Morgunblaðið - 28.03.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1986
okkar, sem lifa í minningunni.
Fjóía Eyfjörð Gunnarsdóttir
var fædd 27. desember 1972, dóttir
hjónanna Þuríðar Guðmundsdótt-
ur og Gunnars Ástvaldssonar. Nú
eru árin orðin tæp 5, sem baráttan
hefur staðið, og allan þann tíma
hafa þau hjónin ásamt öðrum ná-
komnum ættingjum annast hana
af þvílíkum kærleik og alúð að að-
dáun vekur hjá þeim, sem með
hafa fylgst, og ekki gleymist þrek
og kjarkur litlu stúlkunnar sem
alltaf hafði meiri áhyggjur af for-
eldrum sínum og systkinum en
sjálfri sér. Fjóla hvarf á braut í
einlægri trú á almáttugan Guð, og
þar á hún vísa góða heimkomu.
Við hjónin og börnin okkar vott-
um Þuríði og Gunnari og litlu
systkinunum okkar einlægu sam-
úð og biðjum þeim allrar blessun-
ar.
Lilja, Sigþór og börnin
„Til eru fræ, sem fengu þennan dóm
að falla í jörð og verða aldrei blóm.“
(D.St.)
Já, Fjóla var sem lítið blóm er
barðist við að festa rætur en varð
að gefast upp. Mig langar til að
minnast litlu vinkonu minnar með
nokkrum orðum.
Það væri of langt mál að telja
upp alla þá kosti sem Fjóla hafði
til að bera. Hún var einfaldlega
sérstök stúlka, og ég var svo lán-
söm að fá að fylgja henni síðasta
spölinn í hennar stutta lífi. í sam-
verustundum okkar lásum við oft
upp úr bókinni „Sálminum um
blómið" eftir Þórberg Þórðarson,
og líkt og „Lilla Hegga" hafði
Fjóla mest gaman af sögu „gamla
mannsins" — „þegar amma hans
dó og afi hans var fullur og sálm-
urinn var sunginn um blómið".
Sagan segir okkur svo margt og
mér fannst Fjóla skilja hana mjög
vel. Barátta hennar fyrir lífinu og
seinna sáttfýsin og æðruleysið,
þegar hún vissi að hverju stefndi,
kenndu mér ótrúlega margt.
Reyndar kallaði ég hana stundum
„litla kennarann minn".
Nú er litla blómið fallið en eftir
lifir minningin um hina ljúfu ang-
an er af því stafaði.
Ég votta foreldrum Fjólu, systk-
inum og öðrum ættingjum samúð
mína. Það hefur verið mér mikils
virði að kynnast ykkur.
Magga
„Þá er hann Guð búinn að taka
hana Fjólu til sín.“ Leikur barn-
anna hljóðnar um stund. Enda
þótt nokkuð sé síðan hún varð að
hverfa úr leiknum sökum veikinda
sinna var hún samt alltaf nálæg.
Hugurinn hvarflar til baka til
þess tíma er við fluttum í þetta
nýbyggða hús, þar sem hún tók á
móti okkur sem næsti nágranni.
Þessi litli fjörkálfur sem geislaði
af atorku og fjöri, svo að stundum
þótti nóg um. En fljótt skipast
veður í lofti á þessari jörð. Tæp-
lega átta ára gömul stóð hún
frammi fyrir þeirri óvæntu stað-
reynd að ganga ekki heil til skóg-
ar. Við tók barátta sem stóð í fjög-
ur og hálft ár. Erfiðar skurðað-
gerðir, geislameðferð erlendis og
ótal sjúkdómslegur. Allir lögðust
á eitt, en sjúkdómurinn sigraði að
lokum. Þegar ljóst var hvert
stefndi tók Fjóla örlögum sínum
af undraverðu æðruleysi og
þroska. Þannig veitti hún sjálf
styrk út í umhverfi sitt.
„Nú leikur hún sér með engla-
börnum á himnum," segja börnin,
og leikur þeirra heldur áfram eins
og börnum er tamt. í dag kveðjum
við Fjólu litlu með þökk fyrir sam-
fylgdina hér á jörðinni og biðjum
algóðan Guð fyrir hana og alla
fjölskyldu hennar. Megi sá styrk-
ur sem hún sjálf sýndi okkur
milda þunga raun.
Nágrannar á Flyðrugranda
Með tár í augum og sorg í hjarta
skrifa ég þessi kveðjuorð. Fjóla
litla hefur kvatt þetta líf eftir
margra ára baráttu við ólæknandi
sjúkdóm.
Hún varð bara 12 ára gömul,
samt hafði hún orðið að takast á
við og reyna meira í löngu sjúk-
dómsstríð, en á marga er lagt, áð-
ur en yfir lauk.
