Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 59

Morgunblaðið - 28.03.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1985 59 Á bókin að vera frjáls? eftir Guðrúnu A. Runólfsdóttur Nýlega hlustaði ég á „Bókaþátt" Njarðar P. Njarðvík þar sem hann ræddi um bækur við þrjá valin- kunna borgara. Gott er að fá umræðu um stöðu bókarinnar og þá ekki síður um frammistöðu höfunda og útgef- enda og fá viðbrögð fólks við slíkri umræðu. Mín viðbrögð voru mikil undrun á ýmsu sem fram kom í þessum þætti. Einna líkast var að þessir menn sem þó að einhverju leyti hafa bækur að atvinnu sinni, vissu nánast lítið sem ekkert um þær eða fólkið sem les þær. Mér fannst þessi vanþekking nánast stór- furðuleg og í framhaldi af því er ég ekki neitt undrandi á þó erfið- lega geti gengið að láta bókina sem miðil standa sig í samkeppni við aðra sem á boðstólum eru f okkar fjölmiðlaþyrsta samfélagi. Undarlegust þótti mér samt sú uppástunga eins viðmælanda Njarðar að líkast til væri styrkja- leiðin sú eina færa til að ná upp viðunandi sölu á íslenzkum bók- um, sumum hverjum. Ekki veit ég hvernig svona frumlegar hug- myndir fæðast, en hitt veit ég að langt er síðan að ég hef heyrt það öllu vitlausara. 1 fyrsta lagi efa ég að íslenzka bókin mundi þola slikt „meðlæti" og er nánast viss um að höfundar mundu ekki þola það. í öðru lagi finnst mér að það verði að teljast stórt skref aftur á bak, nú á tím- um aukinnar samkeppni og auk- inna krafna um frelsi á sem flest- um sviðum, að taka upp haftakerfi sem venjulegast er bein afleiðing af styrkja- og niðurgreiðsluleiðum þeim sem reynst hafa svo undar- lega vinsælar hér á landi. En nú er loksins að verða breyt- ing á — þessi gamli einokunar- hugsunarháttur er sem betur fer á undanhaldi og var kominn tími til og mikið meira en það. Verið er að reyna að losa um einokunina hjá Ríkisútvarpinu og sjónvarpinu og þó að brösulega gangi verður mað- ur að lifa í voninni um að árangur náist og að aukið frelsi þessara fjölmiðla verði að veruleika, fyrr en seinna. En einmitt á þessum tímamótum þá kemur upp þessi gamla lífseiga hugmynd og nú á að hneppa bókina í fjötur. Hreint er þessi einokunarárátta okkar eitthvað í ætt við hin frægu Fróð- árundur, að þegar reynt er að berja niður einn haus, sprettur upp annar í hans stað, tvíefldur. Það fyrsta sem þeir aðilar sem búa til og framleiða bækur þurfa að átta sig á er að bókin keppir við aðra fjölmiðla um áhuga og tíma fólks. Með það í huga þurfa þeir hinir sömu að vita eitthvað um það hvað fólki finnst um bækur sem á boðstólum eru. Þeir þurfa að kynna sér hvers vegna, hvar og hvernig bækur eru keyptar og lesnar. Stórt aðdráttarafl bókar- innar er einmitt sú staðreynd að hún býður upp á frjálst val — hef- ur alltaf gert það og til að hún megi halda sínum hlut þá verður hún að halda áfram að geta boðið upp á frjálst val. Það hefur alltaf verið ríkt í fólki að fá að hafa kost á að velja og hafna og ef eitthvað er, þá er aukin eftirspurn eftir slíku. Það er þreytandi og til lengdar óþolandi að sitja undir því að vera sífellt sagt að gera þetta og gera hitt. Flestir vilja sjálfir fá að bera ábyrgð á sínu eigin lífi. Margir verða, aðstæðna vegna, að sitja undir því að taka við skipun- um frá öðrum í sinni vinnu og það verður því enn ríkari þörf en ella fyrir þá að geta sjálfir valið sitt eigið afþreyingarefni og það efni sem það vill nota til fróðleiks og þroska. Ekki finnst mér