Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 57

Morgunblaðið - 28.03.1985, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 57 Björn Gíslason formaöur félagsins og Jón B. Stefánsson. Morgunblaðift/Sigurður Frá hófinu í nýja húsnæóinu. Bætt aðstaða Ung- mennafélags Selfoss SelfoHHÍ, 23. nurs. Jens f Kaldalóni „Já, það er eins og þetta blessaða frelsistal ykkar verði aö öfugmæli, og virki sem þrýstiganga út í opinn skuldadauða í milljaröatali fyrir þeim aragrúa óþarfa, sem engum er til gæfu.“ takmörk fyrir því sem þið getið flutt af varningi til landsins, án þess að láta neitt í staðinn. Og það mættir þú svo sannarlega vita, að það eru ótaldar þúsundir manna og kvenna á landi hér, sem hafa í ýmsum úrvinnslugreinum land- búnaðarframleiðslunnar allt framfæri sitt, aðrir en bændurnir sjálfir og þar á meðal stór hópur Reykvíkinga, að þar yrði skarð fyrir skildi ef þessi starfsemi legð- ist niður, eða þó ekki væri nema minnkaði oní það að enginn hlutur frá þessari framleiðslu væri unn- inn til útflutnings. Um nýjar fram- leiðslugreinar Já, svo er það þessi nýsköpun í búnaðarháttum og nýjar arðbær- ar framleiðslugreinar, sem þú svo ávítar landbúnaðarráðherrann okkar að vinna ekki betur að. Það er ekki amalegt að stinga slíkri skrautfjöður i hárið á sér, því ég veit þú gengur ekki með hatt. En minn kæri Jón, þú minntist n.l. ekkert á það hverjar þessar arð- sömu framleiðslugreinar væru til að dæla útí byggðir landsins, og við bíðum spenntir eftir a heyra frá þér hverjar vera ættu, og raunar sendi ég þér þessar línur til að ámálga það við þig að þú bendir okkur á gersemina, því lengi má manninn reyna í ráð- herrastóli landbúnaðarins, og ekki reynir á manninn fyrr en á hólm- inn er komið í liðveislu nýrra framleiðslugreina, en við þurfum endilega að fá nasasjón af þeim heilræðum sem þú virtist eiga okkur til handa, og áreiðanlega viltu þinni fósturjörð svo vel, að þú liggur ekki á slíkri andagift, sem eins og þú veist alltof fáum er gefið, að kunna ráð við öllum vanda, og mikið myndum við halda þér veglegt þorrablót góði maður, ef til okkar á veginn fram lýstir því hnossi, þá sólin gyllir hlíðar og dali þessa blessaða lands í allri heiðríkju vorblámans, sem orðið gæti okkur vegvísir til bjart- ara lífs og betri daga í öðru formi en þurfa að gnauða til ykkar rán- dýrum dilkaskrokkum niður- greiddum að öllu á ykkar kostnað, og svo afganginum með útpíndum útflutningsbótaskatti, svo sem guð má einn vita hvað okkur tekur sárt að þurfa að knýja undan ykk- ar blóðugu nöglum í viðbót við 30 milljón kr. brennivínskaup og aðr- ar 30 milljónir í sælgætiskaup um eina, já, aðeins eina verzlunar- mannahelgi. Og svo er það frelsið Já, svo er það blessað frelsið, allir þráum við það, og ánauð vilj- um við ekki undirokaðir verða, og þessi ótætis fóðurbætisskattur á kjúklingafóðrið er einhver sá dæmalausasti ófögnuður sem frelsið leggur í hendi nokkurs ráðherra, og allir vildum við þá gerð í kútinn kveða. Og þetta dýrmæta frelsi verðum við að varðveita betur en svo að það verði blessuðum kjúklingunum að aldurtila, og þá ekki síður hitt, að þegar fiskiþjóð eins og við íslend- ingar notum þetta okkar mikla frelsi til að flytja inn tugi tonna fyrir ekki minna en tugi og hundr- að milljónir af útlendum soðfiski, em ég hefði aldrei trúað, hefði ég