Vil ég minnast og þakka öllum
þeim er léttu henni erfiðar stund-
ir, læknum, hjúkrunarfólki og öðr-
um er glöddu hana. Söknuður
okkar er mikill og mest eiga um
sárt að binda foreldrar Fjólu litlu,
þau Þuríður Guðmundsdóttir og
Gunnar Ástvaldsson og systkinin
þrjú, þau Turid Rós, Gunnar örn
og Kári litli. Drottinn gaf og
drottinn tók, við þökkum fyrir all-
ar hugljúfu minningarnar sem
elsku litla stúlkan okkar skilur
eftir hjá okkur, þær eru okkur
dýrmætar. Ég bið góðan Guð að
taka hana í náðarfaðm sinn og
veita henni sinn eilífa frið.
Blessuð sé minning hennar.
Turid amma
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Neyðaróp
Ég er kona og hef nýlega gerst sek um hórdóm. Ég veit, að ég hef
syndgað gegn Guði, sjálfri mér og öðrum. Ég hef beðið Guð að
fyrirgefa mér óteljandi sinnum, en hef ekki fengið fyrirgefningu.
Hvað get ég gert, svn að ég missi ekki vitið?
Augljóst er, að þér hafið ruglað saman hórdómi og
syndinni, sem ekki verður fyrirgefin. Biblían kennir
skýrt og greinilega, að Guð sé bæði megnugur og fús að
fyrirgefa yður þessa synd. Davíð drýgði hór. Hann iðr-
aðist sáran og varð friðlaus, en Guð fyrirgaf honum.
Jesús sagði við hórkonuna, sem farísearnir ætluðu að
grýta: „Eg sakfelli þig ekki heldur. Far og syndga ekki
framar." María Magdalena, samverska konan og fleiri
öðluðust fyrirgefningu á þessari hræðilegu synd.
Þér hafi iðrast mjög gerða yðar, en það þarf meira en
iðrun til að finna fyrirgefningu. Iðrun er merki þess, að
við játum og viðurkennum, að við erum sek.
En við þurfum líka að viðurkenna og taka við fyrir-
heitinu um fyrirgefningu, sem frelsarinn býður. Kristur
greiddi skuldina vegna syndar yðar á krossinum. Biblí-
an segir: „Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefnd-
um hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra
koma niður á honum."
Fagnaðarerindið er einmitt þetta, að Kristur hefur
fyrirgefið yður. Viðurkennið nú, að svo sé, þakkið Guði
fyrir það og þjónið honum með þakklátum huga. Guð
hefur fyrirgefið yður. Nú verðið þér að fyrirgefa sjálfri
yður, en það er að treysta fyrirgefningu Krists.
Camp-let GT
ÁRGERÐ 1985
Frægur
tjaldvagn
Þaö tekur þrjár mínútur
aö reisa þennan 17 fer-
metra tjaldvagn meö
fortjaldi. Viö höfum nú
flutt þessa tjaldvagna
inn í 3 ár og okkur vit-
anlega hefur engin bilun
oröiö í þessum vögnum
á þeim tíma.
Verð kr. 118.000 —
með fortjaldi og
eldhúsi.
Gísli Jónsson & Co. hf.,
Sundaborg 41. Sími 686644.
MAZDA T 3500 er ný gerð af sterkbyggð-
um vörubíl, sem ber 3.6 tonn á grind. Vélin
er 3500 cc, 86 DIN hö og gírar eru 5 ásamt
niðurfærslugír. Húsið er stórt og bjart
(veltihús), þægileg sæti eru fyrir 2 farþega
auk ökumanns og fjöðrunin er mýkri og
þýðari en gerist í bílum af þessari gerð.
Ríkulegur búnaður fylgir MAZDA T 3500,
svo sem:
Vökvastýri • Veltistýri • Mótorbremsa • aflúr-
tak frá vél (PTO) • Yfirstærð af dekkjum (700
x 16) • Yfirstærð af rafgeymi • bakkflauta •
Utispeglar beggja vegna • Luxusinnrétting •
Tauáklæði á sætum • 2 þaklúgur • Hnakka-
púðar • Litað gler í rúðum«Halogen aðalljós •
aflmikil miðstöð • Viðvörunartölva og margt
fleira.
Við framleiðum sérlega vandaða vörukassa úr
áli á þessa bíla. Kassarnir eru með stórum
hleðsludyrum á hlið og gafli og eru þeir fáan-
legir á ýmsum byggingarstigum.
Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita
fúslega allar nánari upplýsingar
Opið laugardag frá kl. 10-4
MEST FYRIR PENINGANA
BILABORG HF.
Smiðshöföa 23 sími 812 99