Morgunblaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985
Ólafía Sigrún Odds-
dóttir — Minning
Faedd 19. janúar 1948
Díin 18. mars 1985
Hún er dáin, hún Lolla, ómaði í
eyrum mínum mánudaginn 18.
mars. Gat það átt sér stað að mað-
ur sæi hana aldrei oftar, ætti aldr-
ei eftir að hlæja með henni, njóta
lífsins og tilverunnar i nálægð
hennar?
Hún sem var alltaf svo lifandi
og opin fyrir öllu í kringum sig,
átti svo auðvelt með að tala og
laða að sér fólk sem hreifst af
léttu skapi hennar, hlátri og
hugmyndaflugi.
Vorið 1974 kynntist ég ólafíu S.
Oddsdóttur. Hún var þá komin á
hárgreiðslu- og snyrtistofu Borg-
arspítalans, og ætlaði að leysa þá-
verandi hárgreiðsludömu af í
sumarfríi. Við tókumst í hendur
og heilsuðumst. Þá hvarflaði ekki
að mér að það handaband og þau
kynni yrðu eins sterk og þau urðu.
Við áttum meira samstarf fram-
undan. Fórum út á landsbyggðina,
kynntumst mörgu tryggu og góðu
fólki. Við lentum í ótrúlegum
ævintýrum, og þegar heim var
komið höfðum við oft orð á þvi, að
ef við skrifuðum niður ferðasögu
okkar, hlyti það að verða sú hlægi-
legasta sem út hefði komið.
Hún var þá gift Gunnari Hall-
dórssyni og áttu þau tvo drengi,
Odd Arnar, fæddur 1967, Valgarð
Ragnar, fæddur 1971, eignuðust
svo Tinnu Björk 1978. Lolla var
dóttir hjónanna Petreu Georgs-
dóttur og Odds Jónssonar frá
Sandi í Kjós.
{ þau ár sem ég þekkti Lollu, féll
henni aldrei verk úr hendi. Hún
bjó yfir því fínasta í fingrunum,
hvort sem það var viðkomandi
hári eða handavinnu. En hún gat
líka farið út í trésmiðju ef því var
að skipta. Einu sinni kom ég heim
til hennar að kvöldi fyrir jól, þá
var hún að smíða sleða handa syn-
inum. Hún sat og slipaði á eld-
húsborðinu sem hún hafði smíðað
sjálf. Bækurnar á heimilinu eru
allar í hillu á skilvegg sem hún
smíðaði. Á bernskustað sínum við
Sand í Kjós er sumarhús sem hún
átti. Þar inni og utanhúss er ým-
islegt sem hún. hefur lagt hönd á.
Þetta var hennar draumastaður,
hún naut sín við gróðurinn og úti-
veruna enda mikið náttúrubarn.
Hún sagði manni margar sögur úr
sveitinni sinni af Esjunni, en hún
þekkti hana frá allt annarri hlið
en við Reykvíkingar gerum. Hún
Bg&l
YASHICA MF2
ikr.2990
nett mundavél sem
notar.B5mm
filmu
• Innbyggt eilífðarílass, sem gefur merki sé notkun
þess þörí.
• Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 flassmyndir.
• Engar stillingar
MYNDARLEG GJÖF
HfiNS PETERSEN HF
hafði oft orð á því að ef hún hefði
ekki Kjósina til að hverfa til yfir
sumartímann, þá vissi hún ekki
hvert hún gæti farið. Sagði stund-
um glettin: „Ég held að bíllinn rati
ekkert annað." Og að koma til
hennar þangað fann maður hversu
náin tengsl hennar voru við
bernskustöðvarnar. Allt sem hún
og Sissa systir höfðu gert og látið
sig dreyma í æsku um framtíðina.
Ætíð svo samrýndar og aldrei bar
skugga á samband þeirra.