ekki séð það í hagtölum um inn- flutning. Nú að ég ekki nefni allt súkkulaðið og gotteríið 1000 tonna farmur, fyrir svo utan allt andsk. draslið og dótið á öllum sviðum og í öllum formum og tökum svo er- lend lán fyrir öllu góssinu, þar sem gjaldeyririnn hrekkur ekki nándar nærri fyrir óráðsíunni allri. Á þetta minnist þið ekki, þessir elskulegu ættjarðarvinir, í öllu búskaparlegu formi. Já, það er eins og þetta blessaða frelsistal ykkar verði að öfugmæli, og virki sem þrýstiganga útí opinn skuldadauða í milljarðatali fyrir þeim argasta óþarfa, sem engum er til gleði né gæfu. Og svo getið þið, þessi óttalegu flón, sem allt þykist vita um alla búskaparhætti okkar og kunna öll ráð til úrbóta, sínöldrandi og skammandi, bít- andi og nagandi í hælana á þessari heiðursstétt bændum. Og þetta eitthvað sem koma skal í staðinn fyrir okkar hefðbundnu búgreinar, er n.l. þeirri náttúru gætt, að það hefur enginn viljað taka það af okkur uppí skuldirnar okkar, hvað þá heldur að vilja borga okkur túskilding fyrir það í reiðufé, og við getum ekki étið það heldur, og hvers andsk. virði er það þá, að jagast um það sýknt og heilagt. Já, hún er alltaf sígild vísan góða. Upp er skorið, engu sáð, alit er í vargaginum. Þeir sem engin þekkja ráð, þeir ætla að bjarga hinum. Margt fleira vidi ég við þig ræða, en læt hér staðar numið, og kveð þig með bestu óskum. Jens í Kaldalóni er bóndi að Bæj- um á Snæíjallaströnd. UNGMENNAFÉLAG Selfoss er stærsta félagið á Selfossi og starfsemi þess mikil. Félagið hefur haft aðsetur ■ Tryggvaskála þar sem nefndir halda fundi og menn koma saman til að skeggrsða. Bæjarstjórn samþykkti þaö að fé- lagið fengi að auka við sig í Tryggvaskála og leggja undir starf- semi sína nokkur herbergi á efri hæö hússins. Þessi herbergi voru gerð upp, máluð og búin húsgögn- um, skápum o.fl. tilheyrandi. Sl. miðvikudag, 20. mars, var hús- næðið vígt með kaffidrykkju for- ystumanna félagsins og nokkurra gesta. Björn Gíslason, rakari, for- maður félagsins, lýsti húsnæðinu og þakkaði þeim fjölmörgu sem ávallt eru reiðubúnir að leggja hönd á plóginn til að létta starfið. Jón 5. Stefánsson, fyrrverandi félags- málastjóri, afhenti formanninum fundarhamar sem hann hafði i varðveislu og þakkaði samstarfið við félagið á liðnum árum. Ungmennafélag Selfoss verður 50 ára á næsta ári og eru menn farnir að huga að þvt að gera Selfossbúum dagamun í tilefni þess. Sig. Jóns. þessu landi — eða skapa sér sjálf- um laga-ákvæði? Samkvæmt þessum lögum (án reglugerðar) er það því algerlega í höndum fóðureftirlitsmannsins hér að leyfa eða banna innflutning á fóðurblöndum, sem notaðar eru á Vesturlöndum. Og í þessu augnabliki er óvíst, hvort leyfi fæst til að skipa upp 185 tonnum af kjúklingafóðri, sem komið er til landsins, eða hvort það verður endursent. Það hefur beðið ákvörðunar, þar sem eftirlitsmað- urinn hefur verið á ferð erlendis, manni skilst til að bæta fóður- fræðilegt siðgæði í Efnahags- bandalaginu. Hver borgar skað- ann af allri þessari vitleysu? Úr því að penninn minn er kom- inn á ferð vil ég lítillega blanda mér í deilurnar um söluskipulag eggja hér og þetta nýja eggjasölu- samlag (Samband eggjafram- leiðenda, sem menn greinir á um, hvort sé samband manna eða hænsna, því hingað til hafa hæn- urnar framleitt eggin). Eggjasölu- samlag var stofnað hér