það nú um of mikið beðið, en þeir eru margir sem álíta að svo sé. Að aðrir og þá væntanlega ekki síst þeir sjálfir, geti gert þetta miklu betur fyrir okkur hin. Ekki veit ég hvaðan þeim kemur þessi vísdómur, en mér finnst það býsna mikið á sig tekið að þykjast hafa til þess allan rétt og allt vit að segja öðrum fyrir verkum, jafnvel á þessu mjög svo persónulega sviði. Ég vil því leggja áherzlu á að fullt frelsi bókarinnar sé fyrsta og stærsta forsendan fyrir því að hún seljist og sé lesin sem er auðvitað ekki lítið atriði — en það er vit- anlega líka staðreynd að ekki eru allar bækur lesnar sem eru keypt- ar — en það er nú önnur saga. Annað atriði til framdráttar bókinni er stórleg aukin og bætt þjónusta bókasafna. Það er nú svo um mig og ég held marga aðra, að þegar ég hef verið svo heppin að kynnast góðum höf- undi sem skrifar mér að skapi, þá verður nafn hans einskonar gæða- stimpill — ég veit að hverju ég geng þegar ný bók kemur út. Ég veit að miklar líkur eru á því að hún gefi mér það sem ég leita eftir í hverju tilfelli. Þetta þýðir að góð kynning á höfundi er mjög stórt atriði. Eg vil helst geta komist hjá því að kaupa „köttinn í sekknum" eins og sagt er. Því er það að sömu höfundar „seljast* hér fyrir hver jól þegar stærsti hlutur bókasölu fer fram. Margir virðast mjög hissa á þessu fyrirbæri en það er ekki svo undarlegt þegar haft er í huga að á þessum tíma er helst verið að kaupa gjafabækur. Þá er í fyrsta lagi eftirsóknarvert að geta vitað hvað verið er að kaupa og í öðru lagi eru þeir margir sem ekki hafa það mikla peninga í höndun- um að verið sé að eyða þeim í óþarfa áhættu og sitja uppi með eitthvað sem ekki kemur að réttu gagni. Mörgum kann að finnast þetta óþarflega mikil hræðsla við að taka áhættu, en mitt svar er einfaldlega það að ég hef ekki efni á að taka þær áhættur sem ég get með nokkru móti komist hjá — nóg er nú samt. Ég vil því endilega efla bókasöfn. Þar getur maður gefið sér góðan tíma til að kynna sér nýja höfunda og þar getur maður svo tekið ákvörðun um hvort bók höfðar til Stjkkisbólmi, 25. m»ra. LAUGARDAGINN 23. þ.m. hélt Friðrik S. Kristinsson söngvari sína fyrstu tónleika í félagsheimilinu i Stykkishólmi. Var aðsókn ágæt og viðtökur hinar prýðilegustu. Friðrik hefir verið við söngnám í Söngskólanum sl. 3—4 ár og hef- ir fengið góða þjálfun. Þá hefir hann sungið i söngleikjum og eins sungið við aðrar athafnir. Þeir, sem voru á tónleikunum, voru sammála um að mjög vel hefði til tekist, Friðrik hefir bjarta tenórrödd og beiting henn- ar er örugg hjá honum og hann nær vel til áheyrenda. Söngstjór- inn okkar sagði mér að þetta hefðu verið hugljúfir tónleikar, enda varð hann að syngja mörg aukalög. Þá lék undir söngnum Lára Rafnsdóttir og var undirleik- urinn sérstaklega góður og viss og fór ekki á milli mála að hún skilur sitt fag og setti ljómandi svip á tónleikana. Var þeim báðum þakk- að með dynjandi lófataki og blóm- um. Þá var það okkur Hólmurum Guðrún Á. Runólfsdóttir „Mér fínnst það býsna mikid á sig tekið að þykjast haía til þess all- an rétt og allt vit að segja öðrum fyrir verk- um...