Fyrir rúmum þremur árum tók
hún meirapróf. Ekki fannst henni
bækurnar nægilega skýrar, en var
ekki af baki dottin frekar en fyrri
daginn, náði sér í varahluti úr vél,
og skoðaði þá í krók og kring. Eft-
ir það voru bækurnar ágætar, hló
svo og sagði: „Ég skil ekki hvað ég
gat verið vitlaus." Eftir að hún
lauk meiraprófinu réð hún sig til
starfa hjá Strætisvögnum Kópa-
vogs í sumarafleysingar. Það
sama haust keypti hún hár-
greiðslustofu á Miklubraut 68.
Eftir þau kaup fór að halla undan
fæti með heilsuna. í október
gekkst hún undir stóra skurðað-
gerð en eftir ótrúlega stuttan tíma
var hún byrjuð að starfa aftur.
Sumarið þar á eftir réð hún sig
aftur í afleysingar hjá strætó og
vann því tvöfalda vinnu. Þá voru
þau Gunnar búin að slíta samvist-
ir og hún búin að taka þá ákvörð-
un að standa sig gagnvart mótlæti
lífsins. Voru dugnaðurinn og
ósérhlífnin með ólíkindum. Þetta
sumar fór hún aftur í sjúkrahús,
en hún lét það ekki aftra sér frá
því að Ijúka samningi sínum við
SVK. Síðastliðið sumar var hún
enn lögð á sjúkrahús og fékk þann
dóm að sjúkdómurinn herjaði enn
á hana. Hún reis upp úr öllu og fór
að vinna á stofunni sinni og ganga
frá ýmsum málum varðandi fram-
tíð barnanna. Húsnæðismálin
voru þar efst á baugi. Var hún bú-
in að festa sér íbúð hjá Verka-
mannabústöðum Kópavogs. Átti
hún að afhendast sumarið 1986.
Hún hafði orð á því að þegar þau
yrðu flutt þangað inn gæti hún
verið róleg. Síðasta daginn sem ég
sá hana tókumst við í hendur og
kvöddumst. Hún spurði hvenær
hún sæi mig aftur. Ég gat ekki
svarað því ákveðið, en kannski á
mánudaginn. Þann dag dó hún.
Það er erfitt að sjá á bak svo
kraftmikilli manneskju, sem beið
aldrei til morguns með að gera
hluti sem hún gat gert í dag.
Megi hún hvíla í Guðs friði.
Votta ég foreldrum hennar,
börnum og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
GréU Óskarsdóttir
Mér verður á að spyrja hver sé
tilgangurinn, þegar svo ung kona
og þriggja barna móðir í blóma
lífsins er hrifin brott úr þessu
jarðlífi.
Lolla vinkona mín var ekki
nema 37 ára gömul er hún lést,
eftir tveggja og hálfs árs baráttu,
við þann sjúkdóm, sem að lokum
varð henni yfirsterkari.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
hennar stórbrotna persónuleika
hér, það yrði óendanlegt, en mig
langar að kveðja hana með ör-
fáum orðum.
Við kynntumst fyrir 17 árum, er
við lærðum saman hárgreiðslu á
Miklubraut 1, sem þá var Hár-
greiðslustofa Áslaugar Ólafs-
dóttur, og urðum við strax góðar
vinkonur, enda ekki hægt annað
en hrifast af hressleika hennar og
dugnaði. Hún var mikil atorku-
kona og varð alltaf að hafa nóg
fyrir stafni, enda var aldrei
lognmolla að vera nálægt henni.
Allt lék í höndunum á henni, hár-
greiðsla, hannyrðir og jafnvel
bílaviðgerðir, ef því var að skipta.
Það sem mér fannst mest áber-
andi í fari hennar var óbilandi
þrautseigja og sjálfstæði. Aldrei
gafst hún upp, aldrei var hún
ráðalaus, sama á hverju gekk.
Það sem mér verður þó trúlega
efst í minni er sá mikli dugnaður
og kjarkur, sem hún sýndi í gegn-
um veikindi sín. Það var alveg
ótrúlegt. Alltaf jákvæð og full
bjartsýni.