fyrir ein- um aldarfjórðungi, og endaði loks með einu heljarmiklu FÚL- EGGJAFJALLI. Það er miklu meiri vandi að verzla með egg en kjöt eða mjólkurvörur á eins litlu og takmörkuðu markaðssvæði og er hér á landi. Eggin er hvorki hægt að geyma lengi eða frysta og örðugt í miklum mæli að koma þeim i aðrar afurðir s.s. osta eða skyr, eins og hægt er að hagnýta óselda neyzlumjólk. Fuglabændur hér hafa fundið hið hagkvæmasta söluskipulag án afskipta kerfisins síðan fúleggjafjalliö gaus og eyði- lagðist með harmkvælum margra. Fuglabændurnir hafa sjálfir fund- ið sér markaðssvæði í verzlunum eða á heimilum og hafa þannig haft „hönd á slagæðinni" og fylgzt með ástandi markaðarins. Samlag myndar einangrun milli fugla- bændanna annars vegar og verzl- ana eða neytenda hins vegar. Með samlaginu myndast fúleggjafjallið aftur, verið alveg viss! Svo hafa þessir „ný-spekingar“ Sambands eggjaframleiðenda opinberað þekkingu sína alþjóð með því t.d. tvívegis í blöðum og í erindi til Búnaðarþings að full- yrða, að meðalvarp í Noregi sé 17 kg eftir hverja hænu í landinu á ári, og á þetta bull að vera rökstuðn- ingur fyrir því að reisa hér ein- hvers konar „Hríseyjarævintýri" fyrir varpfugla, óljóst er hvað í þessu felst, ýmist er það kallað „stofnræktarstöð" eða „aðgerðir við útungun og uppeldi á hænsna- stofni til eggjaframleiðslu". Og var ekki búið á Ármóti í Flóa nefnt í þessu sambandi? Guð- mundur Jónsson á Reykjum leysir þetta mál núna með innflutningi á útungunareggjum frá erlendurtl stofnræktarbúum ágætlega, og kerfið ætti ekki að koma nærri þessu, því að hér hefur enginn betri þekkingu á slíku en Reykja- bóndinn. Nú vitnar „spekingur eggja- framleiðenda" í norska tímaritið „Fjörfé“ sem heimild um þetta heimsmet í eggjaframleiðslu! En því miður eru þessir menn ekki læsir á fagrit alifuglaræktarinnar. Þeir taka tölur frá því sem kallað er „Statens kontrollavlsstationer" sem sannreyna varphæfni hinna ræktuðu og ættblönduöu stofna, sem ætíð er verulega meira en landsmeðaltalið. Samkvæmt töl- um í „Aktuelle tall í landbruket 1985“, gefið út af Norges Bonde- lag, hefur meðalvarp hæna á ári verið sem hér segir: 1969 8,81 kg 1980 11,50 kg 1984 12,86 kg Framfarirnar er að þakka árangursríkum fóðurvísindum, víðtækri tilraunastarfsemi og kynbótum. AUt stuðlar þetta að hagkvæmari rekstri og ódýrari mat- vælum. Hvers vegna mega íslenzk- ir neytendur og framleiðendur ekki njóta þessara framfara bú- vísinda, heldur eru neyzluvörur af svínum og alifuglum þvingaðar í verulega hærra verð en þðrf væri á með innflutningstollum á fóður og kerfiskarlaafskiptum. AUt er þetta að meira eða minna leyti „þjóðfélagsleg fúlegg“. Að lokum nokkur orð vegna ályktunar Búnaðarþings um kröf- ur um hreinlæti í skepnuhúsum og andúð á lyfjanotkun. Að þessari þingsamþykkt gerðri héldu þing- fulltrúarnir heim til sín með eftir- farandi leiðbeiningar frá yfirdýra- lækni í vasanum: „Öðru hvoru finnast leifar af júgurbólgulyfjum í sölumjólk hér á landi. Skapar það tjón fyrir mjólkurframleiðendur og vanda fyrir neytendur. Skal vikið lítið eitt nánar að þessu máli. Þegar lyf gegn júgurbólgu eru not- uð á réttan hátt, koma þau oft að góðu gagni. Ef rangt er með lyfin farið, geta þau hins vegar valdið miklu tjóni. Ef leifar af júgurbólgulyfjum finnast í þeirri mjólk sem send er til