“ manns eða ekki. Hægt er að fá þar góðar ráðleggingar og ábendingar um eitthvað nýtt og forvitnilegt, eða gamalt og ekki síður forvitni- legt. Þessi þjónusta kemur auðvit- að ekki ókeypis og ég teldi það fullkomlega sjálfsagt að greiða sanngjarnt verð fyrir hana. Ég gæti til dæmis hugsað mér ein- hverskonar kort sem hægt væri að borga fyrir ákveðið gjald. Ég vil þannig sjálf geta greitt þessa þjónustu þegar og ef ég nota mér hana — ekki að henni sé haldið gangandi eingöngu af hinu opin- bera. Ég tek fram í þessu sam- bandi að gjöld barna/unglinga gætu verið lægri og umfram allt að elli- og örorkuþegar fái þessa þjónustu fullkomlega endur- gjaldslaust. Gott væri ef hægt væri að fara þarna hinn gullna meðalveg — að hægt væri að láta þetta tvennt vinna saman, ann- arsvegar samneysluna og hinsveg- ar einstaklinginn. Þetta gæti þýtt stórlega aukinn veg bókarinnar og vildi ég sann- arlega óska að svo gæti orðið. Ég er á þeirri skoðun að það að eiga verulega gott og náið samband við bókina sé að komast í örugga höfn því hún gefur ómælda gleði og ánægju allt til enda. Bókin er ómissandi og það á hún að vera. Guðrún Á. Kunólfsdóttir er skrif- stofumaður í Reykjavík. sérstök ánægja að Friðrik skuli hefja sinn söngferil hér, því hér er hann fæddur og uppalinn, og hér á hann heima. Foreldrar hans eru Þóra Sigurð- ardóttir og Kristinn Friðriksson, fyrstihússtjóri hér. Þökk sé Friðriki fyrir þetta góða framtak. Árni. Áskriftir greiddar með VISA Samstarfsnefnd um gjaldeyris- mál hefur veitt samþykki sitt til þess að heimilt sé að greiða er- lendar tímaritaáskriftir, árgjöld og smærri bókakaup, að upphæð allt að 50 bandaríkjadalir, með því að gefa upp VISA-kortnúmer og gildistíma á greiðslu- og pöntun- arseðlum. Tónleikar í Stykkishólmi Bær á Höfðaströnd: Svartar torf- ur með landi Bc á ilöfðaströnd, 27. mara. TÖLUVERT hefur nú veórið kólnað, en það er nú 4—8 gráðu frost dag- lega. í innsveitum er bjart veður, en oft éljagangur í útsveitum. Hvergi er snjór að ráði og allir vegir eru greið- færir nema á Lágheiði, en sá vegur er að venju ekki greiðfær að vetri. Er þó talinn minni snjór en venju- lega. 1 heilt ár man fólk ekki svo sam- fellda veðurblíðu, eins og nú er. Togarar afla sæmilega, en einn þeirra, Drangey, hefur verið í rannsóknarleiðangri, en fer aftur til venjulegra veiða í þessari viku. Smærri bátar sem hafa verið á skelfiskveiðum eru nú hættir og eru farnir til rækjuveiða og á dragnót. Hrognkelsaveiði er byrj- uð og gengur vel, en hrogn eru í henni svo smá, að menn eru yfir því hugsandi og svo mun vera um allt Norðurland með það. Raunar aflast betur en margir geta tekið á móti. Ég hef tekið eft- ir því að undanförnu þegar logn er mikið á sjónum, þá sjást svartar torfur með landi eins og i gamla daga, en líklegast eru það loðnu- torfur eða smásild. Hnappast mik- ill fugl um þessa átu. Þar sem við verður komið er sil- ungur nú veiddur í vötnum, líkleg- ast nokkuð víða í héraðinu, undir ís og er hann pakkaður inn á frystihúsi og sendur suður og það- an kannski til útlanda. Hugsa menn gott til þessara framtíðar- möguleika. Inflúensa er nú að réna, en hef- ur verið töluverður faraldur að undanförnu í héraðinu. Björn í B*. Varahlutirnir eru ódýrastir hjd okkur! Dcemi um verö: Kr 471 Kertií allar geröir .....M Plat'murí allar ger >r •—- • ?,85 » 895 KÚplin9ío',öoU« í 323 77^85... Brernsutooröaseu .^$5..... vua B[emsuKI°ssas® 6 .79:s2....... " ® BtemsuW°ssasffl.' ,300 '77-80 ” 3.695 Pústkerfi kompt' 323 ...... ” ' Framsluöan o 323 '7 ........ " ^ i Grill ö 323 A300JA Notiö eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI. Versliö hjá umboöinu, ÞAÐ BORGAR SIG. Opiö laugardaga frá kl. 9—12 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.