kynnist hún miðaldra svert- ingja sem veit mikið um bómull- arrækt. Hljómleikar Centaur í kvöld Hljómsveitin Centaur heldur tónleika í Safari 28. Hefjast þeir kl. 22 og verða til 23.30. Skákin við Lein best teflda skákin — segir Jón L. Árnason, sem náð hefur fyrsta áfanga að stórmeistaratitli „ÞETTA gekk ágætlega og fyrsti áfanginn að stórmeistaratitli er í höfn. Það væri gaman að halda áfram og ná titlinum alveg með því að ná því sem uppá vantar, en til þess þarf að ná ákveðnum árangri í 13 skákum til viðbótar, sem gera 1—2 mót, eftir því hvað margar umferðir eru tefldar. Þessi áfangi fyrnist á 5 árum, nái maður ekki árangri til viðbótar," sagði Jón L. Árnason, skákmaður, sigurvegari á alþjóðlega skákmótinu á Húsavík, sem lauk í fyrradag. Jón sagðist hafa teflt til vinn- ings i hverri skák og uppskorið samkvæmt því. Sköpum hefði skipt vinningsskákin gegn Lein, sem leitt hefði mótið frá upphafi og verið með vinningsforskot er sú skák var tefld. Með vinningn- um í þeirri skák tókst Jóni að komast upp að hlið Lein og á endasprettinum hlaut hann hálf- um vinningi meira og varð einn efstur á mótinu. Jón sagðist ekki vera frá því, að skákin við Lein hefðí verið hans best teflda skák á mótinu og hann væri nokkuð ánægður með taflmennskuna í heildina tekið. Taflmennsku hans á síðasta móti, afmælismóti Skáksambandsins, þar sem honum gekk mjög illa, hefði ekki verið að marka, þar sem hann hefði ekki gengið heill til skógar í því móti og tekið þátt í því hálfnauðugur. Næsta skákmót á dagskrá hjá Jóni er alþjóðlegt mót í Vest- mannaeyjum í maí, en hann get- ur ekki tekið þátt í alþjóðlegu Jón L.Árnason móti i Borgarnesi í lok apríl, þar sem hann verður þá önnum kaf- inn í prófum, en hann er á síðasta ári í viðskiptafræði i Háskóla fs- lands. Jasskvöld f Lækjarhvammi: Eldri og yngri jassleikarar stilla saman strengi sína JASSKLÚBBUR Reykjavíkur efnir til spuna (jam session) í Lækjar- hvammi Hótels Sögu fimmtudaginn 28. mars og hefst skemmtunin klukkan 21.00. Nemendahljómsveit Jassdeildar Tónlistarskóla FÍH lætur til sín heyra. Úrval eldri og yngri jass- listarmanna kemur einnig fram og myndar mismunandi sveitir eftir því sem andinn blæs þeim í brjóst. Það lið skipa Árni Elfar, Árni Leiðrétting í „Fólk í fréttum" þriðjudaginn 26. mars var eftirfarandi skyssa gerð: Sagt var að Sophia, eigin- kona Juans Carlos Spánarkonungs væri systir Önnu Maríu, eiginkonu Konstantins fyrrum Grikklands- konungs. Þetta er auðvitað al- rangt. Hún er systir Konstantins, mágkona Önnu Maríu og þar með svilkona Margrétar drottningar. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Scheving, Grettir Björnsson, Stef- án Þorleifsson, Sveinn ólafsson og Tómas R. Einarsson Hér er einn hinna eldri jassleikara meó nikkuna en hann mun aðailega láta til sín taka á saxófón, en hann hefur ekki leikið opinberlega um langt skeið. Blúskvöld í Hollywood í kvöld BLÚSKVÖLD verður haldið í Holly- wood í kvöld. Þar leikur Blúskomp- aníið fyrir gesti, en meðlimir þess eru þeir Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson og Jón Kjell. Sérstakur gestur kvölds- ins verður Bubbi Morthens. Lifandi tónlist verður í háveg- um höfð í Hollywood á fimmtu- dagskvöldum og sunnudagskvöld- um næstu mánuðina. Sunnudaginn 31. mars verður dansleikur með hljómsveitinni Miðlum frá Keflavík. Auk þeirra kemur fram hljómsveitin Cosa nostra úr Verslunarskólanum. Fimmtudaginn 4. apríl leikur hljómsveitin Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum. Á annan í páskum verða stór- tónleikar með hljómsveitinni „Drýsli". Fleiri hljómsveitir munu koma fram í apríl svo sem Með nöktum, Centaur, Hálft í hvoru og Dá. (Úr rrétutilkynningii) Ritstjórar Helgarpóstsins VEGNA fréttar í Morgunblaðinu fyrir nokkru um nýjan ritstjóra Helgarpóstsins skal eftirfarandi tekið fram: Ingólfur Margeirsson var ritstjóri Helgarpóstsins og verður það áfram en Halldór Hall- dórsson hefur nú einnig verið ráð- inn sem ritstjóri að blaðinu. Fundur í Ætt- fræðifélaginu ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ heldur fund fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30, á Hótel Hofi, Rauðarárstíg 18. Á fund- inum mun Bjarni Vilhjálmsson, fyrrverandi þjóðskjalavöröur, flytja hugleiðingu um elstu kirkjubækur. Arngrímur Sigurðsson ræðir um nýtt verkefni félagsins. (Fréttatilkynning.) Leiðrétting í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær var Dagfinnur Stefánsson Óugstjóri Flugleiða nefndur yfir- flugstjóri. Hið rétta er að Jón R. Steindórsson er yfirflugstjóri. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.