mjólkurstöðvanna, getur sú mjólk eyðilagt framleiðslu t.d. á skyri, súrmjólk og ostum. Hafa mjólkurstöðvarnar stundum orðið fyrir stórfelldu tjóni af þessum sök- um. Sumt fólk hefur ofnæmi fyrir þeim sýklalyfjum, sem notuð eru gegn júgurbólgu, og getur því orð- ið fyrir óþægindum, ef það drekk- ur mjólk, sem í eru t.d. leifar af penieillini. Af þessum sökum er mjólk, sem í eru lyfjaleifar, óhæf til sölu. Samkvæmt reglugerð um mjólk og mjólkurvörur er óheimilt að selja mjólk sem í eru leifar af júg- urbólgulyfjum, og er hægt að sækja menn til saka vegna þessa. Af þessu er ljóst, að það eru bæði fjárhagslegar, siðferðilegar og lagalegar ástæður fyrir því að láta aldrei af hendi mjólk sem í eru leifar af júgurbólgulyfjum. Eftirlit með því hvort lyfjaleif- ar finnast í mjólk hefur aukist mjög hin síðari ár, enda hafa kom- ið til auðveldari aðferðir til próf- unar en áður voru tiltækar. Finnist lyfjaleifar í mjólk má verðfella hana, og enn fremur er heimilt að beita framleiðendur sektum, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 269/1973 um mjólk og mjólk- urvörur. Helstu ráð til að girða fyrir að lyfjaleifar leynist í mjólk, eru eft- irfarandi: 1. Notið aldrei júgurbólgulyf nema samkvæmt ráði dýralæknis. 2. Leggið vel á minnið þær notkun- arreglur sem lyfjunum fylgja eða dýralæknir hefur látið af hendi. Sérstaklega þarf að festa í minni hvenær má í fyrsta lagi nýta mjólkina eftir að lyfjameð- ferð er lokið. 3. Merkið greinilega þær kýr, sem eru á lyfjameðferð hverju sinni. Mjólkið þær síðast og hellið mjólkinni niður. Þetta er sérstak- lega mikilvægt þegar lyf eru notuð handa kúm í geldstöðu, ef manna- skipti verða við mjaltir, eða ef kúnni hafa verið gefin lyf af öðr- um ástæðum en júgurbólgu. 4. Ef þið eruð í vafa um, hvernig nota eigi júgurbólgulyf eða hvenær óhætt er að nýta mjólk eftir lyfjameðferð, leitið þá ráða dýralæknis. 5. Geymið ekki júgurbólgulyf eða tómar túpur eða glös þar sem börn ná til. Þvoið hendur ræki- lega, ef lyf berst á þær. Það er jafnt hagur framleiöenda og neytenda, að aldrei komi til sölu mjólk sem í eru lyfjaleifar.“ (Leturbr. eru greinarhöfundar) Og svo var Búnaðarfélagið svo nærgætið að senda bændum í febrúar sl. lista yfir verð á fúkka- lyfjum og hormónum, sem þeir geta keypt: (iunnar Bjarnason er tyrrverandi deildarstjóri Fóóurelíirlitsdeildar Rannsóknastofnunar landbúnadar ins. Veró i nokkrum algengum dýralyfjum 7. febrúar 1985. Fúkkalyf til inndaelingar Pasirillin Pasing 3 milljón ein ..... 22 kr. glasió Penirillin Pasing 5 milljón ein ....... 43 Itr. glasió llrorillin P, upplausn, 100 ml 410 kr. glasiA Ikorillin PS, upplausn, 100 ml .... 566 kr. glasiA Streptorillin. upplausn, 100 ml 652 kr. glasió Fukkalyf í leg: Depomyrin 20/35, uppl. 100 ml 317 kr. glasiA Streptorillin uppl. 100 ml .. 321 kr. glasiA Ostrilan uppl. 30 ml — 112 kr. glasió Streptorillin m/suldadimidin, stílar 26 kr. stfllinn Fúkkalyf i spena: Orbenin spenatúbur 36 kr. túban Streptorillin spenatúbur 43 kr. túban Cepoxillin spenatúbur 44 kr. túban I.yf vió skitu: Aureomyrin duft, 2,5 kg . '453 kr. Sulfa-guanidine, 100 töflur á 0,5 grm . 122 kr. Sulfa-dimídine, 100 töflur á 0,5 grm 182 kr. Hormónar: Dinolytic, 10 ml.h.gl. . 306 kr. glasiA OpterortenokS, 20 ml.h.gl. . 362 kr. glasiA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.