Ég mun sakna hennar sáran og
þeirrar kátínu og uppátækja, sem
henni einni voru lagin, enda oft
mikið hlegið og gantast saman. Ég
þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og átt með henni
ótaldar ánægjustundir.
Börnum hennar, Adda, Valla og
Tinnu, foreldrum hennar og systk-
inum votta ég mína dýpstu samúð
og bið Guð að styrkja ykkur á
þessum sorgartímum.
Lovísa
Minning:
Theodór Gunnlaugs-
son frá Bjarmalandi
Fæddur 27. mars 1901
Dáinn 12. mars 1985
1 janúar síðastliðnum kvödd-
umst við í sjúkrahúsi Húsavíkur.
Við afi vorum alltaf sammála um
það að dauðinn væri jafn sjálf-
sagður og lífið. Þess vegna kvödd-
umst við eins og venjulega þótt
svo við vissum að það gæti verið í
síðasta sinn á þessu tilverustigi.
Það síðasta sem afi bað okkur
um, var að kenna Gulla litla
ákveðna bæn sem hann sjálfur
lærði sem barn og var honum kær.
Þannig munu tengsl haldast milli
forföður og afkomenda. Kynslóð
tekur við af kynslóð — það er
lögmál sem afi átti auðvelt með að
skilja.
Afi var slíkt náttúrubarn að það
á sér fáar hliðstæður. Að vaka úti
á heiði við fuglasöng, vatnanið og
gróðurilm var hans líf. Afrakstur
þessara vökunótta hefur hann,
sem betur fer, skilið eftir á meðal
okkar í formi bóka og blaðagreina
sem hann skrifaði af sinni ein-
stöku stílsnilld. Og hann skrifaði
fleira því hann stóð í bréfaskrift-
um við mörg hundruð einstaklinga
um allan heim og síðustu árin hef-
ur hann nýtt til hins ýtrasta til að
rækta þessi sambönd. Þótt hann
væri nánast blindur byrjaði
vinnudagurinn oftast um miðja
nótt. Þá settist hann við ritvélina
og vann sleitulaust við að flokka
og raða upp þeim aragrúa sendi-
bréfa og annarra heimilda sem
hann hafði safnað að sér. öll þessi
vinna var unnin fyrir komandi
kynslóðir og afraksturinn geymd-
ur í safnahúsinu Húsavík þar sem
allir sem áhuga hafa á geta gengið
að því.
Áð hafa fengið að alast upp með
slíkum manni er svo dýrmæt
reynsla að orð geta aldrei þakkað
nógsamlega. Alltaf var hann
óþreytandi að gefa af sínum and-
legu og veraldlegu eigum og fyrir
lítinn strák í sveit hjá afa var það
fjársjóður sem endist ævilangt.
Við munum sakna þess að fá ekki
lengur bréf frá afa „austur yfir
hafið“, bréfin sem svo mjög yljuðu
okkur um hjartarætur.
Við kveðjum afa í bráð með
þessum fátæklegu orðum og minn-
ingin um hann lifir alltaf hjá
okkur. Guð blessi sálu hans.
Theódór, Guðrún og
Gulli í Svfþjóð
Lúðrasveit Stykkishólms leikur á meðan á basarnum stendur.
Kökubasar í Stykkishólmi
LÚÐRASVEIT Stykkishólms heldur risa-kökubasar i
Hljómskálanum á Silfurgötu 7, Stykkishólmi, næst-
komandi laugardag.
Á boðstólum verða kökur af flestum gerðum og
einnig verða til sölu ýmsar páskavörur svo sem
kerti og servéttur. Kökubasarinn hefst klukkan
14.00. Lúðrasveitin mun leika fyrir utan og víðar
um bæinn á meðan basarinn stendur yfir. Tónleik-
ar lúðrasveitarinnar verða síðan á dagskrá í fé-
lagsheimili Stykkishólms 21. apríl nk.
i